Fréttablaðið - 07.12.2002, Side 30

Fréttablaðið - 07.12.2002, Side 30
30 7. desember 2002 LAUGARDAGUR Það eru rúm fjörutíu ár síðan Kjörgarður við Laugaveg var opnaður. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið og flestir karlanna sem þar hafa starfað hörfað fyrir konum sem þar hafa fest rætur. Kvennagarður Fastir viðskiptavinir geta gengið að borðum sínum vísum Það þóttu mikil tíðindi fyrir margt lönguþegar Kjörgarður, fyrsta verslunarmið- stöð okkar Íslendinga, hóf starfsemi. Þar var mikið og flókið tækniundur sem dró fólk að eins og mý að mykjuskán. Raf- magnsstiginn í húsinu var tilefni til langra lýsinga á undrinu og þar sem tveir menn mættust var rætt um hvort þeir hefðu séð stigann góða og hvernig tilfinning það hefði verið að fara upp og niður. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjáv- ar. Kjörgarður hefur þjónað okkur með ágætum og gerir enn. Þeir sem komu þangað reglulega á frumbýlisárunum hafa án vafa ekki gert sér í hugarlund þá að sá dagur myndi renna upp að þar sætu nær eingöngu konur að völdum. Sú er hins vegar raunin og þeir fáu karl- ar sem þar eru enn munu víkja fyrir kon- um á næstu vikum. Fregnir herma að þangað séu bæði væntaleg kvennablaðið Vera og kvennakirkjan. ■ GUÐRÚN SIGTRYGGSDÓTTIR OG KLARA SIGURBJÖRNSDÓTTIR Þær reka saman veitingastaðin Lóuhreiður og elda og baka allt sem þar er á boðstólum. Lóuhreiður er notalegur veit-ingastaður í eigu þeirra Klöru Sigurbjörnsdóttur og Guð- rúnar Sigtryggsdóttur. „Þegar við tókum við staðnum var fjöld- inn allur af föstum viðskiptavin- um sem fylgdi. Þeir sækja stað- inn enn og það er það skemmti- lega við reksturinn. Við bökum og eldum allan mat sjálfar og það virðist falla vel í kramið að fá venjulegan heimilismat því föstu viðskiptavinir okkar koma margir daglega í mat.“ Þær segja talsvert um að saumaklúbbar komi í kaffi og hópur vinkvenna láti sjá sig reglulega og fá þær alltaf sama borðið. „Í hádeginu eru alltaf nokkur borð frátekin fyrir föstu viðskiptavinina sem ganga að þeim vísum. Fullorðinn maður sem við vitum að kom daglega allan þann tíma sem fyrrum eig- andi rak staðinn fylgir okkur og mætir alltaf í hádegismat. Kon- urnar í húsinu setjast líka niður hjá okkur og spjalla. Þessi rekst- ur er ótrúlega skemmtilegur og við værum ekki í þessu nema fyrir það hve gaman er að hitta allt þetta fólk daglega og spjalla. Oft setjumst við niður hjá gest- unum og drekkum úr kaffi- bolla.“ ■ Áþriðju hæð er Fulbrightstofn-unin og þar ræður ríkjum Lára Jónsdóttir. Hún segir flesta kannast við stofnunina en færri viti um starfsemina fyrir utan styrkina sem veittir séu náms- mönnum til náms í Bandaríkjun- um. „Fulbrightstofnunin er menntastofnun Íslands og Banda- ríkjanna og starfar með fjár- magni frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og menntamála- ráðuneytinu að menntaskiptum.“ Auk þess að veita styrki sér stofnunin um að veita ráðgjöf um nám í Bandaríkjunum á hvaða skólastigi sem er. „Við erum aðeins tvær sem vinnum hérna en auk mín starfar hér Guðrún Eysteinsdóttir náms- ráðgjafi. Við höfum kunnað vel við okkur í þessu kvennaríki sem okkur er sagt að sé að færast í aukana. Hingað eru væntanleg, eftir því sem ég kemst næst, bæði kvennablaðið Vera og kvenna- kirkjan. Þá verða ekki margir karlar eftir ef það verður þá nokk- ur, nema auðvitað á neðstu hæð- inni, sem Bónus hefur lagt undir sig.“ ■ Sérsniðin sundföt og litríkbarnaföt blasa við þegar komið er inn um dyrnar hjá Freydísi Jónsdóttur, sem rekur Gallery Freydísi í Kjörgarði. Hún hefur alla tíð haft gaman af saumaskap og á bak við er hún með vinnustofu þar sem hún situr og saumar eða hannar barnaföt. „Til mín koma konur og fá sér- saumuð bikini sem ég sauma eftir máli. Það er svo oft sem stöðluð sundföt passa alls ekki því konur er ekki allar eins í vextinum. Barnafötin hanna ég og sauma og legg áherslu á að hafa þau litrík. Flísið er mjög vinsælt og til mín koma margir og kaupa sængur- gjafir. Það er alltaf gaman að gefa eitthvað sem er frábrugðið því sem fæst í búðunum.“ Freydís hefur mikið yndi af vinnunni og segir hvern dag skemmtilegan. „Í húsinu eru margar frábærar konur sem reka sín eigin fyrirtæki og það er gam- an að spjalla og bera saman bæk- ur sínar. Ég er á því að konur reki sín fyrirtæki skynsamlega og leggi mikla vinnu í að gera sem best. Þær velta ekki alltaf fyrir sér að fá sem mestan gróða út rekstrinum þó að þær vinni af hagsýni.“ ■ Lóuhreiður er rekið af tveimur kjarnakonum sem baka og elda allan mat sjálfar. Það hitt- ir í mark því þær eiga fjöld- ann allan af föstum við- skiptavinum. LÁRA JÓNSDÓTTIR OG GUÐRÚN EYSTEINSDÓTTIR Eru ánægðar í Kjörgarði. Ánægðar í kvennaríki FREYDÍS JÓNSDÓTTIR Hún segir alla daga í vinnu vera skemmtilega. Lára Jónsdóttir og Guðrún Eysteinsdóttir Freydís Jónsdóttir Litrík barnaföt

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.