Fréttablaðið - 07.12.2002, Page 28

Fréttablaðið - 07.12.2002, Page 28
„Hið sjónræna ræður ótrúlega miklu í markaðsetningu hvort sem selja á bækur eða stjórnmála- menn. Að setja í orð drepur hið dularfulla og mystíska. Þá fara menn að þykjast gáfulegir og fara að efast. Myndir eiga hins vegar greiðari leið að mannshuganum. Að kaupa hluti hangir á hinu lélega í undirmeðvitundinni; öfundinni, stoltinu, hégómanum og öllu þessu,“ segir prófessor Guðmund- ur Oddur í grafískri hönnun við Listaskóla Íslands Hann er leiðir blaðamann Fréttablaðsins um jóla- bókaflóðið en við erum að skoða hönnun á bókakápum í bókabúð Máls og menningar. Þó nú sé árstíð rithöfunda er einnig uppskeruhá- tíð hönnuða. Guðmundur Oddur grípur bókina um Jón Baldvin. „Hér er ágætt dæmi um hvernig spilað er á undirmeðvitundina: Jón Baldvin hugsi í forgrunni, konan bak við manninn úr fókus en með augun á honum sem miðpunkti.“ Fyrir þessi jólin er meginein- kennið klassísk og sígild uppsetn- ing en módernismi er víkjandi. Áberandi er miðjusett myndbygg- ing, portrett, gullgyllt upphleypt letur en allt þetta var bannað á tímum módernismans þegar ein- faldleiki og minimalismi var í önd- vegi. „Nú er allt í sensasjón, stór- drama og hinu mikilfenglega,“ segir Guðmundur Oddur. Þessi ný- klassíska stefna kemur frá Evrópu og Ameríku og verður ráðandi hér um miðjan 9. áratuginn. „Frábært dæmi um þetta gæti verið Sonja. Hér er miðjusett Hollywood-mynd frá 4. áratugnum, glæsileiki og upphafning portrettsins. Leturval- ið er undirstrikar þetta, er klass- ískt og flúraðra en módernisminn hefði nokkurn tíma leyft sér.“ Kápa og innihald renni saman í eitt Talandi um fagmennsku segir Guðmundur Oddur enga spurn- ingu um að greina megi framfarir. Áður mátti finna eina og eina bók í flóðinu sem var sómasamleg en þeim fjölgar og að sama skapi sjást færri slys. En þau eru enn til staðar og óverjandi með öllu þeg- ar slíkt dúkkar upp. Það fer ekki fram hjá glöggu auga þegar í tímahraki kastað er til höndum í hönnun bókakápu sem er sorglegt því oft býr mikill metnaður að baki útgáfunni að öðru leyti. Guðmundur Oddur er ekkert endilega á því að hönnuðir þurfi að lesa þá bók, sem þeir eru að hanna um kápu, spjaldanna á milli en forsenda góðrar hönnunar sé þó sú að þeir séu í tengslum við efni bókarinnar og eðli. „Helst þurfa þeir að vera í góðu sam- bandi við höfundinn og fá frá hon- um upplýsingar. Og auðvitað skiptir miklu máli að þeir geri sér grein fyrir hvar í sveit bókin er sett, hvort um er að ræða fræði- bók eða ástarróman. Langflottast er að bókakápan og innihaldið renni saman í eitt konsept. En slíkir konfektmolar eru sjaldséð- ir, sjást kannski annað eða þriðja hvert ár.“ Prófessorinn segir jafn- framt bókagerðina sem slíka skip- ta máli. Að menn átti sig til dæm- is á að tengja harða spjaldið við kápuna með litavali og að þetta tvennt hangi saman. „Ekki bara að þetta sé kápa utan um einhvern óskyldan hlut heldur að þetta hangi saman í litatilfinningu og sé fagur prentgripur sem slíkur.“ Salan hangir á kápunni Tæknileg fagmennska er að aukast, að mati Guðmundar Odds, en ekki að sama skapi fagmennska í tengslum við notkun leturgerðar, lita og samspil þátta. Hann segist sjá fleiri og fleiri viðvaninga í hönnuninni. „Þeir kunna kannski á forritið en vantar auga og uppeldi. Höfundar hafa jafnvel tekið uppá því að hanna útlit bóka sinna sjálf- ir því þeir kunna á forritið - slíkt getur endað með ósköpum.“ Allt miðast við að lækka kostn- að en Guðmundur Oddur telur sig hafa staðfestar heimildir fyrir því að greiðsla fyrir hönnun bóka hafi hrapað um helming frá því sem var fyrir 10 árum. Hann segist þó gera ráð fyrir því að stærri og metnaðarfyllri útgáfur átti sig á mikilvægi bókakápunnar. „Þetta er einn mikilvægasti þátturinn í tengslum við sölu. Ekki spurning, þetta er andlit bókarinnar og það sem dregur þig fyrst að henni. Stór hluti sölunnar hangir á kápunni og kemur að mikilvægi næst á eftir góðu orðspori.“ jakob@frettabladid.is 28 7. desember 2002 LAUGARDAGUR PRÓFESSOR GUÐMUNDUR ODDUR Segir myndir eiga greiðan aðgang að mannshuganum. Að kaupa hluti hangir á hinu lélega í undirmeðvitundinni; öfund, stolti og hégóma. Að frátöldu orðspori er bókakápan mikilvægasta sölugagn útgef- enda. Dóra: 1. Samúel eftir Mikael Torfason „Ber af íslenskum skáld- sögum. Pappírinn gerir gæfumuninn - það gott að koma við þessa bók. Hún er gróf eins og sagan sjálf..“ 2. Stolið frá höfundi stafrófsins eftir Dav- íð Oddsson „Möguleikar í prentverki eru fagmannlega nýttir til að undir- strika skemmtilegan titil.“ 3. Hjálpræði efnamanns eftir Klemens frá Alexandríu „Ekkert gleður eins mikið og Lærdómsrit bókmenntafélagsins, hönnunin stendur alltaf fyrir sínu. 4. Plebbabókin eftir Jón Gnarr „Besti brandarinn.“ 5 The Autograph Man eftir Zadie Smith „Reyndar flottasta bókin sem ég fann. Get ekkert að því gert að hún er frá út- löndum og ekki skráð í Bókatíðindi.“ Guðrún: 1. Blíðfinnur, Ferðin til Tar- gíu eftir Þorvald Þorsteins- son „Myndir Guðjóns Ketilsson- ar á kápum Blífinns bókan- na eru yndislega fallegar og þjóna innihaldinu eins og best verður á kosið.“ 2. Engill í Vesturbænum eftir Krístínu Steinsdóttur „Kápan lætur kannski lítið yfir sér við fyrstu sýn en endurspeglar innihald bókarinnar vel.“ 3. Konungur háloftanna eftir Guðberg Auðunsson „Hér kemur enn einn gull- molinn frá Brians Pilkington.“ 4. Frida eftir Barböru Mujico „Hér fer ekk- ert úrskeiðis, grafísk útfærsla letursins passar eins og flís við rass.“ 5. Hjálp að handan eftir Svövu Jónsdóttur „Mynd á kápu er eftir Kristínu Gunn- laugsdóttur og gaman að sjá hvað þær koma vel út á prenti enda Kristín frá- bær málari.“ Egill: 1. Seiðandi saltfiskur og þorskréttir þjóðanna, rit- stjóri Einar Árnason „Feikilega fallega hönnuð og skemmtileg bók.“ 2. Hjálpræði efnamanns eftir Klemens frá Alex- andríu „Lærdómsrit Bókmenntafélags- ins eru flottasti bókaflokkur á Íslandi fyrr og síðar.“ 3. Stolið frá höfundi starfrófsins eftir Davíð Oddsson „Hallgrímur segir að þetta sé flottasta bókarkápan í ár, jú, hún er ansi góð. Tékkum svo á inni- haldinu...“ 4. Plebbabókin eftir Jón Gnarr „Kápan er fyndin, nokkuð sem vantar sárlega í bókina sem ég las spjaldanna á milli á þremur mínútum í Eymundsson.“ 5. Ást á rauðu ljósi eftir Jóhönnu Krist- jónsdóttur „Klassík frá því í kringum 1960.“ Illugi: 1. Stolið frá höfundi staf- rófsins eftir Davíð Odds- son „Ber af. Svo einfalt er það. Titillinn er líka ferlega flottur.“ 2. Don Kíkóti eftir Cervantes „Klassísk kápa í alla staði og gengur alveg upp.“ 3. Leiðin til Rómar eftir Pétur Gunnars- son „Hæg og falleg kápa.“ 4. Samúel eftir Mikael Torfason „Í raun- inni finnst mér þessi kápa ógeðslega ljót. En hún er vel heppnuð!“ 5. Bíðfinnur 3 eftir Þorvald Þorsteinsson „Kápurnar um Blíðfinn eru alltaf fínar.“ 5bestu Dóra: 1. Hitler og seinni heim- styrjöldin eftir A.J.P. Taylor „Hönnuðurinn fer alla leið og klæðir þessa merku bók í búning sem gjaldfell- ir efni hennar gríðarlega mikið.“ 2. Þjóðerni í þúsund ár? Ritstjóri Sverrir Jakobsson „Merkilega vond kápa. Á þetta að vera fyndið myndefni?“ 3. Ísland í aldanna Rás eftir Illuga Jökuls- son „Treysti enginn sér til að gera bet- ur en þetta?“ 4. Barist fyrir frelsinu eftir Björn Inga Hrafnsson „Sérkennileg hönnun og minnir helst á forsíðuna á Vikunni fyrir 10 árum.“ 5. Nennekkja feisaða eftir Valgeir Magn- ússon „Stimpillinn „Alvöru unglinga- bók“ sem er klínt á kápuna hlýtur að senda kjánahroll niður eftir bakinu á íslenskum ungmennum.“ Guðrún: 1. Vaknað í Brussel eftir Elísabetu Ólafsdóttur „Pirr- ar mig svakalega, í fyrsta lagi þessi stuldur á stell- ingu og vörum Bjarkar á Homogenic og svo þessi tilgerðarlegi skurður og skeyting sem að ég veit ekki alveg hvað á að fyrirstilla. Kannski engil á hvolfi?.“ 2. Gullkorn úr hugarheimi íslenskra barna í samantekt Halldórs Þorsteins- sonar „Englarnir hans Raffaels eru nú búnir að ganga svo oft á milli manna að þeir hafa fengið á sig ansi gleði- barnalegan blæ.“ 3. Í fréttum er þetta helst ritstýrt af: Guð- jóni Inga Eirkíkssyni og Jóni Hjaltasyni „Hver gerði þessa hörmung?“ 4. Nafnlausir vegir eftir Einar Má Guð- mundsson „Með nafn höfundar og titil í þessu letri og litum, verður kápan forljót. 5. Áhyggjudúkkur eftir Steinar Braga „Kannski passar myndin við ringureið- artilfinningu bókarinnar en af hverju að vera svona ófrumlegur? Escher var ekki ófrumlegur!“ Egill: 1. Skítadjobb eftir Ævar Örn Jóspesson „Svona voru bókarkápur sirka 1980, þetta er eins og flassbakk aftur í Hlemmur-Fell.“ 2. Ljóðaþing eftir Eystein Þorvaldsson „Dauðalega drapplituð kápa, virkar álíka leiðinleg og viðfangsefnið, ljóða- gerð á síðari hluta tuttugustu aldar.“ 3. Pabbi, bók fyrir verðandi feður eftir Ingólf V. Gíslason „Voða sætur strákur á kápunni en af hverju er pabbinn að sjúga snuðið?“ 4. Hitler og seinni heimstyrjöldin eftir A.J.P. Taylor „Er ekki dálítið langt geng- ið að láta stafina á forsíðunni drjúpa blóði, kápan lítur út eins og vefsíða nasistafélags?“ 5. Í fréttum er þetta helst, gamansögur af íslenskum fjölmiðlamönnum. „Vona að guð gefi að ég sé ekki í þessari bók.“ Illugi: 1. Ég veit þú kemur eftir Gerði Kristný „Sillí hug- mynd og frumstæð út- færsla.“ 2. Vaknað í Brussel eftir Elísabetu Ólafsdóttur „Ör- ugglega eitthvað „grúví“ konseft hér að baki. En þetta er ljótt, ljótt, ljótt!“ 3. Crazy eftir Benjamin Lebert „Ekki gefur nú kápan tilefni til að halda að það séu mikil ærsl hér á ferðinni. 4. Skrýtnastur er maður sjálfur eftir Auði Jónsdóttur „Því miður - því ég held þetta sé áhugaverð bók. En kápan dregur úr áhuganum.“ 5. Vitfirringur keisarans eftir Jaan Kross „Sama sagan. Mig langar að lesa þessa bók en kápan er skelfileg leiðinleg.“ Góðar og slæmar bókakápur: Að höfða til hins lélega í undir- meðvitundinni Góðar 1. Stolið frá höfundi starf- rófsins eftir Davíð Odds- son „Veisla fyrir fagurkera og einkennist af hug- myndaauðgi og smekkvísi.“ 2. KK eftir Einar Kárason „Nær svo vel saman grip- urinn bókin og kápa. Góð tenging milli leturgerðar og myndar.“ 3. Sonja eftir Reyni Traustason „Glæsileg notkun á portretti og prýðileg týpógraf- ía sem er vel við hæfi.“ 4. Konur með einn í útvíkkun „Hér hang- ir saman kápa og bók og góð tenging leturs og myndar.“ 5. Vaknað í Brussel eftir Elísabetu Ólafs- dóttur „Hugmyndaríki í myndrænni framsetningu og höfðar til einhvers í undirmeðvitund minni sem ég kýs að fara ekki nánar útí.“ Vondar 1. Nafnlausir vegir eftir Einar Má Guðmundsson „Fullkomið metnaðarleysi og smekklaus leturgerð. Má heita furðuleg kápa um verk þessa viður- kennda höfundar.“ 2. Sólarsaga eftir Sigur- björgu Þrastardóttur „Þetta er ekki sæmandi góðum höfundi og líkist helst kápu bókar eftir Teresu Charles.“ 3. Draumar eftir Starr og Zuker „Hefði manneskja með tilfinningu fyrir letri fengið að fikta með svo djarfa efnis- notkun á þessu bláa flaueli mætti bú- ast við góðu, en það er ekki. Hryllilegt.“ 4. Ég veit þú kemur eftir Gerði Kristnýju „Ekkert líf í þessu, steindauður upp- stoppaður lundi og ósmekklegt lita- og leturval.“ 5. Röddin eftir Arnald Indriðason „Er þetta saga Íslenskrar leiklistar? Marg- tuggin klisja að nota sviðstjöld og óspennandi leturgerð.“ 5verstu Fréttablaðið leitaði til fimm einstaklinga sem áhuga hafa á bókum og bókahönnun og fékk þá til að velja fimm bestu og fimm verstu bókakápurnar í ár. Þetta voru Dóra Ísleifs- dóttir, grafískur hönnuður, Egill Helgason sjónvarpsmaður, Guðmundur Oddur Magn- ússon, prófessor við Listaháskóla Íslands, Guðrún Tryggvadóttir myndlistarmaður og hönnuður og Illugi Jökulsson rithöfundur. Álitsgjafar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.