Morgunblaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 53
Við minnumst
okkar ástkæru
móður Jónínu
Hólmfríðar Víg-
lundsdóttur, Nínu, eins og hún
var alltaf kölluð. Hún fæddist 17.
febrúar 1942 á Hólum í Fljótum í
Skagafirði og lést 7. nóvember
2018.
Foreldrar hennar voru Víg-
lundur Arnljótsson og Hermína
Marinósdóttir. Þau eignuðust 14
börn og var Nína þriðja elst. Hún
ólst upp á Akureyri en fór 16 ára
gömul til Siglufjarðar að vinna í
síld. Þar lágu leiðir þeirra Þóris
Jónína Hólmfríður
Víglundsdóttir
✝ Jónína Hólm-fríður Víg-
lundsdóttir fæddist
17. febrúar 1942.
Hún lést 7. nóv-
ember 2018.
Útförin fór fram
18. nóvember 2018.
Björnssonar saman
og hófu þau búskap.
Þau giftu sig 23.
febrúar 1964. Það
voru engar tísku-
verslanir í bænum
en Nína saumaði,
breytti og bætti föt-
in þannig að allir
tóku eftir henni
hvert sem hún fór,
enda einstaklega
glæsileg kona.
Barnalánið lék við þau og eign-
uðust þau sitt fyrsta barn, Gunn-
hildi Gigju, árið 1960. Ári síðar
fæddist Björn, Hermann 1963 og
Fjóla 1966. Var þá orðið þröngt í
kotinu og flutti fjölskyldan í
stærra hús á Suðurgötu 76. Ári
síðar féll snjóflóð á húsið. Eign-
uðust þau svo Jónþór árið 1968.
Þau fluttu til Vestmannaeyja
árið 1970 og þar fæddist Sonja
árið 1972. Eldgosið 1973 varð til
þess að fjölskyldan fluttist í
fyrsta viðlagasjóðshúsið í Garða-
bæ. Nokkrum árum síðar fluttu
þau í Lækjarfit 3. Það heimili
vekur góðar minningar hjá fjöl-
skyldunni enda var þar oft glatt
á hjalla og allir voru velkomnir.
Nína var hagsýn og dugleg
húsmóðir og hélt fallegt heimili.
Hún var mikil prjóna- og sauma-
kona og saumaði ekki aðeins föt-
in á sig heldur einnig á börnin og
barnabörnin. Allir voru dressað-
ir upp.
Hún var umburðarlynd og
barngóð kona og yndisleg amma.
Henni þótti gaman að spila, fara í
bingó með Helgu systur og að
dansa, þar sem hún var glæsileg-
asta konan á dansgólfinu. Hún
hafði mikinn húmor og gat gert
grín að sjálfri sér. Nína var mikil
félagsvera framan af en um fer-
tugt missti hún stóran hluta af
heyrninni og hafði það veruleg
áhrif á lífsgæði hennar.
Stórt skarð var höggvið í fjöl-
skylduna þegar Hermann sonur
þeirra lést af slysförum aðeins 21
árs að aldri. Nína naut sín ein-
staklega vel í hópi systkina sinna
og voru þau miklir vinir. Villa-
ættarmótin hafa verið ófá og
skemmtileg.
Þau hjónin nutu þess að
ferðast innanlands í tjaldi, hjól-
hýsi og húsbíl ásamt því að
dvelja á Spáni.
Nína og Þórir voru samheldin
og unnu saman við eigin rekstur í
fjölmörg ár.
Nína hafði einstakt lag á börn-
um og gaf sér alltaf tíma til að
sinna barnabörnunum 13 og
barnabarnabörnunum sjö. Ömm-
ustrákurinn Viktor Ingi var mik-
ið inni á heimili ömmu og afa og
kom oft til þeirra eftir skóla til að
spila og lesa fyrir ömmu og
reikna með afa.
Síðustu árin fór heilsu Nínu að
hraka en aldrei var kvartað.
Síðustu mánuði var mjög af
henni dregið og ljóst hvert
stefndi. Óskaði hún eftir að eiga
síðustu stundirnar í faðmi fjöl-
skyldu sinnar heima og fór útför-
in fram í kyrrþey.
Elsku mömmu verður minnst
sem fallegrar og yndislegrar
konu og hún kvödd með hlýju í
hjarta eftir gæfuríka ævi.
Gunnhildur Gígja, Björn,
Fjóla, Jónþór og Sonja.
braut. Minningar skapaðar sem
við eigum saman og eru mjög
kærkomnar á stund sem þessari.
Þú ert einn af þeim vinum sem
héldu sambandi eftir menntaveg-
inn þrátt fyrir að líf okkar hafi
þróast í mismunandi áttir og lönd.
Við héldum því áfram að eiga
góðar stundir saman. Utanlands-
ferðirnar standa þar upp úr þar
sem við félagarnir fengum okkar
tíma saman, upplifðum nýja staði,
borðuðum góðan mat og nutum
lífsins.
Við félagarnir fórum saman til
New York, þar varst þú ákveðinn
í því að vera fararstjóri enda verið
þar áður með systrum þínum og
hafðir ákveðna sýn á allt sem átti
að gera.
Fyrir vikið varð ferðin mjög
litrík og skemmtileg. Til dæmis
fórum við á NBA-leik. Okkar sæti
voru frekar hátt uppi í höllinni og
útsýnið eftir því. Þá ákvaðstu
bara að fara niður á gólfið til að
sjá betur þar sem bestu sætin
voru. Það var bara einn maður af
okkur félögunum sem var nægj-
anlega ákveðinn og sjarmerandi
til að geta komið sér í neðstu sæt-
in og það varst þú. Alveg ógleym-
anlegt þegar þú hringdir svo í
okkur til að lýsa leiknum enda við
enn fastir í sömu sætum.
Þegar við fórum í skíðaferðir
til St Anton var alveg augljóst
hvað þér leið vel þar, endalausar
brekkur, útivist, náttúra og fólk.
Keppnisskapinu og útivistarþörf-
inni var þar fullkomlega mætt
enda varstu alltaf klár í brekk-
urnar, vildir fara lengra en dag-
inn áður og helst bóka næstu ferð
strax.
Ferðirnar okkar verða víst
ekki fleiri í bili, þegar ég hugsa til
þín núna Halli þá trúi ég að þér
líði vel á hestinum þínum Glóa í
fallegum og björtum dal á leiðinni
inn í sólina.
Með trega í hjarta kveð ég þig,
elsku vinur.
Þorvarður Jóhannesson.
Það er erfitt að kveðja góðan
vin.
Ég kynntist Hallgrími þegar
ég flutti til Íslands fyrir tæpum
20 árum. Með okkur myndaðist
fljótt traustur og góður vinskap-
ur, hvort sem Halli bjó í Reykja-
vík eða annars staðar.
Þegar ég bjó á Öldugötunni var
Halli mikill heimilisvinur og það-
an á ég margar góðar minningar
frá pottaferðum og grillveislum
þar sem við sátum oft langt fram
eftir úti í garði að spjalla á góðum
sumarkvöldum.
Einnig áttum við margar góðar
stundir saman á ferðalögum,
hvort sem við fórum í sumarbú-
stað, útilegur eða til útlanda í
sumarfrí.
Fótboltinn var okkar sameig-
inlega áhugamál. Við vorum stór
hópur vina sem hittumst reglu-
lega til að horfa saman á Liver-
pool-leiki og nú hefur stórt skarð
verið höggvið í fótboltahópinn
okkar sem erfitt verður að fylla.
Hallgrímur var stór partur í lífi
strákanna minna og var hann
nánast eins og frændi þeirra. Elís
og Leó litu upp til hans og voru
svo heppnir að fá að fara með
honum á landsleiki í fótbolta og
oft var farið á KR-völlinn. Þetta
eru minningar sem þeir munu
aldrei gleyma og geta sagt litla
bróður frá seinna.
Fyrir nákvæmlega ári vorum
við hjá Halla á Hótel Búðum og
það var svo gaman að sjá hvað
hann var ánægður í sínu starfi
þar sem veislustjóri.
Það er erfitt að trúa því að þú
sért farinn, kæri vinur, og von-
andi eigum við einhverntímann
eftir að sjást síðar.
Ég sendi foreldrum hans og
systkinum mínar dýpstu samúð-
arkveðjur.
Þinn vinur,
Gjen.
Elsku Halli.
Það er erfitt að átta sig á sam-
hengi hlutanna þegar ungur mað-
ur, æskuvinur, kveður svo
skyndilega. Maður situr eftir og
rifjar upp gamla góða tíma, einn
eða í kringum alla hina fjölmörgu
vini þína. Það er erfitt að finna
orðin en minningarnar eru ljóslif-
andi, sorgin mikil og tárin ófá. Þó
er alltaf stutt í brosið þegar ég
hugsa til baka. Uppátækin voru
mörg.
Þú gast verið með afbrigðum
stríðinn, meira að segja við móður
mína, sem mér þótti skemmtilegt,
en líka við mig, sem mér þótti
stundum verra. Þá gátum við báð-
ir verið þrjóskir en sættumst allt-
af að lokum. Það var alltaf gaman
að kíkja í heimsókn til þín, hvort
sem það var til að horfa á leik,
borða saman með strákunum eða
bara spjalla. Þar voru alltaf allir
velkomnir og oft mikið fjör,
ærslagangur og gleði. Ég mun
sakna þess.
Mest mun ég þó sakna góðs
vinar.
Fjölskyldu og vinum Hall-
gríms sendi ég innilegar samúð-
arkveðjur.
Þinn vinur,
Einar.
Hallgrímur var afar kær sam-
starfsfélagi á Hótel Búðum og
fagmennska einkenndi öll störf
hans í samskiptum við gesti og
samstarfsfólk.
Í starfi sínu sem veitingastjóri
á Hótel Búðum þurfti Hallgrímur
að sinna mörgum og ólíkum störf-
um, en meðal annars sinnti hann
sumum af flóknustu verkefnum
sem komu upp í rekstri Hótel
Búða. Til að mynda hafði hann
umsjón með brúðkaupsveislum
sem algengt er að halda á hót-
elinu og er einn mikilvægasti og
fallegasti dagur í lífi hjóna þar
sem helst ekkert má fara úrskeið-
is. Hann fékk mikið hrós fyrir
störf sín frá bæði íslenskum og al-
þjóðlegum gestum fyrir skipulag,
samviskusemi og fallega fram-
komu við gesti. Hallgrímur hafði
mikinn metnað fyrir veitingadeild
Hótel Búða og hafði ánægju af að
kynna fyrir gestum nýjungar frá
litlum innlendum framleiðendum.
Hótel Búðir er lítill og náinn
vinnustaður þar sem hluti starfs-
fólks vinnur og býr saman stóran
hluta ársins og því er söknuður
allra mjög mikill að þurfa að
kveðja náinn samstarfsfélaga
undanfarinna ára með svo
skyndilegum og sorglegum hætti.
Fyrir hönd starfsfólks og eig-
anda Hótel Búða votta ég fjöl-
skyldu Hallgríms mína dýpstu
samúð og bið góðan guð að
styrkja þau á þessum sorgartím-
um.
Sigurður Arnór Hreið-
arsson, framkvæmdastjóri
Hótel Búða.
Kær vinur og samstarfsfélagi
Hallgrímur Þormarsson er í dag
borinn til grafar. Það er svo und-
arlegt hvað allt getur breyst á
svipstundu, þú ert ekki lengur á
Hótelbarnum skenkjandi freyð-
andi víni og gullnar veigar á lífs-
ins gleðistundum. Þú ert farinn í
ferðalagið sem enginn getur fylgt
þér í. Harmi þrungin kveðjum við
þig (í bili) elsku Halli „Búðingur“.
Enginn getur fylgt þér á göngu þinni
upp himinbogann
að hliðum ljóssins.
Þegar heimurinn hverfur þér
eins og grein, sem fellur af sjálfu sér
og tíminn og forlögin ríkja ekki lengur
yfir þér.
Þegar þú stendur í skugga eilífðarinnar
og hlustar á söng hinna djúpu vatna
sem eiga sér engar strendur.
Enginn getur fylgt þér,
þegar þú á göngu þinni upp himin-
bogann,
hlustar á sönginn, sem kallar á sál þína
að hliðum ljóssins.
(Gunnar Dal)
Agnes Lind Heiðarsdóttir
og Berglind Arnardóttir,
samstarfskonur Hallgríms
á Hótel Búðum.
MINNINGAR 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019
✝ ÞórarinnBrynjar Þórð-
arson fæddist 2.
október 1929 í
Keflavík. Hann lést
á Landspítalanum
við Hringbraut 20.
október 2019. For-
eldrar hans voru
Kristjana Magnús-
dóttir, f. 1904, d.
2003, og Þórður
Sigurðsson, f. 1898,
d. 1937. Alsystkini Þórarins
Brynjars: Höskuldur Arnar, f.
1926, Dallý Arna, f. 1927, og
Þóra Hjördís, f. 1935, d. 2004.
Bróðir samfeðra Guðmundur, f.
1919, d. 2000, og systur sam-
mæðra Jóhanna Sigurþórs-
dóttir, f. 1945, og Guðfinna Sig-
urþórsdóttir, f. 1946.
Þórarinn Brynjar kvæntist
árið 1951 eftirlifandi eiginkonu
sinni, Jóhönnu Valtýsdóttur, f. í
Vestmannaeyjum 17.6. 1930.
Foreldrar hennar voru Ásta Sig-
rún Guðjónsdóttir, f. 1905, d.
Árnason, f. 1959. Synir þeirra:
Ragnar Már, Árni Þorkels, Ást-
þór Valur, Ágúst Helgi og Jón
Aðalberg. 6) Sigurþór, f. 1966.
Eiginkona hans Inga Sif Gísla-
dóttir, f. 1968. Börn þeirra: Sig-
urþór Ingi og Ólöf Jóhanna.
Fyrir átti Inga Sif soninn Gísla
Steinar Sverrisson. Afkomend-
ur Þórarins Brynjars og Jó-
hönnu eru 60.
Þórarinn Brynjar stundaði
sjómennsku á yngri árum. Var á
farskipum, m.a. um árabil á ms.
Kötlu. Hann var menntaður
rennismiður og vélvirki. Hann
rak vélsmiðjuna Óðin sf. í Kefla-
vík frá árinu 1958 til 2003 ásamt
Höskuldi bróður sínum. Þórar-
inn Brynjar var virkur félagi í
Björgunarsveitinni Stakk. Hann
var félagi í Rótarýklúbbi Kefla-
víkur í um áratug. Ferðir um
óbyggðir Íslands ásamt eigin-
konu, fjölskyldu og vinafólki
voru um árabil ástríða hans og
gamli Weaponinn reyndist vel í
þeim svaðilförum. Ævintýra-
ferðir erlendis áttu hug þeirra
hjóna um skeið og í Grímsnesinu
byggðu þau sér sumarbústað
Útför Þórarins Brynjars fer
fram frá Keflavíkurkirkju í dag,
7. nóvember 2019, og hefst at-
höfnin klukkan 13.
1999, og Valtýr
Brandsson, f. 1901,
d. 1976. Börn Þór-
arins Brynjars og
Jóhönnu: 1) Þór-
anna, f. 1951. Eig-
inmaður hennar
Kristmann Klem-
ensson, f. 1946.
Börn þeirra: Krist-
ján, Guðrún, Jó-
hanna, Brynja og
Péturína Lára. 2)
Valdís, f. 1953. Eiginmaður
hennar Helgi Hermannsson, f.
1953, d. 2005. Synir þeirra: Her-
mann, Jóhann Þór og Pétur
Örn. 3) Kristján, f. 1954. Eigin-
kona hans Erla Sólbjörg Kjart-
ansdóttir, f. 1954. Börn þeirra:
Kjartan Steinar, Ágústa Kol-
brún, Þórarinn Brynjar og
Kristján Þór. 4) Brynjar, f. 1957.
Eiginkona hans er Hulda Guð-
laug Sigurðardóttir, f. 1952.
Börn þeirra: Þórður Freyr og
Sigrún Lovísa. 5) Ásta, f. 1961.
Eiginmaður hennar er Árni Þór
Faðir minn, Þórarinn Brynj-
ar, varð níræður 2. október síð-
astliðinn. Þeim merka áfanga
náði hann ekki að fagna með
þeim hætti sem við í fjölskyld-
unni hefðum kosið. Veikindi
settu strik í reikninginn og að-
eins fáum vikum síðar lést hann
á Landspítalanum. Vegna
starfa minna á þeim vettvangi
auðnaðist mér að sitja löngum
stundum við hlið hans síðustu
dagana í lífi hans; fylgja honum
eftir síðustu sporin. Fyrir mér
var það mikilvægt. Svo mikið á
ég honum að þakka. Þessa daga
dáðist ég að rólyndi hans og
æðruleysi. Og þannig var hann
að skaplyndi. Miklaði ekki hlut-
ina fyrir sér, rólyndur og yf-
irvegaður og lét fátt koma sér
úr jafnvægi. Pabbi var mér fyr-
irmynd á mörgum sviðum.
Hann var ákaflega handlaginn
og nákvæmur í öllu handverki,
hvort heldur hann stóð við
rennibekkinn, byggði sumarbú-
stað eða aðstoðaði börnin sín
við ýmsar framkvæmdir. Þegar
ég stóð í byggingarfram-
kvæmdum fyrir nokkrum árum
munaði um liðsinni hans. Þegar
eitthvað gekk ekki upp í mínum
huga mat hann stöðuna í róleg-
heitum og fann oftar en ekki
lausnina. Hann var úrræðagóð-
ur, ekkert var í hans huga óyf-
irstíganlegt. Vandamálin eru til
þess að leysa þau sagði hann
gjarnan. Pabbi var ekki mikið
fyrir að hreykja sér en sam-
ferðamenn hans sögðu mér
ýmsar sögur af hæfileikum
hans, hugviti og verklagni.
Pabbi var greiðvikinn maður og
vel liðinn af samferðamönnum
sínum. Hann var félagslega
sinnaður og naut þess að starfa
í ýmsum félagasamtökum. En
mikilvægast í huga hans var
fjölskyldan. Við systkinin minn-
umst þess, hvernig hann og
móðir okkar mótuðu heimilis-
brag sem var okkur til eftir-
breytni. Jákvæðni, hlýja og um-
burðarlyndi en ekki síst var
okkur innrætt, að samvisku-
semi og vinnusemi væri dyggð.
Ég kveð pabba minn með sökn-
uði í hjarta en um leið með
þakklæti fyrir allt sem hann
var mér. Megir þú hvíla í friði,
elsku pabbi minn.
Þinn sonur,
Sigurþór.
Frá fyrstu kynnum var
tengdafaðir minn, Þórarinn
Brynjar, mér kær. Hann var
mikill öðlingur og naut virð-
ingar og elsku allra þeirra sem
honum tengdust. Fjölskyldan
átti hug hans allan og hann
fylgdist alla tíð af áhuga með
börnum sínum og barnabörn-
um. Ég kveð góðan mann og
kæran tengdaföður með þess-
um ljóðlínum.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Inga Sif Gísladóttir.
Kveðja frá Stakksfélögum
og ferðahópnum
Brynjar í Óðni var það nafn
sem við kölluðum hann oftast
enda kenndur við vélsmiðjuna
Óðin sem hann rak og vann í
stóran hluta lífs síns. Þegar sá
sem þetta ritar kynntist þeim
hjónum höfðum við Brynjar
eignast öflugar fjórhjóladrifnar
bifreiðar sem voru notaðar
óspart til ferðalaga um óbyggð-
ir Íslands. Þau Brynjar og Jó-
hanna ásamt börnum voru afar
dugleg við að stunda slíkar
ferðir og njóta. Ég minnist ótal
ferða norður fyrir Hofsjökul í
Ásbjarnarvötn, suður Sprengi-
sand til Veiðivatna og þaðan yf-
ir Hófsvað til Landmannalauga.
Til slíkra ferða þurfti traustar
bifreiðar og trausta stjórnend-
ur sem ekki voru ragir við að
takast á við fjölbreytt viðfangs-
efni og áskoranir sem ferðir um
lítt og ókannað hálendi Íslands
voru. Þar voru þau Brynjar og
Jóhanna á réttum stað. Suð-
urnesjafólk var orðið ansi
þekkt í þeim þrönga hópi ferða-
langa sem fóru slíkar ferðir á
þeim tíma en þar voru áberandi
Brynjar, Knútur Höiriis ásamt
undirrituðum sem allir áttu
traustar fjallabifreiðir sem
báru sama litinn og var því eft-
ir þeim tekið hvar sem þeir
fóru. Þetta voru góðir og
ánægjulegir tímar með glöðu
og skemmtilegu fólki. Það er
freistandi að minnast á einstak-
ar ferðir eins og þegar kabyss-
an í Landmannalaugum leitaði
útrásar eða páskaferðirnar í
Öræfasveitina þar sem mörg
óvænt og spennandi ævintýri
biðu okkar. Brynjar var einn
stofnenda Björgunarsveitarinn-
ar Stakks sem hann og Jó-
hanna störfuðu í af miklum
krafti. Á mörgum ferða okkar
um óbyggðirnar, mest að sum-
arlagi, vorum við oft búin að
hugsa um hvernig við gætum
notið þess að ferðast þar um
einnig að vetri til. Það fór svo
að hópur samrýmdra ferða-
félaga stofnaði félagsskap um
kaup á snjóbíl, fyrst einum en
síðar öðrum. Brynjar sá um og
smíðaði sleða fyrir báða snjó-
bílana, til aðseturs í slíkum
ferðum. Það tímabil var okkur
mikill gleðigjafi, páskaferðir í
Landmannalaugar og víðar með
fjölskyldum og vinum voru afar
ánægjulegar. Hópur ferða- og
björgunarsveitafélaga tók sig
saman eftir gott starf innan
björgunarsveitarinnar um að
stofna ferðahóp til að viðhalda
tengslum og minningum um þá
góðu tíma. Þar létu þau Brynj-
ar og Jóhanna sitt ekki eftir
liggja. Hópurinn kallar sig 1313
og hefur haldið sambandi í 36
ár.
Það er erfitt að kveðja góða
vini og félaga eftir ánægjulegt
samstarf til margra ára. Sam-
starf sem byggst hafði á trausti
og áreiðanleika þar sem oft
reyndi á þolinmæði og útsjón-
arsemi þegar við lentum í erf-
iðum og óvæntum aðstæðum.
Þá var gott að hafa þau Brynj-
ar og Jóhönnu í hópnum.
Við félagar þeirra í fjalla-
ferðum og björgunarstarfi
þökkum Brynjari samfylgdina
af heilum hug og munum sakna
hans með djúpu þakklæti fyrir
samstarfið, ánægjuna og ljúf-
mennskuna sem fylgdi honum í
öllum okkar ferðum. Okkar
dýpsta samúð er hjá Jóhönnu,
börnum þeirra og fjölskyldum.
Brynjar, góða ferð á hverjar
þær slóðir sem þú ert lagður á
og kæra þökk fyrir samfylgd-
ina.
Fyrir hönd félaga í Björg-
unarsveitinni Stakki og Ferða-
hópsins 1313,
Garðar Sigurðsson.
Þórarinn Brynjar
Þórðarson