Fréttablaðið - 20.12.2002, Page 18

Fréttablaðið - 20.12.2002, Page 18
20. desember 2002 FÖSTUDAGUR SVEITARFÉLÖG Sameiningar sveitarfé- laga hafa ekki skilað þeim fjár- hagslega hagnaði sem í sumum tilfellum var stefnt að. Þetta kem- ur fram í skýrslu Rannsóknar- stofnunar Háskólans á Akureyri um árangur af sjö sameiningum sveitarfélaga. Rannsóknin, sem unnin var af Grétari Þór Eyþórssyni, forstöðu- manni stofnunarinnar, og Hjalta Jóhannessyni, sérfræðingi hjá stofnuninni, fjallar um samein- ingar sveitarfélaga á árunum 1994 til 1998. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Borgarfjarðarsveit, Snæfellsbær, Dalabyggð, Vestur- byggð, Skagafjörður, Fjarða- byggð og Árborg. Grétar Þór segir að ein af nið- urstöðum skýrslunnar sé sú að ef kosið yrði um sameiningu í dag myndu íbúar á minni þéttbýlis- stöðum greiða atkvæði gegn henni. Íbúar stærri sveitarfélag- anna séu hins vegar yfirleitt ánægðir með niðurstöðu samein- inganna. Hann segir menn ekki hafa átt von á því að kostnaður við stjórnsýslu myndi hækka. Rann- sóknin sýni líka að ekki sé al- mennt hægt að fullyrða að sam- einingar verði til þess að hækka kostnað við yfirstjórn, þó svo að dæmi séu um það. „Þessar sameiningar hafa kannski ekki skilað þeim fjár- hagslega hagnaði sem í sumum tilfellum var stefnt að með hag- ræðingu í stjórnsýslu. Það varð ekki hagræðing í stjórnsýslu alls staðar og oftar en ekki rann hinn fjárhagslegi ávinningur í að bæta þjónustuna í hinu nýja sveitarfé- lagi. Sums staðar, eins og til dæm- is í Fjarðabyggð, þurftu menn að byggja upp dýrara stjórnkerfi en þeir höfðu haft áður. Þar eru bæj- arskrifstofur enn á Reyðarfirði, Eskifirði og Neskaupstað. Í Skagafirði gengu menn til sameiningarinnar meðvitaðir um að þeir myndu ekkert græða á henni peningalega. Hins vegar í þeim tilfellum þar sem menn höfðu einhverja fjárhagslega hag- ræðingu út úr sameiningu, fjölg- aði ekki krónum í sjóði heldur fóru þeir fjármunir í aðra hluti eins og að bæta búsetuskilyrði.“ Þjónustustig í dreifbýli hækkaði Grétar Þór segir að nokkur dæmi séu um að kostnaður hafi hækkað sjálft sameiningarárið. Þetta hafi yfirleitt verið vegna samræmingar bókhalds og aðlög- unar skrifstofuhalds og yfir- stjórnar að nýrri stjórnsýslu. Rannsóknin sýndi að kostnað- urinn hafði tilhneigingu til að jafnast síðan út og jafnvel lækka. Ástæða þess að kostnaður við yf- irstjórn Borgarfjarðarsveitar lækkaði mjög eftir sameiningu var að þar fékkst framlag frá ráðuneytinu, þar sem ekkert gömlu sveitarfélaganna hafði sveitarstjóra áður. Framlagið er þó aðeins til 4 ára. Ein af niðurstöðum rannsókn- arinnar er að ávinningur samein- inganna hafi orðið til þess að þjón- ustustig í dreifbýli hafi hækkað. „Þessi nýju sveitarfélög hafa fengið betri forsendur til að takast á við byggðaþróunina á landsbyggðinni,“ segir Grétar Þór. „Sérstaklega með því að styrkja og efla grunngerðina. Það eru dæmi um þetta bæði í Snæ- fellsbæ og Dalabyggð. Þar gátu sveitarfélögin farið út í það að styðja við atvinnulífið með grunn- aðgerðum, til dæmis með því að byggja hafnir eða bæta þær og efla ferðaþjónustu.“ Heimavist fyrir sex ára börn Grétar Þór segir rekstur grunnskólans afskaplega þungan bagga á sveitarfélögum. Í þeim sveitarfélögum þar sem fámennt dreifbýli hafi sameinast stærri sveitarfélögum hafi komið upp kröfur um hagræðingu í skóla- málum. „Eftir sumar þessara samein- inga komu upp kröfur um að leggja niður fámenna og af- skekkta skóla. Þetta er kannski það atriði sem hefur skapað hel- stu deilurnar milli bæja og sveita eftir sameiningar sveitarfélaga. Þetta kom til dæmis upp í Dala- byggð. Þar voru tveir skólar en þeim var fækkað í einn eftir að Laugaskóli var lagður niður og olli þetta miklum deilum. Íbúum vestast í sveitarfélaginu líkaði ekki þessi ákvörðun og stofnuðu nýjan skóla í samvinnu við annað sveitarfélag.“ Í Vesturbyggð urðu einnig deil- ur þegar Örlygshafnarskóli í gamla Rauðasandshreppi var lagður niður í vor. Þá varð smá titringur í Skagafirði út af skóla- málum sem náði aldrei mjög langt.“ Skólamálin eru fólki mjög mik- ið hjartans mál því þau eru svo nátengd búsetunni, að sögn Grét- ars Þórs. „Ef fólk getur ekki haft börnin sín í skóla þar sem það býr geta forsendur búsetu þess brostið. Það eru til dæmi um bændur sem brugðu búi í Vesturbyggð eftir að skólinn í Örlygshöfn var lagður niður. Eftir það þurftu börnin að sækja skóla til Patreksfjarðar og í sumum tilfellum þýddi það heimavist fyrir sex ára krakka.“ trausti@frettabladid.is ÁRBORG Öll gömlu svf. 1996 10.095 Öll gömlu svf. 1997 11.820 Árborg 1998 13.882 Árborg 1999 13.395 Árborg 2000 12.490 BORGARFJARÐARSVEIT Öll gömlu svf.* 1996 14.914 Öll gömlu svf. 1997 17.562 Borgarfjarðarsveit 1998 17.698 Borgarfjarðarsveit 1999 14.475 Borgarfjarðarsveit 2000 11.497 *Nema Hálsahreppur DALABYGGÐ Öll gömlu svf. 1993 17.465 Dalabyggð 1994 19.801 Dalabyggð 1995 18.776 Dalabyggð 1997 18.885 Dalabyggð 1999 25.975 Dalabyggð 2000 28.361 FJARÐABYGGÐ Öll gömlu svf. 1996 15.298 Öll gömlu svf. 1997 16.814 Fjarðabyggð 1998 18.805 Fjarðabyggð 1999 17.667 Fjarðabyggð 2000 16.751 SKAGAFJÖRÐUR Öll gömlu svf. 1996 14.445 Öll gömlu svf. 1997 14.223 Skagafjörður 1998 15.024 Skagafjörður 1999 16.904 Skagafjörður 2000 15.637 SNÆFELLSBÆR Öll gömlu svf. 1993 21.398 Snæfellsbær 1994 23.468 Snæfellsbær 1995 20.358 Snæfellsbær 1997 20.401 Snæfellsbær 1999 20.994 Snæfellsbær 2000 18.289 VESTURBYGGÐ Öll gömlu svf. 1992 11.507 Öll gömlu svf. 1993 12.841 Vesturbyggð 1994 13.833 Vesturbyggð 1995 19.554 Vesturbyggð 1997 18.056 Vesturbyggð 1999 16.448 Vesturbyggð 2000 18.137 SAMANLAGÐUR KOSTNAÐUR VEGNA YFIRSTJÓRNAR Á VERÐLAGI ÁRSINS 2000 Kostnaður pr. íbúa Kostnaður við stjórnsýslu hækkaði við sameiningu Íbúar á minni þéttbýlisstöðum myndu fella sameiningu í dag, segir forstöðumaður Rannsóknar- stofnunar Háskólans á Akureyri. Sameiningar sveitarfélaga hafa valdið deilum um skólamál. Dæmi eru um að bændur hafi brugðið búi eftir að skóli var lagður niður. FRÉTTASKÝRING PATREKSFJÖRÐUR Í Vesturbyggð urðu deilur þegar Örlygshafnarskóli í gamla Rauðasandshreppi var lagður niður í vor. Eftir það þurftu sum börnin að sækja skóla til Patreksfjarðar og í sumum tilfellum þýddi það heimavist fyrir sex ára krakka. Grétar Þór Eyþórsson, forstöðumaður Rannsóknar- stofnunar Háskólans á Akureyri, segir dæmi um að bændur hafi brugðið búi eftir að skólinn var lagður niður. NESKAUPSTAÐUR Sums staðar eins og til dæmis í Fjarðarbyggð þurftu menn að byggja upp dýrara stjórnkerfi en þeir höfðu haft áður. Þar eru bæjarskrifstofur enn á Reyðarfirði, Eskifirði og Neskaupsstað.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.