Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.12.2002, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 06.12.2002, Qupperneq 26
6. desember 2002 FÖSTUDAGUR Jájá, ég á mér sannarlega mitteftirlætis jólaskraut,“ segir Friðrik Weisshappel, sem hefur heldur betur látið til sín taka þeg- ar útlitið er annars vegar. „Það er hluti af jólagjöf sem ég fékk fyrir margt löngu og hef haldið mikið upp á alla tíð síðan. Ég fékk eitt sinn hring í jólagjöf og þeim hring var komið fyrir í pínulitlum pakka ásamt fullt af öðrum pökkum. Þannig var í pottinn búið að þegar ég lyfti lokinu af stórum pakka kom í ljós míníatúr af stofu og þar var pakkinn ásamt jólatré, ruggu- hesti og fleiru slíku. Umbúðirnar um hringinn reyndust svo fyrir- taks jólaskraut,“ segir Friðrik, sem er mikið jólabarn og segir hefð fyrir því að hafa mikið af skrauti í kringum sig yfir hátíð- arnar. Hann safnar litlum jólasvein- um af ýmsum stærðum og gerð- um, hvort heldur er úr keramiki eða kertum. „Ég hef alla tíð haldið mikið upp á jólin.“ Það nýjasta í jólasafni Friðriks er járnjólatré sem hann fékk í Byko. „Það kem- ur af því geðveik birta og ég nota það sem vinnuljós í eldhúsinu þar sem ég er að byggja mér hús nú um stundir.“ ■ Gamall pakki reynist besta jólaskraut ÓTTAR FELIX HAUKSSON Ætlar að bjóða foreldrum sín- um og fleiri í mat á aðfanga- dagskvöld og ætlar því að bregða út af vananum í matargerðinni. FRIÐRIK WEISSHAPPEL Hann er algjört jólabarn og safnar jólasveinum af öllum stærðum og gerðum. Undanfarin ár hef ég verið meðfylltan kalkún í matinn á að- fangadagskvöld. Nú ætla ég hins vegar að breyta til þar sem ég á von á gestum sem þykir eitthvað annað gott,“ segir Óttar Felix Hauksson, tónlistar- og athafna- maður. „Ég er nú ekki búinn að ákveða hvað verður í matinn en sennilega verður það léttreyktur lambahryggur.“ Óttar Felix segist hafa alist upp við svínalæri með puru. Þegar hann fór sjálfur að búa reyndi hann að hafa matseldina eins ein- falda og mögulegt var og hafði þá gljáðan hamborgarhrygg. „En eft- ir að mér óx ásmegin í matargerð- inni fór ég að gera ýmsar tilraunir með fuglakjöt. Mér hefur gengið vel með kalkúninn,“ segir Óttar Felix. Síðustu ár hefur hann notað „ítalska fyllingu“ eins og hann kallar, hannaða af honum sjálfum. Þá notar hann ávexti, grænmeti, ólífur, sólþurrkaða tómata og ýmis vel varin leyndarmál. Með herleg- heitunum býður hann upp á sykur- gljáðar kartöflur, maís og soðið grænmeti, svo fátt eitt sé nefnt. Eftirrétturinn er síðan möndlu- grautur og að sjálfsögðu verðlaun. Um kvöldið er síðan boðið upp á kaffi og konfekt. ■ Óttar Felix Hauksson: Bregður út af vananum í ár JÓLAMATURINN MINN UPPÁHALDSJÓLASKRAUTIÐ Eftirminnilegasta jólagjöfin: Gjafir frá sonunum „Það sem stendur upp úr á jól- unum eru þær gjafir sem synir mínir hafa búið til,“ segir Ásdís Halla Bragadóttir. „Þær hafa margar verið ofsalega fallegar og það er svo mikil sál og svo miklar tilfinningar lagðar í þessar gjafir. Svo er þeim svo skemmtilega pakkað inn að maður er heillengi að taka þær upp.“ Ásdís Halla segir að það hvíli alltaf mjög mikil leynd yfir þess- um gjöfum. „Í nóvember eru þeir farnir að bíða eftir að geta kjaftað frá en eru þó yfirleitt mjög dug- legir að þegja yfir þessu þegar á hólminn er komið.“ ■Sigurstjarnan, Bláu húsin Fákafeni, s. 588-4545 Einnig opið um helgar. Verið velkomin. 100% mesta vöruúrval á fermetra. Austurlenskt bollastell og aðrir skrautmunir með ekta gyllingu, einnig glæsileg glös og pottar. Ótrúlegt úrval öðruvísi gjafavöru. Heitasta búðin í bænum ÁSDÍS HALLA BRAGADÓTTIR Synir hennar passa vel að hún uppgötvi ekki hvað er í pakkanum frá þeim. 26

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.