Fréttablaðið - 10.01.2020, Qupperneq 28
Þessi svokölluðu
minni lið hafa
áhyggjur af framtíð sinni því
þau eru að missa leikmenn
og vilja ræða hvað er til ráða
– af hverju eru þau að missa
leikmenn. Liggur þetta í
reglum HSÍ, í aðstöðumun
félaganna eða metnaði. Hvar
liggur vandamálið ef það er
til staðar?
1 0 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
HANDBOLTI Stærsta málið á for-
mannafundi HSÍ í nóvember síð-
astliðnum var staða liða í meistara-
flokki og samþjöppun leikmanna.
Stofnuð var nefnd um málið sem
mun funda og skila inn tillögum
fyrir annan fund formanna sem
verður í febrúar. Málið var rætt á
stjórnarfundi HSÍ en fundargerð
fyrir desember datt inn í gær.
Róbert Geir Gíslason, fram-
kvæmdastjóri HSÍ, segir að smærri
liðin hafi áhyggjur af því að missa
leikmenn til þeirra sem stærri eru
en leikmenn eru engu að síður að
spila í Grilldeildinni með svoköll-
uðum U-liðum. Valur, Haukar, KA,
FH, Fjölnir og Stjarnan tef la fram
U-liðum í Grilldeild karla og Fram,
Valur, ÍBV, Stjarnan og HK tef la
fram U-liðum í kvennaflokki.
„Það eru ákveðin lið sem hafa
áhyggjur af því hve margir leik-
menn eru að fara frá þeim í U-liðin.
Dæmi eru um að fjórir leikmenn
fóru úr einu liði yfir í annað en
stelpurnar eru nánast allar að spila
með U-liðinu. Þessi svokölluðu
minni lið hafa áhyggjur af framtíð
sinni því þau eru að missa leikmenn
og vilja ræða hvað er til ráða – af
hverju þau eru að missa leikmenn.
Liggur þetta í reglum HSÍ, í aðstöðu-
mun félaganna, eða metnaði. Hvar
liggur vandamálið ef það er til
staðar,“ segir Róbert sem staddur er
í Malmö með íslenska landsliðinu.
Uggandi yfir samþjöppun leikmanna
Stærsta málið á formannafundi HSÍ var staða liða í meistaraflokki og samþjöppun leikmanna. Formenn
svokallaðra minni liða vilja vita hvers vegna sú þjöppun á sér stað og því hefur verið stofnuð nefnd.
SKÍÐI Vetrarólympíuleikar ung-
menna voru settir í Lausanne í Sviss í
gærkvöldi. Íslensku þátttakendurnir
í alpagreinum æfðu fyrripartinn
í gær og mættu svo á setningarat-
höfnina um kvöldið. Við setning-
una var Aðalbjörg Lillý Hauksdóttir,
keppandi í alpagreinum, fánaberi
íslenska hópsins.
Ólympíuleikar ungmenna eru
ætlaðir fyrir ungt afreksfólk í
íþróttum á aldrinum 15 til 18 ára.
Skiptast leikarnir í sumarleika og
vetrarleika eins og Ólympíuleik-
arnir. Hugmyndina á Jacques Rogge,
fyrrverandi forseti Alþjóðaólympíu-
nefndarinnar, og var hún kynnt til
sögunnar árið 2001 en fyrstu leik-
arnir voru sumarleikar sem haldnir
voru í Singapore 2010.
Fyrstu vetrarleikarnir fóru fram
2012 í Innsbruck í Austurríki og
aðrir leikarnir í Lillehammer í Nor-
egi 2016. Ísland hefur í bæði skiptin
sent þátttakendur á leikana.
Leikarnir standa yfir frá 9. til 22.
janúar en á þeim 13 dögum sem
keppnin fer fram er 81 viðburður
á dagskrá og er um að ræða átta
keppnisstaði. 1.880 íþróttamenn,
eru mættir til leiks til Lausanne og
er kynjahlutfall þeirra sem munu
etja kappi á leikunum jafnt.
Verða þetta fyrstu vetrarleikarnir
á vegum Alþjóðaólympíunefndar-
innar með jafnt kynjahlutfall kepp-
enda. Í fyrsta sinn verður leikunum
skipt upp í tvö tímabil og þátttak-
endur því ekki allir á staðnum á
sama tíma. Keppni íslenska hópsins
raðast þannig niður að alpagreinar
eru í fyrri hluta leikanna en skíða-
ganga í þeim seinni.
Þátttakendur Íslands á Vetraról-
ympíuleikum ungmenna 2020
eru: Aðalbjörg Lillý Hauksdóttir úr
Víkingi og KR-ingurinn Gauti Guð-
mundsson sem keppa í alpagreinum.
Grímur Rúnarsson og Dagmar Ýr
Sigurjónsdóttir eru þjálfarar þeirra.
Einar Árni Gíslason sem keppir
fyrir Skíðafélag Akureyrar og Linda
Rós Hannesdóttir frá Skíðafélagi
Ísfirðinga keppa svo í skíðagöngu.
Vadim Gusev og Sigrún Anna Auð-
ardóttir þjálfa þau. Aðalfararstjóri
íslenska hópsins er Örvar Ólafsson.
– hó
Íslensk ungmenni verða í eldlínunni í Lausanne næstu daga
Aðalbjörg Lillý verður í brekkunni i Lausanne næstu daga og Grímur Rúnarsson henni til halds og trausts. MYND/ÍSÍ
Formenn handknatt-
leiksdeilda minni liða
eru áhyggjufullir um
stöðuna á sínum liðum
því leikmenn fari ungir
frá þeirra liðum og
yfir í stærri liðin. Leik-
menn spila þó áfram
í næstefstu deild með
U-liðum stærri liðanna.
Formennirnir stefna á
að kynna niðurstöður á
öðrum formannafundi í
febrúar.
Hann segir að fundað hafi verið
um málið áður en EM skall á og
verður gert aftur þegar EM-ævintýr-
ið er búið. „Þetta er bara hlutur sem
við erum að ræða með formönnum
deildanna og hvort við getum gert
eitthvað til að snúa þessari þróun
við.“
Í fundargerðinni kemur einnig
fram að áhugavert erindi hafi verið
á formannafundinum um forvarnir
íþrótta gagnvart vímuefnanotkun
og efni þess verði kynnt félögunum.
100 ára afmæli
Þá eru 100 ár síðan handboltinn
nam hér land á þessu ári en árið
2012 kom út handknattleiksbókin
Saga handknattleiksins á Íslandi
1920–2010, eftir Steinar J. Lúðvíks-
son. Bókin var í tveimur bindum og
um 900 blaðsíður. Júlíus Hafstein
var formaður ritnefndarinnar
en hann kom fyrir stjórn HSÍ í
desember þar sem rætt var um að
gefa út handboltabók í framhaldi
af Sögu handknattleiks og myndi
sú bók fjalla um árin 2010-2020.
Vinnuheiti bókarinnar yrði Hand-
bolti í 100 ár og er Róbert í nefnd
um bókina. „Það var byrjað að
kenna handbolta hér á landi 1920
og okkur langar að gera eitthvað í
tilefni af afmælinu. Hvort sem það
verður bók eða hvað – kemur í ljós.“
benediktboas@frettabladid.is