Morgunblaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 73
MENNING 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Það sem er merkilegast við þessa hátíð er allur þessi fjöldi frábærs tónlistarfólks sem kemur fram í borginni á fjórum dögum. Þetta er góð blanda af íslenskum og erlend- um böndum, sumir eru nýir í bransanum, aðrir lengra komnir og einhverjir mjög svo mikið frægir, eins og íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men,“ segir Anna Ásthildur Thorsteinsson, markaðsstjóri Airwaves-- tónlistar- hátíðarinnar sem var formlega sett í gær. „Eins og alltaf er þessi tónlistar- hátíð fyrst og fremst skemmtilegt partí, við leggjum mikið upp úr því að upplifun fólks sé skemmtileg, að fólk hafi gaman og njóti fjöl- breyttrar tónlistar. Að okkar mati er allt þetta tónlistarfólk hluti af því besta sem er í gangi í dag í tónlistarbransanum. Af erlendu böndunum mætti nefna Mac De- Marco, Siobhan Wilson og The Howl & The Hum. Við erum auð- vitað sérlega ánægð með að geta skartað hljómsveitinni Of Monsters and Men, því það er langt síðan þau komu fram hér heima, þau hafa verið upptekin við tónleikahald í útlöndum. Þau eru rosalega spennt að spila heima og þeim finnst gott að koma til Íslands, að koma til baka á heimavöllinn. Stelpurnar í Kælunni miklu hafa líka verið að gera virkilega góða hluti úti í hinum stóra heimi og al- veg frábært að fá þær á hátíðina núna.“ Þegar Anna er spurð að því hvernig hlutfallið sé á milli ís- lenskra og erlendra hljómsveita á hátíðinni, segir hún að í ár séu fleiri íslensk bönd en erlend. „Almennt séð eru færri tónleikar í ár en á fyrri hátíðum, en reynt er að gera meira úr hverjum viðburði fyrir sig. Á fyrri hátíðum var fólk að spila rosalega oft bæði á hátíð- inni og á utandagskrártónleikum og það gat verið lýjandi, en núna er meira púður sett í færri tónleika. Eins og venjulega eru fjölmargir „off venue“- eða utanhátíðartón- leikar sem eru öllum opnir, eða um hundrað og fimmtíu talsins. Þeir fóru af stað á mánudag, en utan- tónleikadagskráin er alltaf virkilega lifandi og skemmtileg,“ segir Anna og tekur fram að engir tónleikar verði í Hörpu að þessu sinni. „Airwaves-tónleikarnir verða út um allan bæ, á Listasafninu, í Gamla bíói, á Gauknum, á Kexinu, í Iðnó, í Hressingarskálanum, á Hard Rock og í Fríkirkjunni, en þar er alltaf rosa skemmtilegt. Á laugardeginum, sem er stóri dagur- inn, verða tónleikar í Hlíðarenda og þar koma meðal annars fram Of Monsters and Men,“ segir Anna og bætir við að ein nýjung á hátíðinni sem í boði er sé sú að tveir staðir gátu bókað þær hljómsveitir sem þeir vildu að spiluðu hjá sér. „Dill- on og Kornhlaðan bjóða upp á slíka eigin óskadagskrá allan daginn fyr- ir þá sem hafa keypt sig inn á há- tíðina.“ Til að koma á tengslum Anna segir hátíðina vera ólíka mörgum öðrum tónlistarhátíðum að því leyti að ekki sé lagt upp úr því að reyna að flagga allra stærstu nöfnunum í bransanum. „Við erum meira að selja hug- myndina um góða upplifun og fjöl- breytni, skemmtilega nokkurra daga hátíð og síðast en ekki síst að gefa minni böndum og lítt frægum tækifæri til að koma fram. Þetta er svokölluð „Showcase“-hátíð þar sem vaxandi hljómsveitir og fólk í bransanum geta komið á tengslum. Við erum með ráðstefnu á hátíðinni til að laða að fagaðila, útgáfufyrir- tæki, bókara, blaðamenn og fleiri, en fjöldi erlendra tónlistarblaða- manna mætir og kynnir sér hvað er að gerast í tónlistarsenunni og skrifar um það í alþjóðlega miðla um allan heim.“ Um 6.500 til 7.000 manns mæta á hátíðina í ár, bæði íslenskir og er- lendir gestir, en hún er ævinlega vel sótt af erlendum gestum og margir þeirra koma aftur ár eftir ár. „Enda ríkir áþreifanlega góð stemning í bænum þegar Airwaves- hátíðin stendur yfir og gangandi vegfarendur heyra tónlist óma úr öllum hornum. Þetta er mikil tón- listarveisla og allt þetta listafólk hefur verið á stífum æfingum undanfarið. Þetta verður geggjað gaman.“ Borgin við sundin blá mun óma af tónum Morgunblaðið/Eggert Hatari Lætur sig ekki vanta á hátíðina í ár.  Airwaves-tónlistarhátíðin er fyrst og fremst skemmtilegt partí  Of Monsters and Men spennt að spila loksins heima  Um 6.500 til 7.000 manns mæta á hátíðina, bæði íslenskir og erlendir gestir Anna Ásthildur Thorsteinsson Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Of Monsters and Men Langt síðan spiluðu hér. Morgunblaðið/Hari Bríet Ein þeirra ungu og upprennandi sem spila. Ínútímaljóðlist hafa ljóð semfara eftir bragfræðilegumlögum og reglum orðið undirog frjálst form tekið yfirhönd- ina að einhverju leyti. Því er virki- lega hressandi að lesa vísur Þórarins í bókinni Til í að vera til en þær líta ekki á formið sem hindrun heldur tækifæri. Í hverri einustu vísu er að finna rím, stuðla og höfuðstafi og eru þær flestar fjögurra lína langar. Í ör- fáum orðum og enn færri línum nær Þórarinn að varpa ljósi á ótal atriði samtímans með lygilegri dýpt. Málshátturinn „öllu gamni fylgir nokkur alvara“ smellpassar við Til í að vera til. Bæði kímni og léttleiki eru áberandi í vísum bókarinnar en umfjöllunarefnið er þó oft á tíðum alvarlegt og nær Þórarinn að stinga á kýlum samtímans með kitlandi húmor. Vísurnar eru gagnrýnar, á sjálfar sig, tungumálið, ljóðlistina og sam- félagið sem þær spretta upp úr. Þær vekja lesandann til umhugsunar um veröldina sem hann hrærist í án þess þó að bæta fargi á þungt manns- höfuðið. Vísurnar snerta eitthvað í lesandanum og losa örlítið um áhyggjur nútímamanneskjunnar með því að gera grín að þeim með ljúfum hætti. Það eina sem stakk mig við lestur- inn var samhengið á milli vísnanna. Stór hluti þeirra á vel heima í sama menginu þrátt fyrir að snerta á ólík- um flötum lífsins en stöku vísa virð- ist örlítið týnd í þessu sjötíu vísna kveri Þórarins. Truflunin var þó ekki mikil og kann hún jafnvel að verða til þess að lesandinn rýni betur í ljóðin, taki bókina upp að nýju og reyni að átta sig á samhenginu. Er það ekki ein- mitt það sem við erum öll að reyna að gera, frá degi til dags? Að átta okkur á því hvernig lífið virkar, hvernig allt tengist, ef það gerir það þá? Þórarinn gerir alla vega heiðar- lega tilraun til að varpa nýju ljósi á tilveruna og leggur hér fram verk- færi til frekari vangaveltna um hana. Hann varar þó við of miklum heila- brotum í ljóðinu „Um hugsun“. Á ykkur ætla ég að demba einu að hugsa‘ um: Of mikil remba endar í buxum. Kímni sem sprengir kýli samtímans Ljóð Til í að vera til bbbbm Eftir Þórarin Eldjárn. Vaka-Helgafell, 2019. Kilja, 74 bls. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR Morgunblaðið/Eggert Léttleiki Að mati rýnis gerir Þórarinn Eldjárn heiðarlega tilraun til að varpa nýju ljósi á tilveruna og leggur fram verkfæri til frekari vangaveltna. Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Góð passamynd skiptir máli Skjót og hröð þjónust a SÍGILDIR SUNNUDAGAR Sun.kl. 16 Komdu á Sígilda sunnudaga og upplifðu fjölbreytt úrval kammertónlistar í allan vetur. harpa.is/sigildir Klassísk tónleikaröð í allan vetur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.