Morgunblaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019 SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þessir fyrstu mánuðir mínir hér í Noregi hafa verið viðburðaríkir og skemmtilegir. Sjálf setti ég strax kraft í að læra norskuna og hefur gengið vel. Norska og íslenska eru mál af sama uppruna og svo eigum við Íslendingar líka margt sameiginlegt með Norðmönnum. Menningarlegar rætur eru kjölfest- an í nánum samskiptum Íslands og Noregs – auk þess sem ríkin eru bæði utan ESB, en innan EFTA, EES og NATO,“ segir Ingibjörg Davíðsdóttir, nýr sendiherra Ís- lands í Ósló. Hún kom til starfa ytra nú síðsumars og afhenti Haraldi Noregskonungi trúnaðarbréf sitt í ágústlok. Ingibjörg á að baki tuttugu ára feril í utanríkisþjónustunni; bæði í ráðuneytinu heima og í fastanefnd Íslands í Genf (2000-2005), við sendiráð og fastanefnd Íslands í Vínarborg (2010-2014) og við sendi- ráð Íslands í Lundúnum (2014- 2015). Þá var Ingibjörg um þriggja ára skeið (2015-2018) ráðgjafi fjög- urra forsætisráðherra í utanríkis- málum, málflokki sem hún gjör- þekkir. Í sendiherrakapli sem lagður var á síðasta ári skipuðust mál á þann veg að Ingibjörg tæki við sem sendiherra Íslands í Ósló, en nú háttar svo til að konur eru orðnar í meirihluta sendiherra í á tvíhliða sendiráðum Íslands. Það eitt og sér eru talsverð tímamót. Íslendingum vegnar vel í Noregi Pólitísk samskipti, viðskiptaþjón- usta og menningarstarf eru stór þáttur í starfi sendiráða Íslands er- lendis og svo borgaraþjónusta, sem er aðstoð við Íslendinga í viðkom- andi landi. „Íslendingar sem koma til Noregs eru yfirleitt eftirsóttir í vinnu, enda harðduglegt fólk og vegnar vel hér í landi. Lengi voru á bilinu 3.000-4.000 Íslendingar bú- settir í Noregi; en í erfiðu efnahags- ástandi heima eftir hrun má segja að hafi orðið algjör sprenging,“ seg- ir Ingibjörg og heldur áfram: „Eftir hrun fór fjöldi Íslendinga búsettra í Noregi yfir 10.000 en nú telst okkur til að þeir séu um 9.500. Margir sem hingað komu fyrst eftir hrunið hafa því fest hér rætur. Um þriðjungur er búsettur hér á Ósló- arsvæðinu, ámóta margir á Vest- urlandinu, svo sem í Bergen og Stavanger, og síðasti þriðjungurinn víða um landið. Liðsinna og aðstoða Ingibjörg segir algengt að Íslend- ingar í Noregi leiti til sendiráðsins um alls kyns aðstoð og leiðsögn um réttindi og skyldur og almenna þjónustu í Noregi og eins þegar þurfi vegabréf. „Síðan er talsvert um að fólk sem er í fjarnámi við skóla heima komi hingað og taki hér prófin, sem kennarar viðkomandi hafa sent okkur áður. Vinnureglan hjá okkur er í reynd einföld, sú að við gerum allt sem í okkar valdi stendur, innan þess ramma sem okkur er settur, að liðsinna og að- stoða Íslendinga. Borgaraþjónustan er þannig alltaf í forgangi í störfum sendiráða Íslands,“ segir sendiherr- ann. Hvað viðskiptaþáttinn varðar eru árleg vöru- og þjónustuviðskipti Ís- lands og Noregs um 165 milljarðar íslenskra króna. Innflutningur frá Noregi til Íslands er mest eldsneyti og raftæki en í hina áttina er út- flutningurinn einkum og helst sjávarafurðir og tæknibúnaður. Þegar allt er saman lagt, það er inn- og útflutningur og þjónusta, er Noregur fimmta stærsta viðskipta- land Íslands. Þá sækja um 40 þús- und Norðmenn Ísland heim á hverju ári. Menningarsamskipti hvers konar eru mikilvægur þáttur í starfi sendiráðsins sem er bakhjarl al- mennings, fræðimanna og annarra sem sinna bókmenntaarfinum. Á dögunum var í Ósló haldin í sam- starfi norrænu sendiráðanna kvik- myndahelgi þar sem sýndar voru myndir frá Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Noreg og Íslandi. Fram- lag Íslands til þessa menningar- viðburðar var myndin Hvítur, hvít- ur dagur og að heiman kom Ingvar E. Sigurðsson, aðalleikari mynd- arinnar, og ræddi í kjölfar sýningar myndarinnar við gesti um kvik- myndina, leiklistina og lífið. Innan tíðar verður í tengslum við Dag ís- lenskrar tungu haldin samkoma í embættisbústað sendiherrans þar sem Áslaug Jónsdóttir rithöfundur kemur við sögu. Þrjú til fjögur ár á pósti Íslenska sendiráðið í Ósló er í miðborginni; á Stórþingsgötu núm- er 30 skammt frá þinghúsinu, utan- ríkisráðuneytinu og konungshöllinni – ásamt því að vera í nálægð við al- menningssamgöngur. Sendiráðið er um þessar mundir skipað fjórum starfsmönnum – einum útsendum starfsmanni sem er sendiherrann og svo þremur staðarráðnum. Þeir eru menningarfulltrúi, sem er stað- gengill sendiherra, viðskiptafulltrúi og fulltrúi sem sinnir meðal annars borgaraþjónustu. Það að vera staðarráðinn er að eiga sína föstu búsettu í landinu og vera ekki flutn- ingsskyldur. Það eru sendiherrarnir hins vegar, sem gjarnan sitja þrjú til fjögur ár á hverjum pósti. Í Ósló eru 36 ríki með fyrirsvar gagnvart Íslandi. Fulltrúar þessara ríkja reka því mörg sín mál gagn- vart Íslandi í gegnum sendiráð Ís- lands í Ósló. Af þessum 36 eru 13 aðildarríki ESB. Ósló er þannig bæði tvíhliða og fjölþjóðleg send- iskrifstofa. Þá eru Egyptaland, Grikkland, Íran og Pakistan í um- dæmi sendiráðsins Ósló, og er áætl- að að Ingibjörg fari á næstu miss- erum til þessara ríkja og afhendi þar trúnaðarbréf sín. Borgaraþjónustan alltaf í forgangi  Ingibjörg Davíðsdóttir er nýr sendiherra Íslands í Ósló  Um 9.500 Íslendingar nú búsettir í Noregi og eftirsóttir til vinnu  Ríkin eiga margt sameiginlegt  Umfangsmikil viðskipti milli landa Ljósm/Scanpix Formlegt Ingibjörg Davíðsdóttir sendiherra afhendir Haraldi Noregskonungi trúnaðarbréf. Í Ósló eru 36 ríki með fyrirsvar sitt gagnvart Íslandi. Fulltrúar þeirra reka því mörg mál gagnvart Íslandi í gegnum sendiráðið í Noregi. „Efling og vernd mannréttinda hafa verið mér hugleikin og er ég svo heppin að hafa unnið að þessum málum nánast allan minn feril í utanrík- isþjónustunni,“ segir Ingibjörg Davíðsdóttir. Hún frá Arnbjargarlæk í Þverárhlíð í Borgarfirði. Á unglingsárum var hún í skóla í Reykholti í Borgarfirði; en þar sat forðum Snorri Sturluson, sem meðal annars er höfundur Heimskringlu. Í því merka riti er saga Noregskonunga rakin og margir Norðmenn telja því að Snorri hafi verið norskur. Íslenskur var hann þó og er forfaðir Ingibjargar í 23. lið. „Nei, það er alls engin áskorun að halda nafni Snorra á lofti sem Ís- lendings. Þótt skiljanlegt sé að aðrir vilji eigna sér hann, enda líklega nafnkunnastur Íslendinga fyrr og síðar. Aðalatriðið er hins vegar að hann er Borgfirðingur eins og ég,“ segir Ingibjörg. Borgfirðingur eins og ég! ER AFKOMANDI SNORRA STURLUSONAR Í 23. LIÐ Fyrstu skref að betri byggingamarkaði Byggingavettvangurinn boðar til fundar á Grand Hótel, mánudaginn 11. nóvember kl. 8.30–10.00 nk. Kynntar verða fyrstu útfærslur á tillögum átakshóps ríkisstjórnarinnar um úrbætur í húsnæðismálum er snúa að byggingarmálum með auknum þætti rafrænnar stjórnsýslu og einföldun regluverks. Við hlökkum til að sjá þig. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hermann Jónasson, forstjóri Íbúðalánasjóðs. Dagskrá Fundarstjóri er Sandra Hlíf Ocares, verkefnastjóri Byggingavettvangsins. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8.00. Skráning á si.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.