Fréttablaðið - 11.12.2002, Síða 31

Fréttablaðið - 11.12.2002, Síða 31
FÓLK Í FRÉTTUMTÍMAMÓT 31MIÐVIKUDAGUR 11. desember 2002 Að gefnu tilefni skal tekið fram að geisladisk Páls Rósinkranz má nota sem jólakrans. Leiðrétting 1. 2. 3. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 MIKILL BRUNI Leikhús, næturklúbbar og skrifstofur Edinborgarháskóla eyðilögðust í eldsvoðanum. LISTAHÁTÍÐIR Skipuleggjendur Jað- arlistahátíðarinnar í Edinborg (e. Edinburgh Fringe Festival) segja að hátíðin verði haldin á næsta ári þrátt fyrir stórbrun- ann í miðbæ borgarinnar um síð- ustu helgi. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Nokkrir af þeim stöðum sem notaðir eru undir viðburði hátíðarinnar brunnu og eru taldir ónothæfir. Þar á meðal brann leikhúsið Gilded Baloon sem hingað til hefur hýst ýmiss konar gamanefni hátíðarinnar. Skipuleggjendurnir benda á að aðeins hafi örfáir staðir af þeim 183 sem notaðir eru undir hátíð- ina eyðilagst og því sé engin ástæða til að hætta við þessa vinsælu hátíð. ■ Stórbruninn í Edinborg: Jaðarlista- hátíðin haldin JARÐARFARIR 13.30 Sigurjón Ólafsson, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju. 13.30 Steinunn Nóra Arnórsdóttir, Hrísrima 25, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 15.00 Guðbjörn Bjarnason, Neðstaleiti 2, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju. AFMÆLI Fríða Á. Sigurðardóttir rithöfundur er 62 ára í dag. Auður Haralds rithöfundur er 55 ára í dag. Hjörleifur Sveinbjörnsson er 52 ára í dag. Það kom mörgum verulega áóvart þegar tilkynnt var að Árni Steinar Jóhannsson tæki 2. sæti á lista vinstri grænna í Norð- vesturkjördæmi. Lengi hafði verið leitt að því líkum að hann færi í framboð í Suðvest- urkjördæmi og þangað mun hugur Árna Steinars hafa stefnt þegar hann tilkynnti sam- herjum sínum í Norðausturkjör- dæmi að hann tæki ekki þriðja sæti á lista flokksins í því kjör- dæmi. Þar virðist ekki hafa náðst sátt um hann og því enn óljóst hver muni leiða lista flokksins í því kjördæmi. Framsóknarmönnum er vandiá höndum að velja sér fram- bjóðanda í annað sætið á lista flokksins í syðra Reykjavíkur- kjördæminu fyrir næstu alþing- iskosningar. Guðjón Ólafur Jónsson, formaður kjördæmis- ráðs, hefur lýst áhuga á djobb- inu, Þráinn Bertelsson, kvik- myndagerðarmaður og pistla- höfundur, er sagður hafa áhuga og menn velta fyrir sér hvað Óskar Bergsson, fyrrum vara- borgarfulltrúi, gerir. Við þenn- an hóp bætist svo að ungir framsóknarmenn í kjördæminu eru spenntir fyrir því að fá Finn Þór Birgisson, lögfræðing og pistlahöfund á hægrikratavefn- um Kreml, í sætið. Sameinuðu þjóðirnar og Kofi Annan, aðalritari þeirra. Andri Snær Magnason. John Snow.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.