Fréttablaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 21
Grænkerar
kunna þá list að
gera ljúffengan
skyndibita úr
Oumph! og er
Beisik Börger á
Jömm sá allra
vinsælasti á
matseðlinum.
Grænkerastaðurinn Jömm var stofnaður utan um Oumph!. Hann er gríðar-
vinsæll og hafa borgarar Jömm unnið til verðlauna á Íslandi og í Svíþjóð.
Veganbúðin er vefverslun með útibú á Strandgötu 32 í Hafnarfirði. Þar er opið á laugardögum frá klukkan 12 til 16
sem trekkir marga að enda fæst þar heillandi úrval vegan mat- og sérvöru og einkar spennandi að versla í matinn.
Það er mitt hjartans mál að vera grænkeri og bera út fagran boðskap grænkera-
lífsstílsins,“ segir Magnús Reyr
Agnarsson, eigandi heildsölunnar
Veganmatar, fyrirtækis sem hefur
vaxið hratt síðan það var stofnað
utan um hið sænska Oumph! í maí
2017.
„Mér finnst líka gefandi að geta
búið til veganstörf og í dag erum
við með 30 manns á launaskrá.
Allt eru það ástríðufullir græn-
kerar sem hafa yndi af því að mæta
í vinnuna því þeir finna að þeir
eru að leggja sitt af mörkum við að
breyta heiminum.“
Ollu sprengingu í veganfæði
Magnús hafði verið grænmetisæta
í þrjú ár þegar hann ákvað að
gerast grænkeri árið 2015. Þá var
úrval grænkerafæðis takmarkað
í íslenskum verslunum en eftir að
Magnús hnaut um hið gómsæta
Oumph! í Svíþjóð falaðist hann
eftir innflutningi þess til Íslands.
„Framleiðsla á Oumph! var þá
nýlega hafin í Svíþjóð og vorum
við fyrsta útflutningsland Svíanna
á Oumph!. Viðtökurnar urðu strax
góðar enda heilnæmt og gómsætt
sælkerafæði,“ upplýsir Magnús
sem sinnti innflutningi á Oumph!
meðfram annarri vinnu í tvö ár,
eða þar til þau Sæunn Ingibjörg
Marinósdóttir, eiginkona hans,
stofnuðu fyrirtækið Veganmat
utan um innflutninginn og bættu
við fleiri frábærum vegan vöru-
merkjum.
„Við Sæunn störtuðum þessu
af fítonskrafti og í kjölfarið varð
sprenging í framboði grænkera-
fæðis í verslunum sem voru mjög
svo opnar fyrir því að taka það inn.
Í framhaldinu sáu fleiri heildsölur
virði í því að flytja inn veganvörur
og leituðu að enn fleiri merkjum
sem allt hefur komið sér vel fyrir
sífellt stærri hóp grænkera hér á
landi,“ segir Magnús sem sótt hefur
sýningar ytra þar sem nýtt vegan-
fæði og veganvörur eru kynntar
til sögunnar. Þá fær hann nánast
vikulega fyrirspurnir frá fram-
leiðendum sem falast eftir því að
Veganmatur dreifi vörum þeirra
hér á landi.
„Það leynir sér ekki að mesta
framþróunin í matvælafram-
leiðslu er í grænkerafæði. Það er
vegna þess að fólk er upplýstara
um dýra- og umhverfisvernd í
dag, og þá sérstaklega unga fólkið.
Mjög hátt hlutfall ungs fólks þykir
í dag óskiljanlegt að fólk vilji leggja
sér dýr til munns og miðað við
þann mikla fjölda ungs fólks sem
aðhyllist vegan lífsstíl nú mun
það vaxa enn meir með komandi
kynslóðum. Ungt fólk í dag er upp-
lýstara og hugsar þetta öðruvísi en
eldri kynslóðir.“
Stríður straumur í búðina
Veganmatur samanstendur af
heildsölunni Veganmat, Vegan-
búðinni og veitingastaðnum Jömm
á Kringlutorginu í Kringlunni.
„Veganbúðin fór í loftið í nóv-
ember 2018 og er hratt vaxandi
netverslun með vegan mat- og
sérvörur,“ upplýsir Magnús um
Veganbúðina sem er í Hafnarfirði.
„Með Veganbúðinni vildum við
auka framboð og aðgengi almenn-
ings að spennandi vörum sem
auðvelda grænkeralífið og ábyrgan
lífsstíl. Við ákváðum að opna
verslun í Strandgötu 32 því margir
sýndu því áhuga að koma og skoða
vörurnar í návígi. Búðin hefur
síðan verið opin á laugardögum og
er þá mjög stríður straumur fólks
sem kemur enda tilvalið að gera
sér ferð í Veganbúðina á laugardegi
til að velja sér hráefni í kósí mat úr
grænkerafæði og upplifa eitthvað
nýtt og gómsætt,“ segir Magnús
um Veganbúðina sem er opin frá
klukkan 12 til 16 á laugardögum
og allan sólarhringinn á vegan-
budin.is.
Unnu Götubita ársins
Veitingastaðurinn Jömm varð til
þegar útimatarmarkaður var opn-
aður í Skeifunni sumarið 2018.
„Þar settum við á laggirnar veit-
ingastað sem notaði mestmegnis
Oumph! í réttina og sló svona
hressilega í gegn. Mér skilst á
framleiðendum Oumph! í Svíþjóð
að ekki hafi áður verið stofnaður
veitingastaður utan um eina vöru-
tegund en þetta er svolítið sérís-
lenskt hjá okkur, eins og svo margt
annað, og við seljum Oumph! í
mun meira heildarmagni en bæði
Danir og Norðmenn. Og ef horft er
til höfðatölu er hreinlega frábært
hvað fólk borðar mikið Oumph!
en það er ekkert skrýtið þegar
horft er til góða bragðsins og holl-
ustunnar,“ segir Magnús sem er
ekki síst ánægður með það hversu
vel fjöldi landsmanna stendur með
þeim í dýra- og umhverfisvernd.
„Við erum gríðarlega ánægð því
með hverju seldu stykki af Oumph!
er lífi dýrs þyrmt. Þá sjáum við að
kolefnisspor af f lutningi Oumph!
til landsins er brotabrot af kol-
efnisspori sem kjötframleiðsla
skilur eftir sig,“ upplýsir Magnús
en þess má geta að verkfræðingar
Eflu verkfræðistofu hafa reiknað
út og borið kolefnisspor inn-
flutnings veganmatar saman við
innlenda kjötframleiðslu og er
hægt að finna upplýsingar um þá
útreikninga á oumphhverfid.is.
„Því er allt jákvætt við að vera
grænkeri og ljúft að njóta þess að
borða skaðlausan mat úr bragð-
góðu og dásamlegu hráefni,“
segir Magnús sem sjálfur borðar
kynstrin öll af Oumph! og er
sólginn í Beisik borgarann á Jömm,
sem er djúsí Oumph! borgari með
Jömm kryddi, sinnepssósu, káli,
tómötum, súrum gúrkum og rauð-
lauk.
„Beisik Börger er langvinsælasti
bitinn á Jömm og þegar Jömm tók
þátt í götubitahátíðinni á Mið-
bakka í fyrrasumar unnum við
verðlaunin Götubiti fólksins þar
sem fólk valdi besta götubitann.
Þá var okkur boðin þátttaka í
Evrópumeistaramóti götubitans
í Málmey í Svíþjóð og fórum með
sænska Oumph! borgarann út og
elduðum fyrir Svía á íslenskan
máta, f luttum með okkur gríðar-
legt magn af Þykkvabæjarkart-
öflum, Jömm sósum og Myllu-
brauði og afgreiddum linnulaust.
Alls komst 21 staður frá 15
löndum í úrslit og þar skilaði Val
fólksins okkur fjórða sætinu,“ segir
Magnús með stolti.
Jömm framleiðir einnig lost-
ætar samlokur og sósur sem fást
í f lestum verslunum og er með
vinsæla veisluþjónustu sem mætir
öllum lífsins tilefnum.
„Þá framleiddum við þúsundir af
Jömm vegan Wellington-steikum
fyrir jólin og vörulínan er alltaf að
stækka. Fólk getur líka eldað rétt-
ina á Jömm heima því allt hráefnið
okkar er hægt að kaupa úti í búð.
Það er sýn okkar að hvetja fólk og
gefa því hugmyndir að ljúffengum
grænkeraréttum, því í hvert sinn
sem það eldar vegan hlífir það
dýrum og jörðinni. Það er það
eina sem skiptir okkur máli og
fagnaðarerindið skilar sér víða því
á Jömm koma líka alætur sem eru
sólgnar í vegan skyndifæði enda
fellur það í kramið hjá öllum.“
Skoðaðu úrvalið og matseðlana á
veganmatur.is, veganbudin.is og
jomm.is.
Bjarga
heiminum
af ástríðu
Magnús Reyr Agnarsson er grænkeri
af guðs náð. Honum er hjartans mál
að kynna fagran lífsstíl grænkera fyrir
sem flestum og selur meira Oumph!
en bæði Danir og Norðmenn.
Magnús Reyr Agnarsson er eigandi
Veganmatar, Veganbúðarinnar og
Jömm. MYND/EGGERT JÓHANNESSON
KYNNINGARBLAÐ 5 F Ö S T U DAG U R 1 0 . JA N ÚA R 2 0 2 0 VEGANÚAR