Fréttablaðið - 07.12.2002, Síða 40

Fréttablaðið - 07.12.2002, Síða 40
40 7. desember 2002 LAUGARDAGUR BÆKUR „Verslanir virðast ekki hugsa sig um tvisvar og selja bækur hiklaust undir kostnaðar- verði. Eins og við er að búast þá eru það lágvöruverðsmarkaðirnir eins og Bónus og Nettó,“ segir Eg- ill Örn Jóhannsson, framkvæmda- stjóri JPV-bókaforlagsins. Bóka- útgefendum sárnar oft að sjá bækurnar sínar verðlagðar á nán- ast ekki neitt og finnst í sumum tilvikum lítið gert úr stórum verk- um. Verðstríð á bókum virðist ætla að verða meira þessi jól en áður, þrátt fyrir spár manna um annað fyrir vertíðina. Egill Örn segir þessa þróun tæplega umflúna. „Samkeppnin á þessum markaði er grimm. Samkeppnin um það að fá viðskiptavini til sín er mikil og sumir tala um fórnarkostnað stór- markaða í þessu sambandi.“ Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa útgefendur rætt sín á milli hvort breyta megi bóksölu- mynstri en vilja síður eiga yfir höfði sér að menn á borð við Jó- hannes í Bónus komi fram opin- berlega með yfirlýsingar á borð við: „Bókaútgefendur vilja ekki bjóða neytendum bækur á góðu verði.“ ■ Harka í bókaverðstríði: Bækur hiklaust seldar undir kostnaðarverði BÓKAFLÓÐ Samkeppnin er grimm í bókastríðinu. Halldór Laxness: Salka Valka fer til Kína BÆKUR Kínverska forlagið Lijiang hefur komist að samkomulagi við Eddu um útgáfu í Kína á Sölku Völku eftir Halldór Laxness. Salka Valka kom síðast út í landinu árið 1985 en síðan hafa engin verk höf- undarins verið gefin út í Kína. Liji- ang-útgáfan hefur frá því að hún var sett á laggirnar árið 1981 gefið út tæplega þrjú þúsund titla, meðal annars verk Günter Grass, Thomas Mann og Marguerite Duras. Edda hefur á liðnum árum geng- ið frá fjölda samninga um útgáfu á verkum Halldórs Laxness erlendis. Lönd sem hafa verið honum lokuð um árabil hafa opnast og hann hef- ur auk þess fest sig í sessi á eldri mörkuðum. Á þessu ári hafa verið gerðir samningar um útgáfur á bókum hans í Bretlandi, Bandaríkj- unum, Brasilíu, Noregi, Danmörku, Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og víðar, auk Kína. Í Þýskalandi kom út sérstök af- mælisútgáfa í 777 tölusettum ein- tökum ásamt hátíðarútgáfu af Sög- unni af brauðinu dýra með mynd- lýsingum Söruh Kirsch og fyrr á ár- inu var Brekkukotsannáll gefinn út í ritröð er nefnist Stefnumót meist- ara í Norsku bókaklúbbunum, þar sem nútímalistamenn mála árlega myndir við eitthvert sígilt bók- menntaverk. ■ Dagbókarsaga Matthíasar Jo-hannessen, Vatnaskil, er komin út hjá Vöku-Helgafelli. Þetta er per- sónuleg skáld- saga Matthías- ar þar sem hann fléttar saman skáld- skap og kafla úr dagbókum sínum sem birta leiftur frá atburðum og hugrenn- ingum fyrri tíðar. Hér segir frá eldri manni sem kominn er á eftirlaun en eig- inkonan starfar enn á elliheimili - þeim stað sem hann óttast mest af öllu. NÝJAR BÆKUR HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? Sigurjón Kjartansson. Ég byrja helgina hérna norður á Akureyri en ég var á Kaffi Akureyri í gærkvöld. Ég fer svo að dratta mér aftur til höfuðborgarinn- ar og verð kominn þangað upp úr hádeg- inu. Ætli ég reyni svo bara ekki að slaka á og hanga heima hjá mér.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.