Fréttablaðið - 06.12.2002, Síða 30

Fréttablaðið - 06.12.2002, Síða 30
6. desember 2002 FÖSTUDAGUR Öldugangurinn í barnabókaflóð-inu er orðinn ansi mikill en í ár koma út vel yfir hundrað titlar ætl- aðir börnum og unglingum. Þar af eru íslenskar bækur ekki færri en 40 og þær þýddu fleiri en 70. Það hefur ansi margt breyst frá því Ár- mann Kr. Einarsson drottnaði yfir barnabókamarkaðnum. Þá var raunsæið allsráðandi en barna- bækurnar breytast auðvitað með tímanum eins og allt annað og þeir sem skrifa fyrir börn um þessar mundir taka greinilega mið af af- þreyingarmenningu samtímans og svara kröfum ungu lesendanna sem kunna vel að meta fantasíur, mikla spennu og jafnvel nettan hrylling. Potter-byltingin Það urðu auðvitað kaflaskil í barnabókmenntasögunni þegar galdradrengurinn Harry Potter lagði heiminn að fótum sér. Það varð aftur flott að lesa bækur á öld myndbanda og tölvuleikja og nú keppast rithöfundar við að fylgja velgengni Potters eftir og ævintýrið blómstrar sem aldrei fyrr. Ævintýralönd Fyrsta bókin um Harry Potter kom út í Bretlandi árið 1997. Fantasían var þó þegar farin að sækja í sig veðrið hér heima en sama ár kom út bókin Galdrastaf- ir og græn augu eftir Önnu Heiðu Pálsdóttur, Silfurkrossinn eftir Illuga Jökulsson og Margt býr í myrkrinu eftir gelgjusögukóng- inn Þorgrím Þráinsson. Fortíð og nútíð lýstur á einhvern hátt sam- an í bókunum. Hjá Illuga þurfa systkin tvö að friða löngu látinn munk og aflétta bölvun hans af heimili sínu og hjá Önnu Heiðu hverfur drengur í 9. bekk aftur til ársins 1713 til fundar við séra Ei- rík í Vogsósum. Anna Heiða sæk- ir markvisst í sögulegar heimild- ir, klæðir fortíðina í áhugaverðan búning og gerir hana aðgengilega ungu fólki. Gunnhildur Hrólfsdóttir gerir slíkt hið sama í bók sinni Sjáumst aftur... sem hlaut Íslensku barna- bókaverðlaunum árið 2001. Þar sagði frá Kötlu, sem hefur skyggnigáfu og kemst í samband við löngu látna Íslendinga. Gunn- hildur bræddi saman fróðleik og spennu í blöndu sem gekk vel upp og fylgir bókinni eftir í ár með frekari ævintýrum Kötlu í sög- unni Allt annað líf. „Allt annað líf er pínu spenn- andi og fróðleg og mjög svipuð Sjáumst aftur...“, segir Jóhanna Þórey, 10 ára álitsgjafi. Harpa Jónsdóttir gengur enn lengra inn í ævintýralönd í Ferð- inni til Samiraka, verðlaunabók ársins í ár. „Hún er um stelpu eins og Allt annað líf en þær eru mjög ólíkar. Ferðin til Samiraka er um stelpu sem kallað er á frá hafinu og hún sogast inn í ævintýraheim og þarf að hjálpa fólki því ribb- aldar hafa rænt ættingjum þess. Þetta er besta verðlaunabókin sem ég hef lesið hingað til. Alveg einstök íslensk bók,“ segir Jó- hanna og ekki er ólíklegt að Harpa fái einhvern byr frá Harry Potter í seglin. Blíðfinnur á siglingu Hugarfóstur Þorvalds Þor- steinssonar, Blíðfinnur, sækir einnig stöðugt í sig veðrið og þeir sem hafa lesið fyrri bækurnar tvær hafa beðið spenntir eftir því að fá að kíkja í þriðja sinn inn í ævintýraheim Blíðfinns í Blíð- finni og svörtu teningunum. Jó- hanna segir Blíðfinn eiga heima í algerum ævintýraheimi. „Ég held að fyrsta bókin hljóti að vera sú besta. Önnur var pínu sorgleg og dálítið spennandi og söguþráður þessarar nýjustu lítur mjög vel út.“ Þá er Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson mættur með sjálfstætt framhald af Brúnni yfir Dimmu, sem einnig á sér stað handan grámyglaðs hversdagsleikans. Sjóaðir krakkar munu svo örugg- lega ekki láta sjöttu Gæsahúðar- bók Helga Jónssonar fram hjá sér fara en Helgi er til alls líklegur og getur skotið lesendum sínum skelk í bringu og á það meira að segja til að láta bækurnar enda illa. Jarðbundið fjör Þrátt fyrir þessa fantasíu- stemningu er síður en svo logn- molla í mannheimum og þeir sem vilja jarðbundið fjör geta leitað á náðir Mörtu smörtu hennar Gerð- ar Kristnýjar, blandað sér í Lúsa- stríð Brynhildar Þórarinsdóttur og athugað hvort það sé eitthvert gagn að gallsteinum afa Gissa með Kristínu Helgu Gunnarsdótt- ur. Þá munu sjálfsagt margir taka Guðrúnu Helgadóttur fagnandi en þessi ástsæli barnabókahöfundur snýr nú aftur með Öðruvísi daga sem snerta á ýmsu sem varðar unga fólkið. Fróðleikur í bland Þeir krakkar sem vilja fá hreina og klára menningu í bland við ævintýri þessa heims og annars fá heldur betur nokk- uð fyrir sinn snúð þessi jólin. Brynhildur Þórarinsdóttir hefur endursagt Njálu fyrir krakkana þannig að þeir geta fengið smjörþefinn af þessu snilldar- verki og hitað sig upp fyrir menntaskólann á jákvæðan hátt. Þá er ekki síður líklegt að marg- ir vilji kynna fjallið sem enn gnæfir yfir íslensku bók- menntalífi, sjálfan Halldórs Laxness, fyrir börnum sínum eins og hann kom barnabarni hans, Auði Jónsdóttur, fyrir sjónir. Nýliðinn, Molly Moon Það er auðvitað ekki nokkur leið að gera þessum anga bóka- flóðsins tæmandi skil en það verð- ur þó ekki hjá því komist að minn- ast aðeins á þá útlendinga sem eru líklegastir til stórræða. Artemis Fowl kemur sterkur inn í sinni annari bók en hann á marga dygga fylgismenn síðan í fyrra. Þá bíða sjálfsagt allir sem þegar hafa les- ið Gyllta áttavitann og Lúmska hnífinn spenntir eftir Skugga- sjónaukanum, lokabókinni í þrí- leik Philips Pullman í þýðingu Önnu Heiðu Pálsdóttur. Bókafor- lagið Bjartur getur ekki gert út á gullkálfinn Harry Potter í ár en þar á bæ hafa menn gott auga fyr- ir því sem höfðar til krakka. Molly Moon er til alls líkleg og er- lendis eru menn farnir að gera því skóna að hún gæti raunverulega orðið arftaki Potters. Metsölulisti Máls og menningar sýnir svo að það skyldi aldrei vanmeta gamlar kempur. Gunnar Hámundarson trónir á toppnum en hinn eini sanni Gúmmí-Tarsan sækir að honum og nýtur þess sjálfsagt að hann á enn sess í hjörtum margra foreldra sem geta ekki staðist hann þegar velja á bækur fyrir börnin. thorarinn@frettabladid.is MEST SELDU BARNABÆKURNAR Í VERSLUNUM MÁLS OG MENNINGAR (19.-25. NÓVEMBER) 1. Njála - Brynhildur Þórarinsdóttir 2. Öðruvísi dagar - Guðrún Helgadóttir 3. Molly Moon og dáleiðslubókin - Georgia Byng 4. Harry og hrukkudýrin - Alan Temperley 5. Gallsteinar afa Gissa - Kristín Helga Gunnarsdóttir 6. Lúsastríðið - Brynhildur Þórarinsdóttir 7. Blíðfinnur og svörtu teningarnir - Þorvaldur Þorsteinsson 8. Marta smarta - Gerður Kristný 9. Artemis Fowl - Eoin Colfer 10. Ferðin til Samiraka - Harpa Jónsdóttir JÓHANNA ÞÓREY, 10 ÁRA „Það er svolítið slæmt að það skuli ekki koma nein Harry Potter núna. Ég er búin að bíða lengi eftir fimmtu bókinni. Það er samt nóg af góðum bókum. Artemis Fowl er spennandi og hann er soldið vondur sem gerir hann mjög skemmtilegan. Molly Moon er frábær og svo bíð ég spennt eftir að byrja á Blíðfinni þegar ég er búin með hana og Gæsahúð.“ Tveggja heima sýn FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Það ættu allir krakkar að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi í ógurlegu barnabókaflóðinu en þar ægir saman ævintýrum, spennu, gallsteinum og lús- um. Fortíð, nútíð, raunveru- leikinn og fantasían skolast til í hringiðunni en örugg haldreipi og menningarlegar tengingar má finna hjá Laxness og Njálu. ,, Stórútsala Fatamarkaður Barnaföt - dömuföt - herraföt Skeifunni 8

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.