Fréttablaðið - 06.12.2002, Side 20

Fréttablaðið - 06.12.2002, Side 20
20 6. desember 2002 FÖSTUDAGUR Ég veit ýmislegt um það hvern-ig er að vera ríkisstjórn,“ sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti á kosningafundi í byrjun nóvem- ber. Nokkrum dögum fyrr sagðist hann ekki ætla að sætta sig við „ömurlegt frumvarp frá öldunga- deild Sameinuðu þjóðanna“. Þetta eru aðeins nýjustu dæmin af mýmörgum um seinheppni for- setans í orðavali. Löngu áður en hann varð forseti hafði hann öðlast töluverða frægð fyrir margvísleg mismæli sín og klaufaleg ummæli af ýmsu tagi. Fljótlega eftir að hann fór fyr- ir alvöru að verða orðaður við forsetaembættið fóru áhugamenn að safna saman slíkum ummæl- um. Haldið er úti mörgum vefsíð- um þar sem helstu gullkornum forsetans er haldið saman og gefnar hafa verið út bækur með þeim. Af þessum sökum hefur forseti Bandaríkjanna ósjaldan orðið auð- veldur skotspónn spaugurum og skemmtikröftum. Margir telja seinheppni hans í orðavali reyndar ótvíræða sönnun þess að forseti Bandaríkjanna stígi ekki beinlínis í vitið. Stundum þykir stuðningsmönn- um forsetans þó nóg um hama- ganginn í spaugframleiðslunni. Þeir hafa reynt að hrekja sögur af mismælum forsetans og hefur tek- ist að sýna fram á að sum þeirra séu ranglega eignuð Bush og mörg megi reyndar rekja til Dan Quayle, sem var varaforseti George Bush eldri á níunda áratugnum. Í síðustu viku gerðist það svo að breska auglýsingaeftirlitið bann- aði auglýsingu þar sem gert er grín að Bush. Auglýsa átti nýtt myndband með úrvali úr teikni- myndaþáttum þar sem gert er grín að stjórnmálamönnum og frægu fólki. Í auglýsingunni var sýnd teiknimynd af Bush þar sem hann opnar eintak af myndbandinu og segir: „Þetta er uppáhaldið mitt – bara að stinga því í myndbands- tækið.“ Svo stingur hann spólunni í brauðristina sína. En hvað sem því líður er enn grannt fylgst með hverju orði for- setans gagngert í þeim tilgangi að henda kostulegustu spakmælin á lofti. Mörg þessara ummæla er reyndar erfitt að þýða á íslensku, vegna þess að hann slær saman enskum orðum og ruglast á ensk- um orðtökum. Út úr því hafa með- al annars komið fleyg „nýyrði“ á borð við „misunderestimate“, þar sem hann slær saman orðunum „misunderstand“ og „under- estimate“, það er að segja að mis- skilja og að vanmeta. Útkoman gæti verið að „misvanmeta“. Jacob Weisberg, sem hefur tek- ið saman og gefið út tvær bækur með fleygum spakmælum forset- ans, sagðist reyndar hafa sleppt einu óborganlegu atviki úr bók- inni. Menn hefðu þurft að sjá það til þess að kunna að meta það. Það var þegar Bush fór að veifa til tón- listarmannsins Stevie Wonder á tónleikum þess síðarnefnda síð- astliðið vor. gudsteinn@frettabladid.is Bandaríkjaforseti þykir óvenju seinheppinn á stundum: Veifaði Stevie Wonder EKKI BEINLÍNIS ORÐHEPPINN George W. Bush Bandaríkjaforseti þykir ekki með orðheppnustu mönnum. Litlu munar að hann slái Dan Quyale, fyrrverandi varaforseta föður síns, við í mismælum og seinheppni í orðavali. „Ég geri mér grein fyrir því að óróleiki í Mið-Austurlöndum skapar óróleika í þeim heimshluta.“ ,, JÓLAFATNAÐUR - JÓLAGJAFIR á 50-80% lægra verði Einnig barna- og unglingafatnaður EVERLAST-gallar kr 2.990 - með og án hettu allar stærðir - blátt - grátt - svart - rautt Opið mán - fös 11-18 laugard. 11-16 OUTLET 10 + + + m e r k i f y r i r m i n n a + + + FAXAFENI 10 – SÍMI 533 1710 Ge rðu góð ka up Everlast dúnúlpur 4.990 Mao barnajakkaföt 5.990 Parrot barnabuxur 2.590 Fila barnaúlpur 2.990 Herrar Bene jakkaföt 12.500 4 you skyrtur 1.990 Marco bindi 1.990 Herraskór 3.990 4 you gallabuxur 2.990 Dömur Nicegirl bolir 1.990 Tark buxur 2.990 Morgan jakkar 8.500 Laura Aim skyrtur 1.990 Levi’s gallabuxur 2.990 Diesel gallabuxur 3.990 Póstsendum Kvenföt st. 36-44 Stelpuföt st. 92-134 Vönduð föt á sanngjörnu verði. LAURA ASHLEY Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogi. s.551 6646 Opið alla virka daga 10 - 18 og alla laugardaga og sunnudaga til jóla. ❋

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.