Fréttablaðið - 20.12.2002, Page 19

Fréttablaðið - 20.12.2002, Page 19
FÖSTUDAGUR 20. desember 2002 LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 www.michelsen.biz Kíktu á úrvalið á Stórglæsilegir skartgripir Jóla- kveðjur Um jólin 1932 sendi Ríkisút-varpið í fyrsta sinn jóla- kveðjur til landsmanna. Nokkrum árum áður hafði dans- ka ríkisút- varpið tekið upp þennan sið en á Ís- landi voru það til að byrja með einkum sjó- menn á hafi úti sem fengu sendar kveðjur frá ástvinum sínum í landi. Það leið þó ekki á löngu þar til landsmenn vítt og breitt tóku að nýta sér þessa þjónustu og á endanum voru jólakveðjurnar hér á landi komnar langt fram úr því sem tíðkast hafði í nágranna- löndunum. Á árum síðari heimsstyrjald- arinnar varð mikil aukning í jóla- kveðjunum þegar þeir sem flust höfðu úr sveitasælunni á mölina tóku að senda kveðjur heim. Nú eru kveðjurnar ætíð lesnar á Þor- láksmessu og er svo komið að fjöldi þeirra er orðinn slíkur að lesturinn tekur allt að því 10 klukkutíma og deilist á þrjá til fjóra þuli. Fyrir nokkrum árum varð það mjög vinsælt hjá fyrir- tækjum og stofnunum að senda viðskiptavinum sínum um land allt jólakveðjur og voru þær þá eins konar auglýsingar. Upp á síðkastið hefur töluvert dregið úr slíkum kveðjum en almennum kveðjunum aftur á móti fjölgað þeim mun meira. JÓLAHEFÐIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.