Morgunblaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 22
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þorgeir Pálsson, fyrrverandi flug- málastjóri, segir Dag B. Eggertsson borgarstjóra ekki draga upp rétta mynd af skýrslu um öryggishlutverk Reykjavíkur- flugvallar. Borgarstjóri láti ógert að nefna margvíslega fyrir- vara sem gerðir séu við Hvassa- hraun sem flug- vallarstæði, sem komi í veg fyrir að hægt sé að taka nú ákvörðun um byggingu flug- vallar á þessum stað. Tilefnið er viðtal við borgarstjóra í Morgunblaðinu um síðustu helgi en þar brást hann við ákalli öryggis- nefndar Félags íslenskra atvinnuflug- manna (FÍA) um lengri afgreiðslu- tíma vallarins. Lýsti Dagur því yfir að hefja þyrfti uppbyggingu nýs vara- flugvallar sem fyrst á suðvesturhorn- inu. Reykjavíkurflugvöllur væri ekki hentugur varaflugvöllur til framtíðar. Máli sínu til stuðnings vitnaði Dag- ur í skýrslu Þorgeirs sem unnin var fyrir samgönguráðherra 2017, Hlut- verk Reykjavíkurflugvallar í öryggis- kerfi landsins. Niðurstaða hennar sé að brýn nauðsyn sé á nýjum vara- flugvelli á suðvesturhorni landsins. Það væri alvörumál að stefna á tvö- földun flugumferðar og farþega um Keflavíkurflugvöll án þess að gera nýjan og öflugan varaflugvöll sem „getur tekið við vélum í því umfangi sem getur þurft“. Nýr flugvöllur forgangsmál „Nýr varaflugvöllur á SV-horni landsins er því forgangsmál ef stefna á að frekari vexti í flugi. Þetta hefur í mínum huga legið fyrir frá því Þor- geir Pálsson, fv. flugmálastjóri, sendi frá sér skýrslu með þessari ótvíræðu niðurstöðu í ágúst 2017. Löngu er tímabært að bregðast við henni,“ sagði Dagur. Þá væri Reykjavíkur- flugvöllur með of stuttum brautum og hefði ekki þróunarmöguleika til fram- tíðar. Til dæmis geti nýjar Max-vélar Icelandair ekki notað Reykjavíkur- flugvöll sem varaflugvöll vegna stuttra brauta. Þorgeir gerir athugasemdir við þennan málflutning. Flugbrautirnar á Reykjavíkurflugvelli séu vissulega of stuttar fyrir sumar tegundir véla en ekki eins stuttar og gefið sé í skyn. Samkvæmt úttekt Icelandair sé vel hægt að nota Reykjavíkurflugvöll sem varaflugvöll fyrir Boeing MAX- þoturnar. Stórar vélar geta lent Sennilegt sé að Boeing 767- breiðþoturnar, stærstu þoturnar í flota Icelandair, geti það líka. Þá sé bent á það í umræddri skýrslu að stórar flutningavélar, á borð við C-17, geti lent á flugvellinum, til dæmis ef þess sé þörf vegna almannavarna. Á hinn bóginn sé ekki hægt að lenda stærri breiðþotum, á borð við Boeing 747 og Airbus 380, á Reykja- víkurflugvelli. Slíkar þotur þurfi mun lengri flugbrautir og miklu meira svigrúm. Í ljósi þess hversu lágt hlut- fall svo stórar flugvélar séu af flug- umferðinni, og hversu stórar brautir þyrfti undir þær, sé ólíklegt að vara- flugvöllur verði byggður með þær í huga. Stærstu þoturnar verði ekki teknar inn á slíkan varaflugvöll. Samandregið telur Þorgeir að borgarstjóri geri of lítið úr öryggis- hlutverki flugvallarins. Þjónar öryggishlutverki vel „Mér finnst borgarstjóri gera lítið úr getu Reykjavíkurflugvallar sem varaflugvallar. Nú liggur fyrir að MAX-þoturnar geta vel notað Reykjavíkurflugvöll sem vara- flugvöll,“ segir Þorgeir. Hann bendir einnig á að viðfangs- efnið í skýrslunni sem birt var 2017 hafi fyrst og fremst verið að meta al- hliða öryggishlutverk vallarins. „Það kemur fram í skýrslunni að Reykjavíkurflugvöllur er afbragðs- góður sem öryggisflugvöllur ef það reynir á almannavarnir. Þá er ég ekki að tala um flugtæknileg vandamál sem slík heldur allt sem snýr t.d. að leit og björgun og flutningi fólks og búnaðar,“ segir Þorgeir sem tekur undir með öryggisnefnd FÍA að til- efni sé til að skoða afgreiðslutíma, eða starfsheimildir Reykjavíkurflug- vallar, í framtíðinni. Öryggishlutverkið vanmetið  Fv. flugmálastjóri telur borgarstjóra gera lítið úr vægi Reykjavíkurflugvallar  Þvert á það sem borgarstjóri haldi fram henti völlurinn t.d. undir Max-vélar Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðflug að sumri til Horft úr norðri að Reykjavíkurflugvelli. Sjá má nýja íbúðarhverfið á Hlíðarenda vinstra megin á myndinni. Byggðin nálgast völlinn. Þorgeir Pálsson 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019 Haft var eftir Degi B. Eggerts- syni og Hjálmari Sveinssyni, fv. formanni skipulags- og umhverf- isráðs borgarinnar, í Morg- unblaðinu í maí síðastliðnum að Hvassahraun væri besti kost- urinn fyrir nýjan flugvöll. Taldi Hjálmar að Reykjavíkurflugvöllur færi úr Vatnsmýri upp úr 2030. Þorgeir segir aðspurður að gerðir séu miklir fyrirvarar við Hvassahraun sem flugvallar- stæði í skýrslu frá 2017 (sjá aðalgrein). Nánar tiltekið séu 17 málsgreinar með fyrirvörum um atriði sem út af standi. „Menn voru að fækka þeim kostum sem væru í dæminu. Bú- ið var að tala um flugvelli í stað Reykjavíkurflugvallar út um hvippinn og hvappinn, Hólms- heiði, Bessastaðanes og Löngu- sker. Þetta var fyrst og fremst gert til að leggja áherslu á að það væru ekki nema tveir kostir. Annars vegar Reykjavíkur- flugvöllur í Vatnsmýrinni eða hugsanlega flugvöllur í Hvassa- hrauni, þó að því uppfylltu að sýnt sé fram á og sannað að Hvassahraun henti sem flugvall- arstæði. Það er hins vegar heil- margt sem stendur þar út af og reyndar er það tilgreint í skýrslu Rögnunefndar,“ segir Þorgeir, en Ragna Árnadóttir, nú skrif- stofustjóri Alþingis, fór fyrir einni skýrslunni. Einkum þurfi að rannsaka veð- urfar betur, eins og Einar Svein- björnsson veðurfræðingur hafi lagt til. Gerðu fjölda fyrirvara HVASSAHRAUN Morgunblaðið/Árni Sæberg Hvassahraun Svæðið er í skoðun. Ingvar Tryggvason, formaður ör- yggisnefndar Félags íslenskra at- vinnuflugmanna (FÍA), segir það rangt hjá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Icelandair muni ekki geta notað Max-vélarnar á Reykjavíkurflugvelli. Lét Dagur ummælin falla í samtali við Morgunblaðið um síðustu helgi. „Mér er ljúft og skylt að vitna í viðurkennda útreikninga sem ég kallaði eftir frá sérfræðingi Ice- landair á raunverulegri afkasta- getu Boeing 737 Max 8 sem sýna fram á að vélin getur hæglega lent með fullfermi á Reykjavíkur- flugvelli, enda reiknar Icelandair með honum sem varaflugvelli fyrir vélina,“ segir Ingvar og bendir á út- reikninga máli sínu til stuðnings. Er þar m.a. tekið tillit til vind- hraða og lendingarþunga vélanna. Miðað við 64,2 tonna lendingar- þunga, 160 farþega, 15°C hita, logn og 1013 millibara loftþrýsting stoppi Maxinn á 1.200 metrum. Flugbraut 19 sé 1.567 metrar. 767-vélarnar geta lent „Við þetta má bæta að Boeing 767-300 breiðþotur Icelandair geta lent á norður/suður braut Reykja- víkurflugvallar þótt ekki sé gert ráð fyrir því við áætlanagerð,“ segir Ingvar og gagnrýnir ummæli Dags um neyðarbrautina sem af- lögð var fyrir nokkrum árum. „Það er rétt sem borgarstjóri sagði, að brautin sem var lögð af var of stutt til að lenda þar þotum. Hér fer hann með klassíska rök- villu. Það var engin þörf á því að lenda þotum á þeirri flugbraut og aldrei voru uppi vangaveltur um það. Þetta kemur umræðunni um varavallarhlutverk Reykjavíkur- flugvallar því ekkert við. Þessi flugbraut var hins vegar nógu löng til að sinna því afmarkaða hlutverki sem henni var ætlað. Að borgarstjóri skuli, meðvitað eða ómeðvitað, fara með svo alvar- legar rangfærslur og afvegaleiða umræðu um svo vandmeðfarna al- mannahagsmuni er óheppilegt svo ekki sé meira sagt,“ segir Ingvar. Dagur afvegaleiði flugvallarumræðu Dagur B. Eggertsson Ingvar Tryggvason m. Lítil og létt loftpressa. Kemur með fjórum stútum sem passa á dekk, bolta, vindsængur og fleira. REDLITHIUM-ION™ rafhlaða. Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar með öllum Milwaukee® M12™ rafhlöðu Verð 16.900 kr. (án rafhlöðu) M12 Inflator Alvöru loftpressa fráMilwaukee vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.