Morgunblaðið - 07.11.2019, Síða 28

Morgunblaðið - 07.11.2019, Síða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2019 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Undanfarin ár hafa verið miklar framkvæmdir á Klambratúni. Markmiðið með þeim er að gera þetta vinsæla útivistarsvæði í borginni enn vinsælla og meira að- laðandi. Nú er unnið að lokafrágangi sunnan við nýtt torg við Kjarvals- staði. Fyrsti áfangi verksins verð- ur unninn á haustmánuðum 2019 og sá síðari á vormánuðum 2020. Fyrri áfangi verksins felst í landmótun sunnan við torgið og svæðið þökulagt. Í síðari áfanga verður stígur lagður frá torginu að malbikuðum stíg ásamt því að gengið verður frá austurhluta dval- arsvæðis. Landslag ehf. hannaði útlit svæðisins og Garðsmíði ehf. vinnur verkið. Það átti lægsta til- boðið, 24 milljónir króna. Torgið klárað í fyrrasumar Í ágúst í fyrra lauk fram- kvæmdum við torgið sjálft. Verkið fól í sér að gera hellulagt torg sunnan við Kjarvalsstaði með set- pöllum og tröppum. Þarna hefur verið útbúið skjólgott rými til dval- ar og leikja. Hönnun var í höndum Landslaga ehf., Liska ehf. og HNIT verk- fræðistofu. Verktaki var NKEA slf. – Grafa og grjót ehf. – Sölvi Steinarr slf. Kostnaður við verkið var tæpar 70 milljónir króna. Lýsing á Klambratúni hefur ver- ið stórbætt frá því sem áður var. Ljósastaurum var fjölgað um helming og nýir lampar settir á alla staurana. Lýsing við stíga var endurnýjuð (led-lýsing), litalýsing sett upp við stíg á horni Lönguhlíð- ar og Miklabrautar og listaverk lýst upp. Framkvæmdum við lýs- inguna lauk í september 2017. Klambratún er með stærri al- menningsgörðum í Reykjavík og setur mikinn svip á Hlíðahverfið. Klambratún, sem hefur einnig bor- ið heitið Miklatún, afmarkast af Hringbraut, Rauðarárstíg, Flóka- götu og Lönguhlíð en svæðið er nefnt eftir býlinu Klömbrum. Klambratún er einn stærsti al- menningsgarðurinn sem var sér- staklega hannaður sem hluti af að- alskipulagi borgarinnar en hönnun hans hófst upp úr 1960. Fram- kvæmdir á Klambratúni hófust 1964 og var Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt aðalhönnuður garðsins. Þetta kemur fram í samantekt á heimasíðunni www. reykjavik.is. Klambratún er um 10 hektarar að stærð. Það skiptist í stórar grasflatir, trjálundi og leik- og íþróttasvæði. Á undanförnum ár- um hefur aðstaða til íþróttaiðk- unar verið stórbætt og það hefur aukið aðsóknina að garðinum til muna. Kjarvalsstaðir, sem hýsa sýn- ingarsali Listasafns Reykjavíkur, eru við norðurenda Klambratúns. Þar er einnig vinsælt kaffihús. Hannes Kr. Davíðsson arkitekt teiknaði bygginguna. Nýja torgið tekur á sig mynd  Lokaframkvæmdir eru hafnar við nýtt torg á Klambratúni  Skjólgott rými til dvalar og leikja Morgunblaðið/Árni Sæberg Klambratún Unnið er af fullum krafti við lokafrágang hins nýja torgs sunnan við Kjarvalsstaði. Nýja torgið verður í góðu skjóli fyrir norðanáttinni. Nýja torgið Í vor á allt að vera tilbúið fyrir fólk að skemmta sér og öðrum. Á föstudagskvöld í næstu viku, 15. nóvember, verður uppfærsla Tónlist- arskóla Reykjanesbæjar og Óperu- félagsins Norðuróps á Fiðlaranum á þakinu frumsýnd. Söngleikurinn, eft- ir Jerry Boch við texta Sheldons Har- nicks, er meðal þeirra söngleikja sem oftast hafa verið settir upp á heims- vísu og er þetta því einn vinsælasti og dáðasti söngleikur allra tíma. Tónlistin í söngleiknum er létt og skemmtileg og meðal þekktra laga eru Ef ég væri ríkur og Sól rís, sól sest. „Fiðlarinn á þakinu er fjörugur, hjartnæmur og alvarlegur, en mest af öllu fyndinn og stórskemmtilegur söngleikur með grípandi tónlist,“ segir í tilkynningu. Söngleikurinn segir frá Tevje mjólkurpósti, fjölskyldu hans og sam- ferðafólki í litla þorpinu Anatevka í Rússlandi árið 1905. Í Anatevka eru siðvenjur og hefðir fyrir öllu. Tevje og Golda konan hans eiga fimm dæt- ur, sem þurfa eiginmenn. Jenta hjú- skaparmiðlari gerir sitt besta til að það gangi eftir, en hlutirnir fara á annan veg þar sem dæturnar fara ekki eftir vali Jentu eða foreldra sinna. Söngleikurinn verður fluttur í Stapa, Hljómahöll í Reykjanesbæ, í fullri leikhúsuppfærslu. Þar koma fram góðir og efnilegir söngvarar og hljóðfæraleikarar af Suðurnesjum, alls rúmlega 50 manns. Leikstjóri er Jóhann Smári Sævarsson og hljóm- sveitarstjóri Karen Janine Sturlaugs- son. Fyrirhugaðar eru þrjár sýningar. Frumsýningin er sem fyrr segir föstudaginn 15. nóvember. Svo eru sýnt á laugardeginum og sunnudeg- inum þar á eftir, 16. og 17. nóvember, og hefjast allar sýningarnar klukkan 19. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Fiðlarinn Svipmynd úr uppfærslunni í Hljómahöllinni. Fiðlarinn í Stapanum  Vinsæll söngleikur sýndur í Reykja- nesbæ  Tónlistarskóli og Norðuróp ára afmælishátíð Spítalans okkar5 Alma Anna Charlotta Sigríður Svandís Dagskrá: Kl. 15.00 Setning – Þorkell Sigurlaugsson, varaformaður Spítalans okkar Kl. 15.10 – 15.25 „Þörfin kallar hærra með hverju árinu“ Áhrif kvenna á stofnun Landspítala – Anna Stefánsdóttir, formaður Spítalans okkar 15.25 – 15.45 Nýtt þjóðarsjúkrahús – framþróun heilbrigðisþjónustu – Alma Möller, landlæknir Tónlist – Blásarakvintett Skólahljómsveitar Grafarvogs 16.00- 16.20 Vísindi og menntun til framtíðar – Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala 16.20- 16.50 Learnings and warnings from the boom of „digital health“ in Sweden – Charlotta Tönsgaard, framkvæmdastjóri og stofnandi heilbrigðistæknisprotans „Kind App“ 16.50-17.00 Lokaorð – Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra Að málþinginu loknu er gestum boðnar léttar veitingar Verið öll hjartanlega velkomin Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 kl. 15-17 á Icelandair Hótel Natura UPPBYGGING LANDSPÍTALA: Menntun, vísindi og nýsköpun í heilbrigðisþjónustu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.