Fréttablaðið - 11.12.2002, Page 14

Fréttablaðið - 11.12.2002, Page 14
14 11. desember 2002 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. LEIÐRÉTTING ÍFréttablaðinu kom fram fyrirskömmu að fjöldi örorkulífeyris- þega tvöfaldaðist á tíu árum. Þetta er með athyglisverð- ustu fréttum þessa misseris. Ég efast um að landsmenn hafi almennt gert sér grein fyrir hvað hafi gerst. Það er ólíklegt að heilsufari landsmanna hafi hrakað svona stórlega. Það getur ekki verið skýringin. Það er líklegra að þeir sem sjá um málefni öryrkja hafi einfaldlega skipt út viðmiðum sínum. Þeir sem ekki voru öryrkjar fyrir tíu árum eru flokkaðir sem slík- ir í dag. Á tungutaki sérfræðinga heitir þetta að fram að þessu hafi ör- yrkjar fengið of litla meðferð, þjón- ustu eða aðstoð. Við könnumst við slíkt úr heilbrigðisgeiranum. Þung- lyndum Íslendingum hefur til dæmis fjölgað svo að þeir eru á hverjum tíma yfir fimmtungur þjóðarinnar. Auðvitað hefur þunglyndum ekki fjölgað svo mjög. Við breyttum ein- faldlega viðmiðunum. Gallinn við svona samfélags- breytingar er að þær koma eins og þjófur að nóttu. Þeim er hrint í fram- kvæmd án almennrar umræðu þótt fáar breytingar ættu meira erindi út í samfélagið. Það er alls ekki hlut- verk læknisfræðinnar að skilgreina heilbrigði. Það er hlutverk almenn- ings. Ef læknisfræðin á skilgreina heilbrigði endar það með því að allir verða sjúkir. Það er eitthvað að öll- um. Þess vegna verðum við að búa til rúma skilgreiningu á heilbrigði. Hallgrímur Helgason gagnrýndi um daginn þessa öryrkjavæðingu sérfræðinga og ríkisvaldsins. Og upp- skar ásakanir um andlegan skyld- leika við Hitler, Eichmann og Heyd- rich. Að öryrkjar væru gyðingarnir hans Hallgríms. Að Hallgrímur óttað- ist að þrengt væri að lífsrými hans og þess sem hann vildi kalla sitt fólk. Þetta eru náttúrulega glórulaus ósmekklegheit. Og alls ekki til að þjóna hagsmunum öryrkja. Forystu- menn þeirra hafa á undanförnum árum lagt sig fram um að skilgreina skjólstæðinga sína sem negra Ís- lands; forsmáð undirmálsfólk sem er kerfisbundið haldið frá gæðum lífs okkar hinna. Í því hugarástandi virk- ar gagnrýni Hallgríms auðvitað sem hatur. Við þurfum hins vegar nauðsyn- lega að ræða teprulaust um öryrkja – og einnig nýbúa. Öryrkjar eru fólk – ekki tákn um hjartagæsku. Það versta sem hendir hóp fólks er að verða fórnarlömb slíkrar góð- mennsku; að verða að vesalingunum okkar. Til að forða því verður að vera heimilt að ræða fölskvalaust um mál- efni öryrkja, nýbúa, fórnarlamba kynferðisglæpa og þar fram eftir götunum. ■ Ef læknisfræðin á að skilgreina heilbrigði endar það með því að allir verða sjúkir. Hvað má segja um málefni öryrkja? skrifar um hvort það sé skylt að ræða um öryrkja og nýbúa á viður- kenndan hátt. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON fiegar flú breg›ur flér í bæinn á bílnum er gott a› huga a› gó›ri gistingu fyrir hann á me›an flú sinnir flínum málum. Kolaporti› bí›ur „gistingu“ fyrir bíla á 1,33 kr. mínútuna. Hér er gó› gisting undir flaki á notalegum sta›. Lægsta gjald er 80 kr. fyrir eina klukkustund og eftir fla› borgar flú a›eins fyrir flann tíma sem flú notar, e›a 10 kr. fyrir hverjar 12 mínútur. Mána›arkort í Kolaport bjó›ast á a›eins 5.600 kr.*) Ód‡r gisting fyrir bílinn flinn Kolaport vi› Arnarhól *) Ef flú kaupir 6 mánu›i borgar›u a›eins fyrir 5. Þau mistök urðu við vinnslugreinar um matargerð, sem birtist í blaðinu á laugardag, að Ebba Sigurðardóttir var ranglega nefnd Guðrún Ebba Sigurðardóttir. Í sömu grein féll niður nafn Ebbu Margrétar Skúladóttur í mynda- texta. Ífrétt hér í blaðinu af hörræktEinars Ólafssonar, fyrrum for- stjóra Cargolux, var sagt að Einar hefði ræktað hör á hundrað hekt- urum á jörð sinni á Snæfellsnesi í fyrra. Hið rétta er að Einar rækt- aði hör á sjö hekturum en alls ræktuðu hörbændur á hundrað hekturum. Á Snæfellsnesi var hör ræktaður á 26 hekturum en á 74 hekturum á nokkrum bæjum á Suðurlandi. Ofmetin var gjöf Jóhannesar íBónus til Mæðrastyrksnefndar. Framlag hans nam 25 milljónum en ekki 50 eins og sagt var. Nú hefur það verið upplýst sam-kvæmt nýrri könnun að launa- munur kynja er með því mesta sem þekkist í sex aðildarríkjum EES- svæðisins, en könnunin náði til Austurríkis, Bretlands, Danmerkur, Grikklands, Noregs og Íslands. Launamunurinn er 39% í tilteknum starfsstéttum hjá hinu opinbera á meðan hann er 6-14% í samanburð- arlöndunum. Munurinn á almenn- um vinnumarkaði er hér á landi í hærri kantinum líka eða um 27%. Niðurstöður könnunarinnar bera vott um þjóðfélagsmein sem verður að ráðast til atlögu við hið snarasta og ábyrgðin er stjórnvalda, verka- lýðshreyfingar og atvinnurekenda. Einkum og sér í lagi er ábyrgð stjórnvalda mikil þegar kemur að opinbera geiranum, þar sem sveit- arfélög og ríkið sjálft eru atvinnu- rekandinn og því óþolandi að undir verndarvæng þess þrífist mein af þessu tagi. Staðreyndir málsins eru enn nöturlegri í ljósi þess að 60% starfsmanna ríkisins eru konur og 70% starfsmanna sveitarfélaganna. Það væri reyndar fróðlegt að sjá greiningu á launamun eftir sveitar- félögum annars vegar og ríkinu hins vegar, því sennilega er þetta misjafnt á hinum ýmsu bæjum. Hjá Reykjavíkurborg hefur t.d. verið farið í markvissar aðgerðir til að ráðast gegn kynbundnum launamun og góðum árangri verið náð og ef til vill er það svo á fleiri stöðum. Ríkið er hins vegar sér á báti og líklegt er að þessar háu tölur stafi beinlínis af þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin hefur staðið fyrir á launamarkaði þar. Áhersla hefur verið lögð á dreifistýringu launa og launadreif- ingu með einstaklingssamningum og virðist rannsóknin sýna að konur hafi farið illa út úr þessari aðferð. Mikilvægt er að kanna ástæðurnar íslensku sérstöðunnar enn frekar, því ekki er unnt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Samfylkingin hefur lagt fram raunhæfar hugmyndir til þess að berjast gegn kynbundnum launa- mun, rétt eins og lögð hefur verið áhersla á jafna stöðu kvenna og karla á vettvangi flokksins. Nú ný- verið var samþykkt ítarleg jafn- réttisáætlun þar sem tekið er á mörgum áleitnum málum til að stuðla að jafnrétti kynja og það markmið er opinberað að jafnréttis- sjónarmið verði samþætt allri starf- semi flokksins jafnt innan sem utan hans. Stjórnvöld geta heilmikið gert til að takast á við vandann, ef vilji er fyrir hendi. Þau geta staðið fyrir átaki í þessum efnum þar sem ríki, sveitarfélög og aðilar vinnumarkað- ar kæmu að borðinu og þeirra er að sjá til þess að jafnrétti verði sett í forgang í stjórnkerfinu. Það er grundvallaratriði að sjónarmið jafnréttis sé fléttað inn í alla stefnu- mótun og ákvarðanatöku innan stjórnsýslunnar og sú kvöð sett á sérhvert ráðuneyti og stjórnvald að það verði skyldað til að leggja mælikvarða jafnréttis á allar ákvarðanir sem teknar eru, þannig að staða kynjanna verði greind og áhrif ákvörðunar á hana metin. Op- inber tölfræði þarf því að vera kyn- greind svo að staða kynjanna sé ávallt sýnileg. En núverandi ríkisstjórn er ekk- ert að gera í þessum málum annað en að stuðla að frekari launamun með stefnu sinni í launamálum. Hana skortir vilja og leiðir til að glíma við þennan vanda. Þess vegna þrífst þetta mein og fitnar eins og púkinn á fjósbitanum hjá hinu opin- bera sem ætti að vera í fararbroddi fyrir aðgerðum gegn því. ■ alþingismaður skrifar um launa- mun kynjanna. BRYNDÍS HLÖÐVERS- DÓTTIR Um daginn og veginn Púkinn á fjósbita ríkisstjórnarinnar Seinkun á sölu bankanna: Beðið eftir áreiðan- leikakönnun EINKAVÆÐING Seinkun er á söluferli ríkisbankanna. Vinna við áreiðan- leikakönnun Landsbankans hefur gengið mun hægar en vonir stóðu til. Áreiðanleikakönnun Búnaðar- banka er lokið en samkvæmt heimildum kom ekkert óvænt fram í þeirri könnun. Áreiðan- leikakönnun bankanna er unnin af endurskoðunarfyrirtækjum en væntanlegir kaupendur bankanna koma þar hvergi nærri. Seinkun á sölu Búnaðarbank- ans er talin stafa af því að franski bankinn Société Générale mun ekki hafa tekið endanlega ákvörð- un um það hvernig hann mun koma að kaupunum. Bankinn var ráðgefandi S-hópsins við kaupin. Útibú bankans í Hamborg sá um þau störf. Að mati bankamanna er það fremur óvenjulegt að útibú taki beinan þátt í slíkri fjárfest- ingu. Stefnt er að því að allar ákvarðanir varðandi sölu Búnað- arbankans liggi fyrir á föstudag, viku síðar en ráðgerthafði verið. Vonir standa einnig til að áreiðan- leikakönnun Landsbankans liggi fyrir fljótlega. Stefnt er að því að ljúka sölu bankanna fyrir áramót. TAFIR Söluferli ríkisbankanna hefur gengið hæg- ar á síðasta sprettinum en menn gerðu ráð fyrir. Áreiðanleikakönnun Búnaðar- banka er tilbúin, en ekki Landsbankans. KÆRU HAFNAÐ Evrópudómstóll- inn hafnaði því í gær að taka fyr- ir kæru frá tóbaksfyrirtækjum gegn nýjum reglum Evrópusam- bandsins um tóbaksauglýsingar, þar sem bannað verður að aug- lýsa „léttar“ eða „mildar“ sígar- ettur. Dómstóllinn sá ekkert at- hugavert við slíkt bann. ERLENT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.