Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.01.2020, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 10.01.2020, Qupperneq 22
Þetta er off-menu samloka sem við þróuðum og gerðum vegan. Hún er með avókadói, spínati, tómötum og papriku og nýja vegan pestóinu sem er alveg fáránlega gott,“ segir Rúnar Krist- mannsson, markaðsstjóri Joe & The Juice á Íslandi. Heartbeet djúsinn inniheldur rauðrófu, ananas, banana, avók- adó og epli og saman eru djúsinn og vegan samlokan á tilboði á 1.990 krónur. Hjá Joe & the Juice er hægt að fá bæði möndlumjólk og haframjólk út í kaffið og sjeikarnir og allir djúsarnir á mat- seðlinum eru vegan. „Það er líka hægt að gera sam- lokurnar vegan. Hefðbundna brauðið er vegan og mikið af hráefninu sem við notum er það líka,“ útskýrir Rúnar. „En þetta er í fyrsta sinn sem við bjóðum upp á vegan pestó. Það hefur verið eftirspurn eftir því hjá okkar vegan kúnnum. Ég hef fulla trú á því að þessi vegan samloka sem við erum búin að hanna verði margumbeðin og vegan pestóið er komið til að vera.“ Óteljandi vegan möguleikar Veitingastaðurinn Joe & The Juice selur hollan skyndibita úr fersku hrá- efni. Í tilefni af Veganúar er boðið upp á nýja vegan samloku á sérstöku tilboði ásamt Heartbeet djúsnum sem er að sjálfsögðu vegan líka. Rúnar Kristmannsson, markaðsstjóri Joe & The Juice, segir vegan pestóið fáránlega gott. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Heartbeet djúsinn og vegan samlokan eru á sérstöku tilboði. ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08 3 1 . 0 1 . 2 0 V E G A N B L T H Ó T E L S A G A H O T E L S A G A @ H O T E L S A G A . I S 5 2 5 - 9 9 3 0 Það er vel hægt að gera alls kyns góðar sósur þótt maður sé vegan til dæmis með salati eða nasli. Þessi tómatsulta er til dæmis einstaklega góð ofan á ristað brauð eða veganborgara. Tómatsulta ½ kíló plómutómatar ¼ bolli kókossykur ½ tsk. salt ¼ tsk. svartur pipar ¼ tsk. reykt paprikuduft ½ tsk. hvítvínsedik Sjóðið vatn í potti. Setjið ísmola í skál. Tómatarnir eiga að fara í sjóðandi vatn í eina mínútu og síðan beint í ísvatnið. Takið upp úr ísvatninu og afhýðið þá, síðan er skorinn kross í þá og fræin kreist úr í aðra skál. Skerið tómatana smátt. Tómatbitarnir eru settir í pott án vökva. Setjið kókossykur út í og hrærið allt saman. Leyfið að standa í tíu mínútur við stofuhita. Hitið upp yfir meðalhita og látið malla í 15 mínútur. Bragðbætið með salti, pipar og reyktri papriku. Lækkið hitann og látið malla áfram í tíu mínútur eða þangað til blandan er nægilega þykk. Takið af hitanum og setjið hvít- vínsedik saman við. Hrærið. Berið fram með ristuðu brauði, kexi, snittubrauði eða vegan- borgara. Tahini grillsósa Mjög góð sósa með öllu grilluðu grænmeti. Hún er einnig góð sem dressing á salat eða ídýfa með kart- öflum, á samloku eða vefju. Um að gera að prófa alls konar. 6 msk. tahini 10 tsk. tómató paste 2 tsk. hlynsíróp ¾ tsk. hvítlauksduft 3 tsk. eplaedik 3 tsk. molasses ¼ tsk. liquid smoke (gefur grill- bragð) Smá hafsalt 1/8 tsk. chiliduft ½ bolli vatn Allt sett í matvinnsluvél þar til sósan hefur blandast vel. Kasjúhnetusósa Allir elska Sesarsalat. Þessi sósa er mjög góð til að setja út á salatið. ½ bolli kasjúhnetur ½ bolli vatn ¼ bolli sítrónusafi 2 msk. nutritional yeast 1 msk. Dijon sinnep 2 tsk. capers 1 hvítlauksrif Mýkið hneturnar með því að setja þær í pott með vatninu og látið sjóða í tíu mínútur. Þerrið. Setjið í matvinnsluvél ásamt öðru sem talið er upp í uppskriftinni og blandið þar til allt verður mjúkt og rjómakennt. Setjið í kæli og hægt að geyma í viku. Sósan gæti þykknað við geymslu en þá er hún fín sem ídýfa. Thaílensk hnetusósa Þessi sósa passar vel með grill- uðu grænmeti eða bökuðu tófú, núðlum eða hrísgrjónum. Það eru einungis fimm hráefni í sósunni. ½ bolli hnetusmjör ¾ bolli kókosmjólk 2 msk. Thai rautt karrípaste 2 msk. eplaedik 1 msk. sykur 2 msk. malaðar jarðhnetur Salt eftir smekk Setjið allt í pott. Þeytið allt saman. Þegar sósan fer að sjóða slökkvið undir. Setjið í skál og stráið muldum hnetum yfir. Frábærar vegan sósur Þegar fólk breytir mataræðinu koma upp tímabil þar sem það saknar einhvers. Ídýfur og sósur eru þar á meðal. Góð dressing fyrir Sesar salat eða annað salat. 6 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RVEGANÚAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.