Morgunblaðið - 18.11.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.11.2019, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2019 ✝ Anton Narvaézfæddist 22. september 1948 í Valparaiso í Síle. Hann varð bráð- kvaddur 9. nóv- ember 2019. For- eldrar hans voru Oscar Oswaldo Narvaéz, ættaður frá Argentínu, f. 5.2. 1918, d. 7.2. 1955 í Copiapo í Síle, og Norma Elide Corvetto Monighetti, ættuð frá Ítalíu, f. 26.2. 1920 í Arica í Síle, d. 13.5. 2013 í Blistrup í Danmörku. Systir Antons er Heda Hansen, f. 3.4. 1942, búsett í Danmörku, hún á fjögur börn. Anton flutti frá Síle til Dan- merkur þegar hann var 15 ára. Þar kynntist hann Ragnhildi Jónu Þorgeirsdóttur, f. 23.3. 1948, og þau fluttu til Íslands árið 1967 og voru gift í 20 ár. Börn þeirra eru: 1) Helena Sandra, f. 1969, maki Stefán Þór Kristjánsson, f. 1964, börn þeirra eru Særós, f. 1994, sam- býlismaður Jón Örn Eyjólfsson, f. 1987, Smári, f. 1998, og Snorri f. 2007. Stefán á soninn Sindra Þór, f. 1986, maki Auð- ur Snorradóttir, f. 1990, og eiga þau börnin Sesar Mána, Natalíu Nótt og Aþenu Sól. 2) Anton Kevin, f. 1970, sambýlis- kona Katherine Harris, börn ýmist í Danmörku og Svíþjóð og þar bjó fjölskyldan um tíma með honum. Árið 1973 fékk hann íslenskan ríkisborgararétt og þar með þurfti hann að breyta nafninu sínu úr Nol- berto Antonio Narvaez Corv- etto. Anton bar titilinn þúsund- þjalasmiður með rentu. Hann smíðaði bátinn Farsæl GK 162 í Svíþjóð, sem tengdafaðir hans og mágur sigldu á til Íslands með búslóðina, og seldi hann þeim bátinn. Þar með settist hann að á Íslandi árið 1982 ásamt eiginkonu og þremur börnum og bjuggu þau í Hafn- arfirði. Fjölskyldan opnaði sinn fyrsta veitingastað, El Som- brero, á Laugavegi 73, árið 1984. Árið 1988 opnaði hann veitingastaðinn Argentínu steikhús ásamt þremur öðrum. Þann stað smíðaði hann einnig frá grunni sem og alla hina staðina, hann opnaði alls tíu veitingastaði og var með sinn ellefta og síðasta í smíðum, Mamma Mía, sem átti að opna á næstu dögum í Keflavík. Eitt af stórum verkum hans er hjá Einhamri Seafood ehf. í Grindavík. Er það í eigu dóttur hans, Söndru, og Stefáns. Hann var mjög fjölhæfur og talaði sex tungumál. Anton hafði sterkar taugar til fæðingar- lands síns Síle en hér átti hann alltaf heima. Útför hans fer fram í Grindavíkurkirkju í dag, 18. nóvember 2019, klukkan 14. Kevins eru Aron Kristinn, f. 1992, og Angelina Tália, f. 2002. 3) Natalie Terez Narvaéz Antonsdóttir, f. 1978, maki Þórir Kjartansson, f. 1975, börn Natalie úr fyrra hjóna- bandi eru Victoría Sigurðardóttir, f. 2001, og Leandro Óskar Sigurðsson, f. 2011. Þór- ir á son úr fyrra sambandi, Kjartan Þór, f. 2005. Anton eignaðist með sambýliskonu sinni Kristínu Guðmundsdóttur, f. 14.5. 1962, d. 27.10. 2014, dótturina Sylvíu Mekkín, f. 1988, búsett í Þýskalandi, maki Bobby Donchev, f. 1986, börn þeirra eru Ísabel Jasmín, f. 2013, og Valentína Rós, f. 2018. Árið 1997 kvæntist Anton Guð- nýju Sigurhansdóttur, f. 10.3. 1956, þau skildu. Eftirlifandi eiginkona Antons er Olena Ko- bets frá Úkraínu, f. 25.3. 1957. Anton flutti ungur til Dan- merkur og þar fór hann í skóla og lærði bátasmíði. Hann flutti til Íslands 1967 og fór að vinna hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn og Blikksmiðju Hafnarfjarðar hjá Gústa blikk en hætti þar og fór að vinna hjá álverksmiðj- unni ÍSAL í Straumsvík og það- an var hann sendur að vinna Elsku pabbi minn er nú far- inn frá okkur, ég minnist hans með svo miklu þakklæti og hlý- hug í hjarta. Ég átti mörg góð tímabil með honum. Minnis- stæðast er þegar við unnum saman á Mamma mía í Keflavík og það var þá sem ég virkilega kynntist pabba mínum, ég var nýfermd og fannst svo spenn- andi að pabbi væri að fara að opna pítsustað, mig langaði að vinna hjá honum og flutti til Keflavíkur. Hann kenndi mér að vinna, allt frá því að smíða, elda og þrífa. Þegar ég var fimm ára opnaði hann El Sombrero, fyrsta staðinn sinn af ellefu. Ég fékk að sópa og hjálpa honum þar líka, stóð uppi á stól og bakaði pítsu. Pabbi var algjör snillingur í höndunum, að skapa, teikna, elda, smíða, og hann tjáði allt sem hann var með vinnu. Það var hans ástríða og það gat eng- inn stoppað hann í því og það má segja að hann hafi verið samkvæmur sjálfum sér í því. Ég var ekki alltaf sammála hon- um, en hann fór sína leið, drif- kraftur hans og ástríða leiddu hann áfram og ég ber virðingu fyrir því hversu fylginn sér hann var og ofboðslega kær- leiksríkur. Það var stundum erfitt að vinna fyrir hann, því hann vissi nákvæmlega hvernig hann vildi hafa hlutina og mað- ur varð að vinna eins og hann, en vá hvað ég lærði mikið, það þýddi ekkert hálfkák í kringum hann. Við lærðum að vinna sam- an og það gekk svo vel hjá okk- ur. Hann var einstaklega góður alltaf við mig og mína fjöl- skyldu, börnin mín minnast hans sem svo góðs afa, þótt þau sæju hann ekki oft, en þegar þau hittu hann sleppti hann þeim ekki, sýndi þeim áhuga, talaði við þau og knúsaði. Hann gaf þeim alltaf eitthvað, þótt ekki væri nema 500-kall, hann var svo gjafmildur maður. Hann gaf allt sem hann átti og gat. Ég man þegar hann ætlaði að gefa mér hjól. Það var fyrsta hjólið mitt, ég var um fimm ára. Einn daginn kom hann heim með forljótt og ryðgað hjól og ég sagði „hvað er þetta“, þá sagði hann „hjólið þitt“ og ég fór að hágráta og sagði „nei þetta er svo ljótt“. Hann hugg- aði mig og sagði: „Pabbi ætlar að laga það og gera það fínt.“ Það liðu ekki margir dagar þar til hann kom með fallegt og „nýtt“ hvítt hjól og ég var svo ánægð, þá hafði hann gert það algjörlega upp og það var svo fallegt. Þetta lýsir pabba svo vel, svona var hann; sá alltaf það fallega í öllu og það var ekkert sem ekki var hægt að laga og gera fínt. Við áttum fáar en góðar stundir sem snerust um and- legu hliðina, pabbi var ekkert mikið að tala um tilfinningar heldur sagði hann allt með vinnu og verkum. En þær fáu stundir sem við áttum töluðum við um trú og ég deildi með honum minni trú. Honum þótti það gott og sagði eitt sinn ekki alls fyrir löngu: „Ég vil þetta,“ og við báðum saman. Svo bað hann mig oft að biðja fyrir sér eða hinu og þessu. Ég veit að í dag er hann hjá Jesú, hann trúði á Jesú og það gaf honum frið í erfiðum aðstæðum. Ég kveð pabba minn með miklum söknuði og ég vil láta eitt vers fylgja að lokum: Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur! Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið. (4. Mós. 6:25-26). Elska þig að eilífu pabbi minn. Þín dóttir, Natalie T. Narvaéz Antonsdóttir. Elsku pabbi minn. Takk fyrir allt og takk fyrir að vera þú. Þú varst ekki bara pabbi heldur líka minn besti vinur. Við vor- um alltaf saman, unnum saman og bjuggum saman þegar ég var á Íslandi. Hann var svo vel liðinn alls staðar, átti marga góða vini, hann talaði alltaf svo fallega um alla, hann vildi alltaf hjálpa og ráðleggja. Hann gafst aldrei upp. Ég man svo vel þegar ég var lítill, þá vildi ég alltaf fara með honum allt, t.d. þegar hann var að lengja bátinn Farsæl í Sví- þjóð og þegar hann var að laga bílana sína og margt fleira. Hann er og var mín fyrirmynd og ég leit svo upp til hans. Ég lærði svo mikið af honum að það er með ólíkindum. Þegar við fjölskyldan fluttum til Íslands var ég þrettán ára. Þá stofnaði hann sinn fyrsta veitingastað, EL Sombrero. Þá var sko ekkert elsku mamma; þar byrjaði allt ævintýrið, þar lærði ég mikið af honum varð- andi að smíða og nota verkfæri. Ég fylgdist vel með og hlustaði og Sandra systir mín var orðin fær með hjólsög og ég líka. Þegar staðurinn var opnaður fór ég að baka pítsur. Og frá og með þeim stað var ég með honum á öllum stöðum sem hann opnaði; allt frá því að smíða og innrétta og stundum aðstoðaði ég hann við að hanna. Við vorum svo líkir og hugs- uðum oft eins. T.d. á síðasta staðnum sem við vorum að inn- rétta í Keflavík og ætluðum að eiga saman, Mamma Mía, þar sá ég virkilega hvað við vorum líkir og mér finnst það svo fal- legt og skemmtilegt. Oft þegar við vorum komnir heim eftir langan vinnudag, alveg búnir á því oftast, fengum við hug- myndir og töluðum saman um það sem þyrfti að gera. Við gerðum nánast allt saman sjálf- ir, smíðuðum og innréttuðum. Hann var svo klár, ég var svo montinn af pabba mínum. Hann var sko þúsundþjalasmiður, kunni svo margt, nema eitt; hann vildi ekki koma nálægt rafmagni, það var mitt hlutverk, við vorum eitt. Og það var svo gaman að vera með honum dags daglega, ekki bara í vinnu. Hann gat ver- ið stríðinn, oft svo orðheppinn og fyndinn, hann fékk mig svo oft til að hlæja og þegar hann kom með það á spænsku þá passaði það svo vel og varð ennþá fyndnara, en spænska var eitt af tungumálunum sex sem hann kunni. Ég mun sakna hans svo mik- ið, það er ekki til orð yfir hve mikill söknuðurinn er. Hann verður alltaf, alltaf í hjarta mínu. Ég get skrifað endalaust um okkur, elsku pabbi minn. Þú ert núna kominn á góðan stað og munt hvíla í friði. Elska þig svo mikið elsku pabbi minn. Þinn sonur, Anton Kevin Antonsson. Langar að minnast Antons, fyrrverandi mannsins míns. Við kynntumst í Danmörku þá 18 ára gömul, þar bjó og býr systir hans Heda og fjögur börn. Við Anton komum til Íslands, giftum okkur 1969, mamma hans Elide kom frá Síle í brúð- kaupið, bjó með okkur þá í Hafnarfirði. Ég var svo heppin að læra bæði spænskuna og að elda síleskan mat. Mamí, eins og hún var kölluð, var frábær kokkur og yndisleg við börnin okkar; Söndru þá sex mánaða og son okkar Kevin, sem fædd- ist einu og hálfu ári síðar. Við flytjum öll svo út til Sví- þjóðar 1972. Þar fæðist Natalie 1978, bjuggum þar í 10 ár. Við flytjum til Íslands 1982. Anton var þá búinn að smíða 40 tonna bát, Farsæl GK162, sem við eignuðumst með pabba og Hafsteini bróður mínum, siglt var til Grindavíkur með alla okkar búslóð. Anton var þúsundþjalasmið- ur, lærði strax íslensku. Eignuðumst síðar pítsustað- inn El Sombrero á Laugavegi 73, sem hann hannaði frá grunni. Við öll fjölskyldan unnum í að innrétta, lærðum mikið af Antoni ég og börnin, hann var einstaklega hlýr, kurteis og gjafmildur, vorum gift í 20 ár. Hvíl í friði, elsku vinur, minn- ist þín með hlýhug. Kær kveðja, Jóna Þorgeirsdóttir. Það var mér reiðarslag að frétta af andláti Antons. Það er mér minnisstætt þeg- ar ég hitti hann fyrst. Þá kom hann frá Danmörku með Jónu systur, þau bjuggu við Garða- veg 9 í Hafnarfirði. Hann tók utan um mig eða eiginlega umfaðmaði mig. Ég varð mjög vandræðalegur því ég átti þessu ekki að venjast. Þótt það væri vandræðalegt þótti mér mjög vænt um þetta og hugsaði að fyrst mér þætti vænt um það hlyti öðrum að þykja það líka. Ég fór að gera þetta við annað fólk; fyrst í litlum mæli en geri þetta mikið í dag. Það kemur varla sá dagur að ég faðmi ekki fólk. Eiginlega á hverjum degi. Ég man þegar ég kom frá Kanaríeyjum 1976 og var búinn að vera fullur í þrjár vikur og með mikinn móral vegna þess hvernig ég hagaði mér. Ég var eina nóttina inni í stofu og var að reyna að sofna en gat það ekki. Þá bjuggum við á Mar- argötu 1 í Grindavík. Þá kom hann til mín því þau Jóna voru að fara til Svíþjóðar þar sem þau bjuggu. Hann spurði hvern- ig ég hefði það og ég sagði að mér liði mjög illa. Hann spurði hvort ég vildi ekki taka mig á því þetta væri ekkert líf. Ég gat ekki svarað honum því ég eig- inlega gat ekki hugsað þá. Svo kvaddi hann og sagði: „Ég vona að þú hugsir þín mál og gerir eitthvað í þessu, Ragnar minn.“ Mér þótti mjög vænt um þessa heimsókn því ég vissi að honum var ekki sama um mig. Og það þótti mér vænt um. Mér líkaði alltaf vel við hann. Við hittumst ekki mjög oft en þegar við hittumst föðmuðum við hvor annan eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég vona að þú sért hjá Guði og ég bið hann að blessa þig. Ég hef beðið fyrir þér síðan þú fórst og ætla að halda því áfram. Þinn vinur og bróðir Jónu, Ragnar Rúnar Þorgeirsson. Elsku fallegi og duglegi pabbi minn. Mikið er sorgin óbærileg, ég trúi ekki að þú sért farinn frá okkur. Þetta gerðist alltof snöggt, varst að leggja lokahöndina á veitinga- staðinn ykkar Kevins þegar kallið kom og einmitt þar. Þú gast ekki valið betri stað, það var nefnilega þitt yndi að vinna, þú þekktir ekki annað og þú elskaðir að hanna og innrétta. Þú sagðir við mig að þetta væri síðasti staðurinn sem þú myndir innrétta og opna, þú lofaðir mér því. Ætlaðir að fara að hafa það gott og njóta, sem þú hefðir átt að gera fyrir löngu, elsku pabbi minn, þú nefnilega gast ekki slakað á, það var þín uppáhalds- iðja að gera upp staði eða hús. Þú varst þúsundþjalasmiður og það lék allt í höndunum á þér. Þú varst búinn að plana ferð til Síle sem þú ætlaðir að fara í ásamt systur þinni. Þú áttir ekki auðvelt líf; misstir föður þinn sjö ára og ólst upp með móður þinni og systur, þú fékkst ekki að upplifa þessa föð- urást sem ég og við systkinin fengum. Ég held að vegna þess hafi tengslin á milli þín og Ke- vins bróður verið svona mikil, þið voruð svo samrýndir og þú vildir svo sannarlega sýna hon- um þessa föðurást sem þú fékkst ekki að kynnast. 15 ára flytur þú til Danmerkur til syst- ur þinnar, þú fórst þangað í nám og svo kynntust þið mamma sumarið 1966, þú alveg að verða 18 ára. Flytjið svo til Íslands um haustið, giftið ykkur í desember 1969, ég er sex mán- aða. Mami amma flytur til okk- ar og býr hjá okkur og flytur svo með okkur til Svíþjóðar. Ég var svo heppin að alast upp með ömmu því að hún kenndi mér svo margt, spænsku og að elda marga góða rétti frá Síle. Árið 2012 fór ég til Síle og þegar ég steig út úr flugvélinni fékk ég gæsahúð og fann að ég var komin heim, þið amma voruð svo oft að rifja upp góðar minn- ingar um landið. Ég heimsótti fæðingarbæinn þinn Valparaiso og einnig fór ég til Coquimbo þar sem þú ólst upp og ég fór að sjá æskuheimilið þitt, það var magnað að fá að upplifa þetta allt saman. Mikið hefði verið gaman að fá að upplifa það að fara með þér til Síle en því miður varð aldrei úr því. Þú kenndir mér svo margt, eitt verð ég að nefna, það var stærðfræði. Þú varst mikill stærðfræðingur, ég var alltaf með þeim hæstu í stærðfræði. Þegar ég varð stúdent fékk ég þrjár viðurkenningar; fyrir skólasókn, spænsku og stærð- fræði. Þú varst svo hreykinn og stoltur yfir þessum viðurkenn- ingum og sérstaklega fyrir stærðfræðina. Manstu þegar ég gifti mig, þá leiddir þú mig upp að altarinu. Þú varst svo stressaður að þú ætlaðir að strunsa upp að alt- arinu og ég þurfti að halda fast í þig svo ég dytti nú ekki. Miss- ir okkar er mikill en Kevins þó mestur, samrýndari feðgar voru ekki til og svo sannarlega voruð þið vinirnir saman í lífi, leik og starfi. Við systkinin stöndum saman sem klettar og ætlum að passa hvort annað í kærleik út þetta líf. Þakklæti er mér efst í huga fyrir allt sem þú kenndir mér, pabbi minn, og mun minn- ing þín alltaf lifa í hjarta mér. Þín dóttir, Sandra Antonsdóttir. Anton Narvaéz Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar Sálm. 16.11 biblian.is Kunnan gerðir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu. Elskulegur bróðir minn og frændi okkar, VÖLUNDUR GUÐMUNDSSON frá Helgastöðum, Eyjafjarðarsveit, lést á hjúkrunarheimilinu Grenilundi 12. nóvember. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 21. nóvember kl. 13:30. Daníel Guðmundsson Jón Ólafur Daníelsson Guðmundur Kári Daníelsson Jónína Þórunn Friðjónsdóttir Rósa Guðrún Daníelsdóttir Guðmundur Bergur Þórðarson og fjölskyldur Elsku hjartans Steini minn, pabbi okkar, tengdapabbi og afi, STEINAR SIGURÐSSON arkitekt, Ljárskógum 10, er látinn. Útför auglýst síðar. Helga Sigurjónsdóttir Sigurjón Árni Þorbjörg Anna Hannes Ólafur Una Margrét Kristjana Björk Einar Ísfjörð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.