Fréttablaðið - 20.12.2002, Page 20

Fréttablaðið - 20.12.2002, Page 20
20. desember 2002 FÖSTUDAGUR Orkuveitan flytur! 516 6000 Bæjarhálsi 1 - 110 Reykjavík Afgreiðsla Orkuveitunnar opnar á nýjum stað mánudaginn 23. desember í glæsilegum húsakynnum að Bæjarhálsi 1. www.or.is Nýtt símanúmer Afgreiðslan er opin frá kl. 8.30 –16.00 alla virka daga Allar nánari upplýsingar er að finna á: F í t o n / S Í A F I 0 0 5 9 6 6 Íslendingum hefur verið nokkuðtamt í gegnum aldirnar að ræða veðrið, kosti þess og þó aðallega galla. Þennan veturinn hefur þó marga rekið í rogastans. Einmuna blíða hefur legið yfir landinu fyr- ir utan smá skot í október. Nú er svo komið að sést hefur til trjá- gróðurs sem er byrjaður að skar- ta brumi. Þá vaknar sú spurning hvort ekki sé hætt við að tré fari að ruglast í ríminu og springa út og hvort það verði þeim að aldurtila ef og þegar byrjar að frysta. Þorbergur Hjalti Jónsson, skógfræðingur hjá Náttúrufræði- stofnun Íslands, segist ekki hafa miklar áhyggjur af málum eins og þau standa í dag. „Þetta er dálítið flókið mál. Flestar trjátegundir hérlendis þurfa á kælingu að halda til að þau vakni úr dvala. Það hafa hins vegar verið hlýindi hér síðan í haust og langflestar trjátegundir liggja í nokkuð föst- um dvala.“ Þorbergur tekur sem dæmi alaskaöspina sem hann rannsakar. „Um þessar mundir liggur hún í dvala. Eins og er hef ég ekki áhyggjur af henni, jafnvel þótt þessi hlýindi haldist næsta mánuðinn. Eftir það er hins vegar hætta á að hún og aðrar trjáteg- undir fari að taka við sér og þá gæti farið illa.“ Þorbergur segir aðal hættutím- ann vera frá byrjun mars og fram á vor. Hann tekur sem dæmi vet- urinn 1963. Þá gekk hlýindaskeið yfir í mars en í fyrri hluta apríl gerði mikið frost og trjágróður fór mjög illa út úr því. Þorbergur viðurkennir þó að sumar trjáteg- undir séu viðkvæmar fyrir hlý- indum að vetri til. „Sem dæmi um tré sem gætu verið í hættu um þessar mundir er lerki, það er þekkt meðal annars á Bret- landseyjum þar sem síberíulerki á erfitt með að vaxa sökum þess hve mildir veturnir eru þar.“ Aðalsteinn Sigurgeirsson, skógfræðingur hjá Skógrækt rík- isins að Mógilsá, tekur í sama streng og Þorbergur og segir sam- spil kulda og hlýinda yfir veturinn hafa mikið um það að segja, og ekki þurfi að hafa miklar áhyggj- ur fyrr en eftir áramót. „Ég hef litlar áhyggjur núna. Nema ef svo ólíklega vildi til að hiti hrapaði snögglega niður í svona 20 gráðu frost á fáeinum klukkutímum,“ segir Aðalsteinn. Aðspurður um hvort þau tré sem farin eru að mynda brum séu í hættu svarar Aðalsteinn því til að svo þurfi ekki endilega að vera. „Það eru aðal- lega runnar á borð við rifs sem eru að taka við sér. En þeir eru harðir af sér og þola vel að það frysti í einhvern tíma.“ Þá bendir Aðalsteinn á að það séu helst trjá- tegundir sem eigi uppruna sinn langt inni í landi á meginlöndum sem séu viðkvæm. Þau tré eru hins vegar lítið í ræktun hér. Aðal- steinn segir helsta vandamálið við þau hlýindi sem nú hafi verið það að sitkalúsin lifi góðu lífi. „Lúsin sækir í grenitré og hefur aukist mjög mikið. Til dæmis varð helm- ingsaukning á henni á vikutíma fyrir stuttu.“ Skaðinn er aðallega fólginn í verra útliti á grenitrjám að sögn Aðalsteins en svarar því aðspurður að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af jólatrjánum heima í stofu. ■ Sést hefur brum á einstaka trjátegund um þessar mundir vegna óvenju mikilla hlýinda þennan veturinn. Skógfræðingar hafa ekki áhyggjur ennþá, en málið gæti hins vegar snúist við ef hlýindin standa eitthvað fram á næsta ár. Engin hætta enn sem komið er BRUMIN GÆGJAST ÚT Hlýindin í vetur hafa gert það að verkum að þessi runni er farinn að skarta brumi. AÐALSTEINN SIGURGEIRSSON Sitkalúsin lifir góðu lífi í hlýindunum. ÞORBERGUR HJALTI SVEINSSON Hefur ekki áhyggjur eins og er. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.