Morgunblaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 70
HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Arnar Freyr Arnarsson gat ekki leikið með íslenska landsliðinu í handknattleik í vináttulandsleikj- unum gegn Svíum í Svíþjóð á dög- unum. Sársauki í hné var farinn að gera Arnari erfitt fyrir en hann seg- ir meiðslin ekki vera alvarlegs eðlis. „Fyrir landsleikjahlé í síðasta mánuði var sprautað í hnéð. Hægt og rólega ætti ég að verða góður í hnénu. Læknarnir hérna segja að þetta séu álagsmeiðsli en ég fékk fyrst verki á síðasta tímabili þegar ég spilaði í Svíþjóð. Sársaukinn hef- ur aukist og eitthvað þurfti að gera til að ég gæti beitt mér eðlilega á vellinum. Eins og staðan er núna tek ég ekki mikinn þátt í æfingum liðsins en ég hef reynt að spila og hjálpa liðinu aðeins. En ég tel að ég sé á batavegi og finn ekki fyrir neinu þegar ég geng upp stiga svo ég taki dæmi. Ég þarf að ná upp eðlilegum styrk í hnénu og í vöðv- unum í kringum hnéð. Það var nauð- synlegt að fá tíu daga frí þegar landsliðin komu saman.“ Spurður hvort hann óttist að vera ekki fullfrískur þegar EM landsliða fer fram í janúar segist Arnar ekki sjá annað fyrir sér en að hann verði orðinn góður. „Nei, nei. Maður veit aldrei en hvað þessi meiðsli varðar eiga þau ekki að vera nein hindrun.“ Frá Svíþjóð til Danmerkur Arnar færði sig síðasta sumar frá Kristianstad í Svíþjóð yfir til GOG í Danmörku. „Liðin eru klárlega sterkari í Danmörku en í Svíþjóð. Leikmenn eru líkamlega sterkari, en í dönsku deildinni er einnig tals- vert af þekktum nöfnum. Munurinn á þessum deildum er töluverður,“ sagði Arnar, en hann spilar bæði vörn og sókn hjá GOG eins og hann gerði hjá Kristianstad. „Ég er í miðri vörninni og spila bæði sókn og vörn. En ég fékk ekki stórt hlutverk í upphafi tímabilsins.“ GOG er í 9. sæti í dönsku deild- inni eftir níu umferðir. Liðið hefur unnið fjóra leiki en tapað fimm, sem þykir ekki ásættanlegt á þeim bæn- um. Liðið leikur einnig í Meist- aradeild Evrópu og þar gengur öllu betur því liðið er í 2. sæti í sínum riðli. Hefur unnið fjóra leiki en tap- að tveimur. „Okkur hefur ekki gengið eins vel og við bjuggumst við. Mörgum leikj- um höfum við tapað klaufalega og vorum yfir í mörgum tapleikjunum. Það hefur því verið svolítil brekka hjá okkur í deildinni og þar er staða okkar ekki nógu góð en við höfum verið fínir í Meistaradeildinni. Liðið á meira inni, en í hópnum eru marg- ir nýir leikmenn og við þurfum því líklega að slípa okkur betur saman til að ná betri úrslitum.“ Þrír Íslendingar í GOG GOG teflir fram þremur Íslend- ingum í vetur. Óðinn Þór Ríkharðs- son kom til liðsins sumarið 2018 og síðasta sumar bættust þeir Arnar Freyr og markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson við. Íslending- arnir halda hópinn talsvert. „Við keyrum alltaf saman á æf- ingar og höfum haldið nokkur matarboð. Við búum allir í Óðins- véum og erum í göngufæri hver frá öðrum,“ sagði Arnar, en Viktor Gísli er að stíga fyrstu skref sín í atvinnu- mennsku um þessar mundir. Miklar vonir eru bundnar við að hann verði framtíðarmarkvörður í landsliðinu. Hvernig hefur honum gengið hjá GOG? „Hinn markvörðurinn okkar meiddist og Viktor fékk því að spila helling í upphafi tímabilsins. Nú hjálpast þeir meira að, en ég ímynda mér að erfitt hafi verið fyrir hann að vera einn í markinu þegar hann var nýkominn út. Mér finnst hann hafa staðið sig vel,“ sagði Arnar Freyr Arnarsson í samtali við Morgun- blaðið, en hann er samningsbundinn GOG fram á sumar 2021. Meiðslin ekki alvarleg  Eitthvað þurfti þó að gera, segir Arnar Freyr sem missti af vináttulandsleikj- unum gegn Svíum í október  Íslendingarnir halda hópinn í Óðinsvéum Ljósmynd/Robert Spasovski Hraustur Arnar Freyr stöðvar Makedóna í landsleik. Í markinu stendur Viktor Gísli, samherji hans. 70 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019 Krókháls 1 • 110 Reykjavík • S. 567 8888 • www.pmt.is Allt til merkinga & pökkunar Kemur með snertiskjá og WiFi Hægt er að fá ofninn í mörgum litum TURBOCHEF ECO er minnsti og sparneytnasti ofninn frá TurboChef Hentar sérstaklega vel fyrir kaffihús, bensínstöðvar og minni staði sem eru með skyndibita.  Danmörk Aalborg – Ribe-Esbjerg...................... 30:27  Janus Daði Smárason skoraði 8 mörk fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magnússon lék ekki með liðinu vegna meiðsla.  Rúnar Kárason skoraði 5 mörk fyrir Ribe-Esbjerg, Gunnar Steinn Jónsson 3 en Daníel Þór Ingason lék ekki vegna meiðsla. Kolding – Bjerringbro/Silkeborg..... 27:27  Ólafur Gústafsson og Árni Bragi Eyj- ólfsson voru ekki á meðal markaskorara hjá Kolding.  Þráinn Orri Jónsson skoraði ekki fyrir Bjerringbro-Silkeborg. Silkeborg-Voel – Esbjerg................... 26:30  Rut Arnfjörð Jónsdóttir lék ekki með liði Esbjerg. Svíþjóð Sävehof – Önnered.............................. 30:27  Ágúst Elí Björgvinsson varði 12 skot í liði Sävehof. Noregur Bækkelaget – Elverum....................... 28:40  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 3 mörk fyrir Elverum. Haslum – Drammen ............................ 33:25  Óskar Ólafsson skoraði 2 mörk fyrir Drammen. Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Flensburg – Paris SG.......................... 29:30  Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 2 mörk fyrir Paris SG. Staðan: Paris 12, Barcelona 10, Pick Sze- ged 9, Aalborg 8, Flensburg 7, Celje Lasko 2, Elverum 1, HC Zagreb 1. HANDKNATTLEIKUR Coca Cola bikar kvenna, 16-liða úrslit: Víkin: Víkingur – FH .................................19 1. deild karla, Grill 66-deildin: Kaplakriki: FH U – Víkingur...............20.15 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Ásvellir: Haukar – ÍR ...........................19.15 Dalhús: Fjölnir – Þór Þ.........................19.15 Ásvellir: Haukar – ÍR ...........................19.15 Höllin: Þór Ak. – Keflavík ....................19.15 Í KVÖLD! Úrvalsdeildarlið Njarðvíkur í körfuknattleik hefur samið við Bandaríkjamanninn Chaz Calvaron Williams um að leika með liðinu. Williams er leikstjórnandi og er ekki alveg ókunnugur íslenskum körfubolta. Hann kláraði tímabilið 2017-18 með Þór Þorlákshöfn þar sem hann lék undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar, sem er þjálfari Njarðvíkur-liðsins. Williams kom til landsins í gær og þykir ólíklegt að hann spili með Val annað kvöld en hann ætti að verða klár í slaginn gegn Þór Akur- eyri í næstu viku. gummih@mbl.is Njarðvíkingar fá liðsstyrk Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Liðsstyrkur Chaz Calvaron Willi- ams er kominn í Njarðvík Íþróttir Hólmar Örn Eyjólfsson hefur heldur betur komið sterkur inn í lið Levski Sofia eftir að hann sneri til baka úr erfiðum hné- meiðslum í september. Hólmar, sem sleit krossband í nóvember á síðasta ári, skoraði fyrsta mark sinna manna með skalla í 3:0 sigri gegn Etar í búlgörsku úr- valsdeildinni í fótbolta í gær. Þetta var þriðja mark Hólmars í tíu leikjum og sjötta mark hans fyrir félagið en hann gekk í raðir þess fyrir rúmum tveimur árum. gummih@mbl.is Hólmar enn að skora Ljósmynd/Levski Sofia Drjúgur Hólmar Ö. Eyjólfsson skor- aði þriðja mark sitt á tímabilinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.