Fréttablaðið - 07.12.2002, Síða 47
47LAUGARDAGUR 7. desember 2002
ÓKEYPIS FÓLK Í FRÉTTUM
Á fljúgandi fer›
- um jólin
15% afsláttur af brettapökkum
(bretti, skór og bindingar)
Smáralind - Glæsibæ
Simi 545 1550 og 545 1500
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
1
94
42
12
/2
00
2
TÓNLIST Miðar á tvo tónleika sem
ellismellirnir í Rolling Stones
munu halda í London næsta sumar
seldust upp 15 mínútum eftir að
þeir fóru í sölu á föstudaginn. Aðr-
ir tónleikarnir verða haldnir á
Wembley-leikvanginum og hinir í
London Astoria. Þá seldust 50.000
miðar á þriðju tónleikana, á Twick-
enham-ruðningsvellinum, upp á
tveimur tímum. Svartamarkaðs-
brask með miðana byrjaði um leið
og buðust miðar á tónleikana í
Astoria, sem aðeins tekur um 2000
manns, á allt að 250.000 krónur.
Tónleikahaldari Astoria-tónleikana
varaði fólk við því að kaupa miða á
svörtum markaði þar sem fram-
vísa verður nótu og persónuskil-
ríkjum til að fá miðana afhenta,
þriðji aðili geti ekki innheimt
keypta miða. Rolling Stones spila
einnig í fyrsta skipti í Serbíu næsta
sumar. Miðaverð hefur verið gagn-
rýnt af þarlendum aðdáendum
sveitarinnar. Þeir kosta rúmar
4000 krónur, sem er um þriðjungur
meðalmánaðarlauna í landinu. ■
Tónleikar með Rolling Stones:
Seldist upp
á 15 mínútumVeitingarnar í Blóðbankanum.Þeim sem gefa blóð er boðið
upp á eitthvert glæsilegasta
kaffihlaðborð sem sögur fara af í
höfuðborginni. Brauð og snúðar,
kryddkökur og klattar á ofhlöðnu
borði, svo ekki sé minnst á nýlag-
að kaffi, te og nýpressaðan appel-
sínudjús. Í hádeginu fylgir heit
súpa úr eldhúsi Landspítalans en
það er sama súpan og sjúkling-
arnir fá. Hún er því heilsusam-
leg. Allt er þetta ókeypis. Þakk-
lætisvottur ötulla ríkisstarfs-
manna sem kunna að umgangast
fólk. Og gera það með glans.
Leiðrétting
JÓL Sharon Osbourne, eiginkona
rokkarans Ozzy Osbourne, mun fly-
tja hugvekju í sjónvarpi á jóladag, á
sama tíma og drottningin.
Hugvekja Sharon verður sýnd á
sjónvarpsstöðinni Channel 4 en
drottningarræðan verður á BBC 1.
Sharon ætlar að ræða um líf fjöl-
skyldu hennar, sem hefur verið í
sviðsljósinu undanfarið. Auk þess
mun hún ræða um það þegar hún
greindist með krabbamein fyrr á
þessu ári. Fleiri hafa flutt hug-
vekju á jóladag á Channel 4, svo
sem Ali G. Sjónvarpsstöðin ætlar
einnig að sýna sérstakan jólaþátt
með Osbourne-fjölskyldunni. ■
Sharon Osbourne:
Flytur jólahugvekju
SHARON
OSBOURNE
Verður í sjónvarpinu á
sama tíma og breska
drottningin.
JÓLAUNDIRBÚNINGUR Í Skóla Ísaks
Jónssonar er eins og vera ber
mikið um að vera á aðventunni. Þó
er lögð áhersla á að halda reglu-
legu skólastarfi gangandi og hafa
kyrrlátt og friðsamlegt andrúms-
loft. „Við reynum að halda þess-
um daglega ryþma því börnin eru
öll mörkuð af spennunni sem fylg-
ir desembermánuði. Okkur finnst
gott að hafa skólann spennulaus-
asta umhverfið sem þau koma í
yfir daginn,“ segir Edda Huld Sig-
urðardóttir skólastjóri. Á aðvent-
unni kemur skólapresturinn,
María Ágústsdóttir, í hverri viku
og tekur þátt í morgunsöng barn-
anna, talar um jólahátíðina og
fræðir þau um merkingu kert-
anna í aðventukransinum. Börnin
hlýða á hana af mikilli athygli og
áhuga og eru fljót að læra hvað
kertin heita og fyrir hvað þau
standa. „María talar alltaf mjög
hlýlega og notalega við börnin og
hjálpar þeim að undirbúa sig fyr-
ir jólin í hjartanu.“
Í skólanum er lagt mikið upp
úr söng barnanna og þau læra vel
lögin og sálmana sem þau svo
syngja í kirkjunni og við jólatréð.
„Sumir textarnir eru auðvitað dá-
lítið flóknir en við reynum að út-
skýra fyrir þeim hvað orðin
þýða.“ Nú eru elstu börnin að æfa
helgileik sem verður sýndur á
jólaballinu 20. desember. „Þann
dag er engin kennsla svo börnin
geta verið heima að punta sig all-
an daginn og mæta í sínu fínasta
pússi í skólann þegar ballið
byrjar,“ segir Edda Huld. Um
miðjan desember fær Ísaksskóli
heimsókn frá Sögusvuntunni,
brúðuleikhúsi Hallveigar Thor-
lacius, sem sýnir Jesúbarnið eftir
Leo Tolstoj. „Það er hægt að segja
börnum hvaða sögu sem er, bara
ef hún er færð í réttan búning og
maður mætir þeim þar sem þau
eru stödd.“
Börnin föndra mikið allan des-
ember og eru sérstaklega dugleg
við að útbúa jólagjafir handa sín-
um nánustu. „Þeim finnst yfirleitt
óskaplega skemmtilegt að gera
þessar gjafir og það skiptir miklu
máli að gjafirnar séu handa ein-
hverjum sérstökum. Þetta er allt
öðruvísi en að fara út í búð með
foreldrunum að kaupa gjafir. Þau
lifa sig mikið inn í þetta og jafnvel
hörðustu jaxlarnir og mestu val-
kyrjurnar sitja stillt og prúð við að
sauma út og bródera.“ Krakkarnir
föndra líka alls konar jólaskraut en
minnst af því fær að hanga í skól-
anum yfir jólin. „Þeim finnst lang-
skemmtilegast að fá að fara heim
með skrautið sitt. Við höfum því
orðið að skreyta skólann að mestu
leyti með gömlu skrauti sem nem-
endur og kennarar hafa gert í
gegnum árin. Við pössum líka
óskaplega vel upp á allar skreyt-
ingarnar og erum til dæmis með
Maríumynd sem var gerð í skólan-
um fyrir 15 árum. Það sem fer upp
á vegg eftir nemendurna stoppar
venjulega stutt við því þau taka
það með sér heim þegar fríið byrj-
ar,“ segir Edda Huld. ■
Mikið um að
vera á aðventu
Í Ísaksskóla eru um 250 börn á aldrinum 5 til 8
ára. Þau hafa í ýmsu að snúast þessa dagana.
EFTIRVÆNTING
Í Ísaksskóla bíða börnin jólanna með eftirvæntingu en skólastarfið heldur þó áfram
í sínum takti.
Tilboðið gildir aðeins laugardaginn 7. des.
Dótasprengja
3.999
verð áðu
r 7.999kr
kr/pk
Frábært verð á LEGO
NÝTTKORTATÍMABIL
Sparisjóður Hafnarfjarðar held-ur um þessar mundir upp á 100
ára afmæli sitt með pompi og
prakt. Ekkert er til sparað og er
mikil tónlistarveisla á vegum
bankans fyrirhuguð um helgina.
Þar koma fram stórkanónur á borð
við Bubba, Björgvin Halldórsson,
Diddú og Kristján Jóhannsson. Af-
mælisveislunni mun svo ljúka 29.
desember með risaflugeldasýningu
í samstarfi við skátana og verður
hún þreföld á við það sem skátarn-
ir hafa verið með undanfarin ár.
Mun loftið leiftra til heiðurs Þór
Gunnarssyni sparisjóðsstjóra og
hans fólki. Gárungar í Hafnarfirði
eru þegar farnir að tala um að
banki og flugeldasýning séu sér-
kennileg blanda því flugeldar telj-
ast nánast tákngervingar fyrir
brennslu á peningum.
Kastljós Ríkissjónvarpsinshafði mikið við þegar til-
nefningar til Íslensku bók-
mennaverðlaunana voru til-
kynntar. Bein útsending á besta
tíma og því tjaldað sem til var.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, afhendir svo verðlaunin
við hátíðlega athöfn þegar búið
er að velja þá sem hreppa hnoss-
ið. Ágætir umsjónarmenn Kast-
ljóssins gleymdu þó að geta þess
að það eru bókaútgefendur sjálf-
ir sem að verðlaununum standa
og eru í raun að verðlauna sjálfa
sig. Svona eins og ef svínarækt-
endur færu að velja grís ársins í
beinni útsendingu.
FÓLK Í FRÉTTUM
Að gefnu tilefni skal tekið fram að allir met-
söluhöfundarnir sem tilnefndir eru til Ís-
lensku bókmenntaverðlaunanna eru á ríkis-
styrkjum - annars myndu þeir ekki thóra...