Fréttablaðið - 10.01.2020, Síða 38

Fréttablaðið - 10.01.2020, Síða 38
 ÞAÐ SEM KANNSKI KOM ÓVÆNT Í ÞETTA FERLI VAR LITLI DRENGURINN SEM SKAUT SÉR UNDIR ÁN NOKKURS FYRIRVARA ÞANNIG AÐ ÉG VAR ÓFRÍSK Í ÖLLUM ÞESSUM FERÐALÖGUM OG TÖKUM. Ætli áhuga minn á langlífi megi ekki rekja til eigin lífhræðslu sem va rð t il þess að ég fór að skoða hvernig hægt væri að lengja lífið með því að hugsa um heilsuna og forðast sjúkdóma,“ segir fjöl- miðlakonan Helga Arnardóttir um nýja þætti í heimildarþáttaröð hennar Lifum lengur, sem Sjónvarp Símans frumsýndi í vikunni. Að þessu sinni tók hún stefnuna á Bláu svæðin svokölluðu hvar sér- fræðingar telja sig hafa fundið níu atriði sem ráði miklu um hversu lengi fólk lifir. Líf kviknar í laumufarþega Bláu svæðin eru fimm og Helga kemur við á þremur þeirra í þáttun- um; grísku eyjunni Íkaríu, ítölsku eyjunni Sardiníu og Loma Linda í Kaliforníu. Eftir standa japanska eyjan Okinawa og Nicoya-hérað á Kosta Ríka en ferðalögin tóku samt nokkuð á. Ekki síst þar sem lífið hefur ríka tilhneigingu til þess að taka óvænta stefnu og þannig slóst laumufarþegi fyrirvaralaust í för með Helgu. „Ég get ekki neitað því að það tók sannarlega á að vinna þessa þátta- röð,“ segir Helga sem var á þeytingi um bláu viðkomustaðina frá maí fram í miðjan september. „Það sem kannski kom óvænt í þetta ferli var litli drengurinn sem skaut sér undir án nokkurs fyrirvara þannig að ég var ófrísk í öllum þessum ferða- lögum og tökum. Tökudagarnir urðu oft langir við erfiðar aðstæður á slæmum fjall- vegum í miklum hita,“ segir Helga sem einnig fór í tuttugu flugferðir á meðgöngunni. „En allt tókst þetta sem betur fer og auðvitað mikil forréttindi að fá að vinna þetta með manninum mínum, Braga Þór Hinrikssyni, sem studdi mig með ráðum og dáð í gegnum þetta allt með miklum skilningi og kærleika.“ Blá fjölskyldulíftrygging Helga víkur talinu frá nýju lífi aftur að Bláu svæðunum og langlífinu sem fólk þar virðist fyrst og fremst eiga ákveðnum sameiginlegum þáttum að þakka. „Við vitum að gott mataræði og hreyfing hafa góð áhrif á heilsuna en það sem kom mér mest á óvart var að sterk fjölskylda og félagsleg tengsl skipta í raun jafn miklu máli þegar heilsan er annars vegar. Rannsóknir hafa líka sýnt það að einmanaleiki er stórhættu- legur heilsunni.“ Íslendingaþátturinn „Við erum sannarlega langlíf á Íslandi en það er ekki í líkingu við Okinawa og Sardiníu. Þar þykir ekkert merkilegt að ná hundrað ára aldri og er satt best að segja frekar algengt,“ segir Helga sem gefur lang- lífum Íslendingum gaum í fjórða og síðasta þætti þessarar seríu. „Þegar ég kafaði ofan í lífsstíl tíræðra Íslendinga og spurði þá spjörunum úr um hvernig þeir höguðu sínum háttum, þá kom í ljós að allt sem þeir gerðu jafnvel ómeðvitað til að lengja líf sitt var í takt við atriðin níu sem langlífissér- fræðingar hafa sett fram. Þannig að við getum öll orðið langlíf ef við hugum að þessum níu atriðum,“ segir Helga sem fer nánar út í þá sálma í þáttunum. Fæðing sonarins og frumsýning þáttanna með viku millibili marka ákveðin skil og Helga fær nú kær- komið svigrúm til þess að fara eftir þeirri forskrift sem hún kynnir í þáttunum. „Það hittist þannig á að drengur- inn varð vikugamall þegar þætt- irnir fóru í loftið hjá Sjónvarpi Sím- ans Premium í gær en hann fæddist stór og hraustur 2. janúar þannig að þetta hefur verið örlítill álagstími svo ekki sé meira sagt en ég hlakka til að geta bara helgað mig barna- uppeldi næstu mánuði.“ toti@frettabladid.is Lítill laumufarþegi í leit að lyklum langlífis Helga Arnardóttir leitar að lyklunum að langlífi í nýrri seríu Lifum lengur sem fór í loftið í gær, sléttri viku eftir að hún fæddi óvænt- an laumufarþegann sem fylgdi henni í rannsóknarleiðangrinum. Helga í öruggum félagsskap rúmlega níræðra hjóna í fjallaþorpi í Sardiníu þar sem fólk lifir öllum öðrum lengur. „Ég var komin 25 vikur á leið og fékk blóðþrýstingsfall við húsið þeirra. Þau hjúkruðu mér bæði, lögðu mig í rúmið sitt og báru í mig djús og veitingar þangað til ég náði mér á strik. Alveg yndisleg.“ Helga á paradísareyjunni Íkaríu í sumar en er nú komin með óvænta ferða- félagann í fangið og stefnir á frekari skrif; bækur, bíómyndir og sjónvarps- þætti. „Ég er með fullt í pípunum sem vonandi fær að líta dagsins ljós.“ FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir: Jón Ívar Vilhelmsson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5654/ jonivar@frettabladid.is ÞORRABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Kemur út föstudaginn 17. janúar. Meðal efnis verður skemmtilegt forsíðuviðtal við Guða Ágústsson. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Á Íkaríu í góðu yfirlæti á veitingastað sem einn viðmælenda þáttarins rekur. 1 0 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.