Morgunblaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 51
MINNINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019
✝ Jens PéturHögnason
fæddist í Reykja-
vík 7. september
1950. Hann lést 26.
október 2019 á
sínu öðru heimili í
Fjárborgum
Reykjavík.
Hann var sonur
Áslaugar Péturs-
dóttur, f. 26. maí
1930, d. 20. febr-
úar 2010, húsfreyju, og fóst-
ursonur Sigurðar G. Helgason-
ar, f. 21. maí 1916, d. 13. júní
1997, bónda að Lárkoti, Eyrar-
sveit.
Systkini Péturs eru Jóhanna
Kristín, f. 5. apríl 1947, Helgi,
f. 1. desember 1955, d. 6. ágúst
1993, Guðrún, f. 12. desember
1956, Jón, f. 9. júní 1959, og
Bergþóra, f. 27. desember
1965.
Sambýliskona Péturs er
Friðbjörg Egilsdóttir, f. 23.
mars 1955, foreldrar hennar
eru Egill Þorgeirsson, f. 13.
júní 1920, d. 28. ágúst 1969, og
Pétur byrjaði ungur að
stunda hestamennsku og þá
helst á nautinu heima í Lár-
koti. Á unglingsárum hóf hann
að stunda sjómennsku þar sem
Evrópuferðir voru tíðar og
vann þess á milli í Hraðfrysti-
húsi Grundarfjarðar.
Hann keppti í frjálsum fyrir
hönd HSH og vann ötullega
fyrir hönd ungmennafélags
Grundarfjarðar á árum áður.
Hann var stofnandi Hesta-
mannafélags Grundarfjarðar,
hélt böll fyrir UMFG, þorrablót
fyrir hestamannafélagið og
safnaði undirskriftum til að fá
heimilislækni í sveitina.
Síðar flutti Pétur til Reykja-
víkur þar sem Hestamanna-
félagið Fákur naut krafta hans
við ýmis félagsstörf. Hann
beitti sér að fullum þunga að
hestamennskunni og við þjón-
ustu hestamanna. Eins lét hann
gamlan draum rætast þegar
hann hóf fjárbúskap í Fjár-
borgum. Hann lagði metnað í
að eiga fallega meðfærilegra
hesta sem hentuðu fyrir kvik-
myndaiðnaðinn og meðal verk-
efna hans voru Myrkrahöfðing-
inn, Agnes, Englar alheimsins
og Game of Thrones.
Útför Jens Péturs fer fram
frá Grafavogskirkju í dag. 7.
nóvember 2019, klukkan 13.
Gabríella Þor-
steinsdóttir, f. 22.
maí 1930, d. 20.
júní 1987.
Börn Péturs eru
Hallgrímur Óðinn,
f. 14. júní 1969, d.
17. ágúst 2019,
sambýliskona hans
er Jóhanna, eiga
þau fjögur börn og
tvö barnabörn,
Sigurveig Stella, f.
5. mars 1974, eiginmaður henn-
ar er Andreas, þau eiga þrjú
börn, Ása Jane, f. 14. október
1976, hún á tvö börn, og Hel-
enu Joan, f. 17. júní 1981, og á
eina dóttur. Einnig tók Pétur
börn Friðbjargar sér í föður-
stað, þau Egil Hilmar, f. 11.
janúar 1977, sambýliskona
hans er Linda, þau eiga sam-
tals tíu börn og sex barnabörn,
Sigríði Rögnu, f. 25. september
1980, sambýlismaður hennar er
Viktor, börn þeirra eru þrjú,
og Steinunni Brynju, f. 15. júní
1982, eiginmaður hennar er
Björgvin og eiga tvö börn.
Elsku frændi og vinur, þín
verður sárt saknað. Maður vill
ekki trúa þessu, að þú sért far-
inn. Þetta var svo allt í einu
þannig þegar ég heyrði þetta
fyrst frá Ása mínum, þá steypt-
ust yfir mig allar góðu minning-
arnar um þig. Þú svo hjartahlýr
og góður. Vildir og fannst aldrei
nóg gert fyrir börnin og talaðir
oft um það að það þyrfti að
kynna hestamennskuna meira
fyrir ungu fólki þar sem mikil
gleði kæmi út úr því. Þegar við
Ási vorum að laga og byggja
hesthúsið okkar bauðst þú fram
aðstoð þína. Þú hugsaðir þig
ekki tvisvar um að bjóðast til að
hjálpa. Ekki var þetta samt í
eina skiptið sem þú bauðst okk-
ur aðstoð, heldur hjálpaðirðu
okkar við margt fleira og aldrei
baðstu um eitthvað í staðinn.
Það var alltaf hægt að leita til
þín þar sem þú varst alltaf svo
hrósandi og jákvæður. Þú al-
gjörlega gerðir daginn hjá
manni góðan með hrósi þegar ég
reið fram hjá húsinu þínu.
Þú varst Grundfirðingur eins
og pabbi minn og mitt föðurfólk.
Þú þekktir alla þar og sagðir
mér frá fólkinu okkar og öllum
slóðunum sem þú fórst þar um
ríðandi á hestum. Mér fannst
alltaf svo gaman að tala við þig
elsku frændi. Ég byrjaði að hafa
mikinn áhuga á Grundarfirði
eftir að hafa talað við þig. Í
sumar fórum ég og fjölskylda
mín í kirkjugarðinn á Grund-
arfirði og var gaman að tala um
skyldfólkið okkar. Það var svo
margt sem skipti þig máli og
sýndir þú alltaf áhuga á um-
ræðuefninu. Þú sagðir við bróðir
minn að hann ætti að fara að
drífa pabba minn í kaffi til þín
því við vitum aldrei hvenær kall-
ið kemur, svo allt í einu kom það
hjá þér. Þetta var eins og högg
og fórstu allt of fljótt. Elsku
frændi og vinur okkar, ég (Ósk)
og Ási þökkum þér fyrir alla
hjálpina og góðvildina í minn og
okkar garð. Þeð er mikill missir
af þér og verður þín sárt sakn-
að. Það var alltaf líflegt í kring-
um þig þar sem jákvæðnin smit-
aði alla í kringum þig. Ég bið
algóðan guð að hjálpa Frið-
björgu (Lillu), fjölskyldu og vin-
um í gegnum sorgina. Megi guð
vera með þeim og hjálpa. Nú
ertu uppi á himnum á hestbaki
og veit ég að guð muni sko
blessa þig og varðveita. Minning
þín mun lifa og takk fyrir okkur.
Kveðja Ósk, Ási, Sól og Máni.
Ósk, Ásgrímur, Sól og Máni.
Mér er minnisstætt er ég sá
Jens Pétur í fyrsta sinn. Það var
á fjórðungsmóti á Kaldármelum
2005. Ég var þar staddur í fríi á
Snorrastöðum og hjálpaði til við
að sjá um beitarhólfið. Það er
hefð á Kaldármelum að fara í
hópreið á Löngufjörur og varð
mér starsýnt á Jens Pétur í
miðjum hópnum, með hattinn
sinn með skottinu, og ef ég hefði
ekki vitað betur hefði ég talið
hann stjórna reiðinni.
Næst sá ég hann í réttum í
Fossvallarétt, en sem formaður
Fjáreigendafélags Reykjavíkur
var ég réttarstjóri. Jens Pétur
var með einna stærstu hjörð
okkar frístundabændanna, fal-
legt fé og alveg einstaklega lit-
ríkt. Það haust lagðist af fjárbú-
skapur í Kópavogi þar sem hann
hafði verið með féð en hann gat
ekki hætt fjárbúskap, keypti hús
í Fjárborg og bættist í hóp fjár-
eigenda í Reykjavík. Við það
tækifæri byrjaði ég með kindur
og fékk leyfi til að kaupa gimbr-
ar og lambhrút hjá Jens Pétri
og Friðbjörgu. Ég kunni nátt-
úrlega ekkert í byrjun og voru
þau hjónin meira en tilbúin að
leiðbeina mér og aðstoða.
Fljótlega tók Jens Pétur að
sér að dreifa heyi fyrir marga
heysala og sinnti öllu höfuðborg-
arsvæðinu. Líklega kannast allir
hesthúseigendur við hann því
hann var lipur við viðskiptavin-
ina, vakinn og sofinn á trakt-
ornum. Jens Pétur rak einnig
fyrirtækið Bíóhesta og líkast til
hafa fáar kvikmyndir með hest-
um verið gerðar án hans að-
komu, allt frá Myrkrahöfð-
ingjanum, Game of Thrones yfir
í Hross í oss til að nefna nokkr-
ar. Hestur hans Randver kom
fram í Línu Langsokk í Borg-
arleikhúsinu og hann kom einnig
fram í nokkrum þessara mynda.
Jens Pétur var úrvals knapi
og tamningamaður. Sagt var að
ef hann væri kominn í hnakkinn
þá sæti hann þar, sama hvernig
hesturinn léti.
Hann hugsaði vel um skepn-
urnar sínar og lést við gegning-
arnar sem voru hans yndi. Lík-
lega hefur hann hvergi frekar
viljað vera á þessari ögurstund
en innan um dýrin sín.
Það verður tómlegt í Fjár-
borginni núna, þessi höfðingi er
fallinn frá. Hann var áberandi
og glettinn í fasi með blik í
auga. Hann var mjög hug-
myndaríkur og stórhuga. Þegar
Jens Pétur var að lýsa fyrir
okkur hvernig ætti að gera hlut-
ina vitnaði hann óspart til þess
er hann var formaður Hesta-
mannafélagsins Snæfellings.
Hann var frá Grundarfirði og
hafði sterkar taugar til æsku-
slóðanna.
Að vera bóndi – ó, guð minn góður!
í grænu fanginu á sinni móður
og finna ljós hennar leika um sig
og lyfta sálinni á hærra stig!
Og bónda hitnar í hjartans inni
við helgan ilminn frá töðu sinni,
og stráin skína í skeggi hans
sem skáldleg gleði hins fyrsta manns.
(Jóhannes úr Kötlum)
Við félagar Fjáreigendafélags
Reykjavíkur kveðjum þennan
góða félaga með sorg í hjarta.
Við vottum fjölskyldu hans sam-
úð okkar. Blessuð sé minning
Jens Péturs Högnasonar.
Árni Ingason,
formaður Fjáreigenda-
félags Reykjavíkur.
Við, fjáreigendur í Reykjavík
og Kópavogi, vorum nýlega að
funda í Baðhúsinu í Fjárborg
um afréttarmál eftir göngur og
réttir haustsins. Umræður voru
góðar og gagnlegar og Jens Pét-
ur tók virkan þátt í þeim, hress
og kátur. Alheimt var hjá
honum eins og hjá flestum okk-
ar, dilkar með vænna móti í
haust og við einhuga um aðgerð-
ir til að bæta aðstöðu við fjár-
búskapinn á næsta ári. Okkur
var því mjög brugðið þegar við
fréttum um andlát Jens Péturs
aðeins tveim dögum síðar. Fé-
lagi okkar hafði orðið bráð-
kvaddur fyrsta vetrardag í fjár-
húsinu sínu þar sem hann var að
gefa á garðann.
Jens Pétur kom í hóp okkar
fjáreigenda skömmu fyrir alda-
mótin, fyrst á Kjóavöllum í
Kópavogi en var lengst af í
Fjárborg á Hólmsheiði. Mörgum
okkar var hann áður kunnur
sem hestamaður, gjarnan
kenndur við Grundarfjörð á
Snæfellsnesi. Oft vitnaði hann í
búskap í sveitinni sinni, litríkur
persónuleiki sem var margt til
lista lagt auk þess að stunda
hestamennsku og fjárbúskap af
miklum áhuga. Nefna mætti
hestaflutninga, heydreifingu og
umsjón með dýrum, einkum
hestum, við gerð fjölda sjón-
varpsþátta, kvikmynda og leik-
sýninga. Með hestum sínum,
einum eða fleirum, kom hann
því víða við sögu, jafnvel sem
einn af leikurunum. Jens Pétur
var sérlega laginn við að um-
gangast dýr því að í eðli sínu
var hann í senn náttúrubarn og
bóndi, fóðraði og hirti kindur
sínar og hross vel; verklaginn,
harðduglegur og hjálpsamur.
Oft fór hann sínar eigin leiðir,
gjarnan af miklu kappi, lá ekki á
skoðunum sínum en lagði oftast
gott til málanna. Þegar á hólm-
inn var komið var Jens Pétur
fyrst og fremst góður félagi. Því
kynntumst við með ýmsum
hætti, bæði í Fjáreigendafélagi
Reykjavíkur og Sauðfjáreigend-
afélagi Kópavogs.
Ég minnist Jens Péturs með
virðingu og þökk. Í sjóði minn-
inganna sé ég hann fyrir mér
fara hratt yfir, vel ríðandi, í
göngum á afrétti Seltjarnarnes-
hrepps hins forna, koma á
gripaflutningabíl sínum að
sækja fé úr Húsmúlarétt við
Kolviðarhól og með barðastóran
hatt á höfði draga fé sitt rösk-
lega í Fossvallarétt, flest mislitt.
Öll verk unnin af alúð og á rétt-
um tíma. Blessuð sé minning
hans.
Ég og Svanfríður kona mín
vottum Lillu og öðrum aðstand-
endum innilega samúð.
Ólafur R. Dýrmundsson.
Jens Pétur
Högnason
Fréttin af fráfalli
Lalla var óbærileg
og söknuðurinn
nístandi. Fjölskyld-
urnar á ytri og syðri bænum
hafa fylgst að um langa hríð og
vinskapur okkar við þau hjónin
Lalla og Önnu Sif á sér langa
sögu, vinskapur sem var heiðar-
legur og traustur.
Við þökkum fyrir allar sam-
verustundirnar og minnumst
Lalla með hlýju í hjarta. Elsku
Anna Sif, Páll Ísak, Ingimar,
Kolfinna og stórfjölskyldurnar
bæði á Skógarstígnum og á
Ytra-Skörðugili, megi góður guð
styrkja og styðja ykkur öll á
þessum erfiðu tímum. Hvíldu í
friði elsku vinur.
Elvar, Fjóla, Ásdís Ósk,
Viktoría Eik og Sigríður
Elva, Syðra-Skörðugili.
Lárus var mikils metinn hjá
HeidelbergCement fyrir vinnu-
Lárus Dagur
Pálsson
✝ Lárus DagurPálsson fædd-
ist 6. september
1973. Hann lést 19.
október 2019.
Útför hans fór
fram 2. nóvember
2019.
semi, fagmennsku
og afburðaþekk-
ingu við fram-
kvæmd verkefna.
Þessir eiginleikar
ásamt umhyggju og
samkennd með
starfsfólki sínu
voru grundvöllur
þess góða árangurs
sem hann náði sem
yfirmaður starf-
semi okkar á Ís-
landi. Lárus hikaði aldrei
frammi fyrir krefjandi verkefn-
um, heldur sótti í sig veðrið og
tókst á við hverja áskorunina á
fætur annarri. En framar öllu
minnumst við Lárusar fyrir
þann frábæra mann sem hann
hafði að geyma og gott var að
umgangast, því hann var ávallt
hlýlegur, umhyggjusamur og
einlægur við alla sem urðu á vegi
hans.
Fráfall hans er mikill harmur
og missir fyrir marga og við
sendum ástvinum hans okkar
innilegustu samúðarkveðjur og
hlýhug.
Giv K. Brantenberg,
framkvæmdastjóri Heidel-
bergCement í Norður-
Evrópu, stjórnarformaður
Eignarhaldsfélagsins
Hornsteins.
Sendum okkar innilegustu þakkir til þeirra
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
UNNAR STEFÁNSDÓTTUR,
Ægisgötu 16,
Akureyri.
Björn Snæbjörnsson Magga Kristín Björnsdóttir
Sigurbjörg Snæbjörnsdóttir
Stefán Sigurður Snæbjörns. Randi Aarseth
Kristinn Snæbjörnsson Kristín Sigurbjörg Jóhannsd.
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð
okkur fjölskyldunni samúð, hlýju, stuðning
og vinarhug við andlát og útför okkar
ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
SIGRÚNAR JÓHÖNNU JÓNSDÓTTUR,
Kjóalandi 9, Garði.
Kærleikskveðja,
Hafsteinn Á. Ársælsson
Ragnar Lövdal Kristín Halldórsdóttir
Jóhann Lövdal Inga Þórsdóttir
Ólafía Lövdal
Sigrún Edda Lövdal Rögnvaldur Ólafsson
Ingiberg Baldursson Steinunn Kristinsdóttir
Sigurgeir Gunnarsson
Ársæll Hafsteinsson Ingveldur Ýr Jónsdóttir
Bergþóra Hafsteinsdóttir Ólafur S. Hauksson
Klara Guðrún Hafsteinsd.
ömmu- og langömmubörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RANNVEIG ÍSFJÖRÐ,
Grænumörk 2, Selfossi,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju
mánudaginn 11. nóvember klukkan 13.
Gunnþóra H. Önundardóttir Þorkell Ingimarsson
Edda Björk Ragnarsdóttir
Hallur Ægir Sigurðsson
Kristveig Ósk Jónsdóttir Oddur Haraldsson
Kristín Rut Jónsdóttir Agnar Þorláksson
Íris Jóndóttir Guðmundur Sigurðsson
Einar Magni Jónsson Magnea Svava Guðmundsd.
ömmubörn og langömmubörn
Ástkær eiginkona, móðir, tengdadóttir,
dóttir, systir og amma,
LYDÍA JÓNSDÓTTIR,
Norðurbakka 9A, Hafnarfirði,
lést á Líknardeild Landspítalans
fimmtudaginn 31. október.
Útför fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði mánudaginn
11. nóvember klukkan 13.
Einar Skaftason
Jón Arinbjörn Einarsson Bryndís Jenný Kjærbo
Edda Anika Einarsdóttir Elmar Ingvar Haraldsson
Jón Arinbjörn Ásgeirsson
Hjalti Hávarðsson
barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELÍN PÁLMADÓTTIR
frá Snóksdal,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Hjúkrunar-
heimilinu Eir í Grafarvogi 2. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Guðríðarkirkju í Grafarholti þriðjudaginn
12. nóvember klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er
bent á Alzheimersamtökin.
Elvira Viktorsdóttir Guðmundur St. Sigmundsson
Kristín Viktorsdóttir Sveinbjörn Guðjónsson
Lýður Pálmi Viktorsson Sigríður Jóna Eggertsdóttir
Elín Berglind Viktorsdóttir Unnar Smári Ingimundarson
ömmu- og langömmubörn