Fréttablaðið - 19.02.2020, Blaðsíða 6
H E I LB R I G Ð I S M Á L Liu Zhimm-
ing, yfirmaður Wuhan Wuchang
sjúkrahússins í Kína, lést í gær af
völdum COVID-19 veirunnar sem
á uppruna sinn að rekja til Wuhan-
borgar. Sjúkrahúsið var hannað ein-
göngu til þess að sinna sjúklingum
sem sýkst hafa af veirunni.
COVID-19 veiran hefur dregið
tæplega nítján hundruð manns til
dauða og er Zhimming sjöundi heil-
brigðisstarfsmaðurinn sem lætur
lífið af hennar völdum.
Útbreiðsla veirunnar er mikil og
hefur hún greinst víðs vegar um
heim en í gær var fyrsti dagurinn
þar sem ný tilfelli hennar voru færri
en tvö þúsund í Kína síðan í janúar,
í gær greindust þar 1.886 ný tilfelli.
Á heimsvísu hafa rúmlega 72
þúsund manns smitast af veirunni
og áhrifa hennar gætir víða. Veiran
hefur greinst í 26 löndum fyrir utan
Kína, þar með talið í Svíþjóð, Finn-
landi og í Bretlandi.
Í þessum 26 löndum hafa um 830
manns smitast og fimm hafa látið
lífið af völdum veirunnar.
Yfir tvö þúsund ráðstefnum og
iðnaðarsýningum hefur verið frest-
að í Kína vegna hafta á ferðalög til
að minnka útbreiðslu veirunnar og
eru áhrifin sögð teljast í milljörðum
Bandaríkjadollara.
Tæknirisinn Apple hefur gefið
það út að fyrirtækið sjái ekki fram
á að ná ársfjórðungsmarkmiði sínu
í mars vegna hægrar framleiðslu á
iPhone og minnkandi eftirspurnar
frá Kína. Í kjölfarið féllu hlutabréf
í asískum fyrirtækjum í kauphöll-
inni á Wall Street.
Forseti Suður-Kóreu sagði efna-
hag landsins hafa tekið dýfu í kjöl-
far veirunnar. Eftirspurn eftir suð-
urkóreskum vörum hafi minnkað
á heimsvísu.
Eggja- og fuglakjötsframleiðsla
hefur dregist saman í Kína og sama
má segja um útflutning á málmi, en
lönd víðs vegar hafa hætt að taka
við flutningaskipum frá Kína.
Fjöldi flugfélaga hefur tímabund-
ið hætt við f lug til Kína og fjölda
íþróttaviðburða og mannfagnaða
hefur verið frestað víða í Asíu.
Tugir manna víða um heim hafa
verið settir í sóttkví og einangrun
til að reyna að hamla útbreiðslu
COVID-19 og voru til að mynda 300
Bandaríkjamenn fluttir með flugi
til Bandaríkjanna í gær eftir að hafa
verið haldið í sóttkví á skemmti-
ferðaskipinu Diamond Princess
í tvær vikur. Fjórtán þeirra voru
greindir með veiruna.
Þá var rússneskri konu gert að
snúa til baka í einangrun eftir að
hafa f lúið af sjúkrahúsi í Sankti
Pétursborg þar sem hún hafði verið
í einangrun. Grunur lék á að konan
væri smituð af veirunni eftir ferð til
Kína.
Veiran hefur ekki greinst hér á
landi en samkvæmt þjóðarpúlsi
Gallup óttast þriðjungur þjóðar-
innar að hún berist til landsins.
Sérstakri gámaeiningu hefur verið
komið upp við bráðamóttöku
Landspítalans í Fossvogi en þar
verður hægt að taka á móti og skoða
sjúklinga sem grunur leikur á að séu
smitaðir af veirunni.
birnadrofn@frettabladid.is
Veiran hefur ekki
greinst á Íslandi. Samkvæmt
þjóðarpúlsi Gallup óttast
þriðjungur þjóðarinnar að
hún berist til landsins.
ÞÝSKALAND Skotinn Iain Macnab
þurfti að hætta sem bæjarstjóri í
þýska þorpinu Brunsmark þann
31. janúar, þegar Bretland gekk
formlega úr Evrópusambandinu.
Macnab hafði verið þar bæjarstjóri
í tólf ár við góðan orðstír. Þorpið er
í nágrenni Hamborgar og þar búa
um 150 sálir.
„Ég má ekki kjósa lengur í Þýska-
landi og ef ég má ekki kjósa þá get ég
ekki verið bæjarstjóri,“ sagði hann í
samtali við fréttastofuna AFP.
Iain Macnab er sjötugur að aldri
og hefur búið í Brunsmark í 28 ár.
Hann er kvæntur þýskri konu og
eiga þau saman tvö börn. Uppruna-
lega er hann frá öðrum smábæ,
Achiltibuie í skosku hálöndunum.
Eftir atkvæðagreiðsluna árið
2016 sóttu margir Bretar í Þýska-
landi um ríkisborgararétt, en
Macnab var ekki einn af þeim. „Ég
hugsaði nokkrum sinnum um að
gera það en lét aldrei af því verða.“
Macnab segir Evrópusambandið
ekki gallalaust og að því fylgi reglu-
gerðafargan, en betra sé að vera
innan þess til þess að hafa áhrif.
Hann telur einnig að útgangan
gæti klofið Stóra-Bretland og hann
sjálfur sé í fyrsta sinn að fyllast
þjóðerniskennd sem Skoti.
Daginn sem hann yfirgaf bæjar-
stjórnarsk rifstofuna lét hann
skoska fánann blakta við hún.
Hann kveður þó embættið með
þakklæti. „Mér finnst að ég hafi
áorkað einhverju, jafn vel þó að
þetta geti verið vanþakklátt starf.“
– khg
Missti bæjarstjórastólinn í Brunsmark vegna Brexit
Áhrifa af COVID-19
gætir víða um heim
Rúmlega 72 þúsund manns hafa smitast af COVID-19 veirunni og tæplega
nítján hundruð látist af hennar völdum. Yfirmaður sjúkrahúss í Wuhan í
Kína, sem einungis sinnir sjúklingum smituðum af veirunni, lést í gær.
Kong Yuefeng gefur blóð eftir að hafa læknast af COVID-19 veirunni. Hann lauk einangrun í gær. MYND/GETTY
Iain Macnab má ekki lengur kjósa í þýskum heimabæ sínum. MYND/GETTY
Eftir áralanga þróun og prófanir
höfum við náð markmiði okkar.
Við höfum búið til eina
þróuðustu dýnu heims
Simba tvinndýnan er gerð úr einstakri
samsetningu 2500 keilulaga gorma
og móttækilegs minnissvamps.
Fáðu betri svefn – sama hvert svefnmynstur þitt er.
Komdu og kynntu þér Simba
í næstu Dormaverslun eða á
www.simba.is
V
A
RA
ÁRSINS 2018
B
R
E T L A N
D
HEILSUDÝNUR
Kjörin heilsudýna ársins á
meðal 10.637 þátttakenda í
neytenda könnun KANTAR
TNS í Bretlandi
SIMBA STÆRÐIR VERÐ
Dýna 80 x 200 cm 79.990
Dýna 90 x 200 cm 89.990
Dýna 90 x 210 cm 94.990
Dýna 100 x 200 cm 94.990
Dýna 120 x 200 cm 104.990
Dýna 140 x 200 cm 114.990
Dýna 160 x 200 cm 134.990
Dýna 180 x 200 cm 149.990
Dýna 180 x 210 cm 159.990
Dýna 200 x 200 cm 169.990
OP
IÐ
Á
SU
NN
UD
ÖG
UM
Í
DO
RM
A
SM
ÁR
AT
OR
GI
SIMBA
DÝNURNAR
HENTA BÆÐI Í
HEFÐBUNDIN OG
STILLANLEG
RÚM
Afgreiðslutími Rvk
Mánudaga til föstudaga kl. 11–18.30
Laugardaga kl. 11–17
Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi)
www.dorma.is
Holtagörðum, Reykjavík
Smáratorgi, Kópavogi
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafirði
FRÉTTIR, FÓLK &
MENNING
á Hringbraut
1 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð