Fréttablaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 4
Uppfylla þarf tiltekin
lágmarksskilyrði líkamlegs
og andlegs heilbrigðis til að
fá leyfi til að stýra ökutæki.
– við Laugalæk
Ekkert hveiti
Ekkert soyja
Enginn sykur
Ekkert MSG
Íslenskt kjöt
Íslensk
framleiðsla
Osta-
pylsur
sem slá
í gegn.
Allar nýjustu fréttir og blað
dagsins eru fáanleg á
www.frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Engin dæmi eru um
að umsækjendum hafi verið synjað
um ökuskírteini á þeim grundvelli
að vera háðir áfengi eða fíkniefn-
um en heimild til synjunar á þeim
grundvelli hefur verið í umferðar-
lögum frá árinu 1987.
Í 58. gr. nýrra umferðarlaga, sem
tóku gildi um áramót, er meðal ann-
ars kveðið á um að neita megi þeim
um ökuskírteini sem háður er notk-
un ávana- og fíkniefna, áfengis eða
annarra sljóvgandi efna. Ákvæðið
á uppruna sinn í eldri lögum en
hefur þó tekið þeim breytingum að
ekki er lengur heimilt að neita megi
manni um skírteini á þeim grund-
velli einum að hann sé ekki nægi-
lega reglusamur líkt og heimilt var
samkvæmt áður gildandi lögum.
Fréttablaðið beindi fyrirspurn til
allra sýslumannsembætta landsins
um fjölda þeirra sem synjað hefur
verið um ökuskírteini á þessum
grundvelli. Svör voru efnislega hin
sömu í öllum tilvikum. Þess finnist
ekki dæmi að lagt hafi verið fram
læknisvottorð með upplýsingum
um áfengis- eða vímuefnafíkn með
umsókn um ökuskírteini.
Samkvæmt reglugerð um öku-
skírteini er það sýslumaður sem
annast könnun á því hvort skil-
yrðum til útgáfu ökuskírteinis sé
fullnægt en uppfylla þarf tiltekin
lágmarksskilyrði um andlegt og
líkamlegt heilbrigði til að fá heim-
ild til að stýra ökutæki. Sýslumaður
byggir á heilbrigðisvottorði eða
læknisvottorði í könnun sinni en
áfengisneysla og notkun ávana-og
fíkniefna auk læknislyfja er eitt af
því sem lækni ber að skoða og meta,
samkvæmt ákvæðum reglugerðar-
innar. Í reglugerðinni kemur einnig
fram að auk almennra heilbrigðis-
skilyrða kanni sýslumaður reglu-
semi og áreiðanleika umsækjanda
ef ástæða þykir til.
Í svari Sýslumannsins á höfuð-
borgarsvæðinu við fyrirspurn
Fréttablaðsins kemur fram að fulln-
aðarökuskírteini hafi í tíð fyrri laga
gilt til sjötugs þar til því var breytt
árið 2012. Því hafi verið sjaldgæft að
þeir sem á annað borð hafi fengið
ökuskírteini sæki um slíkt að nýju
og eigi á hættu að vera hafnað á
framangreindum grundvelli, nema
þegar um sviptingu ökuleyfis hafi
verið að ræða vegna alvarlegra
umferðarlagabrota. Ákvæðinu
hafi hins vegar verið breytt árið
2012 og fullnaðarskírteini gildi nú
aðeins til 15 ára í senn. Því kunni að
koma til þess eftir breytinguna að
ákvæðinu um áfengis- og vímuefna-
fíkn verði beitt til synjunar á útgáfu
ökuskírteinis. Ekki kemur fram í
reglugerð með hvaða hætti læknir
kannar hvort fíkn sé fyrir hendi
en í sjúkraskrám borgara kunna
þó að vera skráðar upplýsingar um
vistun á meðferðarstofnunum og
aðra læknisþjónustu vegna fíknar.
adalheidur@frettabladid.is
Engum hefur verið synjað um
ökuleyfi vegna áfengisfíknar
Heimilt er að synja umókn um ökuskírteini á grundvelli áfengis- og vímuefnafíknar. Lækni sem gefur út
vottorð er skylt að kanna áfengis og fíkniefnanotkun. Skilyrði um almenna reglusemi hefur verið fellt
úr lögum. Synjunum gæti fjölgað vegna styttri gildistíma fullnaðarskírteina. Þau gilda nú í fimmtán ár.
Ný umferðarlög tóku gildi um áramótin og því fylgja fjölmargar breytingar fyrir ökumenn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Reykjanesbær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
SVEITARSTJÓRNARMÁL Reykjanes-
bær er nú laus undan eftirliti Eftir-
litsnefndar með fjármálum sveitar-
félaga. Nefndin tilkynnti bænum
þetta með bréfi í byrjun vikunnar.
Þar segir að ekki verði annað séð
en að með fjárhagsáætlun Reykja-
nesbæjar fyrir tímabilið 2020-2023
uppfylli sveitarfélagið fjárhagsleg
viðmið samkvæmt lögum. Þar með
er aðlögunaráætlun sem samþykkt
var 2017 fallin úr gildi en það gerist
tveimur árum á undan áætlun.
Reykjanesbær hefur á undan-
förnum árum glímt við mikla
skuldasöfnun. Í lok árs 2014 var
skuldahlutfallið tæp 250 prósent en
hámarksviðmið samkvæmt lögum
er 150 prósent.
„Það er því bjartara fram undan
fyrir íbúa Reykjanesbæjar sem hafa
mátt þola hærri álögur undanfarin
ár vegna erfiðrar stöðu bæjarins,“
segir í bókun meirihluta bæjar-
ráðs. – sar
Reykjanesbær
laus við eftirlit
Kínverska flugfélagið Juneyao áformar
að hefja flug til til Íslands í mars.
FERÐAMENNSKA Kínverska f lug-
félagið Juneyao undirbýr nú að
koma á f lugi til Íslands í mars.
Á sama tíma mun félagið opna
leiðir til borganna Manchester og
Dublin, allt í gegnum Helsinki.
Er þetta hluti af mikilli stækkun
félagsins, sem einnig hyggst f ljúga
til Grikklands og Malasíu. Félag-
ið hóf að f ljúga til Helsinki í júní
síðastliðnum.
Eins og Fréttablaðið greindi frá
í nóvember síðastliðnum er búist
við því að Juneyao f ljúgi til Íslands
tvisvar í viku, með um 20 þúsund
farþega árlega.
Flugfélagið, sem hefur rúmlega
70 vélar í f lota, rekur sex Boeing
787 vélar og hefur pantað fjórar til
viðbótar vegna útvíkkunar á starf-
semi. Aukningin kemur þrátt fyrir
mikið tap kínverskra f lugfélaga á
lengri f lugleiðum að undanförnu.
Árið 2018 var heildartap félaganna
22 milljarðar yuan, eða tæplega
400 milljarðar króna.
„Við erum viss um að við þurfum
samráð, við þurfum alþjóðlega
samstarfsaðila,“ segir Zhao Hongli-
ang, forsvarsmaður Juneyao, vegna
löggjafar á þeim stöðum sem flogið
verður til. – khg
Ísland hluti af áformum Juneyao um aukin umsvif
Við þurfum alþjóð-
lega samstarfsaðila.
Zhao Hongliang, forsvarsmaður
Juneyao
1 „Andar t ak i síð ar fékk ég oln bog a lög regl u manns ins í
and l it ið“ Lögreglan sendi frá sér
yfirlýsingu um meint lögregluof-
beldi.
2 Þau fá listamannalaun árið 2020 Úthlutunarnefndir
Launasjóðs listamanna hafa lokið
störfum vegna úthlutunar lista-
mannalauna árið 2020.
3 Ó ljóst hvað gerist næst hjá Harry og Meg han: „Erfitt að
segja af sér sem stjarna“ Íslenskur
royalisti segir vekja athygli hve
snemma breska konungsfjöl-
skyldan tjáði sig opinberlega um
ákvörðun Harry og Meghan.
MENNTUN Niðurstöður nýrrar
rannsóknar Þorláks Axels Jóns-
sonar, aðjunkts við Háskólann á
Akureyri, sýna að þjóðfélagsleg
staða skýri betur mun á árangri
nemenda í PISA-könnuninni en
búseta.
Síðastliðin ár hafa niðurstöður
bæði PISA og samræmdra prófa
verið kynntar þannig að búseta
og kyn séu lykilbreytur í árangri
nemenda. Þeir nemendur sem
búa á landsbyggðinni hafa síðast-
liðin ár komið töluvert verr út úr
könnuninni en nemendur sem búa
í Reykjavík.
Þorlákur segir niðurstöður rann-
sóknarinnar skýrar og að nauðsyn-
legt sé að skoða niðurstöður PISA-
könnunarinnar á annan hátt en
gert hefur verið.
„Það að bera saman niðurstöður
út frá landsbyggð og höfuðborg er
þægileg og einföld skipting en hún
eykur ekki endilega skilning okkar
á skólastarfi,“ segir hann.
„Það er ekki hægt að álykta um
mun á skólastarfi út frá meðal-
tölum á landsbyggðinni og á höf-
uðborgarsvæðinu því félagslega
samsetningin er ekki sú sama og
hún skiptir máli,“ segir Þorlákur
og bætir við að munur á frammi-
stöðu nemenda í PISA-könnunum
eftir þjóðfélagsstöðu sé það mikill
að hann svari til um það bil einu
skólaári.
„Munurinn á milli landsbyggðar
og höfuðborgar er svo um það bil
hálft ár en þegar þjóðfélagsstaða
er tekin inn hverfur þessi munur,“
segir Þorlákur. – bdj
Ný rannsókn sýni að þjóðfélagsstaða
skýri mun á árangri nemenda í PISA
Það að bera saman
niðurstöður út frá
landsbyggð og höfuðborg er
þægileg og einföld skipting
en hún eykur ekki endilega
skilning okkar á skólastarfi.
Þorlákur Axel Jónsson
1 0 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð