Fréttablaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 14
14 6. desember 2002 FÖSTUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Ungir sjálfstæðismenn voru aðbýsnast yfir því í gær að rík-
isútgjöld hafi vaxið um fimmtung
á fimm ára tíma-
bili umfram verð-
lagsþróun og fjölg-
un landsmanna. Á
fimm árum hefur
ríkið stækkað um
20 prósent. Ég
held að vöxturinn
sé enn meiri sé lit-
ið til tíu ára – ná-
lægt 50 prósent-
um. Þetta hefur gerst undir for-
ystu formanns eldri sjálfstæðis-
manna, Davíðs Oddssonar. Og
ekki að furða þótt ungir sjálfstæð-
ismenn séu hissa. Lengst af hafa
sjálfstæðismenn stært sig af því
að fara vel með opinbert fé. Að
það sé vinstri villa að auka síellt
skattheimtu og auka ríkisútgjöld.
Það skrítnasta við þessa út-
þenslu ríkisins er að enginn kann-
ast við ódýrari, aukna eða bætta
þjónustu frá ríkinu. Þvert á móti.
Í dag þurfum við að greiða fyrir
ýmislegt í heilbrigðis- og mennta-
kerfinu sem við gerðum ekki fyr-
ir tíu árum. Og ekki hefur þjón-
ustan batnað. Það er nú sem fyrr
hundleiðinlegt að leita til opin-
berra fyrirtækja og stofnana eftir
þjónustu. Það loðir enn við þessi
fyrirtæki að viðskiptamenn séu
aukapersónur. Starfsmenn virðast
líta á flest erindi viðskipta-
vinarins sem bögg – svo vitnað sé
í nýútkomna orðabók. Hann er
flæktur í flókinn vef undarlegra
reglna sem virðast ætlaðar til að
lækka í honum rostann.
En í hvað hafa þá peningarnir
farið? Hvers vegna þarf Davíð
Oddsson 50 prósent meiri fjár-
muni til að reka ríkið en Stein-
grímur Hermannsson? Það er
rannsóknarefni.
Ég gerði litla rannsókn í rusla-
fötinni á skrifstofunni minni. Þar
fann ég fréttatilkynningu frá
landbúnaðarráðuneytinu um ráð-
stefnu á vegum verkefnisins
„Fegurri sveita“. Í tilkynningunni
var sagt frá eins dags ráðstefnu
með erindum yfir tuttugu opin-
berra starfsmanna; málstofum og
ávörpum. Einnig örlítið um þetta
verkefni – „Fegurri sveitir“. Það
virðast þrír starfsmenn verkefn-
isins hafa heimsótt eina 1.200
sveitabæi á umliðnum þremur
árum og spjallað við búalið um
þrifnað og umhirðu.
Þeir sem standa fyrir svona
nokkru hafa aðgang að of miklum
peningum. Til hvers er ríkið að
taka að sér föðurlegar umvandan-
ir um þrifnað og snyrtimennsku í
sveitum? Það veit enginn. Ekki
einu sinni þeir stjórnmálamenn
sem stóðu fyrir þessu. Þeim er
ekki sjálfrátt. ■
Hvers vegna
þarf Davíð
Oddsson 50
prósent meiri
fjármuni til að
reka ríkið en
Steingrímur
Hermannsson?
Menn með of greiðan aðgang að fjármagni
skrifar um stjórnlausa
útþenslu ríkisins.
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
Menn hafa undanfarið deilt umhlut kvenna í stjórnmálum og
þær raddir hafa orðið býsna hávær-
ar sem halda því fram að velja eigi
fólk „vegna hæfileika og verðleika
en ekki vegna kyns“, eins og fram-
kvæmdastjóri Framsóknarflokks-
ins orðaði það í Kastljósi fyrir
nokkrum dögum. Hann sagði líka að
það væri hreinlega ,,móðgun við
bæði kyn“ að jafna hlut kvenna. Ég
verð að viðurkenna að mér fallast
næstum hendur þegar svona er tal-
að. Það vildi ég óska að konur væru
metnar að verðleikum. Það er hins
vegar ekki svo og ég skal færa
nokkur rök fyrir því.
Konur eru helmingur íslensku
þjóðarinnar og þær búa við eftirfar-
andi misrétti:
X Kynbundið launamisrétti er
staðreynd og sá launamunur hefur
ekki verið skýrður með öðru en
kynferði. Samkvæmt upplýsingum
Þjóðhagsstofnunar í nóvember 2001
voru meðaltekjur kvenna aðeins
55,3 % af tekjum karla.
X Þáttur kvenna í fjölmiðlum er
óeðlilega rýr og endurspeglar ekki
samfélagið. Könnun nefndar um
konur og fjölmiðla sýndi að konur
birtust í um 30% af útsendu efni í
fréttatímum sjónvarps og þar er tal-
að mál kvenna aðeins 15% á móti
85% af töluðu máli karla. Ég vek
sérstaka athygli á því að þessi könn-
un var gerð árið 2000! Við sjáum öll
viðtalsþætti í sjónvarpi þar sem
karlar eru alltaf í hreinum meiri-
hluta og fréttatíma með viðtölum
við eintóma karla.
X Rannsóknir sýna að þrátt fyrir
aukna þátttöku kvenna á vinnu-
markaði minnkar álagið á heimilun-
um ekki, sem þýðir tvöfalt vinnuá-
lag á konur. Ég fullyrði að konur í
stjórnmálum þurfa að skila um 80
vinnustundum á viku að lágmarki.
Þá geri ég ráð fyrir að þær séu í
fullu starfi (40 stundir) og nýleg
rannsókn sýnir að heimilisstörfin
hvíla enn að mestu á konunum, þær
verja 20 tímum á viku í þau.
Reynsla mín er sú að það fara a.m.k.
20 stundir á viku að auki í undirbún-
ing, samráð, fundi og samskipti í
pólitíkinni. Og þessi sama kona má
aldrei neita viðtölum (það er enn ein
mýtan að konur geri það alltaf), hún
þarf ávallt að líta vel út, hugsa vel
um heilsuna og síðast en ekki síst,
lifa fullkomnu fjölskyldulífi!
X Konur eru ekki forstjórar stór-
fyrirtækja og konur eru ekki banka-
stjórar eða í stjórnum fjármálafyr-
irtækja – en barnungir piltar eru
það! Konur eru yfirleitt ekki í
valdastöðum.
X Síðast en ekki síst er þáttur
kvenna í stjórnmálum óeðlilega rýr
og endurspeglar ekki samfélagið.
Konur eldast greinilega verr í póli-
tík en karlar ef þær komast að á
annað borð. Það er oft vitnað til þess
að eldri stjórnmálamenn hafi öðlast
svo ,,dýrmæta reynslu“. Konur
virðast hins vegar vera reynslulaus-
ar fram á grafarbakkann og þær
verða bara gamlar og mega hætta...
Einnig þurfa konur að sæta sífelldri
gagnrýni á útlit sitt. Sú samfélags-
mynd sem hér er lýst er raunveru-
leg og hún felur í sér kúgun kvenna.
Því miður verður hún til þess að
stúlkur hafa færri fyrirmyndir á
valdastólum og það breytist hægt.
Samfélagsgerðin styður það að
ímynd stjórnmálamanna verði
áfram ,,karllæg“. Orðið frambjóð-
andi er bara til í karlkyni og einnig
orðin ráðherra og þingmaður svo
dæmi séu tekin af orðaforðanum.
Það þykir sjálfsagt að synir feti í
fótspor feðra sinna í pólitík, sbr. Jón
Baldvin, Steingrímur Hermanns-
son, Björn Bjarnason og Árni
Mathiesen. Þeir eru „erfðaprinsar“
og það er gott og gilt. En ég hef
reynt það sjálf, þó svo að orðið
„erfðaprinsessa“ sé aldrei notað, að
það er litið öðrum augum þegar
dóttir fetar í fótspor föður síns, þá
er hún að „erfa“ völdin – alveg
óverðskuldað – eða hvað?
Oft er líka litið á konur sem full-
trúa kvenna eingöngu. En mér er þá
spurn: Eru karlar þá fulltrúar allra
annarra hópa? Þátttaka kvenna í
stjórnmálum snýst að mestu um
baráttu gegn ríkjandi gildum og
mér finnst sérstaklega súrt í broti
að konur skuli taka undir þann söng
að hún snúist eingöngu um hæfni
og verðleika. Þar voru Stefanía
Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur
og Katrín Fjeldsted læknir og al-
þingismaður þó ánægjuleg undan-
tekning, en þá var sagt að Katrín
væri bara „fúl“. Ég efast um að það
orð hefði verið notað um karlmann
í þessu tilviki, ætli hann hefði ekki
verið sagður „ósáttur“? Síðan má
velta því fyrir sér hvort fjöldi
kvenna á þingi eykst hugsanlega
þegar raunveruleg völd hafa færst
enn frekar til fjármálaheimsins og
karlanna þar? Þá mega þær vænt-
anlega fara inn á löggjafarsam-
kunduna...
Sárast svíður mér þó þegar stall-
systur mínar, sem hafa verið að
vinna ötullega innan flokks og ætlað
sér hlut í stjórnmálum, kyssa vönd-
inn og þakka fyrir að fá að vera
hornkerlingar eins og gerðist eftir
síðasta prófkjör. ■
NÝJU BJÖRGUNARBÁTARNIR Á REYKJAVÍKURFLUGVELLI
Flugmálastjórn segir stjórn-, siglinga- og fjarskiptabúnað nýrra björgunarbáta vera mjög
fullkominn. Þeir séu með mjúkum botni sem henti vel til landtöku á erfiðum stöðum og
geti borið allt að 15 til 20 menn hvor. Að auki fylgi uppblásanlegir björgunarflekar.
Reykjavíkurflugvöllur:
Nýir björgunar-
bátar gagnrýndir
BÚDDISTAR BOÐA FRIÐ Helstu
leiðtogar búddatrúar komu saman í
Kambódíu í gær. Í yfirlýsingu þeir-
ra eru trúaröfgar hvers konar for-
dæmdar og sagðar valda ótta og
eyðileggingu um heim allan. Ríki
heims eru hvött til þess að sýna
umburðarlyndi og samkennd, sem
sé vænlegasta leiðin til að efla frið-
inn.
ÞINGMAÐUR MYRTUR Salam
Magomedov, þingmaður í
Dagestan, var myrtur á miðviku-
daginn. Morðingjarnir biðu eftir
honum þegar hann kom heim til
sín á bifreið sinni.
ERLENT
skrifar um konur í
stjórnmálum.
MARGRÉT
SVERRISDÓTTIR
Um daginn
og veginn
Hornkerlingar
STÚLKA FYRIR BÍL Sjö ára stúlka
varð fyrir bíl á mótum Leynis-
brautar og Heiðarhrauns í
Grindavík síðdegis í fyrradag.
Stúlkan var að leik ásamt fleiri
börnum og virðist hafa hlaupið út
á götuna í veg fyrir bílinn. Hún
var flutt með sjúkrabíl á slysa-
deild Landspítalans í Fossvogi.
Samkvæmt upplýsingum lækna
slapp stúlkan vel. Hún var óbrot-
in en hafði fengið kúlu á höfuðið.
TVEIR STÚTAR Í KEFLAVÍK Tveir
ökumenn voru stöðvaðir af lög-
reglunni í Keflavík í fyrrinótt
vegna gruns um ölvun við akstur.
Ökumennirnir voru færðir til lög-
reglustöðvarinnar og fóru þeir
þaðan undir læknishendur þar
sem tekið var af þeim blóðsýni.
Þakkar-
kveðjur úr
Dalsgerði
Óskar Þór, Lovísa og fjölskylda, Dalsgerði
1K, Akureyri skrifa:
Við, fjölskyldan í Dalsgerði 1Ká Akureyri, færum hér með
alúðarþakkir öllum þeim sem
hafa veitt okkur styrk og stuðning
af ýmsu tagi eftir umferðarslys í
Danmörku 4. júlí síðastliðinn.
Dóttir okkar, Sigrún María,
átta ára, varð fyrir alvarlegustu
áverkunum í slysinu og hefur síð-
an verið bundin við hjólastól, hvað
sem síðar kann að verða. Við
erum þakklát heilbrigðisstarfs-
fólkinu, bæði hér heima og í Dan-
mörku, sem hefur unnið af þekk-
ingu, ósérhlífni og alúð. Við erum
þakklát vinum okkar sem höfðu
frumkvæði að sérstöku stuðnings-
átaki og öllum þeim einstakling-
um, fyrirtækjum og félögum sem
hafa stutt við bakið á okkur á einn
eða annan hátt.
Þessi stuðningur hefur auð-
veldað fjölskyldunni að komast í
hentugra húsnæði á einni hæð,
sem við flytjum í núna í desem-
ber. Innilegar þakkir með óskum
um gleðileg jól og farsælt kom-
andi ár. ■
BRÉF TIL BLAÐSINS
ÖRYGGISMÁL Aðstandendur fórnar-
lamba Skerjafjarðarslyssins hafa
sagt tvo nýja gúmmíbjörgunar-
báta með utanborðsmótorum, sem
keyptir hafa verið fyrir Reykja-
víkurflugvöll, vonda lausn á
öryggismálum vallarins.
Á heimasíðu aðstandendanna,
flugslys.is, er rifjað upp minnis-
blað Hallgríms Sigurðssonar, yfir-
manns hjá Flugmálastjórn, varð-
andi björgunarbátinn sem notað-
ur var í Skerjafjarðarslysinu. Í
minnisblaðinu, sem skrifað er
þremur mánuðum eftir slysið,
segir Hallgrímur bátinn óheppi-
legan þar sem hann sé með utan-
borðsmótor. Það sé bæði hættu-
legt vegna grynninga í Skerjafirði
og fyrir fórnarlömb í sjó.
Hallgrímur lagði til að keyptur
yrði bátur með niðurfellanlegum
borðstokki, hörðum botni og inn-
byggðum mótor. Hann minnir á
orð samgönguráðherra á fundi
átta dögum eftir slysið um að
stjórnvöld vildu hafa á flugvellin-
um besta fáanlega björgunarbún-
að og að ekkert yrði til sparað í
þeim efnum.
Að sögn Flugmálastjórnar eyk-
ur það öryggi mikið að tveir utan-
borðsmótorar eru á hvorum báti
„þar sem minni líkur eru á að þeir
verði ónothæfir við það að mótor
rekist í við erfiðar aðstæður líkt
og víða eru í grunnristum Skerja-
firðinum.“ ■