Fréttablaðið - 20.12.2002, Síða 8

Fréttablaðið - 20.12.2002, Síða 8
8 20. desember 2002 FÖSTUDAGUR VEÐUR Einar Sveinbjörnsson, veður- fræðingur og aðstoðarmaður um- hverfisráðherra, er ósammála Sig- urði Þ. Ragnarssyni veðurfræðingi um að jólin í Reykjavík verði hvít. Einar staðhæfir að nýjustu spár bendi ótvírætt til þess að jólin í Reykjavík verði rauð: „Allar nýjustu tölvuspár sýna það sama; það verða rauð jól í Reykjavík og jafnvel um land allt,“ segir Einar og telur að flökt í tölvu- spám undanfarna daga hafi leitt starfsfélaga sinn að rangri niður- stöðu. „Það kólnar eilítið næstu daga en svo hlýnar aftur á Þorláks- messu. Spárnar hafa breyst,“ segir hann. Einar gerir ráð fyrir að eitthvað geti snjóað á Austur- og Norður- landi á næstunni en það verði að- eins föl sem taki fljótt upp. Á Suður- og Vesturlandi verði hins vegar klárlega rauð jól: „Þó ekki væri nema vegna þess hversu hlýr sjórinn er eru hverf- andi líkur á snjókomu. Það þarf mikið til að snjói almennilega þegar sjór er svo hlýr sem raun ber vitni,“ segir Einar Sveinbjörnsson. ■ Rautt eða hvítt: Veðurfræðingar takast á um jólaveðrið VEÐUR Einstaklega gott veður hefur verið það sem af er vetri. Ágreiningur er um framhaldið. BÖRN Herdís Storgard hjá Árvekni segir að göngugrindur geti verið mjög hættulegar börnum og hvet- ur foreldra til að nota þær ekki. „Fyrir skömmu brenndist 10 mán- aða barn illa þegar sjóðandi heit sósa helltist yfir það í heimahúsi í Reykjavík. Barnið var í göngu- grind og náði í skaft potts sem var á eldavél, með þeim afleiðingum að sósan helltist yfir það. Þetta er annað slysið hér á landi á stuttum tíma þar sem barn brennist af því að það er í göngugrind og nær í hlut með heitum vökva.“ Herdís segir að hætturnar séu margar og það gerist of oft að börn slasi sig illa í göngugrindum. „Margir foreldrar telja að barnið læri fyrr að ganga ef það notar göngugrind, en svo er alls ekki. Sum börn fá vöðvaverki af því að nota göngugrindur auk þess sem álag á bak er of mikið. Rannsókn- ir sýna að börn sem nota göngu- grindur fara að ganga að meðal- tali tveimur vikum seinna. Börn eru einnig sett of snemma í göngugrindur og ef þau halda ekki almennilega höfði og hallast fram fyrir sig getur lokast fyrir öndunarveg þeirra.“ Herdís telur að foreldrar átti sig oft ekki á þeim hraða sem barnið nær í göngugrindinni og hún bendir á að það hafi komið fyrir að þau fari hreinlega í gegn- um grindur sem settar eru fyrir stigaop og hafi rúllað niður stiga og stórslasast. „Þau eiga einnig mun auðveldara með að ná í hluti og í því felst mikil hætta. Ég mæli því alls ekki með að þessar grind- ur séu yfirhöfuð notaðar,“ segir Herdís Storgard. ■ Göngugrindur hættulegar: Mælir ekki með að þær séu notaðar BÖRN SLASAST OFT Í GRINDUM Herdís Storgard hvetur foreldra til að nota alls ekki göngugrindur. SVONA Á AÐ FARA AÐ ÞVÍ Karfasali í Brno sýnir hvernig á að drepa fisk með „mannúðlegum“ hætti. Fyrst á að rota hann með barefli, sem ekki er með hvössum brúnum. Svo má drepa. Karfi í jólamatinn: Ekki meiða fiskinn BRNO, AP Vinsælasti jólamaturinn í Tékklandi er karfi með kartöflu- salati. Og öllu skiptir að fiskurinn sé sem ferskastur, svo bragðið verði sem best. Margir hafa þann sið að kaupa karfa lifandi og geyma hann í bað- kerinu heima hjá sér. Hann er svo ekki tekinn og drepinn fyrr en rétt áður en hann er matreiddur. Töluverð umræða hefur verið um það í Tékklandi hversu mann- úðlegt þetta er. Fisksalar hafa verið beðnir um að sjá endilega til þess að karfinn finni ekki til sárs- auka þegar hann er drepinn. Og sumir fisksalar hvetja viðskipta- vini sína til þess að gera slíkt hið sama heima hjá sér. ■ SJÁVARÚTVEGUR Þróun þorskstofns- ins við Íslands hefur um margt verið svipuð þróun stofnanna í Norðursjó og úti af Nýfundna- landi. Sá síðarnefndi hrundi fyrir um það bil áratug síðan en vísinda- menn Alþjóða haf- rannsóknaráðsins spá því að þorsk- stofninn geti hrun- ið í Norðursjó á næstu árum. Ólafur Karvel Pálsson, fiskifræð- ingur á Hafrann- sóknastofnun, segir fulla ástæðu til að taka mark á við- vörunum Alþjóða hafrannsókna- ráðsins. Þetta sé ábyrg stofnun sem viti um hvað hún tali. „Þessi þróun hefur staðið yfir um áratuga skeið. Sóknin hefur verið að aukast og stofninn að minnka. Ástandið hefur verið að versna og nú er svo komið að það blasir nánast bara hrunið við.“ „Þróunin hér er sem betur fer ekki jafn slæm að mörgu leyti. Sóknin er ekki alveg jafn hörð hjá okkur og við erum ekki að veiða eins mikið af smáfiski og þeir gera í Norðursjó,“ segir Ólafur. Ástæða er þó til varkárni. „Þegar litið er á heildarsvipinn á þessari þróun þar og hér er nokk- uð óhugnanlegur svipur með hvoru tveggja. Það má segja sem svo að við séum einhverjum árum eða áratugum á eftir þeim en á sömu leið.“ Þorskstofninn í Kanada hrundi fyrir um það bil tíu árum og varað er við því að Norð- ursjávarstofninn hrynji á næstu árum. Ólafur segir að framhaldið hér ráðist af því hversu vel vís- indamönnum takist að meta stofninn og ekki síður hversu vel er farið eftir tillögum þeirra. Löngum var lítt farið að tillögum Hafrannsóknastofnunar en það hefur breyst á síðustu árum. „Við höfum á heildina litið verið að færast neðar og neðar með stofninn á undanförnum árum og áratugum. Stofninn stækkaði reyndar dálítið um miðjan síðasta áratug en því mið- ur reyndist það ekki standa undir því sem útlit var fyrir, hann hef- ur því haldið áfram að lækka í kjölfarið. Það hafa verið dálitlar sveiflur í þessu en á heildina litið niður á við.“ brynjolfur@frettabladid.is Höfum verið á sömu leið Alþjóða hafrannsóknaráðið hefur varað við hruni þorskstofnsins í Norðursjó. Sérfræðingur hjá Hafró segir að íslenski stofninn hafi lengið verið á sömu leið og Norðursjávarstofninn og stofninn sem hrundi í Kanada. FRÁ FISKMARKAÐI Í SKOTLANDI Rætt hefur verið um að banna veiðar á þorski í Norðursjó til að koma í veg fyrir að stofn- inn hrynji. Það hefur löngum gengið erfiðlega að ná samkomulagi um aðgerðir til að snúa þróuninni við. „Það má segja sem svo að við séum ein- hverjum árum eða áratugum á eftir þeim en á sömu leið.“ AP /M YN D Samþykkt í New York: Bann við reykingum NEW YORK, AP Borgarráðið í New York hefur samþykkt með 42 at- kvæðum gegn 7 að banna reykingar á nánast öllum vinnustöðum í borg- inni, þar með talið flestum veitinga- stöðum og skemmtistöðum. Einungis fáar undantekningar eru leyfðar. Þannig má reykja á ver- öndum kaffihúsa. Einnig má reykja inni á veitingastöðum ef sérstakur salur með góðri loftræstingu er fyr- ir reykingafólk. Þetta eru ströngustu reglur um reykingar sem settar hafa verið í Bandaríkjunum. Þær eiga að taka gildi í mars eða apríl. ■ Farþegar Flugleiða: Færri nú FLUG Farþegum Flugleiða fækkaði í nóvember miðað við sama tíma í fyrra. Farþegum á leið yfir Atl- antshafið fækkaði um næstum 30%. Farþegum sem fljúga til og frá Íslandi fjölgaði hins vegar um 6,6%. Þessar breytingar eru í samræmi við áætlanir félagsins. Farþegar til og frá landinu gefa meira af sér en þeir sem fljúga milli Bandaríkjanna og Evrópu. Sætanýting í millilandaflugi minnkaði um 2,8%. Farþegum í innanlandsflugi Flugfélags Íslands fjölgaði um 15,4% milli ára. ■ ORÐRÉTT ÍSLENDINGAR LEYSA BLANK- HEIT MEÐ TVEIMUR VINNUM Það er öllum ljóst sem fara yfir gögnin í borgarstjórn að Ingi- björg Sólrún ræður ekkert við fjármálin. Björn Bjarnason um framboð Ingibjarg- ar Sólrúnar til Alþingis. DV, 19. desember. GILDIR ÞETTA UM HINA SEM VINNA MEÐ FRAMSÓKN? ...og gerast þannig keppinautur þeirra í landsmálum, sem starfa með henni að borgarmálum. Kjördæmisráð Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Yfirlýsing, 19. desember. Í PÓLITÍSKRI GÍSLINGU Með ákvörðun sinni um að taka sæti á framboðslista Samfylking- arinnar í Reykjavík hefur borgar- stjóri því í raun ákveðið að hverfa úr stóli borgarstjóra. Borgarfulltrúar Vinstri grænna og Fram- sóknarflokks. Yfirlýsing, 19. desember. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.