Fréttablaðið - 20.12.2002, Síða 22
20. desember 2002 FÖSTUDAGUR
Egill Örn Jóhannsson,
framkvæmdastjóri JPV-útgáfunnar:
„Tja, það er erfitt að skilgreina
orðið „metsöluhöfundur“. Ætli
einfaldasta skýringin sé ekki sú
að það sé sá höfundur sem á bók á
metsölulistum, jafnvel með
hverju verkinu á fætur öðru.
Spurning er reyndar hvort höf-
undur sem slær í gegn með fyrstu
bók sé þá þegar orðinn metsölu-
höfundur? Ætli ég verði ekki að
fallast á að stundum virðist sem
orðið „metsöluhöfundur“ sé notað
heldur frjálslega og lítið standa að
baki. Dæmi um íslenska metsölu-
höfunda eru Gylfi Gröndal ævi-
sagnaritari, Einar Már Guð-
mundsson síðustu ár og svo auð-
vitað Ólafur Jóhann Ólafsson.“
Metsöluhöfundur – hvað er nú það?
Frjálslega farið með
merkingu orðsins
Nú fyrir jólin heyrist orðið
„metsöluhöfundur“ í sífellu,
jafnt í auglýsingum sem og
í umræðu um höfunda og
bækur þeirra. Á heimasíðu
útgáfufyrirtækisins Eddu
er til að mynda birtur listi
yfir söluhæstu bækurnar
og þar hika menn ekki við
að kalla slíkan lista „met-
sölulista“ og á heimasíðu
JPV útgáfunnar kveður við
sama tón en þar eru bækur
forlagsins kynntar sem
„metsölubækur“.
Merking orðsins „met“ virðist liggja í
augum uppi og ætti að vera nokkuð afmörkuð skil-
greining þar að baki. Met er í eðli sínu eintöluorð:
Það er til dæmis bara einn
heimsMEThafi í hástökki.
En öðru máli virðist gegna
þegar metsala bóka er ann-
ars vegar. Þeir eru ótal
margir metsöluhöfundarn-
ir. Má vera að forleggjarar
af öllum – orðsins menn –
standi fyrir gengisfellingu
orða; að þeir hringli með
hugtök og fari fram úr sér í
jólabókastríði? Fréttablaðið
náði tali af nokkrum útgef-
endum og bað þá að skil-
greina fyrir sig orðið met-
söluhöfundur.
jakob@frettabladid.is
Pétur Már Ólafsson,
útgáfustjóri Vöku-Helgafells:
„Metsöluhöfundur er sá höf-
undur sem selst vel. Það er ein-
faldasta skýringin á þessu. Sá sem
selst betur en aðrir. Í sjálfu sér
þarf það ekki að vera svo víð skil-
greining. Það er rétt, þetta er háð
því við hvað er miðað. Menn þurfa
til dæmis að selja meira í henni
Ameríku en hér til að geta talist
metsöluhöfundar. Dæmi um met-
söluhöfund gæti verið Arnaldur
Indriðason fyrir þessi jólin. Hann
er efstur á metsölulistum og hef-
ur reyndar verið þar undanfarin
ár, þannig að hann hlýtur að telj-
ast í hópi metsöluhöfunda.“
Kristján B. Jónasson,
útgáfustjóri Forlagsins:
„Metsöluhöfundur verður að
hafa selt mjög mikið af fleiri en
einni bók. Ólafur Jóhann er gott
dæmi um mann sem segja má að
sé metsöluhöfundur, sem hann
varð þó ekki að mínu viti fyrr en
hann var kominn yfir þann hjalla
að almenningur jafnt sem gagn-
rýnendur tóku honum fagnandi.
Líklega teljast menn ekki met-
söluhöfundar fyrr en almennt
ríkir samstaða um nafnbótina.
Kiljuútgáfa hefur einnig breytt
þessu nokkuð, það er framhalds-
líf í kiljum og Arnaldur Indriða-
son er konungur framhaldssöl-
unnar. Hann er sannkallaður
metsöluhöfundur á öllum svið-
um.
Varðandi þessa orðanotkun
ber að líta sem svo á að hér er um
sölumenn að ræða og ekkert
óeðlilegt þó menn grípi til þeirra
ráða sem tiltæk eru hverju sinni.
Jafnvel þó sumir – svona líkt og
þú sjálfur – gefi annað í skyn.
Listar eru sölugagn, auglýsinga-
tæki sett fram til leiðbeiningar
viðskiptavinum – til að hjálpa
þeim að taka ákvarðanir. Jújú,
þarna er verið að höfða til hjarð-
dýraeðlis upp að ákveðnu marki
enda er þetta sú hlið sem horfir
til hins breiða massa ómarkaðs-
hópagreint.“
Snæbjörn Arngrímsson,
útgáfustjóri hjá Bjarti:
„Það er höfundur
sem kemst inn á met-
sölulista. Það er ekkert
flóknara en svo. Huld-
ar Breiðfjörð setti til
dæmis met í sölu hjá
okkur á sínum tíma.
Við köllum hann að
sjálfsögðu Huldar
Breiðfjörð metsölu-
höfund – reyndar ber
að nefna að honum er
ekki skemmt og líkar
þessi nafnbót fremur
illa. Þetta er náttúr-
lega háð því við hvað
er miðað og við erum
vissulega í og með að
gera grín að þessari
ofnotkun orðsins. Lík-
lega má fallast á að
þarna er frjálslega
með farið og auðvitað
er réttara að tala um
lista yfir söluhæstu
bækurnar fremur en
metsölulista. En þetta
er hugtak sem hefur
verið notað lengi og
menn virðast ekki
vera að hugsa um
þetta merkingar-
fræðilega. Ætli það
borgi sig að hengja
sig í þetta eða taka þessu of hátíð-
lega. Það sést varla orðið í bæk-
urnar í auglýsingum fyrir enda-
lausum vísunum í sölutölur:
Hæstur hér og söluhæstur og
þarna... Jú, kannski er þessi met-
sölupæling komin út í öfgar.“
H a u k u r G u l l s m i ð u r
S m á r a l i n d
Íslensk-ítölsk skartgripahönnun og smíði