Morgunblaðið - 13.11.2019, Síða 8

Morgunblaðið - 13.11.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2019 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Peysur - Blússur - Buxur - Tunikur Töskur - Klútar - Hanskar - Húfur Silkislæður - Klemmueyrnalokkar Vinsælu velúrgallarnir alltaf til, einnig stakar svartar velúrbuxur Stærðir S-4XL 1988 - 2018 NÝJAR GLÆSILEGAR HAUSTVÖRUR Bergþór Ólason alþingismaðurræddi á Alþingi í gær nokkuð sem hefur pirrað hann og án efa marga aðra sem eiga leið um mið- borgina, enda lýti á þessu annars ágæta svæði. Hann sagði: „Í janúar 2012 bárust fréttir af því að risa- stórt grjót væri komið fyrir utan Alþingis- húsið. Síð- an bárust fréttir af því að þar væri á ferð Svarta keilan, sem svo var kölluð, minnisvarði um borgara- lega óhlýðni eftir listamanninn Santiago Sierra.“    Þá sagði Bergþór að Reykjavíkur-borg hefði lítið gert með það að þingið hefði ekki viljað grjótið þarna. Forsætisnefnd hefði árið 2012 samþykkt einróma að grjótið væri stílbrot og styngi í stúf við heildarmynd Austurvallar.    Hann bætti því við að borginhefði svo flutt Svörtu keiluna um nokkra metra og nú stæði hún fyrir framan Skála Alþingis.    Loks sagði Bergþór: „Mig langarað vísa því til forseta Alþingis og forsætisnefndar að hlutast til um að taka upp samtal við Reykjavíkur- borg þar sem markmiðið og niður- staðan verði sú að grjóthnullungur- inn, þessi svokallaða Svarta keila, verði fluttur af Austurvelli. Þetta svokallaða listaverk á ekkert heima hér. Fyrir mig get ég sagt: Ég vil þetta burt og fyrsti tíminn er bestur hvað það varðar. Það væri við hæfi í aðdraganda jóla – þar sem Listasafn Reykjavíkur hefur metið verkið á 25 milljónir fyrir nokkru – að semja við listamanninn um að selja það og verja ágóðanum til Mæðrastyrks- nefndar. Hann hefur örugglega ekki á móti því.“ Svarta keilan Ágæt hugmynd STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Vegagerðin og Björgun hf. hafa gert með sér samkomulag um dýpkun í Landeyjahöfn frá því haustdýpkun lýkur 15. nóvember og út janúar næstkomandi. Skrifað var undir samninginn í gær, 12. nóvember. Dýpkað verður flesta daga meðan fært er, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Vega- gerðarinnar. Dýpkað hefur verið samkvæmt samningi vor og haust og er þetta veruleg viðbót við þá dýpkun. „Með þessu vill Vegagerðin leitast við að halda höfninni opinni fram yfir áramót sé þess nokkur kost- ur,“ segir í fréttinni. Dýpkunarskipið Dísa ásamt áhöfn mun liggja við í Vestmanna- eyjahöfn og nýta þau tækifæri er gefast til dýpkunar í samræmi við efni samningsins. Dísa hefur að mestu annast dýpkun við Land- eyjahöfn. Samkomulagið felur einnig í sér breytingar á fyrri samningi að því leyti að ekki er gert ráð fyrir að- komu Björgunar að dýpkun í mars- mánuði eins og núverandi samn- ingar gerðu ráð fyrir. Leitað verður eftir því að fá til starfa stærra skip með öflugri bún- að til þess að opna höfnina en Björgun mun svo taka við og ljúka frekari hreinsun. sisi@mbl.is Samið um dýpkun út janúarmánuð  Vegagerðin og Björgun hf. semja um áframhaldandi dýpkun í Landeyjahöfn Morgunblaðið/sisi Dýpkun Dísa verður tiltæk í Vest- mannaeyjum fram á næsta ár. Ríkisstjórn Íslands samþykkti sl. föstudag tillögu flóttamannanefndar þess efnis að tekið yrði á móti 85 flóttamönnum í samstarfi við Flótta- mannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Er um að ræða fjölmennustu mót- töku flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flótta- fólki í samstarfi við Sameinuðu þjóð- irnar. Greint er frá þessu á heima- síðu Stjórnarráðs Íslands. Tekið verður á móti fólki frá þremur svæðum; sýrlensku flótta- fólki sem er í Líbanon, flóttafólki í Keníu og afgönsku flóttafólki sem er í Íran. Hafa markvisst eflt móttöku „Íslensk stjórnvöld hafa eflt mót- töku flóttafólks markvisst frá árinu 2015 en frá þeim tíma hafa þau tekið á móti 247 einstaklingum. Frá árinu 2015 hafa fimmtán sveitarfélög tekið á móti hópum og þar af voru sjö sveitarfélög að taka á móti kvóta- flóttafólki í fyrsta sinn. Meirihlutinn kom frá Sýrlandi en einnig frá Írak, Úganda, Kongó, Simbabve, Rúanda, Súdan og Kamerún,“ segir í tilkynn- ingu stjórnvalda um málið, en mót- taka flóttafólks er sögð hafa tekist vel hér á landi. Staða Sýrlendinga í Líbanon er sögð fara síversnandi. „Má þar nefna að um 55% barna hafa ekki að- gang að formlegri menntun. Þar af hafa 40% engan aðgang að menntun og innan við 5% barna á aldrinum 15-18 ára hafa möguleika á mennt- un,“ segir einnig í tilkynningunni. Þá er áætlað að 2,6 milljónir flóttafólks séu Afganar og að 45 þús- und manns séu í brýnni þörf fyrir að komast sem kvótaflóttafólk frá Keníu á þessu ári. khj@mbl.is Samþykkja 85 kvótaflóttamenn  Fjölmennasta mót- taka flóttafólks til þessa hér á landi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Keflavík Flóttafólk frá Írak sést hér koma til landsins árið 2018.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.