Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.12.2002, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 11.12.2002, Qupperneq 27
27MIÐVIKUDAGUR 11. desember 2002 TÓNLIST Hljómsveitin Hudson Wa- yne var að gefa út aðra skífu sína í gær. Þessi sex laga þröngskífa heitir „I´m Fox“. Fyrsta skífa sveitarinnar kom út í vor og heit- ir „Slightly out of Hank“. Hljóm- sveitina skipa þeir Þráinn Ósk- arsson, Birgir Viðarsson, Hákon Aðalsteinsson og Helgi Alexand- er. „Þetta er heimatilbúin plata. Við hljóðblönduðum sjálfir og gef- um út,“ segir bassaleikarinn og söngvarinn Þráinn Óskarsson. „Það er erfitt að lýsa tónlistinni. Það er kantríkeimur af þessu. Þetta er léttvigtartónlist.“ Það er nú ekki á færi allra hljómsveita að gefa út tvær plöt- ur á einu ári. Hvers vegna ætli þeir geri það? „Við vildum nú bara koma þessu út sem fyrst.“ Þeir framleiddu eintökin sjálf- ir heima og létu prenta kápuna í prentsmiðju. Hljómsveitin er líka með sitt eigið útgáfufyrirtæki, Mineur-Aggressive Records. Þeir gefa einnig út frumskífu sveitar- innar, Kimono, á næsta ári í sam- starfi við Smekkleysu. Um daginn hitaði Hudson Wayne upp fyrir bandarísku þjóðlagasöngkonuna Jessica Baliv á Grandrokk. Vel var mætt og skilaði sveitin sínu vel. „Við ætlum svo að gefa út breiðskífu á næsta ári.“ ■ Léttvigtarskífa frá Hudson Wayne : Nýbylgjukántrí HUDSON WAYNE Hefur gefið út tvær þröngskífur á þessu ári og fengið umfjöllun í erlendum blöðum. Síðumúla 3-5 U n d i r f ö t DIAZ Cameron Diaz mætti til frumsýningarinnar og leit vel út að vanda. Frumsýning á „Gangs of New York“: Stórstjörnur létu sjá sig KVIKMYNDIR Leonardo DiCaprio og Cameron Diaz mættu bæði til frumsýningar í New York á kvik- myndinni „Gangs of New York,“ þar sem þau fara með aðalhlut- verkin. Leikstjóri myndarinnar er hinn þaulreyndi Martin Scorsese. Meðal annarra leikara sem mættu á frumsýninguna var Dani- el Day-Lewis, Liam Neeson og Nicole Kidman auk fyrirsætunnar Naomi Campbell. Tónlistarmennirnir Billy Joel og Bono, sem sömdu hluta af kvik- myndatónlistinni, létu einnig sjá sig. Myndin verður frumsýnd hér á landi á næsta ári. ■ Bond hefur áhrif: Eykur áhuga á skylmingum KVIKMYNDIR Svo virðist sem ofur- njósnarinn og kvennagullið James Bond hafi þó nokkur ítök á meðal almennings í dag. Í einu atriði nýj- ustu myndarinnar tekst kappinn á við einn andstæðinga sinna í æsi- legu atriði í æfingasal fyrir skylmingar. Samkvæmt staðsetn- ingunni eru sverð notuð í bardag- anum. Þótt atriðið sé stutt hefur það haft sín áhrif. Fyrirtækið Leon Paul framleiðir sverð og búnað fyrir skylmingar og fram- leiddi þann búnað sem notaður var í myndinni. Á fréttavef BBC er haft eftir talsmanni fyrirtækis- ins að salan hafi aukist um 25% síðustu þrjá mánuðina, sem pass- ar við þann tíma sem byrjað var að kynna myndina af fullum þunga. Og enn hefur salan aukist eftir að sýningar á ræmunni hófust. Þá hefur þessi áhugi einnig mælst í breskum skylm- ingaklúbbum, þar sem nýskráðum félögum hefur snarfjölgað undan- farið. ■ AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.