Morgunblaðið - 13.11.2019, Page 26

Morgunblaðið - 13.11.2019, Page 26
VIÐTAL Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Á meðan það er ennþá von hefur maður trú. Við ætlum okkur á þriðja stórmótið í röð, og það yrði rosaleg- ur árangur fyrir íslenskt landslið,“ segir Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, þegar Morgunblaðið slær á þráðinn til hans til Katar. Aron vinnur að því hörðum hönd- um þessa dagana að koma sér aftur út á fótboltavöllinn eftir að hafa orð- ið fyrir hrottalegri tæklingu í leik með Al Arabi í katörsku úrvalsdeild- inni í síðasta mánuði. Liðbönd í ökkla slitnuðu við tæklinguna og Ar- on segir mildi að ekki skyldi fara verr. Vegna meiðslanna missti hann af leikjum við Frakkland og Andorra í síðasta mánuði, og hann verður sömuleiðis ekki með gegn Tyrkjum á morgun eða gegn Moldóvu á sunnu- dag, þegar undankeppni EM lýkur. Ísland þarf á hálfgerðu krafta- verki að halda til að komast beint á EM, en það felst í því að liðið vinni báða leiki sína og Tyrkland nái ekki að vinna Andorra á útivelli í loka- umferðinni. Að öðrum kosti fer liðið í umspil í lok mars og myndi þá von- andi njóta krafta Arons og Jóhanns Bergs Guðmundssonar, sem er ein- mitt einnig staddur í Katar í sjúkra- endurhæfingu líkt og Aron: Á undan áætlun og líður vel „Endurhæfingin gengur mjög vel. Ég er á undan áætlun og líður bara vel,“ segir Aron, sem er reyndar ekki þekktur fyrir að láta bilbug á sér finna. „Fyrstu tvær vikurnar var ég í gifsi, næstu tvær í spelku þó að reiknað hafi verið með þremur vik- um, og er farinn að gera æfingar sem ekki var búist við að ég yrði far- inn að gera á þessum tímapunkti. Læknateymið er mjög ánægt með hvernig þetta hefur þróast. Hægt og rólega mun ég koma mér út á grasið, alla vega í byrjun desember, og planið er að ég nái fyrsta leiknum eftir áramót, 2. janúar,“ segir Aron, sem er líklega á besta stað í heimi þegar kemur að meðferð við meiðslum: „Ef maður byggi ekki hérna væri ég sennilega kominn hingað hvort sem er í endurhæfingu. Hérna hefur maður mjög góða sérfræðinga og sjúkraþjálfara sem sjá um mann á morgnana, og seinni part dags eru æfingar hjá liðinu með fitnessþjálf- ara og öðru. Ég er því á fínu róli og virkilega ánægður með þetta.“ Aron hafði skorað tvö mörk í síð- ustu fjórum leikjum með Al Arabi þegar hann meiddist, og virtist í afar góðu formi á sinni fyrstu leiktíð eftir komuna frá Cardiff í Englandi: Pirraði mig, þó að strákurinn bæðist afsökunar „Auðvitað er þetta svekkjandi. Maður svekkti sig fyrstu tvo eða þrjá dagana og var pirraður, en svo áttar maður sig á því að maður getur ekkert í þessu gert. Svona aðstæður koma upp í fótboltanum og maður verður að taka því eins og maður. En vissulega var ég kominn vel inn í hlutina hérna þegar þetta gerðist, farinn að venjast fótboltanum og kominn í gott form, og þess vegna var þetta mjög svekkjandi, en síðan fer maður bara að einbeita sér að því að ná sér góðum til að komast í gang strax eftir meiðslin. Það eru afar mikilvægir landsleikir fram undan eftir það, ef Tyrkirnir og Frakkarnir klára sitt, og maður verður kominn á fulla ferð í mars,“ segir Aron. Hann kveðst í dag ekki bera kala til leik- manns Al Khor sem tæklaði hann og meiddi ekki bara Aron heldur dæld- aði þar með vonir Íslands um að komast beint á EM. Tæklingin var þó mjög ljót: „Það var það sem ég pirraði mig á fyrstu þrjá dagana, þó að strákurinn hafi beðist afsökunar og allt það, og komið upp á sjúkrahús eftir aðgerð- ina. Þetta var heimskuleg tækling og hann baðst afsökunar á því, en þetta gerist í fótbolta. Maður erfir það ekkert við hann. Þetta er hluti af leiknum og hans ákvarðanatöku. Ég er samt heppinn að ekki skyldi fara verr. Ég hefði getað brotnað og er í raun sáttur með að „bara“ liðböndin skyldu fara,“ segir Aron. Okkur líður mjög vel hérna Hann segir lífið í Katar hafa verið gott þessa fyrstu mánuði sem hann hefur verið í landinu með fjölskyldu sinni; eiginkonu og tveimur sonum. Á meðan enn er von þá hefur maður trú  Aron fljótari að ná sér en læknar töldu  Ætlar sér á þriðja stórmótið 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2019 SÉRBLAÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is fimmtudaginn 28. nóvember Við komum víða við í ár, heimsækjum fjölda fólks og verðummeð fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa. Morgunblaðsins kemur út Jólablað Meistaradeildin Zaragoza – Dijon ................................. 75:60  Tryggvi Snær Hlinason tók þrjú fráköst fyrir Zaragoza og gaf eina stoðsendingu. Svíþjóð Borås – Djurgården .......................... 108:80  Elvar Már Friðriksson skoraði 27 stig, tók eitt frákast og gaf átta stoðsendingar hjá Borås. NBA-deildin Detroit – Minnesota ......................... 114:120 SA Spurs – Memphis........................ 109:113 Boston – Dallas ................................. 116:106 New Orleans – Hoston..................... 116:122 LA Clippers – Toronto......................... 98:88 Golden State – Utah......................... 108:122 KÖRFUBOLTI Tryggvi Snær Hlinason lét lítið fyrir sér fara þegar lið hans Zaragoza vann þægilegan 15 stiga sigur gegn Dijon í Meist- aradeildinni í körfuknattleik á Spáni í gær. Leiknum lauk með 75:60-sigri Zaragoza en spænska liðið leiddi með 16 stigum í hálfleik og gat því leyft sér að slaka aðeins á í síðari hálfleik. Tryggvi var stigalaus í leiknum en hann tók þrjú fráköst og gaf eina stoðsendingu á þeim tæpu tíu mínútum sem hann spilaði. Zara- goza er í fjórða sæti D-riðils með 8 stig eftir fimm leiknar umferðir, einu stigi minna en topplið Dijon. bjarnih@mbl.is Þægilegt hjá Zaragoza Tryggvi Snær Hlinason GOG hafði betur gegn Kolding á útivelli í Íslendingaslag dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær. Leikn- um lauk með þriggja marka sigri GOG, 28:25, en staðan í hálfleik var 15:12, GOG í vil. GOG náði mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálf- leik, 5:1. Kolding tókst að jafna metin í 8:8 þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. GOG var hins vegar sterkari aðilinn undir lok fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik náði GOG mest sex marka forskoti, 21:15, þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka en leikmenn GOG voru með frumkvæðið allan seinni hálfleikinn og unnu sanngjarnan sigur. Árni Bragi Eyjólfsson skoraði sex mörk fyrir Kolding en varnarmað- urinn Ólafur Gústafsson komst ekki á blað. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði eitt mark fyrir GOG úr tveimur skotum en Viktori Gísla Hallgrímssyni tókst ekki að verja skot í marki GOG. Arnar Freyr Arnarsson var ekki í leikmannahóp GOG en liðið er sjöunda sæti deildarinnar með 12 stig eftir ellefu leiki. Kolding er í tólfta sætinu með 6 stig. bjarnih@mbl.is GOG vann Íslendingaslaginn Árni Bragi Eyjólfsson Valsmenn hafa sagt upp samningi sínum við handknatt- leiksmanninn Svein Aron Sveinsson en þetta kom fram í fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér í gær. Sveinn Aron var í síðustu viku dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sjö mánuði skilorðsbundna, fyrir sér- staklega hættulega líkamsárás á bílastæði við Sæmund- argötu í Reykjavík í september 2017. Sveinn Aron viðurkenndi brot sitt en hann sparkaði meðal annars ítrekað í höfuðið á manni sem hann felldi sjálfur til jarðar. Þá þurfti hann að greiða fórnarlambi sínu 700 þúsund krónur í miskabætur. „Sú ofbeldishegðun sem leikmaðurinn játaði að hafa sýnt er í algjörri andstöðu við allt sem Valur stendur fyrir og hafa því allar forsendur fyrir samstarfi félagsins og leikmannsins brostið. Félaginu er því nauðugur einn kostur, að rifta samningnum,“ segir meðal annars í til- kynningu Valsmanna. bjarnih@mbl.is Rekinn frá Hlíðarenda Sveinn Aron Sveinsson HANDKNATTLEIKUR Olís deild karla: Hlíðarendi: Valur – KA.........................19:30 Coca Cola bikar kvenna: Ásvellir: Haukar – ÍBV..............................19 KÖRFUKNATTLEIKUR Dominos-deild karla: Síkið: Tindastóll – Haukar ...................19:15 Ásgarður: Stjarnan – Valur..................19:15 Þorlákshöfn: Þór Þ. – Grindavík..........19:15 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.