Morgunblaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samningar ríkisstofnana um kaup á þjónustu frá fyrirtækinu Atten- tus – mannauði og ráðgjöf hafa verið utan rammasamninga við Ríkiskaup. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að ríkisstofnanir hafa keypt þjónustu af At- tentus fyrir 44,5 milljónir frá því í september í fyrra. Meðal við- skiptavina er Vinnueftirlitið en sú þjónusta tengdist að hluta endurskipulagn- ingu hjá stofn- uninni. Hafa þær aðgerðir verið umdeildar meðal starfsmanna. Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir stofnunina hafa boðið út ráðgjafarþjónustu og gert svokallaða rammasamninga vegna hennar. Um sé að ræða samning 14.23 um rekstrarráðgjöf. Samningurinn hafi tekið gildi 14. nóvember í fyrra og gilt í eitt ár með möguleika á framlengingu um eitt ár þrisvar. Óvenju dræm þátttaka Halldór segir aðspurður að fyrirtækið Attentus eigi ekki aðild að rammasamningum Ríkiskaupa. Þátttakan í síðasta útboði hafi verið óvenju dræm og það farið framhjá einhverjum félögum á markaði. Hins vegar hafi verið samið við 11 fyrirtæki um kaup á þjónustu og ráðgjöf. Í flokki 3 á sviði mannauðsmála og ráðninga hafi verið samið við Analytica, CEO Huxun, Crayon Íslandi, Deloitte, Enor, Ernst & Young, FMC, Intellecta, Inventus, KPMG og Strategia. Halldór segir auðvelt fyrir aðila að rammasamningi að senda tilboð eða fyrirspurn á seljendur í gegnum vef Ríkiskaupa. Halldór segir aðspurður að þegar ríkisstofnanir kaupa þjón- ustu utan rammasamnings sé þeim skylt að leita tilboða frá minnst þremur aðilum, svo að um eðlilega samkeppni sé að ræða í samræmi við 24. gr. laga um opinber inn- kaup nr. 120 frá 2016. Ber að gera verðsamanburð „Þótt ekki sé gerður samningur, og þótt kostnaður við einstakt verkefni sé undir 15,5 milljónum á að gera slíkan verðsamanburð,“ segir Halldór. Samkvæmt lögunum sé það hlutverk viðkomandi stofn- unar að sinna þeirri skyldu. Verk- kaupi skuli gæta að hagkvæmni og gera samanburð meðal sem flestra fyrirtækja. Viðkomandi ríkis- stofnanir hafi því átt að leita til minnst þriggja félaga þegar þau sömdu við Attentus. Eins og rakið var í Morgun- blaðinu í gær jukust tekjur Atten- tus mikið milli ára 2017 og 2018, eða úr 166 milljónum í 215 millj- ónir. Vinnumarkaðurinn stækkaði töluvert milli þessara ára. Stjórn félagsins lagði til að greiddar yrðu 40 milljónir í arð árið 2018. Viðskipti við ráðgjafarfyrirtæk- ið Attentus ekki innan samnings  Ríkiskaup hafa ekki gert rammasamning við fyrirtækið um kaup á þjónustu Morgunblaðið/Eggert Reykjavík Fjöldi ríkisstofnana hefur keypt ráðgjöf hjá Attentus – mannauði og ráðgjöf á síðustu misserum. Halldór Ó. Sigurðsson Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis – stéttarfélags í al- mannaþjónustu, segir ábendingar hafa borist vegna óánægju starfs- manna Vinnueftirlitsins í tíð Hönnu Sigríðar Gunnsteinsdóttur sem forstjóra. „Það sem hefur komið inn á okk- ar borð snýr að breytingum á starfskjörum og samskiptavanda- málum [hjá Vinnueftirlitinu],“ segir Árni Stefán. Hann segir það ekkert nýtt að breytingar á starfskjörum valdi óróa hjá hluta starfsmanna. Til séu tvær leiðir til að bæta starfsmönnum upp kostnað við neyslu á ferðalögum. Annars vegar að taka nótur samkvæmt kostnaði og fá hann endurgreiddan. Hins vegar að fá dagpeninga greidda sem taki mið af lengd ferðarinnar. „Vinnueftirlitið var með dagpen- ingaformið. Það var væntanlega einn af þeim hlutum sem ráðherra [Ásmundur Einar Daðason] nefndi að ná ætti utan um og hreinsa upp. Þessu fyrirkomulagi var sagt upp og það var mikil óánægja með það. Þessir eftirlitsmenn eru út um hvippinn og hvappinn og misgott að komast í fæði o.s.frv. Þeir eru m.a. að skoða í sveitunum. Þetta hefur komið á okkar borð,“ seg- ir Árni Stefán. Við það bætist samskiptavandi sem fjallað hefur verið um. „Í fyrsta lagi vegna mann- auðsstjóra sem var leigður til eft- irlitsins, hvað hann sagði og hvaða árekstrar urðu þar. Það kom inn á okkar borð. Málið kom upp í kjölfar þess að viðkomandi mannauðs- stjóri sagði eitthvað í samræðum við ákveðinn aðila sem mönnum þótti mjög óheppilegt og niðrandi. Eins og oft áður var hins vegar misjöfn túlkun á því hvað var sagt. Það lauk með því að mannauðs- stjóranum var skipt út. Svo höfum við heyrt um árekstra þarna, hvernig samskiptin hafi gengið,“ segir Árni Stefán. Hann segir aðspurður að um- ræddar umkvartanir eigi við tíma- bilið síðan Hanna Sigríður tók við. Hann segir fyrirtækið Líf og sál fara með athugun á meintu einelti innan Vinnueftirlitsins. Könnun hafi bent til þess að hátt hlutfall starfsmanna kvarti undan einelti. Vandamál vegna samskipta og kvartað undan einelti LEITAÐ TIL SAMEYKIS VEGNA VINNUEFTIRLITSINS Árni Stefán Jónsson DIMMALIMM Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Skoðið úrvalið á facebook DimmalimmReykjavik Str 26-36 95 Bolur 3.795 Pils 6.295 Jakki 8.295 Kjóll 7.595 Kápa 10.995 Ný sending af jólafötum Verð frá 6.6 Vesti 5.595 Skyrta & slaufa 4.995 Dagskrá: Staða og starfsemi Gildis Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis Samspil ellilífeyris almannatrygginga og lífeyrissjóða Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ Nýtt fyrirkomulag við val á stjórnarmönnum og hlutverk fulltrúaráðs Árni Hrafn Gunnarsson, lögfræðingur Gildis Fundarstjóri: Áslaug Hulda Jónsdóttir, stjórnarmaður í Gildi Vakin er athygli á að efni fundarins verður þýtt jafnóðum á ensku og texta varpað á skjá Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs Grand Hótel Reykjavík, miðvikudaginn 20. nóvember kl. 17.00 Gildi–lífeyrissjóður Sjóðfélaga- og fulltrúaráðsfundur ▪ ▪ ▪ Lífeyrissjóður www.gildi.is Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Niðurstaðan er skýr. Það þarf meira fjármagn til Landspítalans og það þýðir ekki að segja að það sé búið að setja svo mikið fjármagn þarna inn af því að verkefnum hefur fjölgað um- talsvert. Það er mönnunarvandi og hann verður ekki leystur nema með fjármagni og með því að skapa betri starfsaðstæður fyrir fólk sem vinnur vaktavinnu,“ segir Helga Vala Helga- dóttir, formaður velferðarnefndar. Farið var yfir málefni Landspítalans á fundi velferðarnefndar Alþingis í gærmorgun. Á fund nefndarinnar komu Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, Sigríður Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjúkrunar, og Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, auk fulltrúa frá embætti landlæknis. Öryggið ekki alveg tryggt „Öryggið er ekki alveg tryggt,“ segir Helga Vala og vísar meðal ann- ars til stöðunnar á bráðamóttökunni þar sem ákveðinn vandi liggur. Helga Vala bendir á að Landspítalinn sé í þeirri stöðu að hann geti ekki lokað fyrir þjónustu, eins og aðrar heil- brigðisstofnanir á landsbyggðinni hafa gert, því hann er endastöð. Hún bendir meðal annars á að fjöldi rýma á Landspítalanum fari undir einstaklinga sem þyrftu að komast í önnur úrræði en eru fastir á Landspítalanum. Þessu þyrfti að breyta. Morgunblaðið/Ómar Landspítalinn Stjórnendur reyna að hagræða í rekstri. Spítalinn þarf meira fjármagn  Velferðarnefnd ræðir Landspítala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.