Morgunblaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 68
KÖRFUBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Sigurganga Íslandsmeistara Vals heldur áfram í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Dominos- deildinni, en liðið vann öruggan sautján stiga sigur gegn Haukum á Ásvöllum í sjöttu umferð deild- arinnar í gær, þrátt fyrir að Vals- konur hafi verið án Helenu Sverr- isdóttur í leiknum. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta þar sem Valskonur leiddu með einu stigi, 16:15, en undir lok annars leikhluta duttu Valskonur í gír á meðan lítið gekk upp hjá Haukstúlkum. Valskonur leiddu með 15 stigum í hálfleik og var munurinn á liðunum tuttugu stig eftir þriðja leikhluta, 63:43, Valskonum í vil. Haukum tókst ekki að laga stöðuna í fjórða leik- hluta og Valskonur fögnuðu sigri. Kiana Johnson var atkvæðamest í liði Vals með 21 stig, átta fráköst og átta stoðsendingar og Hallveig Jónsdóttir skoraði fimmtán stig og tók sex fráköst. Hjá Haukum var Rósa Björk Pétursdóttir stigahæst með 18 stig, átta fráköst og þrjár stoðsendingar. Skallarnir á flugi Þá jafnaði Skallagrímur Hauka að stigum eftir dramatískan sigur gegn Breiðabliki í Borgarnesi. Leiknum lauk með 60:48-sigri Skallagríms. Breiðablik leiddi með tíu stigum í hálfleik, 34:24, en Blikastúlkur áttu afleitan síðari hálfleik þar sem liðið skoraði ein- ungis 14 stig og þar tapaðist leik- urinn. Keira Robinson fór mikinn í liði Skallagríms og skoraði 33 stig, tók níu fráköst og gaf tvær stoðsend- ingar. Emilie Hesseldal átti einnig góðan leik og var með tvöfalda tvennu, 12 stig og sautján fráköst. Violet Morrow var atkvæðamest í liði Breiðabliks með 17 stig og tólf fráköst. Í Grindavík hafði Keflavík betur gegn Grindavík í háspennuleik, 80:76. Sigurinn var kærkominn fyrir Keflavík sem hafði, fyrir leik gærdagsins, tapað síðustu tveimur leikjum sínum, en liðið er í fimmta sæti deildarinnar með fimm stig. Grindavík er sem fyrr án stiga á botni deildarinnar. Meistararnir óstöðvandi  Keflavík og Skallagrímur með sigra Morgunblaðið/Árni Sæberg Barátta Dýrfinna Arnardóttir og Hallveig Jónsdóttir takast á á Ásvöllum. 68 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019  Meistaradeild Evrópu B-RIÐILL: Bayern München – Olympiakos............. 2:0 Robert Lewandowski 69., Ivan Perisic 89. D-RIÐILL: Lokomotiv Moskva – Juventus .............. 1:2 Aleksey Miranchuk 12. – Aaron Ramsey 4., Douglas Costa 90.  Önnur úrslit í Meistaradeildinni á mbl.is/ sport. Evrópudeild UEFA F-RIÐILL: Guimaraes – Arsenal.................................1:1  Staðan: Arsenal 10, Eintracht Frankfurt 6, Standard Liége 3, Guimaraes 1. Unglingadeild UEFA 2. umferð, fyrri leikur: ÍA – Derby ................................................ 1:2 Búlgaría Levski Sofia – Etar.................................. 3:0  Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan tímann með liði Levski Sofia og skoraði fyrsta markið. Svíþjóð Fyrri umspilsleikur um úrvalsdeildarsæti: Brage – Kalmar ....................................... 0:2  Bjarni Mark Antonsson lék allan tímann með Brage. Nýliðar HK, sem verma botnsætið í Olísdeild karla án stiga, hafa fengið liðsstyrk frá FH, en Jóhann Birgir Ingvarsson hefur verið lánaður frá FH til Kópavogsliðsins til áramóta. Jóhann Birgir hefur ekkert komið við sögu með FH-ingum á tíma- bilinu en hann er nýkominn af stað eftir meiðsli. Jóhann, sem er rétthent skytta og er 25 ára gamall, skoraði 52 mörk með FH-ingum í Olísdeildinni á síðustu leiktíð. Hann leikur fyrsta leik sinn með HK gegn Val á sunnu- daginn. gummih@mbl.is Jóhann Birgir lánaður til HK Morgunblaðið/Hari Liðsstyrkur Jóhann Birgir Ingvars- son er kominn til HK að láni frá FH. Danski landsliðsmarkvörðurinn Niklas Landin, leikmaður Kiel, hefur verið útnefndur leikmaður októbermánaðar af dómnefnd á vegum EHF. Landin hafði betur í baráttunni við Aron Pálmarsson, Króatann Luka Cindric, Svíann Lukas Nilsson og Danann Rasmus Lauge sem einnig voru tilnefndir. Cindric er liðsfélagi Arons hjá Barcelona, Nilsson leikur með Kiel og Lauge með Vezsprém. Í kvenna- flokki varð hin ungverska Katrin Klujber í liði Ferencváros fyrir val- inu. gummih@mbl.is Landin hafði betur gegn Aroni Ljósmynd/Barcelona Góður Aron Pálmarsson hefur átt góðu gengi að fagna með Barcelona Dominos-deild kvenna Skallagrímur – Breiðablik....................60:48 Grindavík – Keflavík .............................76:80 Haukar – Valur......................................57:74 Staðan: Valur 6 6 0 540:368 12 KR 6 5 1 477:415 10 Haukar 6 4 2 408:379 8 Skallagrímur 6 4 2 411:386 8 Keflavík 6 3 3 434:423 6 Snæfell 6 2 4 384:431 4 Breiðablik 6 0 6 345:469 0 Grindavík 6 0 6 369:497 0 Meistaradeildin Neptunas – Zaragoza.......................... 91:73  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 8 stig fyrir Zaragoza, tók 5 fráköst og gaf eina stoðsendingu. Evrópubikarinn Unics Kazan – Brescia .........................77:63  Haukur Helgi Pálsson skoraði 3 stig, tók 5 fráköst og gaf eina stoðsendingu fyrir Kazan. NBA-deildin Charlotte – Indiana .......................... 122:120 Chicago – LA Lakers ....................... 112:118 Cleveland – Boston........................... 113:119 Oklahoma – Orlando .......................... 102:94 Atlanta – San Antonio ...................... 108:100 Denver – Miami .................................. 109:89   ÍA og enska liðið Derby County átt- ust við í fyrri leiknum í 2. umferð ung- lingadeildar UEFA í knattspyrnu á gervigrasvelli Víkings í Fossvogi í gærkvöld. Skagamenn náðu svo sannarlega að standa í enska liðinu en Derby fagnaði 2:1 sigri. Festy Ebosele kom Derby yfir á 16. mínútu og Jack Stretton bætti við öðru marki á 39. mínútu. Skagastrákarnir neituðu að gefast upp og Aron Snær Ingason sem kom inn á í hálfleik minnkaði muninn fyrir þá 20 mínútum fyrir leikslok. Síðari leikurinn fer fram á Pride Park þann 27. þessa mánaðar. gummih@mbl.is mbl.is/Árni Sæberg Barátta Frá viðureign ÍA og Derby County á Víkingsvellinum í gærkvöld. ÍA stóð vel í Derby á Víkingsvellinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.