Morgunblaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019
VIÐTAL
Ómar Garðarsson
Vestmannaeyjum
„Það var íþróttasýning, sem Helga
Hallbergsdóttir, forveri minn í
starfi, setti upp í sumar og þar sé ég
mynd af manni frá Vestmanna-
eyjum sem hafði fengið viðurkenn-
ingu fyrir að hafa farið á Ólympíu-
leikana í Berlín 1936,“ segir Hörður
Baldvinsson, forstöðumaður Sagn-
heima í Vestmannaeyjum, um það
sem kveikti áhuga hans á Íslend-
ingum sem fóru á Ólympíuleikana
þetta ár í Berlín þegar Adolf
Hitler og nasistaflokk-
urinn réðu öllu í
Þýskalandi.
Alls fór um 50
manna hópur frá
Íslandi og þar af
fimm frá Vest-
mannaeyjum.
Var þetta mikið
ævintýri fyrir
þessa menn, að
koma frá litla Ís-
landi sem var svo
langt á eftir Evr-
ópulöndum í flestu, til
Þýskalands sem á þessum
tíma skaraði fram úr og tjaldaði
öllu til að Ólympíuleikarnir yrðu
sem glæsilegastir; áttu að sýna yf-
irburði þýsku þjóðarinnar og nas-
ismans. Leikmynd sem byggð var á
hörmungum og var rústir einar inn-
an við áratug síðar þegar seinni
heimsstyrjöldinni lauk.
Íslendingum var sérstaklega boð-
ið á leikana og tóku gestgjafarnir
einstaklega vel á móti þeim. Þeir
sem fóru frá Vestmannaeyjum voru
Sigurður Sigurðsson sem keppti í
hástökki og þrístökki þar sem hann
komst í úrslit. Karl Vilmundarson
keppti í tugþraut en hætti eftir tvær
greinar. Friðrik Jesson sýndi glímu.
Hann var fimmfaldur Íslandsmeist-
ari í frjálsum og talinn einn fjölhæf-
asti íþróttamaður landsins á þeim
tíma. Jón Ólafsson sýndi einnig
glímu. Hann var alhliða íþróttamað-
ur, stundaði bæði frjálsar íþróttir og
knattspyrnu og þótti afburðagóður
kylfingur. Þorsteinn Einarsson,
glímukóngur Ármanns, methafi í
kúluvarpi, formaður íþróttaráðs
Vestmannaeyja og síðar íþrótta-
fulltrúi ríkisins, var fararstjóri hóps-
ins.
Fimm frá Eyjum
Hörður segir að myndin góða hafi
kveikt í sér svo um munaði. „Ég fór
að skoða hvort það væru til ein-
hverjar myndir eða frásagnir af
þessari ferð. Þannig byrjaði þetta.
Ég fer að gúgla og fer inn á
tímarit.is frá þessum
tíma. Hélt áfram að
gramsa, finn brot og
brot og sé að þetta
eru fimm menn
frá Eyjum. Þrír
eru í hópnum
sem sýna glímu
og tveir taka
þátt í frjáls-
íþróttakeppninni
á leikunum,“ seg-
ir Hörður og nú
var áhuginn vakn-
aður fyrir alvöru.
„Staðreyndin er sú að
það er afskaplega lítið skrifað um
þessa Ólympíuleika hér á landi ann-
að en að þetta hafi verið nasista-
áróður. Hafði ég samband við ÍSÍ en
þar var ekkert til. Ekkert. Svo er ég
að gramsa inni í skjalageymslu, finn
þar fyrstu ljósmyndina og fer að
hringja í ættingja. Hringi m.a. í son
Sigurðar Sigurðssonar, Sigurð Sæv-
ar, og spyr hvort eitthvað hafi varð-
veist en hann hélt að svo væri ekki.
Tveimur til þremur vikum seinna
fékk ég þær fréttir að fundist hefði
kassi í geymslu hjá dóttur hans,“
segir Hörður og þarna fór boltinn að
rúlla af krafti.
Afkomendur hjálplegir
Börn Sigurðar gáfu kassann til
safnsins og í ljós kom að hann hafði
ekki bara að geyma ljósmyndir.
„Þarna voru viðurkenningar, blöð
og bækur sem hann fékk á meðan
hann var þarna úti. Þarna fer púsl-
unum að fjölga og seinna koma
dóttir og tengdasonur Friðriks Jes-
sonar, Ágústa og Kristján Egilsson,
með gögn. Sonur Jóns, Sigurður
Þórir, átti í fórum sínum eitt og
annað sem nýttist mér vel. Enn
seinna fæ ég albúm með myndum
og ég get farið að teikna þessa sögu
upp,“ segir Hörður sem leitaði
fanga hjá Ljósmyndasafni Reykja-
víkur, Þjóðminjasafninu, þýska
sjónvarpinu og aflaði gagna eins
víða og hann taldi mögulegt.
„Loksins var ég kominn með frá-
sögn sem mér fannst að mætti alveg
heyrast. Setti mig inn í tíðarandann.
Finn viðtal í Þjóðhátíðarblaðinu við
Sigurð Sigurðsson þar sem hann
segist hafa kynnst Jesse nokkrum
Owens sem er kannski frægasti
frjálsíþróttamaður allra tíma. Sigr-
aði þýska keppandann í 100 metra
hlaupinu, sem ekki var Hitler að
skapi. Þeim varð vel til vina og fékk
hann eiginhandaáritun Owens sem
verður til sýnis hér á Sagnheimum.“
Ólíkar aðstæður
Hörður hefur skoðað alla um-
gjörð leikanna, leikvanginn, ólymp-
íuþorpið og bar saman frásagnir.
„Sigurður var eins og hver annar
Eyjamaður, í sinni vinnu en var
greinilega mikill íþróttamaður frá
náttúrunnar hendi. Hleypur hér
upp um öll fjöll og lýsir því þegar
hann í mestu frostum fékk að æfa
inni í Lifrarsamlaginu þar sem var
moldargólf. Þetta var illa séð hjá
fullorðnum sem spurðu: af hverju
ert þú ekki að vinna strákur? Hvaða
djöfulsins sprikl er þetta? Það er
gaman að bera þetta saman við nú-
tímann og leikvanginn í Berlín sem
rúmaði 100.000 manns í sæti. Reyna
að ímynda sér hvernig það var fyrir
Íslendingana að labba inn á þennan
leikvang, þar sem áhorfendur voru
fleiri en bjuggu á Íslandi. Þetta er
slíkur fjöldi, ekki síst fyrir peyjana
frá Eyjum þar sem tíu til tuttugu
mættu til að horfa á. Þeir voru bara
sveitamenn og upplifelsið, allt frá
því þeir stigu á land í Hamborg þar
til haldið var heim aftur.
Lúxus í lestinni
Þegar Goðafoss kemur til Eyja,
þar sem fimmmenningarnir eru
ferjaðir um borð, er búið að setja
trégólf í afturlestina og til að undir-
strika lúxusinn var sett segl innan á
lestina og 50 dýnur. Það var ekki
verið að bæta við björgunabátum
þótt 50 manns væru í lestinni. Sal-
ernisaðstaðan var eftir því sem ég
veit best klósett og einn vaskur og
sturtan spúl uppi á dekki. Þetta er
ferðalag sem tók á annan mánuð.
Eftir móttöku í Hamborg tekur við
hraðlest til Berlínar. Enginn þeirra
hafði séð járnbrautarlest, hvað þá
stigið inn í hana. Það er farið með
þá í ráðhús Hamborgar sem er 112
metra há bygging og 27 þúsund fer-
metrar, alveg gríðarleg bygging.
Þessir menn höfðu aldrei séð neitt í
líkingu við þetta. Þeir koma í borgir
með hellulögðum strætum, margra
hæða húsum, bílum, strætisvögnum
og mótorhjólum sem hefur verið
gríðarleg upplifun fyrir Íslend-
ingana sem þarna voru mættir.“
Níu árum síðar, í febrúar 1945, er
Dettifoss skotinn niður af Þjóð-
verjum skammt undan Reykjanesi
og varð mikill mannskaði.
Ævintýraferð til Berlínar 1936
Fimmtíu Íslendingar sóttu Ólympíuleikana þetta ár, þar af fóru fimm frá Vestmannaeyjum
Forstöðumaður Sagnheima hefur nú raðað saman ferðasögunni úr frásagnarbrotum og myndum
Morgunblaðið/Ómar Garðarsson
Sögumaður Hörður Baldvinsson, safnstjóri Sagnheima í Eyjum, með mynd af Friðriki Jessyni í fullri stærð.
KORRIDOR steypudýr
fleiri tegundir til
Verð frá 6.990,-
Kringlunni |
KARTELL BOURGIE
Borðlampi – fleiri litir
Verð frá 39.900,-
RITZENHOFF
ASPERGO
Verð 4.900,- 6 stk. í pakka
HOLMEGAARD
Kertalukt grey
Verð frá 9.990,- stk.
COMPONIBILI
Hirslur 3ja hæða
Verð frá18.900,-
SPECKTRUM SCARLETT
Vasi - fleiri litir
Verð 6.790,-
SPECKTRUM CRUSH
Kertastjaki - fleiri litir
Verð 7.490,- stk.
HOLMEGAARD
Karafla Jól 19
Verð 0,7L 6.990,-
Kringlunni | Sími 588 0640
20%
afsláttur
af gjafavöru á
miðnæturopnun
í kvöld
7. nóv
KARTELL BATTERY
Borðlampi – fleiri litir
Verð frá 21.900,-
KAY BOJESEN
Söngfugl –fleiri litir
Verð frá10.990,-
SPECKTRUM SILO
Vasi - fleiri litir
Verð 4.890,- stk.
ROSENDAHL
KAREN BLIXEN
Jólaóróar
Verð frá 2.190,- stk.