Fréttablaðið - 06.12.2002, Side 44

Fréttablaðið - 06.12.2002, Side 44
SJÓNVARP Leikarinn Will Smith og eiginkona hans, leikkonan Jada Pinkett Smith, ætla að framleiða nýja gamanþætti sem byggðir verða á heimilislífi þeirra. Hvor- ugt þeirra mun koma fram í þátt- unum, sem sýndir verða á banda- rísku sjónvarpsstöðinni UPN. Pinkett Smith mun skrifa hand- ritið að þáttunum í samvinnu við Betsy Borns, sem hefur unnið fyr- ir Vinaþættina vinsælu. ■ 44 6. desember 2002 FÖSTUDAGUR 50% KOSTAR MINNA A‹EINS A‹ KEILUGRANDA 1, 200 METRA FRÁ JL í lagerhúsnæ›i Krónunnar OPI‹ VIRKA DAGA 12-18 OG 11-16 UM HELGAR 50% Jólasveinakerti kr.100 Jólapappír (1 rúlla) kr. 60 Jólarós kr. 2 Servíettur (1 pk) kr. 62 Ljósaperur (1 pk) kr. 56 Sokkar (hvítir 8 stk.) kr. 690 Sópur kr. 2 Myndaalbúm (barna) kr. 300 Myndarammar frá kr. 99 Belti kr. 300 Vinnuvettlingar kr.300 Teljós kr.125 Kerti frá kr. 50 Lei›iskerti kr.100 Bómull kr. 2 Harry Potter gjafavara frá kr. 100 Glasasett kr. 1290 Vídeómyndir kr. 1000 Tölvuleikir (PC) kr. 800 50% 50% 50% AFSLÁTTUR VI‹ KASSANN AF ÖLLUM UPPGEFNUM VER‹UM! JÓLASKRAUT, GJAFAVARA OG MARGT FLEIRA! Viggo Mortensen í Hringadróttinssögu: Lék tábrotinn KVIKMYNDIR Peter Jack- son, leikstjóri Hringa- dróttinssögu, segist ekki hafa áttað sig á því þegar Viggo Mortensen, sem leikur Aragorn í myndun- um, braut á sér tærnar í einu atriðanna í nýjustu myndinni „Two Towers.“ Þess í stað hélt Jackson að Mortensen hefði einfaldlega sýnt af- burða góðan leik. Hafði hann lagt til að Morten- sen myndi sparka í hjálm í bræði sinni í atriðinu. „Í fimmtu töku sparkaði Viggo í hjálminn, öskraði og féll á hnén,“ sagði Jackson. „Ég hélt hann væri að sýna stórleik. Síðan tók ég eftir því að hann sagði ekki neitt. Hann lék síðan halt- ur í næsta atriði.“ Eftir að tökum lauk þann daginn tók Mortensen af sér stíg- vélin og þá kom í ljós að hann hafði tábrotn- að er hann sparkaði í hjálminn. ■ FRAMKVÆMDASTJÓRI Stefán Har- aldsson, framkvæmdastjóri Bíla- stæðasjóðs Reykjavíkur, er fædd- ur og uppalinn Reykvíkingur. Hann hefur alltaf búið í 105-hverf- inu í Reykjavík þar sem honum lík- ar lífið afar vel. Stefán, sem er 44 ára, varð stúd- ent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1977. Hann er vél- tæknifræðingur að mennt og út- skrifaðist frá Óðinsvéum 1983. Áður en hann hóf störf hjá Bíla- stæðasjóði 1993 starfaði Stefán hjá Ístaki og Íslenska álfélaginu. Helstu áhugamál Stefáns eru ferðalög. „Ég fer mikið í fjallaferð- ir, gönguferðir og utanlandsferðir. Ég hef einnig lengi verið stjórnar- formaður í Bandalagi íslenskra farfugla.“ Stefán stundar einnig veiði og fer á skíði í frítíma sínum. Að sögn Stefáns eru engin ferðalög fyrirhuguð á næstunni. „Nú er smá hlé því konan fótbrotn- aði fyrir átta vikum þannig að hún er ekki líkleg til stórræðanna á næsta ári. Það verður því meira um jeppaferðir á næstunni.“ Stefán er kvæntur Guðrúnu Indriðadóttur leirlistakonu og eiga þau tvær dætur. Þær eru Helga Jenný, 22 ára, og María Rún, sem varð 11 ára í gær. Foreldrar Stef- áns eru Reykvíkingar og heita Har- aldur Þórðarson og María Áslaug Guðmundsdóttir. Stefán segist ekki eiga sér nein sérstök framtíðaráform. „Nema það helst að taka þátt í uppbygg- ingu miðborgarinnar í Reykjavík, byggja hér bílastæði og skapa at- vinnulífi góðan grundvöll.“ ■ PERSÓNAN Þvælist um fjöll Stefán Haraldsson, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs Reykjavíkur, er einnig stjórnarformaður í Bandalagi íslenskra farfugla. STEFÁN HARALDSSON Ætlar að halda áfram að taka þátt í upp- byggingu miðborgarinnar í Reykjavík. 18 DAGAR TIL JÓLA Ídag er góð hugmynd að hvílalúin bein eftir annasama viku. Fátt er betra en að hjúfra sig und- ir teppi í sófanum með heitan drykk og góða bók í hönd. Tilvalið er að glugga í einhverja af þeim fjölmörgu íslensku bókum sem eru að koma út nú fyrir jólin og ylja sér um leið með glögg eða heitu súkkulaði. ■ MORTENSEN Viggo Mortensen kallar ekki allt ömmu sína. Will Smith og Jada Pinkett: Framleiða nýja þætti WILL SMITH Will Smith ætlar ekki að leika í nýju gamanþátt- unum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.