Fréttablaðið - 06.12.2002, Page 16
16 6. desember 2002 FÖSTUDAGURTENNIS
KOURNIKOVA
Tennisstjarnan íðilfagra Anna Kournikova
lét ekki sitt eftir liggja á tískusýningu sem
haldin var í Dublin á Írlandi í vikunni. Sýn-
ingin var liður í þriggja daga tenniskeppni
á milli Evrópu og Bandaríkjanna.
Umboðsmaður Paolo di Canio,leikmanns West Ham, segir
að engar líkur séu á því að Ítalinn
muni yfirgefa herbúðir liðsins
þegar leikmannamarkaðurinn
opnar á ný í janúar. Samningur Di
Canio rennur út í lok tímabilsins.
Hingað til hefur verið talið að
hann myndi yfirgefa West Ham
þar sem liðið hefur ekki enn boð-
ið honum nýjan samning. „Paolo
hefur oft lýst því yfir að hann
vilji ljúka ferlinum á Upton
Park,“ sagði umboðsmaðurinn.
Manchester United dróstgegn Chelsea í átta liða úr-
slitum ensku deildarbikarkeppn-
innar. Í öðrum viðureignum eig-
ast við Wigan og Blackburn,
Aston Villa og Liverpool og loks
Sheffield United og Crystal
Palace. Leikirnir verða 17. eða
18. desember.
FÓTBOLTI
ÍÞRÓTTIR Í DAG
18.00 Sýn
Sportið með Olís
18.30 Sýn
Trans World Sport
(Íþróttir um allan heim)
19.00 Valsheimili
Handbolti karla (Valur - ÍBV)
19.15 Grindavík
Körfubolti karla
(UMFG - UMFN)
19.15 Seljaskóli
Körfubolti karla (ÍR - Keflavík)
19.30 Sýn
Alltaf í boltanum
Markaþurrðin hjá
Forlan loks á enda
Diego Forlan, framherji Manchester United, er loks farinn að láta að sér kveða. Alex Ferguson
telur að honum hafi tekist að kveða niður allar gagnrýnisraddir með frammistöðu sinni.
FÓTBOLTI Diego Forlan, úrúgvæski
framherjinn í liði Manchester
United, hefur heldur betur náð að
þagga niður í háværum gagnrýn-
isröddum sínum upp á síðkastið.
Eftir að hafa átt við mikla
markaþurrð að stríða síðan hann
gekk til liðs við
United hefur hann
nú skorað sex
mörk á leiktíðinni.
Síðast skoraði
hann annað marka
United gegn
Burnley í enska
deildarbikarnum.
Forlan braut ís-
inn með United í
leik gegn Aston
Villa í lok október þegar hann
skoraði fyrsta deildarmark sitt
fyrir liðið. Síðan þá hefur hann
smám saman verið að finna sitt
rétta form.
Sir Alex Ferguson, knatt-
spyrnustjóri United, telur að Forl-
an sé búinn að sanna sig sem öfl-
ugur framherji. „Hann hefur
kveðið niður þær efasemdaraddir
sem voru uppi um hann. Hann
hreyfir sig vel á vellinum, er með
tvo góða skotfætur og er aldrei
hræddur við að skjóta á markið,“
sagði Ferguson eftir sigurleik
gegn Liverpool um síðustu helgi.
Þar skoraði Forlan bæði mörk
United.
Ferguson telur einnig að stuðn-
ingur áhangenda United hafi átt
stóran þátt í velgengni Forlan upp
á síðkastið. „Hann er fyrst og
fremst duglegur við að reyna
hlutina og áhangendurnir virða
það. Þeir hafa staðið dyggilega við
bakið á honum, sama hversu oft
hann hefur skotið í stöngina eða
látið markvörðinn verja frá sér.“
Forlan var keyptur til United
frá argentíska félaginu
Independiente í janúar á þessu
ári. Þar skoraði hann 20 mörk á
þarsíðustu leiktíð, mörg hver
einkar glæsileg. Forlan vakti at-
hygli með úrúgvæska landsliðinu
á HM í sumar þegar hann skoraði
fallegt mark gegn Senegal í eina
leiknum sem hann fékk að spreyta
sig á mótinu. Forlan hefur alls
leikið fimm landsleiki fyrir
Úrúgvæ og hefur skorað í þeim
tvö mörk.
Í herbúðum United er vonast
til að Forlan nái að fylla skarð
markaskorarans Andy Cole, sem
gekk til liðs við Blackburn undir
lok síðasta árs. Ef hinn 23 ára
gamli Úrúgvæi heldur upptekn-
um hætti ætti hann auðveldlega
að geta staðið undir væntingun-
um. freyr@frettabladid.is
MARKI FAGNAÐ
Diego Forlan fagnar fyrra marki sínu gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðastliðinn
sunnudag. Hann verður í eldlínunni á morgun þegar United tekur á móti Arsenal, efsta
liði deildarinnar.
„Þeir hafa
staðið dyggi-
lega við bakið
á honum,
sama hversu
oft hann hefur
skotið í stöng-
ina.“ AP
/M
YN
D
FÓTBOLTI Jerzy Dudek, pólski mark-
vörðurinn í liði Liverpool, leikur
ekki næstu þrjá leiki liðsins þrátt
fyrir að hafa staðið sig vel í sigri
gegn Ipswich í deildarbikarkeppn-
inni í fyrrakvöld. Chris Kirkland
varamarkvörður fær því að sýna
hvað í sér býr í leikjum gegn
Charlton í deildinni, Vitesse Arn-
hem í Evrópukeppni félagsliða og í
deildarleik gegn Sunderland.
„Jerzy getur núna hvílt sig vit-
andi það að hann hefur náð aftur
upp sjálfstrausti. Hann sýndi að
hann getur staðið sig vel fyrir
Liverpool og honum var vel fagnað
af áhangendum liðsins,“ sagði Ger-
ard Houllier, knattspyrnustjóri liðs-
ins, eftir leikinn gegn Ipswich. ■
Jerzy Dudek,
markvörður Liverpool:
Hvílir næstu
þrjá leiki
HOULLIER
Gerard Houllier, knattspyrnustjóri Liver-
pool, ætlar að hvíla Jerzy Dudek í næstu
leikjum. Dudek hefur gengið illa á milli
stanganna í undanförnum leikjum og hef-
ur hann legið undir mikilli gagnrýni fyrir
frammistöðu sína.
TENNIS Tennisleikarinn John
McEnroe féll úr leik á Honda-mót-
inu í Lundúnum þegar hann tapaði
fyrir Henri Leconte í tveimur lot-
um á miðvikudag. McEnroe, sem
hefur tvívegis lagt Frakkann að
velli í úrslitaviðureign mótsins,
brást illur við tapinu eins og hon-
um einum er lagið. Hann eyðilagði
auglýsingaborða og slapp með
viðvörun fyrir ljótan munnsöfn-
uð.
„Ég hef aðeins tapað tvisvar
fyrir Leconte í 31 viðureign svo
ég bjóst ekki við að tapa leiknum,“
sagði hinn skapilli tennisleikari
eftir mótið. ■
John McEnroe:
Samur við sig
JOHN MCENROE
Hefur alltaf átt erfitt með að
hemja skap sitt.
FÓTBOLTI Peter Kenyon,
stjórnarformaður Manchester
United, telur að innan við
helmingur þeirra 92 félaga
sem taka þátt í ensku deildar-
keppninni geti komist í gegn-
um þá fjárhagserfiðleika sem
hafa átt sér stað í boltanum
undanfarið.
„Það verður að endurskoða
allt skipulagið,“ sagði Kenyon
í viðtali við BBC. „Satt best að
segja held ég að við getum
ekki haft fjórar atvinnu-
mannadeildir lengur. Félögin
eru of mörg. Ég sé ekki annað
en að 1. og 2. deild geti boðið
upp á atvinnumennsku og að í
þeirri þriðju verði hálfatvinnu-
mennska.“
Markaðsvirði Manchester
United hefur lækkað mikið und-
anfarin ár. Er félagið metið á
tæpa 35 milljarða króna en fyrir
nokkrum árum var það metið á
um 134 milljarðar króna.
„Ég veit ekki hvers vegna
svona mörg knattspyrnufélög
fóru á hlutabréfamarkað á sínum
tíma,“ sagði Keynon. „Þetta var
hálfgerð tískubylgja. Það er mikil
óvissa í þessum bransa og menn
eru ekki alltaf tilbúnir að fjár-
festa í knattspyrnufélögum.“ ■
Peter Kenyon, stjórnarformaður Manchester United:
Innan við
helmingur
félaga lifir af
MANCHESTER UNITED
Markaðsvirði United hefur lækkað mikið
undanfarin ár. Félagið er metið á tæpa 35
milljarða króna.
Glæsileg ítölsk leðursófasett
Model IS 1000 3+1+1og 3+2+1
Litir: Koníaksbrúnt, antikbrúnt,
Burgundy rautt, svart og ljóst
Verð frá aðeins kr. 198.000
Opið mán.–fös. 10–18, lau. 10–16 og sun. 13–16
– gæða húsgögn
Bæjarhrauni 12, Hf.
Sími 565-1234