Morgunblaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 66
66 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019 Ármúla 24 • S. 585 2800 60 ára Örn Helgi ólst upp í Breiðholti en býr í Kársnesinu í Kópavogi. Hann er húsasmíða- meistari að mennt og er mælinga- og upp- setningarstjóri hjá Glerborg. Maki: Ása Þorkelsdóttir, f. 1962, bóka- safnsfræðingur í Borgarholtsskóla. Börn: Erla, f. 1986, og Steinar Örn, f. 1987. Barnabörnin eru Ása Karitas og Ylfa Björg, dætur Erlu, og Örn Óskar Steinarsson. Foreldrar: Haraldur Eyjólfsson, f. 1931, d. 2016, verkstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og einn af stofnendum Þróttar, og Erla Helgadóttir, f. 1935, d. 2014, húsfreyja í Reykjavík. Örn Helgi Haraldsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Mismunandi menning, umhverfi og fólk ýtir undir sköpunargleði þína. Hægðu á þér, þú ferð stundum of hratt yf- ir. 20. apríl - 20. maí  Naut Fylgdu málum vel eftir jafnvel þótt þér kunni að leiðast öll smáatriðin. Ekki láta tímann líða í tilgangsleysi, drífðu þig á námskeið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Fólk ber sérstaklega mikla virð- ingu fyrir þér í dag. Reyndu að skyggnast undir yfirborð hlutanna áður en þú gerir upp hug þinn, því flas er hreint ekki til fagnaðar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er orðið tímabært að þú ýtir úr vör verkefni sem þig hefur lengi dreymt um að framkvæma. Hikaðu ekki við að deila leyndarmálum þínum með vinum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þetta er ekki rétti mánuðurinn til að kaupa nýja tölvu, bíl eða annað dót. Þér finnst þú utanveltu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þetta er hinn fínasti dagur til að reikna út hversu mikið þú hefur handanna á milli og leggja drög að framtíðarplönum. Þér finnst gott að vera í sviðsljósinu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú situr uppi með sjálfa/n þig, sama hvað þú reynir. Þú byrjaðir með tvær hendur tómar en uppskerð fyrst núna, mörgum árum seinna. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er fyrir öllu að þú haldir jafnaðargeði og látir hvorki menn né at- burði slá þig út af laginu. Gefðu þér tíma til að rækta sálarlíf þitt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú dregst varla úr sporunum um þessar mundir, reyndu að taka þér pásu og endurnæra þig. Treystu á innsæ- ið. 22. des. - 19. janúar Steingeit Skapsveiflur einhvers í fjöl- skyldunni skapa óþægilegri spennu. Fram- kvæmdu hugmynd þína áður en einhver annar verður fyrri til. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú elskar að fá að vera með, en líka að fá frið. Sumir skilja ekki fyrr en skellur í tönnum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú gefst ekki auðveldlega upp. Fyrstu mánuðir ástarsambandsins gefa oft tóninn. fyrir sjó líka til að kæla hráefnið. Svo þurfum við færri ferðir en áður þegar verið er að sækja langt eins og á kolmunnanum og því er þetta á all- an hátt hagkvæmara. Við vorum að klára síldarvertíðina og erum að skipta yfir á kolmunnann hæsta skipið á landinu í fyrra. „Manni fannst þetta vera ævin- týralega stórt skip fyrst, en ég held það sé ekki of stórt. Ef maður ætlar að koma með vel kælt og gott hrá- efni í land þá veitir ekkert af pláss- inu og það þarf að vera nóg pláss A lbert Sveinsson er fædd- ur 7. nóvember 1969 á Akranesi. Fyrstu upp- vaxtarár ólst Albert upp á Vogabraut hjá móðurömmu sinni og afa, Körlu og Friðrik. Síðar fluttist hann með for- eldrum sínum á Krókatún og síðar að Reynigrund, með smá viðkomu á Vesturgötu hjá Rannveigu föður- ömmu Alberts. Albert dvaldi nokkur sumur í sveit á Arnbjargarlæk hjá hjónunum Davíð og Guðrúnu. Einnig var hann við sveitastörf á Skipanesi. Albert lauk grunnskólaprófi frá Brekkubæjarskóla á Akranesi og lauk stýrimannsprófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík. Fyrsta vinna Alberts var þegar hann var 10-12 ára að járnabinda í steypumót hjá fjölskyldufyrirtækinu HB&Co. Síðan vann hann á Sleggj- unni, eins og Vélaverkstæði HB&Co var kallað. „Ég hugleiddi að læra vélvirkjun en ég ætlaði alls ekki að fara á sjó, var drullusjóveikur á fyrsta túrnum mínum, en svo var bara haldið áfram.“ Síðan þá hefur Albert allan sinn starfsaldur stundað sjómennsku, fyrst sem háseti en síðar stýrimaður og svo skipstjóri. Hann fór sinn fyrsta túr á Haraldi Böðvarssyni AK-12 og var á honum í tvö ár og var síðan á Höfrungi í níu ár. Á þessum tíma fór hann í Stýrimannaskólann og var undir lokin annar stýrimaður á Höfrungi og leysti af sem fyrsti stýrimaður. Fyrsta reynslan af skip- stjórn var þegar hann leysti af á Elliða GK á loðnuveiðum 23 ára gamall. Hann varð síðan fyrsti stýri- maður á gamla Víkingi AK-100 næstu tvö árin. Hann tók svo við sem skipstjóri á Elliða og var á hon- um í tvö ár, meðal annars í Tasman- íu um tíma. Tók siglingin þangað 62 daga. Hann var síðan skipstjóri á Faxa RE-9 og Ingunni AK-150 þar til hann varð skipstjóri á nýjum Vík- ingi árið 2015 og sótti hann til Tyrk- lands. Víkingur er uppsjávarskip og get- ur tekið allt að 2.800 tonn af afla. Það er með stærri skipum á landinu þótt þau fari stækkandi og var afla- núna,“ segir Albert, sem var á leið heim eftir að hafa verið um borð í Víkingi þegar blaðamaður talaði við hann. „Ég á að vera í fríi núna, en þegar skipið er í landi er maður allt- af eitthvað að sinna því. Við erum að taka trollin um borð og skipta um Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK 100 – 50 ára Fjölskyldan Albert ásamt Ástu Pálu, sonum og foreldrum sínum á jólafagnaði fyrir margt löngu. Stýrir einu aflahæsta skipi Íslands Hjónin Albert og Ásta Pála stödd í Brighton um síðustu helgi. Á sjó Þegar Albert var stýrimaður á Ingunni. 40 ára Fanney ólst upp í Laugarnesi í Reykjavík en býr á Kársnesi í Kópavogi. Hún er félagsfræð- ingur frá HÍ og er verkefnastjórí hjá Þjóðgarðinum á Þing- völlum. Hún er ritari Þingvallanefndar. Maki: Arnar Sigmarsson, f. 1976, smiður hjá Einari P. og kó og einn af eigendum. Börn: Silvía Dís, f. 2005, Emilíana Lárey, f. 2008, Einar Örn, f. 2011, og Eiríkur Hrafn, f. 2014. Foreldrar: Einar Nikulásson, f. 1945, síð- ast stöðvarstjóri hjá N1, bús. í Reykjavík, og Lára Einarsdóttir, f. 1952, vinnur hjá Samskipum, bús. í Reykjavík. Þau áttu saman Laugarneskjör til margra ára. Fanney Einarsdóttir Til hamingju með daginn Sauðárkrókur Svanhildur Mía Wermelinger Kristjánsdóttir fæddist 18. febrúar 2019 kl. 3.56. Hún vó 3.825 g og var 56 cm löng. For- eldrar hennar eru Stefanie Wermelinger og Kristján Elvar Gíslason. Nýr borgari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.