Morgunblaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Undanfarin ár hafa verið miklar framkvæmdir á Klambratúni. Markmiðið með þeim er að gera þetta vinsæla útivistarsvæði í borginni enn vinsælla og meira að- laðandi. Nú er unnið að lokafrágangi sunnan við nýtt torg við Kjarvals- staði. Fyrsti áfangi verksins verð- ur unninn á haustmánuðum 2019 og sá síðari á vormánuðum 2020. Fyrri áfangi verksins felst í landmótun sunnan við torgið og svæðið þökulagt. Í síðari áfanga verður stígur lagður frá torginu að malbikuðum stíg ásamt því að gengið verður frá austurhluta dval- arsvæðis. Landslag ehf. hannaði útlit svæðisins og Garðsmíði ehf. vinnur verkið. Það átti lægsta til- boðið, 24 milljónir króna. Torgið klárað í fyrrasumar Í ágúst í fyrra lauk fram- kvæmdum við torgið sjálft. Verkið fól í sér að gera hellulagt torg sunnan við Kjarvalsstaði með set- pöllum og tröppum. Þarna hefur verið útbúið skjólgott rými til dval- ar og leikja. Hönnun var í höndum Landslaga ehf., Liska ehf. og HNIT verk- fræðistofu. Verktaki var NKEA slf. – Grafa og grjót ehf. – Sölvi Steinarr slf. Kostnaður við verkið var tæpar 70 milljónir króna. Lýsing á Klambratúni hefur ver- ið stórbætt frá því sem áður var. Ljósastaurum var fjölgað um helming og nýir lampar settir á alla staurana. Lýsing við stíga var endurnýjuð (led-lýsing), litalýsing sett upp við stíg á horni Lönguhlíð- ar og Miklabrautar og listaverk lýst upp. Framkvæmdum við lýs- inguna lauk í september 2017. Klambratún er með stærri al- menningsgörðum í Reykjavík og setur mikinn svip á Hlíðahverfið. Klambratún, sem hefur einnig bor- ið heitið Miklatún, afmarkast af Hringbraut, Rauðarárstíg, Flóka- götu og Lönguhlíð en svæðið er nefnt eftir býlinu Klömbrum. Klambratún er einn stærsti al- menningsgarðurinn sem var sér- staklega hannaður sem hluti af að- alskipulagi borgarinnar en hönnun hans hófst upp úr 1960. Fram- kvæmdir á Klambratúni hófust 1964 og var Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt aðalhönnuður garðsins. Þetta kemur fram í samantekt á heimasíðunni www. reykjavik.is. Klambratún er um 10 hektarar að stærð. Það skiptist í stórar grasflatir, trjálundi og leik- og íþróttasvæði. Á undanförnum ár- um hefur aðstaða til íþróttaiðk- unar verið stórbætt og það hefur aukið aðsóknina að garðinum til muna. Kjarvalsstaðir, sem hýsa sýn- ingarsali Listasafns Reykjavíkur, eru við norðurenda Klambratúns. Þar er einnig vinsælt kaffihús. Hannes Kr. Davíðsson arkitekt teiknaði bygginguna. Nýja torgið tekur á sig mynd  Lokaframkvæmdir eru hafnar við nýtt torg á Klambratúni  Skjólgott rými til dvalar og leikja Morgunblaðið/Árni Sæberg Klambratún Unnið er af fullum krafti við lokafrágang hins nýja torgs sunnan við Kjarvalsstaði. Nýja torgið verður í góðu skjóli fyrir norðanáttinni. Nýja torgið Í vor á allt að vera tilbúið fyrir fólk að skemmta sér og öðrum. Á föstudagskvöld í næstu viku, 15. nóvember, verður uppfærsla Tónlist- arskóla Reykjanesbæjar og Óperu- félagsins Norðuróps á Fiðlaranum á þakinu frumsýnd. Söngleikurinn, eft- ir Jerry Boch við texta Sheldons Har- nicks, er meðal þeirra söngleikja sem oftast hafa verið settir upp á heims- vísu og er þetta því einn vinsælasti og dáðasti söngleikur allra tíma. Tónlistin í söngleiknum er létt og skemmtileg og meðal þekktra laga eru Ef ég væri ríkur og Sól rís, sól sest. „Fiðlarinn á þakinu er fjörugur, hjartnæmur og alvarlegur, en mest af öllu fyndinn og stórskemmtilegur söngleikur með grípandi tónlist,“ segir í tilkynningu. Söngleikurinn segir frá Tevje mjólkurpósti, fjölskyldu hans og sam- ferðafólki í litla þorpinu Anatevka í Rússlandi árið 1905. Í Anatevka eru siðvenjur og hefðir fyrir öllu. Tevje og Golda konan hans eiga fimm dæt- ur, sem þurfa eiginmenn. Jenta hjú- skaparmiðlari gerir sitt besta til að það gangi eftir, en hlutirnir fara á annan veg þar sem dæturnar fara ekki eftir vali Jentu eða foreldra sinna. Söngleikurinn verður fluttur í Stapa, Hljómahöll í Reykjanesbæ, í fullri leikhúsuppfærslu. Þar koma fram góðir og efnilegir söngvarar og hljóðfæraleikarar af Suðurnesjum, alls rúmlega 50 manns. Leikstjóri er Jóhann Smári Sævarsson og hljóm- sveitarstjóri Karen Janine Sturlaugs- son. Fyrirhugaðar eru þrjár sýningar. Frumsýningin er sem fyrr segir föstudaginn 15. nóvember. Svo eru sýnt á laugardeginum og sunnudeg- inum þar á eftir, 16. og 17. nóvember, og hefjast allar sýningarnar klukkan 19. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Fiðlarinn Svipmynd úr uppfærslunni í Hljómahöllinni. Fiðlarinn í Stapanum  Vinsæll söngleikur sýndur í Reykja- nesbæ  Tónlistarskóli og Norðuróp ára afmælishátíð Spítalans okkar5 Alma Anna Charlotta Sigríður Svandís Dagskrá: Kl. 15.00 Setning – Þorkell Sigurlaugsson, varaformaður Spítalans okkar Kl. 15.10 – 15.25 „Þörfin kallar hærra með hverju árinu“ Áhrif kvenna á stofnun Landspítala – Anna Stefánsdóttir, formaður Spítalans okkar 15.25 – 15.45 Nýtt þjóðarsjúkrahús – framþróun heilbrigðisþjónustu – Alma Möller, landlæknir Tónlist – Blásarakvintett Skólahljómsveitar Grafarvogs 16.00- 16.20 Vísindi og menntun til framtíðar – Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala 16.20- 16.50 Learnings and warnings from the boom of „digital health“ in Sweden – Charlotta Tönsgaard, framkvæmdastjóri og stofnandi heilbrigðistæknisprotans „Kind App“ 16.50-17.00 Lokaorð – Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra Að málþinginu loknu er gestum boðnar léttar veitingar Verið öll hjartanlega velkomin Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 kl. 15-17 á Icelandair Hótel Natura UPPBYGGING LANDSPÍTALA: Menntun, vísindi og nýsköpun í heilbrigðisþjónustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.