Morgunblaðið - 18.11.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.11.2019, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2019 ✝ Gréta Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 19. mars 1936. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni hinn 3. nóvember 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jón Bjarnason bryti, f. 12. apríl 1905 á Borg í Skötufirði, d. 6. ágúst 1982, og Þuríður E. Baldvinsdóttir hús- freyja, f. 15. mars 1912 á Ísa- firði, d. 20. janúar 2000. Systkini Grétu eru Unnur Ingibjörg, f. 29. apríl 1942, Ás- laug Emilía, f. 2. júní 1945, Hulda, f. 22. maí 1949, og Bald- vin, f. 22. janúar 1951, d. 16. ágúst 2001. Gréta giftist hinn 26. júní 1955 Baldri Erling Sigurðssyni stýrimanni frá Ísafirði, f. 23. mars 1931, d. 19. október 1964. Börn þeirra eru: 1) Jón, f. 24. eiginmaður hennar er Jóhann S. Erlendsson, synir þeirra eru a) Arnar Páll, f. 1996, og b) Jóhann Baldur, f. 2002. Seinni eiginmaður Grétu var Vöggur Jónsson stýrimaður og síðar skrifstofumaður, f. 29. apríl 1932 á Eskifirði, d. 11. nóv- ember 2016. Sonur þeirra er Ingi Þór, f. 28. desember 1976. Gréta ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur, stundaði nám í Miðbæjarskólanum og síðar í Gagnfræðaskóla verknáms. Að námi loknu vann Gréta skrif- stofustörf þar til hún gifti sig og eignaðist börn en þá varð hún heimavinnandi. Gréta varð ung ekkja og fór þá að vinna á skrif- stofu Landssmiðjunnar í Reykjavík og síðan í veðdeild Landsbanka Íslands eða þar til hún giftist Vögg hinn 28. desem- ber 1974. Þau bjuggu fyrst á Eskifirði, þar sem hún vann ým- is skrifstofu- og verslunarstörf, en fluttu svo til Reykjavíkur þar sem hún starfaði í verslun. Útför Grétu fer fram frá Fossvogskapellu í dag, 18. nóv- ember 2019, klukkan 13. febrúar 1955, d. 22. júlí 2009, synir hans og Áslaugar Kristinsdóttur eru a) Baldur, f. 1988, b) Freyr, f. 1991, og stjúpdóttir Jóns er Hrund Guðmunds- dóttir f. 1979. 2) Sigurður Erling, f. 21. nóvember 1957, börn hans og fyrr- verandi eiginkonu, Þórdísar H. Hallsteinsdóttur, eru a) Baldur Erling, f. 1976, kona hans er Silje-Marie og börn þeirra eru Mina-Aurora, f. 2001, Carmen-Marie, f. 2009, og Embla-Helen, f. 2013, b) Mar- geir Jón, f. 1980, sambýliskona hans er Therese Stürtzel, börn hans og fyrrverandi eiginkonu, Christin Curran, eru Eir Gun- hild, f. 2008, og Óðinn Chri- stopher, f. 2008, c) María Sif, f. 1985, d) Hulda Hrönn, f. 1990. 3) Þuríður Ellisif, f. 16. apríl 1963, Elskulega systir mín hún Gréta er látin. Minningarnar koma fram í hugann við svona tímamót og þegar myndirnar birtast erum við oft öll systk- inin saman því við höfum alltaf verið samrýnd þrátt fyrir hvað við erum ólík og hefur vænt- umþykja og virðing fylgt okk- ur. Þótt maður viti að hverju stefni er sorgin alltaf jafn mik- il. Gréta var elst af okkur og lenti það mikið á henni að að- stoða mömmu við að passa litlu börnin, mig og bróður okkar. Hún minntist oft á það þegar hún þurfti að hossa mér í þungu vöggunni og sagði að ég og karfan hefðum verið svo þungar að það væri enn hægt að sjá förin á lærunum á henni, en svo brosti hún, þannig að ég tók því þannig að henni hefði ekki þótt það neitt leiðinlegt. Það var alltaf jafn gaman að hitta hana því hún fagnaði mér alltaf svo innilega. Hún og Baldur, fyrri mað- urinn hennar, bjuggu á neðri hæðinni hjá mömmu og pabba þannig að það var mikill sam- gangur og var ég mikið niðri hjá þeim. Elsti sonur þeirra, Jón, var eins og litli bróðir og við flökkuðum upp og niður stigann og vissum alltaf að Gréta var niðri og mamma uppi þannig að það lenti mikið á Grétu að gæta þess að við fær- um okkur ekki að voða í ærsla- ganginum. Við Gréta unnum smá tíma saman í verslun og það var gaman að sjá hvað hún hafði mikinn áhuga á starfinu og við- skiptavinunum. Hvernig hún passaði að réttu vörurnar væru á réttum stað og allt í röð og reglu í hillunum. Þetta voru ánægjulegir dagar og gaman að sjá hana systur mína fram- kvæma og stjórna svona glæsi- lega. En eins og hún sagði þá fannst henni gaman í vinnunni. Við Gréta og Vöggur, seinni maður hennar, fórum nokkrum sinnum saman í ferðalag um landið, þetta voru ánægjulegar ferðir. Eitt sinn þegar við fór- um vestur fræddi Vöggur okk- ur Grétu um alla bæi og ábú- endur þeirra og við Gréta sungum með tónlistinni í út- varpinu og Gréta kunni alla textana. Eins var þegar við fór- um austur og stoppuðum í tíma og ótíma því þau þekktu alltaf einhvern sem þurfti að heilsa og spjalla við. Það eru margar góðar minningar sem ég er þakklát fyrir að eiga í minn- ingabankanum. Ég kveð systur mína með söknuð í hjarta en með von um að hún sé á góðum stað og líði vel. Hvíl í friði elsku systir. Þín litla systir, Hulda. Gréta Jónsdóttir ✝ Sumarrós Lilli-an Eyfjörð Garðarsdóttir (Rósa), prestsfrú, til heimilis á Hraunvangi 3, Hafnarfirði, fædd- ist í Felli, Glerár- þorpi, Akureyri, þann 15. sept- ember 1928. Hún lést á Landspít- alanum Fossvogi 11. nóvember 2019. Foreldrar hennar voru Garðar Júlíusson, sjómaður og iðnverkamaður, f. 20.7. 1901 og Sigurveig Guð- björg Jónsdóttir húsfreyja, f. 15.9. 1901. Systkini Sumar- rósar voru Bergsteinn, f. 14.8. 1925, Júlía, f. 8.1. 1932 og Laufey, f. 24.1. 1935. 25. nóvember 1961 giftist Sumarrós Birgi Snæbjörnssyni sóknarpresti, síðar prófasti. Foreldrar Birgis voru Snæ- björn Þorleifsson, bifreiðaeft- irlitsmaður á Akureyri, f. 22.3. Svanhildur lífeindafræðingur, f. 31.1. 1985, maki Sigurður Árni Jósefsson verslunar- maður, f. 24.12. 1975, börn þeirra eru: Lilja Karen, f. 15.11. 2006, Jósef Arnar, f. 22.1. 2014 og Sóllilja Svava, f. 2.12. 2015. b) Elmar Aron prentari, f. 15.12. 1988, maki Hjördís Ágústa Helgadóttir heilbrigðisstarfsmaður, f. 8.9. 1990, börn þeirra eru: Baltasar Leví, f. 24.7. 2014 og Nóel Hrafn, f. 6.11. 2017. c) Davíð Snær kaffiþjónn, f. 24.10. 1994. d) Elín Dagmar nemi, f. 26.7. 2002, maki Ísak Helgi Hilm- arsson, f. 11.11. 2002. 2) Birgir Snæbjörn Birgisson myndlistarmaður, f. 13.5. 1966, maki Sigrún Sigvaldadóttir, grafískur hönnuður, f. 7.4. 1965. Börn Birgis eru: a) Ásta Björk, bókasafns- og upplýs- ingafræðingur, f. 25.2. 1985, maki Þorsteinn Gunnar Gunn- arsson, slökkviliðs- og sjúkra- flutningamaður, f. 29.2. 1980, börn þeirra eru: Snæbjörn Kári, f. 5.11. 2009 og Júlíana Sumarrós, f. 28.6. 2012. b) Berglind Rósa sagnfræðingur, f. 16.4. 1988, maki Kristinn Már Ingvarsson trésmiður, f. 22.12. 1975, börn þeirra eru: Helena Inga, f. 1.3. 2014 og Sæmundur Jaki, f. 12.5. 2017. Börn Sigrúnar eru: a) Úlfur Þorvarðarson lagerstjóri, f. 27.10. 1990, maki Imee Dugay Acob nemi, f. 11.9. 1993, barn þeirra er: Alexander Amon, f. 23.4. 2019. b) Assa Þorvarðar- dóttir nemi, f. 22.7. 1993. Sumarrós lauk gagnfræða- prófi auk prófs frá Húsmæðra- skólanum að Laugalandi í Eyjafirði. Hún vann lengst af við verslunarstörf í Amaró. Hún var heiðursfélagi í kór Glerárkirkju og ein af stofn- endum Lögmannshlíðarkórsins, nú kórs Glerárkirkju. Hún söng jafnframt með kirkjukór Akureyrarkirkju í nokkur ár. Sumarrós var formaður Kven- félags Akureyrarkirkju um tíma og ein af stofnendum Inn- erwheel-klúbbs Akureyrar og eitt tímabil forseti klúbbsins. Útför Sumarrósar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 18. nóvember 2019, kl. 13.30. 1901 og Jóhanna Þorvaldsdóttir hús- freyja, f. 9.12. 1895. Börn Sum- arrósar og Birgis eru: 1) Jóhanna Erla Birgisdóttir guð- fræðingur, f. 26.5. 1963, maki Einar Kristján Her- mannson verk- efnastjóri, f. 5.12. 1960. Börn Jóhönnu eru: a) Arnaldur Birg- ir Magnússon tæknifræðingur, f. 2.11. 1980, maki Anna Guð- rún Árnadóttir sjávarútvegs- fræðingur, f. 10.11. 1982, börn þeirra eru: Aldís Ósk, f. 23.1. 2010 og Árný Helga, f. 2.3. 2012. b) Andri Freyr Magn- ússon vélfræðingur, f. 3.7. 1984, maki Inga Kristín Sig- urgeirsdóttir tanntæknir, f. 1.9. 1987. c) Sigrún María Magn- úsdóttir leikskólakennari, f. 21.1. 1986. Börn Einars eru: a) Út um mela og móa syngur mjúkrödduð lóa og frá sporléttum spóa heyrist sprellfjörugt lag. Þetta var lagið hennar Rósu, að minnsta kosti fannst okkur systk- inunum það. Ef það var keðju- söngur þá stjórnaði Rósa. Mikill samgangur var á milli fjölskyldnanna, sem bjuggu ávallt nálægt hvor annarri og börnin á svipuðum aldri. Það ríkti gleði í kringum Rósu og Birgi. Þau höfðu lag á að gera sögurnar áheyrilegar. Þau voru bæði miklir sagnaþulir og það var ósjaldan sem Rósa frænka náði athygli okkar með sögum af æskuárunum í Felli, ungmeyjar- sögum með vinkonunum, ferða- sögum fjölskyldunnar eða af uppátækjum sínum á gamals aldri. Stundum fór hún með frum- ort ljóð, hló síðan dátt og sagði: „Þetta er nú meiri leirburðurinn hjá mér!“ Við vorum ekki sam- mála og hvöttum hana til að fara að safna í ljóðabók. Ljóðabók Rósu hefur ekki komið út, en eitt og eitt ljóð eftir frænku rataði í hirslurnar okkar. Það var mikill gestagangur á heimilinu. Fólk átti erindi við prestinn sinn og prestsheimilið var opið öllum allan sólarhring- inn. Birgir gat verið kallaður út hvenær sem var. Hann var ekki bara að „embætta“ heldur var hann sáluhjálpari sem allir höfðu aðgang að. Rósa hans tók virkan þátt og var alltumlykjandi. Allir alltaf velkomnir. Okkur systkinum fannst að svona hlyti þetta að vera á öllum prestssetr- um. Rósa var stöðugt að. Ef hún var ekki að sinna börnunum var hún að elda og baka. Ef hún var ekki að sinna heimilisstörfum inni skreið hún á fjórum fótum um garðinn að hlúa að gróðrinum. Rósa útbjó matar- og kaffisam- sæti af stakri snilld. Skonsur og horn, listilega skreyttar smur- brauðstertur og sandkökur. Heimili Rósu og Birgis, Jóhönnu og Bibba var nostursamlegt. Það var fínt og fallegum húsgögnum og hlutum komið haganlega fyrir. Svo áttu þau sælureiti, fyrst í Vaglaskógi og síðar í Vaðlaheiði. Ósjaldan var safnast þar saman á góðum stundum, farið í leiki, grill- að og sagðar sögur, hlegið og safnað ógleymanlegum minning- um. Það var stutt í hláturinn hjá Rósu. Á mannamótum fjölskyld- unnar mátti stundum finna hana í eldhúskrók þar sem unga fólkið, a.m.k. stelpurnar, var búið að króa hana af og fá hana til að spá um leyndardómsfulla framtíð. Henni hafði nefnilega orðið það á að segja frá því þegar hún var unglingur og var með vinkonum sínum að spá í bolla. Eftir það var hún stundum spurð hvort „mætti drekka úr kaffibolla“. Það þýddi að nú væri áhugi fyrir spádóms- stund. Ætíð skyldi hún malda svo- lítið í móinn, hlæja en gefa sig síð- an: „Æi, ég kann ekkert að spá.“ Svo mátti sjá bollana á hvolfi í röðum á ofnunum fyrir spádóms- stund. Rósu þótti gaman að mála og málaði undurfallega á bæði nytja- hluti og skrautmuni. Eftir að hún flutti suður á Hrafnistu gerði hún fallega leirmuni og málaði á lér- eft. Hvort sem hún var að móta úr leir eða mála mynd sýndi hand- verkið hennar oftar en ekki per- sónulegar upplifanir og minning- ar. Rósa hafði alltaf eitthvað gott til málanna að leggja. Það var gaman að ræða við hana, hvort sem var um löngu liðna tíð eða um atburði líðandi stundar. Hún átti auðvelt með og naut þess að ræða málin við fólk og hafði einstaklega hlýja og gefandi nærveru. Takk Rósa frænka. Sá ég spóa suðr’ í flóa, syngur lóa út í móa. Bí bí bí bí. Vorið er komið víst á ný. Sigurður Jóhannesson, börn og fjölskyldur þeirra. Úti um mela og móa – syngur mjúkrödduð lóa, er sungið hástöf- um í bláum Volvo meðan hann hossast eftir moldartroðningi norður Fljótsheiðina. Árið er 1970 og ferðinni er heitið í rauðan kofa sem dvelja átti í yfir helgi meðan pabbi og séra Birgir ætluðu að veiða. Rósa frænka stjórnaði fjör- inu í bílnum og hver söng með sínu nefi. Svona minningarbrot ásamt fjölda annarra fóru í gegn- um huga minn þegar ég heyrði af fráfalli Rósu frænku. Ég hugsa reyndar oft til þess hvað við vor- um lánsöm systkinabörnin að alast upp við þessa miklu sam- heldni systranna frá Felli. Allar þessar samverustundir fjöl- skyldnanna eru ómetanlegar minningar. Með fráfalli Rósu frænku er gengin síðasta systkinið úr suður- enda Fells og það er svolítið skrít- in tilhugsun að við systkinabörnin erum allt í einu orðin elsta kyn- slóðin. Staða sem maður hefur aldrei hugsað út í. Í framhaldinu fer maður svo eðlilega að velta því fyrir sér hvort við séum að standa okkur eins vel í því að rækta sam- band yngri kynslóða fjölskyld- unnar og þær systur gerðu svo vel og er okkur ómetanlegt í dag. Það var oft mikið líf í kringum Rósu, hún var músíkölsk, söng í kórum og spilaði á hljóðfæri. Það gat því oft verið mikið fjör þegar hún var að hafa ofan af fyrir okk- ur. Rósa var hafsjór af sögum og fróðleik og var ósínk á slíkt þegar kom að okkur krökkunum. Í minningunni finnst mér hún hafa oft talað við okkur krakkana eins og við værum fullorðið fólk. Sagði okkur frá hlutum sem fullorðna fólkið talaði um. Þetta þótti mér gaman og kannski varð ég pínulít- ið upp með mér. Rósa frænka var einstök kona, hæglát en með sterkar skoðanir og lagði mér oft lífsreglurnar en alltaf á sinn alúðlega hátt. Hún var yndisleg manneskja sem lét sér annt um alla og mátti aldrei neitt aumt sjá. Rétt eins og móðir mín kenndi hún mér margt um samkennd og kærleik við náung- ann. Enda má segja að vegna hins mikla samgangs sem var á milli fjölskyldna systranna í Felli þá höfum við krakkarnir notið góðr- ar leiðsagnar og uppeldis á öllum þremur heimilunum. Nú er Rósa frænka farin að syngja með öðrum kór, enda mun henni ætlað stórt hlutverk þar. Það veit ég fyrir víst að það hefur verið tekið vel á móti henni. Mér er efst í huga þakklæti fyrir það að hafa fengið að kynnast mann- eskju eins og Rósu og alast upp í nálægð við hana og þau systkini. Ég bið guð að styrkja fjölskyld- una og vaka yfir henni í sorg sinni. … og frá sporléttum spóa heyrist sprellfjörugt lag. Holle-rassihía, holle-rassíhú, gú gú Holle-rassihía, holle-rassíhú, gú gú Holle-rassihía, holle-rassíhú, gú gú Holle-rassihía hó. Þráinn Lárusson. Sumarrós Lillian Eyfjörð Garðarsdóttir „Vinir mínir fara fjöld“ kvað Bólu- Hjálmar og þessi orð hans runnu um hugann nú þegar við kveðjum Þorvald G. Óskarsson frá Sleitu- stöðum í hinsta sinn. Þorvaldur var einn þeirra fyrstu sem við hjónin kynntumst í Skagafirði þegar við fluttumst heim að Hól- um 1981 til að taka þar við skóla- stjórn. Blaiser-jeppinn gamli þurfti reglulegra viðgerða við. Á þessum árum var unnið að lagningu Hitaveitu Hjaltadals í Hólalax og heim á Hólastað. Hitaveitan var eitt af lykilatrið- um í endurreisn Hólaskóla og Hólastaðar á þeim tíma. Og þá þótti svo sjálfsagt að leita til Þor- valdar sem hitaveitustjóra til að annast viðhald og eftirlit með hitaveitunni. Þorvaldur var ein- staklega bónþægur maður svo leitun er á öðrum slíkum. Orðið „nei“ eða „ég hef ekki tíma“ heyrðist aldrei af hans munni. Voru þó verkefni hans heima fyr- ir á verkstæðinu ærin. „Já, alveg sjálfsagt“ var alltaf hans fyrsta svar og oft var kallað á Þorvald til liðsinnis. Þegar vantaði skyndilega kennara í rafsuðu, logsuðu og vél- fræði við skólann sagði Þorvaldur strax já þótt við vissum að hann hefði nóg á sinni könnu. Eiginkona Þorvaldar, Sigur- lína Eiríksdóttir eða Lína eins og hún var alltaf kölluð, kom til starfa við Hólaskóla 1983 sem rit- ari og gegndi því starfi samfleytt næstu tæp tuttugu árin. Ljúfari, betri og samviskusamari mann- eskju getur stofnun varla vænst að fá sem starfsmann. Við minn- umst Línu með djúpri virðingu og þökk nú þegar þessi ágætu heiðurshjón eru bæði fallin frá. Lína lést 28. ágúst 2016. Það var allt svo örugggt, pottþétt og sjálf- sagt þar sem Lína var. Skóla- stjórinn hafði tryggan ráðgjafa og skjöld ef þurfti með þar sem Þorvaldur G. Óskarsson ✝ Þorvaldur G.Óskarsson fæddist 2. október 1933. Hann lést 1. nóvember 2019. Þorvaldur var jarðsunginn 8. nóv- ember 2019. Lína var: „Hvar er Jón?“ Og Lína vissi alltaf hverju átti að svara. „Jón skrapp til Reykjavíkur en verður ábyggilega kominn aftur í kvöld.“ Og fyrir nemendur var Lína eins og „stór mamma“ sem allir gátu leitað til og fengið úrlausn. Hólastaður og fjölskyldusam- félagið á Hólum þakkar þeim Línu og Þorvaldi fyrir stundirnar og samstarfið á gróskumiklum tímum. Lína og Þorvaldur voru afar samrýnd og gjarnan nefnd bæði í sömu andránni. Þorvaldur söng með og stýrði Karlakórnum Heimi af mikilli röggsemi um langt árabil. Á söngskemmtunum sá Lína um miðasöluna og utan- umhaldið, allt var í öruggum höndum. Okkur Ingibjörgu er ljúft að þakka áralangt samstarf og vin- áttu þessara ágætu hjóna. Mér er minnisstætt frá ráðherratíð minni, þá hringdi Þorvaldur og var mikið niðri fyrir: „Það verður sko að stoppa þessa Evrópusam- bandsumsókn. Hún er bara al- gjört glapræði og það má ekki halda þessari vitleysu áfram. Eigum við ekki að koma í hópferð héðan úr Skagafirði og setjast upp í þinginu og stöðva með þér þennan óskapnað? Þetta er sko stórhættulegt.“ Þorvaldur skóf ekki utan af hlutunum þegar hann vildi það við hafa og lá ekki á liði sínu ef fylgja þurfti eftir. Það var ávallt mikil reisn yfir Þorvaldi, hár og teinréttur til síð- asta dags. Glaðbeittur og hrókur alls fagnaðar í hópi vina, lék oft bros um vör og með leiftrandi glampa í augum, en fastmæltur og ákveðinn þegar hann fylgdi áherslum sínum eftir. Við hitt- umst í Staðarskála snemma í haust, hann á leið norður eftir krabbameinsmeðferð. Þar kvöddum við hjónin Þorvald og minntumst góðra daga. Blessuð sé minning þeirra heiðurshjóna, Þorvalds Óskars- sonar og Sigurlínu Eiríksdóttur. Ingibjörg Kolka og Jón Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.