Fréttablaðið - 06.12.2002, Side 6

Fréttablaðið - 06.12.2002, Side 6
6 6. desember 2002 FÖSTUDAGURVEISTU SVARIÐ? Svörin eru á bls. 46 1. 2. 3. Fjárlögin 2003 eru til umræðu í þinginu, hvað heitir formaður fjárlaganefndar? Hvað heitir höfuðstaður Græn- lands? Hvað heitir norski listamaður- inn sem keypti hús borgar- bókasafnsins í Þingholtunum? SKIPULAG Tuttugu og tvær nýjar íbúðir verða reistar á ölgerðar- reitnum milli Grettisgötu, Njáls- götu og Frakkastígs. Skipulags- og byggingarnefnd hefur heimilað að rífa öll húsin á reitnum, þar á með- al síðasta eiginlega verksmiðjuhús- næðið í miðborginni. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi borgar- ráðs í vikunni. Húsadeild Árbæjarsafns lagðist gegn niðurrifi Njálsgötu 19 og 21a í umsögn sinni til skipulagsyfir- valda. Telur hún Njálsgötu 19 hafa ótvírætt varðveislugildi sem hluti af götumynd Njálsgötu. Bendir safnið á að húsið hafi verið byggt árið 1913 og sé með elstu stein- steypuhúsum í Reykjavík. Njálsgata 21a er gamla aftöpp- unarhús verksmiðjunnar og er lagst gegn niðurrifi þess vegna sér- stæðrar hönnunar, útlits og hlut- verks. Skipulags- og byggingar- nefnd tók ekki tillit til þessa. Hópur listamanna gerði á sínum tíma tilboð í eignirnar og vildi end- urnýta húsin og búa til litla lista- miðstöð á svæðinu, en skipulags- sjóður taldi tilboðið ekki nægilega gott. Jóhannes Kjarval, arkitekt á skipulags- og byggingarsviði, segir að þetta séu merkilegar byggingar, enda síðasta þyrping iðnaðarhúsa í miðborginni. Hann segir hins vegar að sú tillaga sem nú liggi fyrir borgarráði sé mjög vönduð og það sé mikilvægt fyrir miðborgina að íbúabyggð þar verði efld. ■ Síðasta þyrping iðnaðarhúsa í miðborginni hverfur: Íbúðabyggð á ölgerðarreitnum GAMLA ÖLGERÐ EGILS SKALLAGRÍMSSONAR Húsadeild Árbæjarsafns lagðist gegn niðurrifi í umsögn sinni til skipulagsyfirvalda. FLUTNINGAR Landlæknir hefur gert leigusamning við eigendur hús- eignar við Austurströnd á Sel- tjarnarnesi sem áður hýsti versl- un 10-11. Hyggst embættið flytja starfsemi sína þangað á næstunni: „Við lítum svo á að með þessu sé landlæknir kominn heim,“ seg- ir Jónmundur Guðmarsson, bæj- arstjóri á Seltjarnarnesi, sem gleðst mjög yfir þessum viðburði. „Vagga landlæknisembættisins er einmitt hér á Seltjarnarnesi því hér hafði hann aðstöðu við stofn- un embættisins snemma á átjándu öld þar sem Nesstofa er nú.“ Landlæknir hefur um alllangt skeið verið með skrifstofur sínar á Laugavegi 116 í heldur óhentugu húsnæði við Hlemm. Þar er heil- brigðisráðuneytið einnig til húsa en þar leita menn einnig að nýju og betra húsnæði. Sú leit hefur þó ekki borið árangur ennþá. ■ Seltjarnarnes: Landlæknir flytur heim ADSL mótald • Stofngjald • Músarmotta Samtals verðmæti 18.125 kr. Aðeins 5.900 kr. Hver býður betur? Start- pakkinn - allt sem til þarf ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I SS 1 94 98 11 /2 00 2 islandssimi.is 800 1111 LANDLÆKNIR FLYTUR Þarna var hann til húsa en flytur Nesið, þar sem vagga embættisins er. KYNFERÐISAFBROT Tveir menn sem Hæstiréttur dæmdi til margra ára fangelsisvistar fyrr á þessu ári ganga enn báðir lausir. Annar er reyndar á flótta erlendis og talið er að hann dvelji í Marokkó en hinn dvelur heima í byggðarlagi sínu á Austurlandi og hef- ur verið boðaður til afplánunar þriggja og hálfs árs fang- elsisdóms á næstu dögum. Mál mann- anna tveggja eru lík að því leyti til að þeir voru báð- ir dæmdir fyrir að misnota fóstur- dætur sínar með grófum hætti. Þá eiga þeir það sameiginlegt að vettvangur glæpa þeirra er í báð- um tilvikum byggðarlag austan- lands en átján ár liðu á milli at- burðanna tveggja. Flóttamaðurinn í Marokkó, sem er fæddur árið 1956, var fyr- ir Hæstarétti fundinn sekur um að hafa misnotað fósturdóttur sína á árabilinu 1982 til 1987 eða frá því hún var níu ára að aldri. Hann var dæmdur til að sæta fangelsi í fimm ár og sex mánuði en þegar hann átti að hefja afplán- un í júlí síðastliðnum var hann horfinn af landi brott og hefur enn ekki fundist. Það er á valdi lög- reglu að krefjast gæsluvarðhalds. eða farbanns yfir mönnum eftir að dómur fellur en slíkt var ekki gert í þessu tilviki. Hinn maðurinn, sem dæmdur var fyrir að misnota sex ára fóst- urdóttur sína og smita hana af tveimur kynsjúkdómum, gengur enn laus þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi dæmt hann í byrjun október til að sæta fangelsisvist í þrjú og hálft ár. Sök hans þótti fullsönnuð enda var hann sjálfur haldinn þeim tveimur kynsjúkdómum sem stúlkan greindist með. Málsvörn hans var sú að barnið hefði ítrekað leitað á hann í svefni. Þorsteinn A. Jónsson fangelsis- málastjóri segir það ekki vera á valdi Fangelsismálastofnunar hvort hinum dæmdu sé haldið í gæsluvarðhaldi eða þeir úrskurð- aðir í farbann. Stofnunin sinnti þeirri skyldu sinni að kalla menn inn til afplánunar eftir að öllum formsatriðum hefði verið full- nægt. Þannig þyrfti að birta mönnum dóma en síðan fengju þeir boðun um afplánun. Fangels- ismálastjóri segir að það líði venjulega um þrír mánuðir frá dómi þar til fangelsisdyrnar skella í lás að baki hinum dæmdu. Í helgarútgáfu Fréttablaðsins seg- ir fósturdóttir flóttamannsins í Marokkó sögu sína. rt@frettabladid.is Barnaníðingur var ekki í farbanni Tveir menn sem á undanförnum mánuðum fengu þunga fangelsis- dóma fyrir að misnota fósturdætur sínar ganga enn lausir. Interpol leit- ar annars en hinn hefur verið boðaður til afplánunar tveimur mánuðum eftir að dómur féll. HÆSTIRÉTTUR Mennirnir tveir voru dæmdir til margra ára fangelsisvistar fyrr á árinu. Málsvörn hans var sú að barnið hefði ítrekað leitað á hann í svefni. AUKIÐ FÉ TIL RANNSÓKNA Fern samtök launþega utan Alþýðu- sambands Íslands fá 10 milljónir króna á næsta ári til að efla rann- sóknir á almennum efnahagsmál- um. Samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis fara milljónirnar 10 til Bandalag starfsmanna ríkis og bæjar, Bandalags háskólamanna, Kenn- arasambands Íslands og Sam- bands bankamanna. Áður hafði verið gert ráð fyrir 40 milljónum til efnahagsrannsókna, þar af 30 til Alþýðusambandsins. 100 MILLJÓNIR Í LÚÐUELDI Ríkis- sjóði verður heimilt að taka þátt í hlutafjáraukningu Fiskeldis Eyja- fjarðar og kaupa fyrir allt að 102 milljónir króna á næsta ári, sam- kvæmt tillögum fjárlaganefndar. Fiskeldi Eyjafjarðar sérhæfir sig í lúðueldi og er hlutdeild fyrir- tækisins Fiskeldis í heimsfram- leiðslu á lúðuseiðum um 50%. FJÁRLÖG 2003 Síldveiðin með ágætum: Rúm 40% kvótans veidd SÍLDVEIÐI Búið er að veiða rúmlega 54 þúsund tonn af útgefnum síld- arkvóta það sem af er vertíð, sam- kvæmt upplýsingum Samtaka fiskvinnslustöðva. Rúmur helm- ingur þess, eða 28.500 tonn, hafa farið í vinnslu en 25.600 tonn fóru í bræðslu. Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað og Skinney-Þinganes á Höfn hafa tekið á móti tæplega tíu þúsund tonnum hvort fyrir- tæki og Búlandstindur á Djúpa- vogi rúmum 6.700 tonnum. Útgef- inn kvóti á vertíðinni að viðbætt- um eftirstöðvum síðasta árs var 130 þúsund tonn og á eftir að veiða 75.400 tonn. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.