Morgunblaðið - 18.11.2019, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2019
Fyrir líkama og sál
Laugarnar í Reykjavík
Frá
morgnifyrir alla
fjölskylduna
í þínu
hverfi t i l kvölds
Sími: 411 5000
www.itr.is
Undankeppni EM karla 2020
H-RIÐILL:
Moldóva – Ísland ...................................... 1:2
Albanía – Frakkland ................................ 0:2
Andorra – Tyrkland ................................. 0:2
Lokastaðan:
Frakkland 10 8 1 1 25:6 25
Tyrkland 10 7 2 1 18:3 23
Ísland 10 6 1 3 14:11 19
Albanía 10 4 1 5 16:14 13
Andorra 10 1 1 8 3:20 4
Moldóva 10 1 0 9 4:26 3
Frakkland og Tyrkland á EM. Ísland í
umspil.
I-RIÐILL:
Kýpur – Skotland ..................................... 1:2
Rússland – Belgía..................................... 1:4
San Marínó – Kasakstan.......................... 1:3
Staðan:
Belgía 9 9 0 0 34:2 27
Rússland 9 7 0 2 28:8 21
Skotland 9 4 0 5 13:18 12
Kýpur 9 3 1 5 14:14 10
Kasakstan 9 3 1 5 12:14 10
San Marínó 9 0 0 9 1:46 0
Belgía og Rússland á EM. Skotland í um-
spil.
Undankeppni EM U21 karla
Ítalía – Ísland ........................................... 3:0
Riccardo Sottil 32., Patrick Cutrone 84., 90.
Undankeppni EM U19 karla
Grikkland – Ísland................................... 2:5
Orri Hrafn Kjartansson 19., Valgeir Val-
geirsson 57., Kristall Máni Ingason 61. 73.,
Ísak Bergmann Jóhannesson 66.
Þýskaland
Bikarkeppnin, 16-liða úrslit:
Bayern München – Wolfsburg ............... 1:3
Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leik-
inn með Wolfsburg.
Frankfurt – Leverkusen......................... 0:1
Sandra María Jessen skoraði sigurmark
Leverkusen.
Holland
PSV Eindhoven – Heerenveen .............. 1:1
Anna Björk Kristjánsdóttir var á vara-
mannabekk PSV.
England
Reading – Bristol City............................. 3:3
Rakel Hönnudóttir var ekki í leikmanna-
hópi Reading.
Portúgal
CF Benfica – SL Benfica......................... 1:2
Cloé Lacasse lék allan leikinn með SL
Benfica.
Kýpur
Apollon Limassol – Nea Salamis ........... 9:0
Jasmín Erla Ingadóttir var ekki í leik-
mannahópi Apollon.
Danmörk
BSF – Thisted........................................... 0:2
Kristrún Rut Antonsdóttir lék fyrstu 75
mínúturnar með BSF.
KNATTSPYRNA
FÓTBOLTI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta
lauk leik í H-riðli í undankeppni EM
með 2:1-útisigri á Moldóvu í gær-
kvöldi. Birkir Bjarnason og Gylfi
Þór Sigurðsson skoruðu mörk Ís-
lands. Sigurinn var verðskuldaður
og hefði getað verið mun öruggari
hefði íslenska liðið nýtt færin sín
betur. Hvað eftir annað spiluðu
sóknarmenn Íslands skemmtilega á
milli sín og bjuggu til fín færi. Varn-
arleikurinn var hins vegar ekki eins
öruggur og sköpuðu heimamenn sér
fín færi inn á milli.
Hægribakvarðarstaðan heldur
áfram að vera höfuðverkur eftir að
Birkir Már Sævarsson missti sætið
sitt í liðinu og réð Guðlaugur Victor
Pálsson illa við hinn spræka Sergiu
Platica á vinstri kantinum hjá Mold-
óvu. Mark heimamanna kom einmitt
þegar Platica sendi fyrir markið á
Nicolae Milinceanu sem kláraði vel.
Sverrir Ingi Ingason nýtti tækifær-
ið sitt ekki sérstaklega vel í miðri
vörninni með Ragnari Sigurðssyni,
sem var töluvert öruggari. Liðið
saknaði Arons Einars Gunnarssonar
á miðsvæðinu en hann ver vörnina
betur en Gylfi og Birkir.
Flott frumraun Mikaels
Hinum megin á vellinum nýttu
óreyndari leikmenn tækifærið tölu-
vert betur. Mikael Anderson leit
mjög vel út, en hann var í byrjunar-
liðinu í fyrsta skipti í keppnisleik.
Mikael fékk tvö þung högg í leikn-
um og þurfti að fara af velli í seinni
hálfleik vegna meiðsla, en hann
lagði upp fyrsta markið á Birki.
Arnór Sigurðsson var sprækur á
hinum vængnum og spiluðu þeir
mjög vel saman með Birki Bjarna-
syni, Jóni Daða Böðvarssyni og
Gylfa Þór Sigurðssyni. Sóknir Ís-
lands voru oft á tíðum mjög fallegar
og vantaði lítið upp á að fleiri end-
uðu með marki. Birkir átti t.a.m.
skot í slá og stöng í fyrri hálfleik og
Gylfi klikkaði á vítaspyrnu í seinni
hálfleik og fékk auk þess fín skot-
færi utan teigs. Gylfi hefur nýtt
vítaspyrnur sínar illa á árinu og
gæti verið kominn tími á nýjan
spyrnumann.
Slæmu fréttirnar fyrir sóknarlín-
una voru þær að Kolbeinn Sigþórs-
son þurfti að fara meiddur af velli,
rétt eins og Alfreð Finnbogason
gegn Tyrkjum á fimmtudag. Viðar
Örn Kjartansson leysti Kolbein af
hólmi en lét lítið að sér kveða, fyrir
utan eitt mjög gott færi í fyrri hálf-
leik. Liðið saknaði Kolbeins, eftir að
hann fór af velli.
Hlutirnir féllu ekki með Íslandi
Markmið íslenska liðsins fyrir
undankeppnina var að komast beint
á EM og að enda í þriðja sæti riðils-
ins eru því ákveðin vonbrigði, þótt
undankeppnin hafi alls ekki verið al-
slæm. Hlutirnir féllu oft á tíðum
ekki með okkar mönnum og óvænt
úrslit Tyrkja gegn Frökkum settu
strik í reikninginn og slæmur úti-
leikur gegn Albaníu.
Það voru smáatriði sem sáu til
þess að Ísland þarf að treysta á um-
spil. Þar bíður væntanlega Rúm-
enía, Ísrael eða Búlgaría í undan-
úrslitum 26. mars á heimavelli,
vonandi Laugardalsvelli, en það fer
eftir veðri og færð á vegum. Dregið
verður í umspilið næsta föstudag.
„Það var margt jákvætt við okkar
leik í kvöld (gærkvöldi). Við sköp-
uðum helling af marktækifærum og
spiluðum boltanum mjög vel á milli
manna. Við skorum tvö mjög góð
mörk eftir laglegt samspil og það
var fullt sem við gerðum vel en aðrir
hlutir sem við hefðum getað gert
talsvert betur.
Nítján stig hefðu átt að duga
Aðalmarkmiðið var hins vegar að
vinna leikinn og það tókst. Við end-
um riðlakeppnina með 19 stig sem
hefði að mínu mati átt að duga til
þess að komast áfram í lokakeppn-
ina,“ sagði Erik Hamrén landsliðs-
þjálfari í samtali við RÚV eftir leik.
Skagamaðurinn Arnór Sigurðs-
son tók í svipaðan streng.
„Þetta var kannski ekki alveg jafn
öruggt og margir bjuggust við en að
sama skapi skorum við tvö mjög góð
mörk þar sem við spilum okkur
mjög vel í gegnum vörnina hjá
þeim,“ sagði Arnór.
Eftir fína frammistöðu í síðustu
tveimur leikjum og heilt yfir ágæta
undankeppni er íslenska liðið vænt-
anlega bjartsýnt á góðan árangur í
umspilinu og möguleikana á að vera
með á þriðja stórmótinu í röð.
Skemmtilegur íslenskur
sóknarleikur í Kísínev
Sanngjarn sigur á Moldóvu í lokaleiknum Sóknin töluvert betri en vörnin
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sigur Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason skoruðu mörk Íslands og fagna hér marki gegn Moldóvu.
0:1 Birkir Bjarnason 17. eftir flottan
samleik við Ara Frey Skúlason og Mi-
kel Anderson.
1:1 Nicolae Milinceanu 56. með
skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá
vinstri.
1:2 Gylfi Þór Sigurðsson 65. með
skoti úr miðjum vítateig eftir að Við-
ar Örn Kjartansson sendi fyrir mark-
ið og markvörðurinn sló boltann frá.
I Gul spjöldBirkir 19. (brot), Craciun 34.
(brot), Guðlaugur Victor 43. (brot),
Rata 49. (brot), Gylfi Þór 64. (brot),
Ionita 76. (brot), Samúel 90. (brot)
MM
Birkir Bjarnason
M
Ari Freyr Skúlason
Arnór Sigurðsson
MOLDÓVA – ÍSLAND 1:2
Gylfi Þór Sigurðsson
Mikael Anderson
Jón Daði Böðvarsson
Moldóva: (4-5-1) Mark: Alexei Kose-
lev. Vörn: Maxim Focsa, Igor Armas,
Artur Craciun, Sergiu Platica. Miðja:
Vadim Rata, Catalin Carp (Maxim
Cojocaru 90), Artur Ionta, Eugeniu
Cociuc, Radu Ginsari (Dino Graur
83). Sókn: Nicolae Milinceanu (Vital-
ie Damascan 59).
Ísland: (4-4-2) Mark: Hannes Þór
Halldórsson. Vörn: Guðlaugur Victor
Pálsson, Sverrir Ingi Ingason, Ragnar
Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason.
Miðja: Arnór Sigurðsson, Birkir
Bjarnason (Hörður B. Magnússon
87), Gylfi Þór Sigurðsson, Mikael
Anderson (Samúel Kári Friðjónsson
55). Sókn: Jón Daði Böðvarsson,
Kolbeinn Sigþórsson (Viðar Örn
Kjartansson 29).
Dómari: Pavel Kralovec, Tékklandi.
Áhorfendur: Um 4.000.