Morgunblaðið - 18.11.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.11.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2019 Gs import ehf | S. 892 6975 | www.gsimport.is Frábær ending Léttvínsglös úr hertu gleri Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Gangi áætlanir stjórnvalda eftir verður lokið við breikkun Suður- landsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss, fyrir utan brú á Ölfusá, á árinu 2024. Í framhaldinu verði ráð- ist í framkvæmdir á milli Fossvalla og Bæjarháls í Reykjavík. Eftir það verður öll leiðin frá Vesturlandsvegi að Selfossi komin með aðskildum ak- brautum með vegriði á milli. Hafin er vinna við umhverfismat þess kafla Suðurlandsvegar sem eftir er að meta, það er að segja á milli Hólms- ár og vegamóta við Bæjarháls. Nú er verið að ljúka framkvæmd- um við breikkun vegarins á milli Varmár við Hveragerði og Kot- strandarkirkju í Ölfusi. Samkvæmt tillögu að endurskoðaðri samgöngu- áætlun verður haldið áfram og veg- urinn lagður að hringtorgi sem útbú- ið verður á gatnamótum Suðurlands- vegar við Biskupstungnabraut. Unnið verður að undirbúningi vegar þaðan á nýrri brú yfir Ölfusá hjá Sel- fossi en reiknað er með að sú fram- kvæmd verði samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila og hefur ekki verið tímasett. Jafnframt verður unnið að breikkun Suðurlandsvegar á milli Kamba og Varmár, framhjá Hvera- gerði, á árunum 2023 til 2024. Mislæg gatnamót bíða Vegagerðin hefur kynnt drög að tillögu að matsáætlun vegna tvöföld- unar vegarins frá vegamótum við Bæjarháls að Hólmsá austan Hafra- vatnsvegar. Þetta er eini kaflinn á þessari leið sem ekki hefur hlotið umfjöllun í umhverfismati. Auk tvöföldunar þarf að aðlaga reið-, hjóla- og gönguleiðir að nýjum tvöföldum vegi og tengingum við hliðarvegi verður fækkað. Markmið framkvæmdanna er að auka umferð- aröryggi og tryggja greiðari umferð um Suðurlandsveg sem ekki veitir af því miklar bílaraðir myndast þar á annatímum á sumrin. Vegurinn verður byggður í allt að fimm áföngum. Í fyrstu tveimur áföngunum verður hann tvöfaldaður án mislægra gatnamóta, alls 5,4 km leið. Í þeim fyrsta frá Hólmsá að Norðlingavaði og í öðrum frá Norð- lingavaði að gatnamótum við Bæj- arháls. Í þeim þremur seinni verða mislæg gatnamót byggð við Breið- holtsbraut, Norðlingavað og Hafra- vatnsveg en ekki Heiðmerkurveg. Þessi fern vegamót verða þau einu á þessum kafla, aðrir vegir tengjast inn á þau. Framkvæmdir við gerð mislægra gatnamóta eru ekki inni á samþykktri samgönguáætlun og því ekki tímasettar. Á mestum hluta kaflans verður vegurinn breikkaður til norðurs. Á stuttum kafla við Bugðu verður hann þó breikkaður til suðurs vegna nálægðar við ána. Vegurinn verður hefðbundinn tveggja akreina vegur í hvora átt með aðskildum akbrautum, nema hjá Rauðavatnsskógi. Til þess að skerða ekki skóginn er vegurinn hafður þar í þröngu sniði, þannig að aðeins verði vegrið sett upp á milli akbraut- anna. Í matinu verða nokkrir valkostir við legu vegarins skoðaðir, sérstak- lega hvaða gerð gatnamóta er talin heppilegust. Breikkun Suðurlands- vegar í Reykjavík Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ, áformar að tvöfalda Suður- landsveg frá vegamótum við Bæjarháls að Hólmsá ofan Reykjavíkur. Byggð verða þrenn mislæg vegamót og veg- urinn verður byggður í allt að fi mm áföngum. Vesturlandsvegur Suðurlandsvegur Suðurlandsvegur Breiðholtsbraut Rauðavatn Hólm sá Hólmsheiði Hádegishæð ÁRBÆR HÓLAR GRAFARHOLT NORÐL INGA- HOLT HVÖRF Elliðavatn 1. áfangi Tvöföldun Suðurlands- brautar frá Bæjarhálsi að Norðlingavaði 2. áfangi Tvöföldun Suðurlands- brautar frá Norðlinga- vaði að Hólmsá 3. áfangi Mislæg gatnamót í stað hringtorgs við Breiðholtsbraut 5. áfangi Mislæg gatnamót við Hafravatnsveg. 4. áfangi Mislæg gatnamót við Norð- lingavað Suðurlandsvegur breikkaður  Innan fimm ára verður Suðurlands- vegur úr Reykjavík og að Ölfusá orðinn tvöfaldur eða með þremur akreinum  Umhverfismat hafið á síðasta kaflanum Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Embætti landlæknis leggst gegn breytingum á lyfjalögum sem lagt er til að gerðar verði samkvæmt frumvarpi þriggja þingmanna Sjálf- stæðisflokksins. Embættið gerir al- varlegar athugasemdir við hug- myndir um að veita Lyfjastofnun heimild til að veita undanþágu til sölu tiltekinna lausasölulyfja í al- mennri verslun og mælir gegn því að frumvarpið verði að lögum. Frumvarpið var áður flutt á síð- asta þingi og er nú lagt fram óbreytt af Unni Brá Konráðsdóttur, Óla Birni Kárasyni og Bryndísi Haraldsdóttur. Flutningsmenn telja brýnt að auka frelsi í sölu lausasölu- lyfja og breyta lögum í því skyni að heimila sölu lausasölulyfja í almenn- um verslunum. Í greinargerð með frumvarpinu segir að 2017 hafi Al- þingi samþykkt þingsályktun um lyfjastefnu til 2022. Eitt megin- markmiða stefnunnar hafi verið að tryggja aðgengi allra landsmanna að nauðsynlegum lyfjum. Ekki leitt til ofnotkunar lyfja „Ísland stendur mörgum Evrópu- ríkjum að baki hvað varðar sölu á lausasölulyfjum í almennum versl- unum, en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð er slík sala heimil. Sem dæmi um lausasölulyf má nefna væg verkjalyf, ofnæmislyf og maga- lyf. Þetta fyrirkomulag hefur ekki leitt til ofnotkunar lyfja eða haft slæm áhrif á lýðheilsu og tilkynntar eitranir vegna lausasölulyfja hafa ekki aukist. Sem dæmi má nefna að í Svíþjóð var sala lausasölulyfja ut- an apóteka heimiluð með lögum 2009 og tölur sýna að sala lausasölu- lyfja stóð í stað til ársins 2013. Af Norðurlöndunum banna aðeins Ís- land og Finnland sölu lausasölulyfja í almennum verslunum,“ segir í greinargerðinni. Þar kemur einnig fram að með tiltölulega einföldum hætti væri hægt að breyta lyfjalögum á þann hátt að Lyfjastofnun fái heimild til að veita almennum verslunum und- anþágu til að selja tiltekin lyf. Slík lagabreyting auki samkeppni og lækki verð til neytenda. Auk þess sé verulegt hagræði fólgið í því fyrir neytendur að geta nálgast lausa- sölulyf á sem auðveldastan hátt. Nauðsynlegt öryggisatriði Embætti landlæknis telur að með þessu sé verið að gera lyf að enn al- mennari verslunarvöru en nú er. Öll lyf hafi bæði verkanir og aukaverk- anir sem nauðsynlegt sé að seljandi hafi þekkingu á. Að slík þekking sé fyrir hendi sé nú tryggt með skil- yrðum í gildandi lögumm, en þar segi að þeir einir hafi leyfi til lyfja- sölu sem hlotið hafi leyfi að skil- yrðum uppfylltum. „Að mati landlæknis er hér um nauðsynlegt öryggisatriði að ræða fyrir þá sem þurfa á lyfjum að halda. Enn fremur vill embættið vekja athygli á að Íslendingar nota meira af ákveðnum lyfjum, sérstak- lega tauga- og geðlyfjum, en ná- grannaþjóðirnar og því telur emb- ættið að almennt þurfi að auka aga og virðingu fyrir lyfjum og vanda alla umgengni um þau og ráðstöf- un,“ segir í umsögninni. Líta beri á öll lyf, þar með talin lausasölulyf, sem lækningavöru. Sölu þeirra og dreifingu sé best fyr- irkomið þar sem fyrir hendi sé góð þekking og reynsla af lyfjum, verk- unum þeirra og aukaverkunum. „Vandséð er hvernig slík sértæk þekking og reynsla geti verið til staðar í almennri verslun þar sem frumvarpið leggur til að lausasölu- lyf verði seld,“ segir í umsögninni. Landlæknir leggst gegn lyfjasölu í verslunum  Flutningsmenn telja brýnt að auka frelsi í sölu lausasölu- lyfja  Landlæknir vill að þekking og reynsla séu fyrir hendi Morgunblaðið/Sverrir Lyf Sjónarmið landlæknis og þriggja þingmanna um lyfsölu stangast á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.