Morgunblaðið - 18.11.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.11.2019, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 8. N Ó V E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  271. tölublað  107. árgangur  VALSMENN SLÓGU BREGENZ ÚT Í AUSTURRÍKI FÓTBOLTAÓÐAR UNGLINGSSTELPUR Í BREIÐHOLTI STAÐA ÚTVARPSSTJÓRA AUGLÝST 10 NÝ BÓK BRYNHILDAR 28ÍÞRÓTTIR 25 Sala lausasölulyfja » Svíar leyfðu sölu lausasölu- lyfja utan apóteka árið 2009. » Af Norðurlandaþjóðunum banna aðeins Ísland og Finn- land sölu lausasölulyfja í al- mennum verslunum. Embætti landlæknis leggst gegn breytingum á lyfjalögum sem lagt er til að gerðar verði samkvæmt frumvarpi þriggja þingmanna Sjálf- stæðisflokksins. Embættið gerir al- varlegar athugasemdir við hug- myndir um að veita Lyfjastofnun heimild til að veita undanþágu til sölu tiltekinna lausasölulyfja í al- mennri verslun og mælir gegn því að frumvarpið verði að lögum. Frumvarpið var áður flutt á síð- asta þingi og er nú lagt fram óbreytt af Unni Brá Konráðsdóttur, Óla Birni Kárasyni og Bryndísi Har- aldsdóttur. Flutningsmenn telja brýnt að auka frelsi í sölu lausasölu- lyfja og breyta lögum í því skyni að heimila sölu þeirra í almennum verslunum. „Ísland stendur mörgum Evrópu- ríkjum að baki hvað varðar sölu á lausasölulyfjum í almennum versl- unum, en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð er slík sala heimil. Sem dæmi um lausasölulyf má nefna væg verkjalyf, ofnæmislyf og magalyf. Þetta fyrirkomulag hefur ekki leitt til ofnotkunar lyfja eða haft slæm áhrif á lýðheilsu,“ segir m.a. í greinargerð. Gegn breytingu á lyfjasölu  Landlæknir vill ekki að lausasölulyf verði seld í almennum verslunum  Þrír þingmenn hafa lagt fram frumvarp um aukið frelsi í sölu lausasölulyfja MLandlæknir leggst gegn … »11 Gott skíðafæri var í Bláfjöllum í gær, vægt frost, fremur hægur vindur og mjög fallegt veður. Margir nýttu sér góðar aðstæður til að fara á skíði. Í nótt átti hins vegar að ganga í hvassa suðaustanátt, 15-23 m/s, á suðvestanverðu land- inu með snörpum vindhviðum við fjöll. Skíðafólk naut góða veðursins í Bláfjöllum í gær Morgunblaðiððið/Hari  „Mér finnst eðlilegt að verða við þessari beiðni. Svo reyn- ir bara á hvort og þá hvenær ráðherra hafi tök á að koma,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður at- vinnuveganefndar Alþingis. Beiðnin sem um ræðir kemur frá þingmanni Vinstri-grænna og snýr að því að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra svari spurn- ingum nefndarinnar um mál Sam- herja sem helst lýtur að meintum mútugreiðslum fyrirtækisins í Namibíu. »2 og 14 Vilja Kristján Þór á fund um Samherja Kristján Þór Júlíusson „Ég tel að íslensku stafi ekki ógn af erlendum tungum, eins og enskunni. Íslendingar hafa ávallt átt mikil sam- skipti við erlendar þjóðir og notið þess að mörgu leyti, meðal annars menningarlega, og þess sér stað mjög víða. Ógnirnar eru aðrar, svo sem að við lok grunnskóla geta 28% íslenskra drengja ekki lesið sér til gagns, og það segir okkur að eitthvað hafi brugðist, skólafólk getur trúlega gert grein fyrir hvað það er,“ segir Jón G. Friðjónsson málvísindamað- ur. Á Degi íslenskrar tungu sl. laug- ardag, 16. nóvember, voru Jóni veitt Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir störf sín í þágu íslensks máls. Í áratugi hefur Jón sinnt rannsóknum á íslenskri tungu, kennt málvísindi og íslenska málfræði í Háskóla Íslands og samið kennsluefni. Þá hefur hann verið brautryðjandi í kennslu ís- lensku sem annars máls við HÍ. Með- al almennings er Jón vel þekktur fyr- ir rit sín um íslenska orðfræði. Í ritum Jóns er m.a. fjallað um orðtök, orðatiltæki, málshætti og orðskviði íslensks máls, sem breytist hratt rétt eins og samfélagið sjálft. »6 Telur að erlend mál ógni ekki íslenskunni  „Við rífum bara þangað til hættir að loga í húsinu en sennilega verð- ur ekkert eftir nema grunnurinn,“ sagði Ólafur Stefánsson, slökkvi- liðsstjóri á Akureyri, um hús við Norðurgötu sem kviknaði í á sunnudagsmorgun. Húsið er gjörónýtt og gekk slökkvistarf hægt. „Það kviknar alltaf í þessu aftur og aftur,“ sagði Ólafur þegar blaða- maður ræddi við hann um fimm- leytið síðdegis í gær. Þegar Morgunblaðið fór í prent- un í gærkvöldi var unnið að því að rífa húsið og vonaði varðstjóri slökkviliðs Akureyrar að verkefn- inu yrði lokið fyrir miðnætti. »4 Morgunblaðið/Margrét Þóra Þórsdóttir Bruni Húsið var illa leikið eftir eldsvoðann en það var á þremur hæðum og úr timbri. Unnið að því að rífa húsið á Norðurgötu „Við höfum oft þurft að standa í samningaviðræðum gegnum tíðina og orðið að berjast fyrir okkar kjör- um. Við höfum einnig verið lengur með lausa samninga en í þessari lotu núna. Okkar saga hefur einkennst af mikilli kjarabaráttu,“ segir Guð- björg Pálsdóttir, formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga. Í dag eru nákvæmlega 100 ár liðin síðan stofnað var fyrsta stéttarfélag hjúkrunarfræðinga, sem fékk heitið Félag íslenskra hjúkrunarkvenna. Frá 1994 hefur félagið borið núver- andi heiti eftir sameiningu Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræð- inga og Hjúkrunarfélags Íslands. Hjúkrunarfræðingar hafa verið með lausa samninga síðan 31. mars sl. Deilunni hefur ekki verið vísað til sáttasemjara en samninganefndir ríkis og sveitarfélaga hafa fyrst vilj- að klára samninga við félög BHM og BSRB. Alls eru um 3.300 hjúkrunar- fræðingar starfandi í landinu en fé- lagsmenn eru yfir 4.000. „Við erum enn að tala saman, þó að hægt gangi. Við leggjum mikla áherslu á stytt- ingu vinnuvikunnar og betra starfs- umhverfi,“ sagði Guðbjörg. »14 Vilja fá styttri vinnuviku  Hjúkrunarfræðingar með lausa samninga síðan 31. mars Morgunblaðið/Eggert Hjúkrunarfræðingar 100 ár eru í dag frá stofnun fyrsta félags þeirra. EFTIRSÓTT EMBÆTTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.