Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.12.2002, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 07.12.2002, Qupperneq 22
22 7. desember 2002 LAUGARDAGUR Samfylkingin man tímana tvenna. Össur er fyrsti formaður hennar og hefur séð flokkinn með helm- ingi minna fylgi en þetta. Hvernig líður formanni þá? „Honum líður ekki vel,“ segir Össur „Hann verð- ur stundum einmana.“ Hann bætir við að hann hafi þá fundið hvernig hópurinn í kringum hann fjarlægð- ist út á jaðrana. „Hins vegar er ég bjartsýnn að eðlisfari og hef áður verið í flokkum sem hafa staðið í sömu sporum. Ég segi stundum að hafi ég einn eðliskost, þá er það vestfirsk seigla.“ Össur segir að þessi tími hafi verið Samfylkingunni erfiður. Hann segir flokkinn þá með réttu hafa verið gagnrýndan fyrir óljósa stefnu. „Við fórum skipulega í það verkefni að móta skýra stefnu í öll- um málum. Það er sú vinna sem er að skila sér í fylgi flokksins. Það skilaði meðal annars afgerandi stuðningi flokksmanna við að sækja um fulla aðild að Evrópu- sambandinu. Ég tel að það hafi verið söguleg ákvörðun sem skipti sköpum fyrir flokkinn og muni líka gera það fyrir íslensk stjórn- mál.“ Stúdentaróttækni Össur er sem stjórnmálamaður sprottinn úr umróti Víetnamstríðs- ins og róttækni stúdenta. Fræg er ræðan sem hann hélt á pöllum Al- þingis sem formaður Stúdentaráðs. Þá var Gunnar Thoroddsen forsæt- isráðherra. „Ég er kominn af hel- bláu íhaldi og faðir minn var alla tíð mikill stuðningsmaður Gunnars Thoroddsen. Hann hafði áhyggjur af þessari framgöngu minni á þing- pöllunum. Gunnar hughreysti hann og sagði ræðuna hafa verið góða. „Hann verður kominn yfir til okkar eftir 10-15 ár,“ sagði Gunnar við pabba. Það varð nú ekki.“ Össur segir pólitískan feril sinn hafa verið tilviljun eina. „Hugur minn stóð aldrei til þess að verða stjórnmálamaður. Ég vildi verða vísindamaður og stefndi á starfs- feril innan Háskólans.“ Hann seg- ist hafa komist til pólitískrar vit- undar þegar hann var unglingur á togara frá Raufarhöfn. „Áhöfnin var mjög róttæk og þar var góður vinur minn sem predikaði yfir okk- ur Marxisma. Hann kom mér þó ekki lengra á þeirri braut en að ég varð Hannibalisti þetta sumar. Ég var mjög hrifinn af Hannibal og því klani.“ Seinna kenndi Össur á Ísafirði. „Jón Baldvin var þá for- seti bæjarstjórnar og ég hlustaði á hann tala um klóakkerfi Ísafjarðar af sama eldmóði og hann talaði síð- ar um Evrópumálin.“ Stjórnmálin tilviljun Ímynd Össurar sem stjórnmála- manns hefur verið sú að hann sé stemningsmaður og eigi það til að vera fljótfær. Ímynd vísinda- mannsins er hins vegar önnur. Endalaus þolinmæði og seta yfir afmörkuðum verkefnum. „Ég er óþolinmóður og vil sjá hlutina ganga hratt. Ég er líka náttúru- fræðingur og það má ekki gleyma þeirri hefð meðal íslenskra nátt- úrufræðinga að vera fjölfræðingar. Það er kannski líka þessi þörf fyrir fjölbreytni sem dró mig að blaða- mennsku.“ Össur varð ritstjóri þriggja blaða, Þjóðviljans, Alþýðublaðsins og DV. „Ég byrjaði sem sumarmað- ur á Þjóðviljanum 1978. Það vildi svo þannig til að ég lenti þar aftur sem ritstjóri þegar ég kom heim úr doktorsnámi frá Bretlandi. Ég var gerður að ritstjóra í hópi jafningja. Það var mjög lærdómsríkt. Sú reynsla nýtist mér vel sem formað- ur Samfylkingarinnar þar sem ég hef sömu tilfinningu fyrir því að vera í forystu meðal jafningja minna.“ Össur sat sem ritstjóri Þjóðvilj- ans undir handarjaðri Ólafs Ragn- ars Grímssonar. Þetta voru ólgu- tímar innan flokksins. Hinn frjáls- lyndari armur Alþýðubandalagsins átti undir högg að sækja. Hópurinn stofnaði félagið Birtingu innan flokksins. Össur gafst að lokum upp á deilum innan flokksins og gekk úr honum í Alþýðuflokkinn. „Við vorum nokkur sem fórum. Það voru ekki samantekin ráð. Við gerðum þetta upp við okkur hvert og eitt. Ólafur Ragnar ætlaði ekki að trúa mér þegar ég tilkynnti ákvörðun mína.“ Össur segist á þessum tíma ekk- ert hafa verið að hugsa um það að verða stjórnmálamaður. Að lokn- um ritstjórastörfum á Þjóðviljan- um var hann lektor við Háskóla Ís- lands. „Vegna sérþekkingar minn- ar á fiskeldi var mér svo boðið starf hjá Reykvískri endurtrygg- ingu sem tryggði fiskeldisfyrir- tæki. Ég stóðst ekki boð um þreföld lektorslaun.“ Össur dróst á ný inn í pólitíkina. „Ég var hvattur til að taka þátt í prófkjöri Alþýðuflokks- ins í Reykjavík og náði þar þriðja sæti.“ Reynsluheimur feðra Þegar Eiður Guðnason varð sendiherra losnaði stóll umhverf- isráðherra. „Jón Baldvin horfði yfir hópinn og sagðist hafa séð mann sem væri með próf í starf umhverfisráðherra.“ Það fer ekki á milli mála að Össur horfir með mikilli hlýju til tímans í umhverf- isráðuneytinu. „Þetta var mjög góður tími. Þar spilaði margt sam- an. Þrátt fyrir að undir lok stjórn- arsamstarfsins hafi verið erfitt á milli oddvita stjórnarflokkanna leið mér vel í ríkisstjórninni. Ég átti gott samstarf við alla samráð- herra mína. Ég þekkti vel til mál- efna ráðuneytisins. Ég réði því vel við verkefnið. Þar við bættist að við hjónin ættleiddum dóttur okk- ar, Birtu, og ég hafði tíma til að sinna því nýja hlutverki.“ Össur segir að föðurhlutverkið hafi breytt sér. „Ég tók alltaf mark á umræðu Kvennalistans um reynsluheiminn. Í föðurhlutverk- inu kynntist ég tvímælalaust reynsluheimi sem breytti mér. Birta gerði mig að töluvert betri manni.“ Hann viðurkennir að þrátt fyrir gott samband sitt við aðra meðlimi ríkisstjórnarinnar hafi andrúmsloftið innan hennar verið orðið þrúgandi undir það síðasta. „Samfylkingin var stofnuð til að leiðrétta söguleg mistök klofnings vinstrimanna,“ segir Össur. Hann telur það hafa verið mistök að stofna ekki strax stjórnmálaflokk eftir kosningarnar og kjósa for- ingja. „Ég var svo kallaður til þess verkefnis að vera formaður flokksins þegar Samfylkingin var loks stofnuð ári eftir kosningarn- ar.“ Össur segir tímasetninguna hafa vafist fyrir sér. „Við hjónin höfðum tekið meðvitaða ákvörðun um að ættleiða annað barn.“ Össur segist hafa notið þess að geta varið tíma með eldri dótturinni. Ingveld- ur Esperansa, yngri dóttir þeirra, hefur ekki fengið jafn mikið af tíma föður síns. „Formennskunni fylgir mikill erill.“ Eftir prófkjör Samfylkingarinn- ar hefur komið fram gagnrýni á litla endurnýjun og að hægri armur flokksins hafi orðið undir. Hall- grímur Helgason rithöfundur og Þröstur Helgason blaðamaður hafa verið meðal þeirra sem talað hafa um landlausan hóp frjálslyndra jafnaðarmanna sem geti ekki kosið neinn flokk. „Þetta er kaffihúsa- speki. Besta röksemdin gegn henni er auðvitað síðasta skoðanakönnun. Samkvæmt henni verða 7 nýir þing- menn í liðinu. Það eru langtum fleiri en nokkur annar flokkur get- ur státað af.“ Össur segir að þing- flokkur Samfylkingarinnar hafi fengið frábæra traustsyfirlýsingu í prófkjöri flokksins. „Hann fékk aft- ur afgerandi traustsyfirlýsingu í nýjustu skoðanakönnuninni. Það bendir ekki til þess að það sé stór hópur jafnaðarmanna sem telur sig landlausan. Ég tek hins vegar fullt mark á umræðunni. Menn hafa tal- að um að Samfylkingin hafi færst til vinstri. Gott og vel. Hvað eru menn að tala um? Er það hægri eða vinstri pólitík að grundvalla mark- mið flokksins á haftalausu atvinnu- lífi byggðu á samkeppni og mark- aðsfrelsi, öflugu velferðarkerfi og fjárfestingu í menntun? Er það hægri eða vinstri stefna að vilja að- ild að Evrópusambandinu? Er það hægri eða vinstri að vilja auðlinda- gjald þar sem gæðum sem færð voru ákveðnum einstaklingum og fyrirtækjum er skilað til baka með skipulegum hætti? Er það hægri eða vinstri að efla lýðræðið með því að vilja þjóðaratkvæðagreiðslur og gera landið að einu kjördæmi? Mitt svar er að þessar hugmyndir falla undir nútímalega og frjálslynda jafnaðarstefnu. Þær eru kjarninn í stefnu Samfylkingarinnar.“ 300 þúsund á dag Össur segir að markmiðin um öflugt atvinnulíf og öflugt vel- ferðarkerfi séu samtvinnuð því hvorugt geti án hins verið. „Það er hægt að færa rök að því að örygg- isnet velferðarkerfisins örvi kröftuga einstaklinga til að taka áhættu í atvinnulífinu. Það stuðlar að því að frumkvöðlar með nýj- ungar koma fram. Þannig stuðlar velferðarkerfið að nýrri verð- mætasköpun.“ Össur segir því að atvinnulífið og velferðarkerfið séu hliðar á sama peningi. „Ég þekki vel þarfir atvinnulífsins og hef ríkan skilning á því að hér þarf að vera umhverfi sem er hag- fellt atvinnulífinu. Ég hef sjálfur reynslu af að reka fyrirtæki, þar á meðal öflugt, lítið fjármálafyrir- tæki.“ Össur vísar því líka á bug að Samfylkingin horfi einungis á kjör þeirra sem verst eru settir. „Áherslan hjá okkur helgast auð- vitað af því að sótt hefur verið að kjörum öryrkja, aldraðra og þeirra sem lægst hafa launin í tíð þessar- ar ríkisstjórnar. Skattar hafa verið lækkaðir á fyrirtæki á sama tíma og persónuafsláttur hefur ekki fylgt launaþróun. Það þýðir að þeir sem lifa á örorkubótum greiða skatta af sínum litlu tekjum. Á sama tíma greiðir lítill hópur rík- ustu einstaklinganna 10% skatt af oft á tíðum gríðarlegum fjár- magnstekjum. Við höfum fjölmörg dæmi af einstaklingum sem eru með allt að 300 þúsund krónur á dag í fjármagnstekjur. Í sumum tilvikum eru þessar tekjur afrakst- ur kvótagróðans.“ Margir telja að kosningarnar í vor muni ekki marka nein tíma- mót. Ríkisstjórnarflokkarnir muni halda áfram að starfa saman. Öss- ur er ekki sammála þessu. „Ég held að fólk sé að verða mjög þreytt á þessari ríkisstjórn.“ Hann segir hins vegar ekki rétt af sér að ræða hvers konar ríkisstjórn verði mynduð eftir kosningar. „Ég ræð því ekki. Kjósendur ráða því. Við höfum hins vegar sagt að við erum tilbúin að leiða ríkisstjórn. Okkur finnst eðlilegt að stærsti flokkur- inn í samsteypustjórnum sitji í for- sætisráðuneytinu.“ Evrópumálin eru komin á dag- skrá íslenskra stjórnmála. Eftir póstkosningu er aðildarumsókn á dagskrá Samfylkingarinnar. „Ég sé fyrir mér í framtíðinni að við eigum eftir að fara þarna inn. Það er ábyrgðarlaust af Sjálfstæðis- flokknum að hafna aðild fortaks- laust og ekki í þágu þjóðarhags- muna. Næstu kosningar munu snú- ast um lífskjör. Evrópuumræðan er órjúfanlegur þáttur af lífskjara- umræðunni. Menn hljóta að spyrja sig þeirra spurninga hvort Íslend- ingar eigi að borga hærra verð fyr- ir matvörur en nágrannalöndin. Hvort íslensk fyrirtæki eigi að búa Össur Skarphéðinsson er ánægður þessa dagana. Samfylkingin mældist með 32% fylgi í skoðanakönn- un Gallup. Það er 5% yfir kjörfylgi í kosningum. Flokkurinn hefur ekki mælst hærri á kjörtímabilinu. Össur Skarphéðinsson segir Evrópumálin órjúfanleg frá umræðunni um lífskjör þjóðarinnar. Kosningarnar í vor muni snúast um lífskjör. Samkvæmt skoðanakönnunum styðja fleiri Samfylkinguna nú en studdu hana í síð- ustu kosningum. Össur er bjartsýnn, enda séð það svartara. Hann telur flokkinn tilbúinn til að leiða ríkisstjórn. Við gerðum þetta upp við okkur hvert og eitt. Ólafur Ragnar ætlaði ekki að trúa mér þegar ég tilkynnti ákvörðun mína. ,, Næstu kosningar munu snúast um lífs- kjör. Evrópuumræðan er órjúfanlegur þáttur af lífs- kjaraumræðunni. Menn hljó- ta að spyrja sig þeirra spurn- inga hvort Íslendingar eigi að borga hærra verð fyrir matvörur en nágrannalöndin og hvort íslensk fyrirtæki eigi að búa við verri rekstr- arskilyrði vegna hærri vaxta. ,, FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT Bjartsýnn en stundum einmana

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.