Morgunblaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 69
ÍÞRÓTTIR 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019 Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is UMFERÐAREYJAR Sérlausnir fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki Henta vel til að stýra umferð, þrengja götur og aðskilja akbrautir. Til eru margar tegundir af skiltum, skiltabogum og tengistykkjum sem passa á umferðareyjarnar. Ekki náði Ólafur Jóhannesson að halda það lengi út að vera í fríi frá knattspyrnuþjálfun. Eins og fram kemur í blaðinu var hann í gær ráðinn til Stjörn- unnar þar sem hann og Rúnar Páll Sigmundsson munu stýra karlaliði félagsins í sameiningu. Ólafur má eiga að hann er allt annað en fyrirsjáanlegur. Maður var farinn að trúa því að hann tæki sér árs frí frá sparkinu þeg- ar hann dúkkar óvænt upp í Garðabænum. Hann hefur sjálf- sagt verið orðinn viðþolslaus eftir rúman mánuð frá íþróttinni. Ekki ætti að skorta þekkingu í Garðabænum. Ólafur og Rúnar með karlaliðið, Kristján Guð- mundsson með kvennaliðið og yfirþjálfari, og Ejub Purisevic í yngriflokkaþjálfun. Þjálfaraferill Ólafs er mjög merkilegur á margan hátt. Hann er þekktastur í félagsliðaþjálfun fyrir að hafa lagt grunninn að miklu blómaskeiði FH-inga sem lengi voru eins og jójó á milli efstu og næstefstu deildar. En Ólafur gerði einnig athygl- isverða hluti fyrr á þjálfaraferl- inum sem ekki eru mikið í um- ræðunni. Sem ungur spilandi þjálfari var hann nálægt því að gera FH að meisturum árið 1989. Annar ungur þjálfari, Guð- jón Þórðarson hjá KA, hafði bet- ur. Ólafur fór með Skallagrím upp í efstu deild á tíunda áratugnum. Ég held að það megi kalla mikið afrek. Með fullri virðingu fyrir íþróttalífinu í Borgarnesi þá var knattspyrnuhefðin þar ekki rík. Tveimur árum áður en liðið fór upp í efstu deild hafði það tapað 5:0 á Ísafirði í c-deild. Í liðinu voru heimamenn og leikmenn sem höfðu fengið lítil tækifæri á Akranesi, í Vestmannaeyjum og Keflavík. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is september. Rúnar spilaði bikarleik á dögunum og í þeirri keppni fær hann líklega tækifæri til að sýna sig. „Ég spilaði í bikarnum í síðustu viku og mun fá bikarleiki áfram. Hér eru tvær bikarkeppnir og við erum enn með í annarri þeirra. Ég mun fá að spila þá leiki.“ Lánssamningur ekki á dagskrá Rúnar gerði fjögurra ára samning við Dijon og á því enn rúm tvö og hálft ár eftir af samningi sínum við fé- lagið. Hann er því ekki í skemmtilegri stöðu ef þjálfarinn mun halda sig við að nota annan markvörð. Spurður hvort það hafi komist til tals að hann verði lánaður segir hann svo ekki vera. „Ég er ekki byrjaður að hugsa um mögulegan lánssamning ennþá. Ég kem til með að setjast niður með þjálfaranum og markmannsþjálf- aranum í desember eða janúar. Ef staðan breytist ekki, og það væri ein- hver möguleiki að vera lánaður til annars liðs, þá finnst mér það áhuga- verður kostur. Ég er fótboltamaður og vil spila enda er það skemmtilegra en að æfa bara. En ég er samnings- bundinn til fjögurra ára og þetta er ekki bara undir mér komið.“ Þar sem Rúnar gerði langan samn- ing er staðan snúin. Atburðarásin var hins vegar ekki fyrirsjáanleg því hann stóð sig vel á fyrsta tímabili sínu í Frakklandi og spilaði þá marga leiki. Fyrir 24 ára gamlan markvörð var það dýrmæt reynsla og Rúnar var því fullur tilhlökkunar í sumar. „Á heildina litið var mjög gott að fá að spila svo marga leiki í jafn sterkri deild og þeirri frönsku á síðasta tíma- bili. Ég held að fólk heima geri sér ekki grein fyrir því hversu sterk franska deildin er, en hún er talin vera sú fjórða eða fimmta sterkasta í heimi. Ég er rosalega stoltur af því að hafa náð mörgum leikjum í þessari deild á þessum tímapunkti. Ég stefni á að spila fleiri leiki þótt ég sé ekki í neinni óskastöðu eins og er.“ Mun umfangsmeira í Frakklandi en í Danmörku Rúnar Alex lék í mörg ár með Nor- dsjælland í Danmörku áður en hann færði sig til Frakklands. „Það eru eitt til tvö skref fram á við varðandi allt sem tengist fótboltanum að fara frá Danmörku til Frakklands. Áhuginn er meiri, umfjöllunin er meiri, leik- vangarnir miklu stærri og betri um- gjörð í kringum leikina. Inni á vell- inum er hraðinn meiri, líkamlegur styrkur leikmanna er meiri og gæði einstaklinga eru meiri. Mér skilst að ensku úrvalsdeildarliðin kaupi flesta leikmenn frá frönskum liðum. Það segir eitthvað um styrkleikann. Ég þurfti líka hálft ár til að komast inn í hlutina hérna og aðlagast en tungumálið hjálpaði ekki til. Þegar það var komið og ég var farinn að tala frönsku fannst mér þetta smella. Þeg- ar ég gat talað við alla á þeirra tungu- máli breytti það öllu varðandi það hvernig mér var tekið í hópnum. Þá fór ég að kynnast fólki að einhverju ráði og það mér. Ég var mjög spennt- ur fyrir þessu tímabili og því er leið- inlegt hvernig það byrjar en það er mikið eftir af vetrinum,“ sagði Rúnar Alex Rúnarsson enn fremur. Snúin staða hjá Rúnari Alex í Frakklandi  Fær lítið að spreyta sig um þessar mundir  Ánægður með síðasta tímabil AFP Frakkland Rúnar Alex Rúnarsson í leik með Dijon gegn PSG. FÓTBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, hefur nú kynnst leiðinlegri hliðunum á atvinnu- mennsku. Hann gerði langan samn- ing við franska liðið Dijon, sem leikur í efstu deild, og spilaði mikið á sínu fyrsta tímabili. Síðasta sumar urðu hins vegar þjálfaraskipti og Rúnar hefur setið á varamannabekknum í deildarleikjum að undanförnu. Rúnar Alex er markvörður eins og knatt- spyrnuunnendur þekkja og því aðeins pláss fyrir einn slíkan í byrjunarlið- inu. „Ég er ekki í neinni óskastöðu akk- úrat núna. Hingað kom nýr þjálfari, Stéphane Jobard, með nýjar áherslur. Hefur hann fengið marga menn til félagsins og notar þá menn sem keyptir voru. Þjálfarinn vildi fá nýjan markvörð í hópinn og hann hefur verið í markinu að undanförnu. Upp á síðkastið hafa úrslitin verið allt í lagi og um daginn náði liðið mjög flottum úrslitum (vann meistarana í Paris Saint Germain 2:1). Ekki eykur það líkurnar á því að maður fái að spila. Svona lagað getur gerst í boltanum og maður getur ekk- ert annað gert en að leggja sig fram á æfingum og spila eins og maður þeg- ar tækifæri gefst,“ sagði Rúnar, en einungis þrír leikmenn sem spiluðu reglulega á síðasta tímabili gera það einnig um þessar mundir. Margir aðrir eru í sömu stöðu og Rúnar. Spiluðu mikið í fyrra en eru nú fyrir utan byrjunarliðið og samnings- bundnir Dijon. „Ég spilaði fyrstu fjóra leikina en eftir landsleikina í september var mér tilkynnt að ég myndi ekki spila næstu leiki. Ekkert hefur breyst eftir það,“ sagði Rúnar, en markvörðurinn Alf- red Bomis var keyptur til félagsins í Það hefur ekki gengið sem skyldi hjá Kristjáni Andréssyni með þýska handboltaliðið Rhein-Neckar Löwen, en eftir 11 leiki er Löwen í sjötta sæti þýsku Bundesligunnar. Kristján tók við þjálfun þýska liðsins af Dananum Nicolaj Jacobsen, þjálfara heims- meistara Dana, fyrir tímabilið en jafnframt því að þjálfa lið Löwen er Kristján landsliðsþjálfari Svía. Andy Schmid, leikstjórnandi Löwen og lykilmaður í liðinu, kemur Kristjáni til varnar í viðtali við þýska blaðið Rhein-Neckar Zeitung. „Það má ekki gleyma því að þetta er fyrsta ár hans í Bundesligunni. Það er alltaf talað um að gefa leik- mönnum tíma til að aðlagast hlut- unum og það sama gildir um þjálf- arana. Á hinn bóginn hafa menn ekki þennan tíma í Bundesligunni. Þetta snýst um að vinna og safna stigum. Staðreyndin er sú að allir í hópnum verða að bera ábyrgð,“ segir Schmid. Löwen á erfiðan leik fyrir höndum í kvöld en þá tekur liðið á móti Kiel, sem er í öðru sæti deildarinnar en á tvo leiki til góða. AFP Pressa Það hefur ekki gengið vel hjá Kristjáni Andréssyni með þýska handboltaliðið Rhein-Neckar Löwen á leiktíðinni. Kristján fær stuðning frá lykilmanni Löwen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.