Fréttablaðið - 10.01.2020, Side 11

Fréttablaðið - 10.01.2020, Side 11
Í DAG Þórlindur Kjartansson Framboð til stjórnar Festi hf. Tilnefningarnefnd Festi hf. auglýsir hér með eftir tilnefningum eða framboðum til stjórnar félagsins vegna aðalfundar Festi sem haldinn verður 19. mars næstkomandi. Hlutverk tilnefningarnefndar er að undirbúa og gera tillögu um frambjóðendur við kjör stjórnar félagsins á aðalfundi. Skal að því stefnt að stjórnin sé á hverjum tíma þannig samsett að hún búi yfir fjölbreyttri þekkingu og reynslu sem nýtist félaginu við stefnumótun og eftirlit í því umhverfi sem félagið starfar í á hverjum tíma. Við gerð tillögu um kosningu stjórnarmanna í Festi skal tilnefningarnefndin horfa til hæfni, reynslu og þekkingar, m.a. með tilliti til leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja og niðurstöðu árangursmats stjórnar. Þurfa stjórnarmenn jafnframt að fullnægja þeim skilyrðum sem fram koma í samþykktum félagsins og lögum um hlutafélög sbr. ákvæði 66. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995. Starfsreglur tilnefningarnefndar, samþykktir félagsins og önnur gögn eru aðgengileg á heimasíðu Festi. Allir fjórir núverandi stjórnarmenn í Festi hf. hyggjast gefa kosta á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Athygli er vakin á því að sérstök skilyrði eiga við um stjórnarmenn í Festi hf. vegna sáttar félagsins við Samkeppniseftirlitið dags. 30. júlí 2018. Geta frambjóðendur kynnt sér skilyrðin á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins þar sem þau eru aðgengileg án trúnaðarupplýsinga. Þess er óskað að tilnefningum eða framboðum sé skilað til tilnefningarnefndar á sérstökum eyðublöðum ásamt ferilskrá fyrir 10. febrúar 2020. Nálgast má gögnin á www.festi.is undir fjárfestatengsl/aðalfundur Festi 2020. Festi | Dalvegi 10-14 | 201 Kópavogi | festi.is Sérhver þjóð á sín verðmæti sem kalla má þjóðargersemar. Þess konar verðmæti eru stundum hlutlæg eða að öllu leyti huglæg en oftast blanda af hvoru tveggja. Dæmi um þjóðargersemar eru fornbókmenntir og handrit okkar Íslendinga. Við höfum aðgangs­ st ý r ing u að handr itunum til þess að þau haldist óskemmd um ókomna tíð. Handritin og sögurnar sem þau geyma eru grafin djúpt í þjóðarvitundina, við vitum af þeim en menn labba ekki inn á Árnastofnun til að fá að handleika Möðruvallabók eða f letta upp í Konungsbók eddukvæða. Aðrar þjóðir eiga sínar þjóðar­ gersemar. Gott dæmi eru bronsald­ arlúðrarnir í Þjóðminjasafni Dana. Allir mega koma í safnið til þess að berja lúðrana augum en maður fær ekki að taka þá út úr glerskápnum og prófa að blása í þá til þess að athuga hvernig þeir hljóma. Ósnortin landsvæði eða víð­ erni má telja til þjóðargersema Íslendinga. En það er eitthvað í menningararfi okkar sem veldur því að hugmyndin um að ósnort­ in víðerni í f lokki þjóðargersema hefur ekki náð almennilegri fót­ festu í þjóðarsálinni. Það er þó til­ finning mín að þetta sé að breytast þótt hægt fari. Dæmi um ósnert landsvæði er eða var að f inna norðvestur af Mýrdalsjökli. Fyrir mörgum árum gekk ég Laugaveginn frá Landmannalaugum niður í Þórs­ mörk. Í gönguhópnum voru þýsk hjón á miðjum aldri. Þegar gengið var niður úr Hvanngili blasti allt í einu við víðáttumikill svartur Mælifellssandur og hvítur Mýr­ dalsjökull handan við sandinn. Þýsku hjónin fórnuðu höndum, ekki af skelfingu heldur voru þau gagntekin af hrifningu þegar þessi tilkomumikla sýn blasti allt í einu við þeim. Í mörgum þessara mála birtast miklar þversagnir. Í aug­ lýsingum um náttúru Íslands eru ósnortin víðerni oft sýnd mjög áberandi til að draga til okkar erlenda ferðamenn en á sama tíma erum við dugleg að raska þeim með nútímavélum og tækni. Þjóðargersemar Ósnortin landsvæði eða víð- erni má telja til þjóðarger- sema Íslendinga. Ingimundur Gíslason augnlæknir Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Nú til dags er það ekki sér­lega algengt að ný fyrirtæki séu nefnd eftir stofnand­ anum eða fjölskyldu hans. Þetta var tíðkað í mun meiri mæli áður fyrr, eins og sést á því að enn er ekið um á bílum sem nefndir eru Ford, borðuð tómatsósa sem heitir Heinz, súkkulaði sem heitir Hershey’s, vörur fluttar með AP Möller, og hér á landi má enn kaupa bækur í Eymundsson, brauð hjá Jóa Fel, þvottavélar í Ormsson og ýmiss konar rafmagnsvörur hjá Johan Rönning. Þú þekkir nafnið Kannski virkar það egósentrískt nú til dags að nefna fyrirtæki beinlínis eftir þeim sem stofnar það. Það stríðir ef til vill gegn hug­ myndum um jafningjastjórnun og vinnustaðalýðræði. Svo er ekki ósennilegt að í mörgum tilvikum þá gæti það gert fyrirtækjum torveldara að eiga í alþjóðlegum viðskiptum ef þau draga nafn sitt af íslenskum stofnendum (þótt það virðist ekki hafa hamlað stoð­ tækjafyrirtækinu Össur að vera nefnt eftir íslenskum stofnanda sínum). En það eru ýmsir kostir sem geta hlotist af því að nefna fyrirtæki beint í höfuðið á þeim sem bera ábyrgð á rekstrinum og njóta hagnaðarins ef vel gengur. Það væri til að mynda erfiðara fyrir Þórlindur mig að lesa fyrirsögnina: „Þórlind­ ur Kjartansson hf. dæmdur fyrir að selja eitraða snúða í mötuneyti leikskóla“ heldur en „Innflutnings­ fyrirtækið Matarkista hf. dæmt fyrir að dreifa matvælum sem inni­ halda ólögleg efni til mötuneyta.“ Notalegast af öllu (fyrir mig, það er að segja) væri: „Matarkistan hf. greiðir sekt. Starfsmenn biðjast velvirðingar og endurskoða ferla,“ eða jafnvel „Matarkistan hf. lög­ sækir ráðgjafafyrirtæki vegna gallaðra verkferla.“ Að tengja persónu þess sem ber ábyrgð á að hlutirnir gangi upp er nefnilega í anda þeirrar grund­ vallarhugsunar sem markaðs­ hagkerfið byggist á; að frelsi til athafna verði að fylgja ábyrgð á afleiðingum. Ábyrgðarskírteini Hammúrabís Í elsta ritaða lagasafni sem þekkist er að finna eftirfarandi lagareglu: „Ef smiður byggir hús og húsið hrynur með þeim afleiðingum að eigandi hússins deyr, þá skal smið­ urinn líflátinn verða.“ Þetta er auðvitað frekar öfgakennd leið til þess að tryggja vandvirkni í vinnu­ brögðum, og ekki einu sinni víst að Neytendasamtökin vildu ganga svo langt í framleiðendaábyrgð. En þessi ævaforna lagaregla undir­ strikar að oft duga ekki einungis fjárhagslegir hagsmunir til þess að draga úr freistingunni til þess að kasta til höndum í sparnaðarskyni eða fela vörugalla sem óvíst er að komi til með að skipta máli. Það var eflaust ekki algengt að heyra orðin „þetta reddast ábyggilega“ á byggingarsvæðum í Babýlóníu á valdatíma Hammúrabís. Í markaðshagkerfi nútímans er nefnilega oft langt á milli þeirra sem hagnast á því sem vel heppn­ ast og hinna sem bera skaðann af hugsanlegu klúðri. Undirmáls­ lánakrísan í Bandaríkjunum var til dæmis möguleg meðal annars vegna þess að þeir sem tóku ákvarðanir um að lána einstakl­ ingum (og fengu bónusa eftir því hversu mörg og stór lán þeir veittu) þurftu ekki að bera hallann af því ef lánþegunum tókst ekki að borga til baka. Sama má segja um stóran hluta fjármálastarfsemi heimsins þar sem hægt er að græða brjál­ æðislega á áhættusamri hegðun í nokkuð góðri vissu um að mjúk dýna bíði ef maður spilar of glæfra­ lega á ystu nöf hengiflugsins. Hvatar og hvatir Í rekstri fyrirtækja eru oft teknar rangar ákvarðanir. Við því er ekkert að segja ef heiðarlegar hvatir eru að baki. Hins vegar getur ýmislegt í umhverfinu haft áhrif á ákvarðanatökuna og getur þokað henni ýmist í átt til skyn­ semi eða glannaskapar. Það er til dæmis örugglega ekki auðvelt fyrir starfsmenn í ferðaþjónustufyrir­ tækjum að tilkynna spenntum ferðamönnum að ekkert verði úr ferðalaginu sem þá hefur hugsan­ lega dreymt um lengi og borgað fúlgur fjár fyrir. Og það er heldur ekki hægt að búast við því að aldrei komi neitt upp á í slíkum ferðum. Ferðamennska á íslensku hálendi felur alltaf í sér einhverjar hættur. Þessar hættur, bras og óþægindi eru meira að segja stór hluti af aðdráttarafli Íslands. Og hér hefur verið hægt að byggja upp ferðamannaiðnað sem tengist úti­ vist og ævintýraþrá meðal annars í trausti þess að við búum yfir einhverju allra öflugasta og merki­ legasta björgunarsveitastarfi sem þekkist í veröldinni. Ef eitthvað klikkar þá er allt gert til þess að koma til bjargar; hvort sem fólk getur sjálfu sér kennt um vandræði sín eða ekki. En það virðist vera töluvert langt bil á milli þess að samþykkja að viss áhætta fylgi ferðalögum á Íslandi og að það hafi komið til greina að segja „já“ við því þegar hópur óvans fjallafólks, með börn niður að sex ára aldri, óskaði eftir því að fá að fara á snjósleðum upp á íslenskan jökul í byrjun janúar á degi þar sem búið var að vara við áhrifum 940 millibara lægðar og gefa út sérstaka viðvörun. Reddast þetta? Að sjálfsögðu er hin hæpna ákvarðanataka, sem leiddi til erfiðra björgunaraðgerða á Lang­ jökli í vikunni, ekki komin til vegna heimsku eða illgirni. Starfs­ menn og eigendur Íslenskra fjalla­ leiðsögumanna hafa án efa miklu meiri getu til þess að meta áhættu í tengslum við fjallamennsku heldur en nánast allir aðrir. Það sem hins vegar virðist augljóst er að við ákvarðanatökuna er mikil skekkja í því hvernig lóðin á vogar­ skálunum eru metin. Það kann að vera dýrkeypt fyrir starfsmann fyrirtækisins að blása af ferð þótt þannig sé komið í veg fyrir alla áhættu á dýrkeyptum mistökum. En á hinn bóginn skammar hann enginn ef hann tekur sénsinn í tví­ sýnu og kemst upp með það. Sama fyrirtæki var dæmt fyrir að hafa teflt of djarft fyrir þremur árum. Fjárhagslegur kostnaður af mistökunum reyndust á endanum vera örfáar milljónir króna, og þar af fengu ferðamennirnir þrjú hundruð þúsund hvor í sinn vasa. Augljóst er að það hjálpar ekki heldur við ákvarðanatökuna að félagið hafi sloppið svona billega síðast. En líklega væri allra besta leiðin til þess að koma í veg fyrir of mikla áhættusækni í starfseminni sú að eigendur og æðstu stjórn­ endur fyrirtækisins væru persónu­ lega ábyrgir fyrir slíkum ákvörð­ unum, bæði í augum almennings og gagnvart lögum. Ef svo væri myndu starfsmenn fyrirtækjanna örugglega eiga auðveldara með að standa í lappirnar og taka óþægilegar ákvarðanir þegar aðstæður krefjast. Í starfsemi þar sem ákvarðanir geta snúist um raunverulega hættu þarf nefni­ lega að vera skýrt að dómgreind þeirra sem taka ákvarðanirnar sé óbrengluð af græðgi eða glanna­ skap. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F Ö S T U D A G U R 1 0 . J A N Ú A R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.