Fréttablaðið - 10.01.2020, Blaðsíða 27
ALLT
fyrir listamanninn
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Verkfæralagerinn
Það hefur í ár og aldir hvílt skömm yfir því að vera öðru-vísi – hugsa öðruvísi – haga
sér öðruvísi. Í tilviki „geðsins“ hefur
„öðruvísi“ ávallt verið huglægt mat
á huglægu ástandi. En hversu mikið
öðruvísi þarftu að vera til að vera
öðruvísi?
Á þeim árum sem ég vann fyrir
geðsvið Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar (WHO) eignaðist
ég vinkonu sem hafði mikil áhrif
á mig. Hún heitir Wilma Boevink
og kemur frá Hollandi. Hún starfar
sem doktor við rannsóknarstofnun
kennda við Trimbos í Utrecht í
sama landi. Wilma sagði mér sögu
sína af geðröskun og hvernig henni
tókst að ná jafnvægi í sínu geðnæma
sinni, klára doktorspróf og koma sér
í viðurkennda stöðu í samfélaginu.
Wilma sagði eitt sinn við mig að
þegar einstaklingur sem greindur
hefði verið af kerfinu með geðröskun
talaði opinberlega um reynslu sína
ætti hann það ávallt á hættu að vera
smækkaður í geðgreininguna.
Á undanförnum tveimur ára-
tugum hafa rannsóknir á fordómum
og mismunun í garð geðnæms fólks
með geðraskanir aukist ásamt því
að alls kyns leiðir til þess að koma í
veg fyrir mismunun og draga úr for-
dómum hafa verið reyndar. Einn af
frumkvöðlum þessara rannsókna,
Graham Thornicroft, breskur geð-
læknir, hefur bent á að helsta áskorun
framtíðarinnar sé að ákvarða hvaða
inngrip séu hentugust til þess að
samfélagið dragi sem mest úr mis-
munun gagnvart fólki með geðrask-
anir. Thornicroft talar um þrjú stig
er kemur að fordómum. Í fyrsta lagi
fáfræði, í annan stað fordóma og í
þriðja lagi mismunun. Svo sannarlega
hafa verið gerðar tilraunir til að draga
úr fáfræði síðustu áratugina er kemur
að geðheilsu og geðröskunum, einnig
hefur þeim hugsanaferlum og afstöðu
sem móta fordóma verið ögrað og að
lokum hefur það hegðunarmynstur
sem mismunun byggir á verið fyrir-
byggt að mörgu leyti með reglum.
Árið 2009 var birt alþjóðleg rann-
sókn á fordómum og mismunun í
garð fólks með geðraskanir. Þetta er
eina raunverulega rannsóknin sem
gerð hefur verið á Íslandi um stöðu
mála. Þar var viðhorf fólks til þung-
lyndra og fólks greint með geðklofa
borið saman við einstaklinga sem
tókust á við astma. Niðurstöðurnar
voru sláandi. Fólk kaus almennt
mun meiri félagslega fjarlægð frá
fólki með geðraskanir en fólki með
astma. Í heildinni sýndi rannsóknin
að á Íslandi væru útbreiddir nei-
kvæðir fordómar í garð fólks með
geðraskanir. Því miður hefur rann-
sóknin ekki verið endurtekin svo
ómögulegt er að segja hvort eitthvað
hafi breyst á tíu árum.
Frá árinu 1874, er fyrstu grein-
ingar litu dagsins ljós, til dagsins í
dag hefur geðgreiningum fjölgað
hundraðfalt eða úr sex í 600 og því
mætti ætla að fleiri séu nú öðruvísi
en áður. Mér hefur fundist á þeim
þrjátíu árum sem ég hef kynnst
fólki sem býr við geðraskanir að með
árunum hafi stolt þeirra og valdefl-
ing á eigin skapandi mennsku aukist
og þar með dregið úr skömm þeirra
tengdri hinum huglæga merkimiða
samfélagsins. En á sama tíma er ég
ekki viss um að sú skömm sem sam-
félagið býr við í garð þeirra sem eru
„öðruvísi“ hafi minnkað jafn mikið.
Samfélag okkar hefur að einhverju
leyti notað háð og grín til að takast
á við og hlutleysa skömm sína gagn-
vart geðsjúkum. Enn eru íslensk
stórfyrirtæki að nota gamlar klisjur
úr kvikmyndum frá síðustu öld sem
sýna geðsjúka í kómísku ljósi og við-
halda á sama tíma skilyrtu viðhorfi í
garð fólks með geðraskanir.
Nú þegar um þriðjungur sam-
félags okkar býr við geðgreiningu er
þá ekki kominn tími fyrir okkur að
horfast í augu við þessa aldagömlu
skömm? Mörg okkar sem erum geð-
næm og höfum fengið greiningar eru
löngu búin að skila skömminni og
fjölbreytt samfélag 21stu aldarinnar
á ekki að eiga pláss fyrir hana.
En áður en við getum svarað
spurningunni væri gagnlegt að
hlutgera viðhorf samfélagsins með
endurtekinni rannsókn á fordómum
og mismunun í garð fólks með geð-
raskanir.
Ég hugsa oft til orða Wilmu þegar
ég tel mig verða varan við fordóma
í íslensku samfélagi sem á að teljast
umburðarlynt. Ég velti því fyrir mér
hvort margir velji enn að halda sig til
hlés í samfélagi sem tekur afstöðu til
þeirra út frá greiningum byggðum á
145 ára huglægu greiningarsniðmáti
sem litað hefur verið af skömm um
aldir?
Skömm
Héðinn
Unnsteinsson
Nú þegar um þriðjungur
samfélags okkar býr við geð-
greiningu er þá ekki kominn
tími fyrir okkur að horfast
í augu við þessa aldagömlu
skömm?
Íslenska orðið „menntun“ gefur til kynna að um sé að ræða ferli sem felur í sér aukningu mennsk-
unnar, að „mannast“ eða að verða
að „manneskju“. Á öðrum tungu-
málum er þetta ekki jafn skýrt en
vísar þó víða til mótunarferlis, sbr.
hið franska „formation“, hið danska
„dannelse“ og hið þýska „Bildung“.
Nútímaorðin í dönsku og þýsku
hafa raunar bætt forskeytinu „út-“
framan við sem vísar til þrengri
hug my ndar u m st ar fstengda
menntun. Merking þess að vera
„uddannet“ og „ausgebildet“ er að
vera „útlærður“, hafa aflað sér sér-
fræðikunnáttu eða -þekkingar.
Þannig viðheldur íslenska orðið
„menntun“ hugmyndinni um að
menntun sé fyrir lífið í heild en
ekki einungis fyrir tiltekið starf.
Það er dýrmæt hugmynd sem ber
að halda í. Menntun felur vissulega
í sér þjálfun tækni eða kunnáttu til
að leysa einhver tiltekin verkefni
en hún er meira en það – hún er það
ferli sem við göngum í gegnum í líf-
inu að læra af reynslunni, þroskast
og verða „meira manneskja“. Þessi
víðari skilningur menntunar ætti
jafnframt að minna okkur á að nýta
hverja reynslu, hvert andartak, til
að bæta okkur, verða færari í að fást
við lífið, verða betri manneskjur.
Menntun einskorðast þannig ekki
við skólastofur heldur er það ferli
mennskunar að lifa og hrærast í
tíma þar sem allt – líka manneskjan
sjálf – tekur stöðugum breytingum.
Jafnframt varpar þessi skilningur
okkar ljós á að menntun er ferli
sem við eigum öll sameiginlegt með
mennskunni og að tilhlýðilegar for-
sendur eða skilyrði hennar ættu því
að vera fyrir alla.
En þótt menntun sé allra merkir
það ekki að kunnátta eða þekking
allra sé sú sama. Íslendingar eru
fámenn þjóð og hafa löngum verið
þúsundþjalasmiðir af illri nauðsyn.
Þótt vissulega sé gott að kunna ýmis-
legt fyrir sér er þetta að sjálfsögðu
ekki kjörstaða. Þúsundþjalasmiður
kann mjög margt en óhjákvæmilega
fátt eða jafnvel ekkert mjög vel. Það
er líklega engin tilviljun að í íslensku
eru til mörg orð um það sem er illa
gert vegna vankunnáttu, t.d. „fúsk“,
„kák“, „hundavaðsháttur“ og „skíta-
mix“. E.t.v. eru það þessar aðstæður
sem valda því að sumir virðast líta
svo á að menntun skipti litlu eða
jafnvel engu máli þegar leggja skal
mat á hluti. Svo virðist sem það sé
einungis á sviði íþróttanna sem
almennt er fallist á að sumir búi yfir
meiri hæfni og getu en aðrir.
Þótt mikilvægt sé að glata ekki
ofangreindum víðum skilningi á
menntun eigum við ekki að óttast
hana í þrengri skilningi sínum, sér-
fræðikunnáttunni, heldur eigum
við að fagna því að slík kunnátta sé
að einhverju leyti til staðar á okkar
fámenna landi. Sérfræðikunnátta
byggist á reynslu og þekkingu. Þar
hafa einstaklingar varið ómældum
tíma í að kynna sér tiltekin þekk-
ingarsvið, fengið leiðsögn frá
öðrum sérfræðingum og í störfum
sínum eru þeir margir hverjir í stöð-
ugri samræðu við aðra sem einnig
eru vel að sér á sviðinu. Það er þó
ekki þar með sagt að allir sérfræð-
ingar hafi alltaf rétt fyrir sér. Sér-
fræðingar eru líka manneskjur og
þeim getur (og má) skjátlast eins og
öðrum, auk þess sem sérfræðingur á
einu sviði hefur ekki endilega meiri
þekkingu en aðrir á öðrum sviðum.
Það er kannski ekki síst mikilvægt
að sérfræðingarnir sjálfir hafi í
huga að þeir eru ekki óskeikulir og
nálgist þannig viðfangsefni sín af
auðmýkt. En án vafa eru meiri líkur
en minni á að sérfræðingar hafi rétt
fyrir sér í mati sínu á því sviði sem
þeir hafa sérhæft sig í.
Menntun í bæði víðum og
þröngum skilningi skiptir litlar
þjóðir jafnvel meira máli en stórar.
Menntun er fjárfesting til framtíðar,
sjálf bær auðlind, og hlúa þarf stöð-
ugt að henni. Í kínversku fornriti,
Guanzi, sem nær aftur til 7. aldar
f.Kr. segir að sé einungis hugsað til
eins árs fari best á að stunda korn-
rækt, sé hugsað til tíu ára fari best
á að stunda trjárækt en sé hugsað
til lengri tíma fari best á að stunda
mannrækt. Mannrækt – það að
stuðla að menntun, þroska og færni
einstaklinganna sem mynda sam-
félagið – er leiðin sem ber að halda
ef við búum yfir langtímametnaði
fyrir samfélag okkar og velferð þess
um ókomna tíð.
Hugleiðingar um menntun
og sérfræðikunnáttu
Geir
Sigurðsson
prófessor við
Háskóla Íslands
Menntun í bæði víðum og
þröngum skilningi skiptir
litlar þjóðir jafnvel meira
máli en stórar. Menntun
er fjárfesting til framtíðar,
sjálfbær auðlind, og hlúa
þarf stöðugt að henni.
Þetta eru nú að mínu viti
voðalega hógværar óskir og
vísast hefur þú lengi haft í
huga að búa svo um hnútana
að þær rætist. Svona góð
manneskja og skynsöm.Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur.
Hveragerði annan janúar 2020.
Heil og sæl Katrín og gleðilegt nýtt ár. Ég vona að sambúð ykkar Bjarna gangi vel og
að þú haldir áfram að vera honum
undirgefin húsmóðir að góðra
kvenna sið. Hún er óskapleg þessi
hnignun íslenskrar menningar að
leyfa konum að vera með einhvern
uppsteyt.
Ég las mér til mikillar ánægju
grein eftir þig í Fréttablaðinu í dag
og dáðist að hógværð þinni að hafa
bara þrjár óskir fram að færa varð-
andi nýbyrjað ár. Þess vegna hef ég
ákveðið að taka þig til fyrirmyndar
í hógværðinni og færa fram mínar
þrjár óskir um sama ár.
Fyrsta óskin tengist því sem þú
kallar „innviði“. Ég átti svolítið í
basli með að skilja hana, enda er
ég bara bókmenntafræðingur og
vanari beinskeyttari textum, þó
svo f lóknir og þverstæðukenndir
textar, eins og þinn, geti líka boðið
upp á allskonar túlkun. Ég hnaut
aðeins um það sem þú sagðir um
uppbyggingu heilbrigðiskerfisins,
hafandi þurft að vera á sjúkra-
húsum nokkuð oft síðustu ár. Ég
treysti því að með uppbyggingu
í heilbrigðiskerfinu, þá sé hjúkr-
Mínar þrjár óskir
Sigurður
Ingólfsson
doktor í
frönskum
bókmenntum,
guðfræðinemi
og öryrki
unarfólki vel og ríf lega borgað
fyrir þrotlausa vinnu, á hvaða tíma
sólarhrings sem er. En það segir sig
nú sjálft að það hlýtur að vera í lagi.
Og í þessari uppbyggingu hlýtur
að felast að sjúklingar á bráðavakt
þurfi ekki lengur að liggja lengi
frammi á göngum en ekki í her-
bergjum og að öll lyf séu ávallt til
staðar. Mér datt þetta sisona í hug
af því að einu sinni nýverið lá ég
uppundir sólarhring á ganginum og
ekkert insúlín var finnanlegt fyrir
mig, en það er mér lífsnauðsynlegt.
Jú og talandi um lyf, þá fer að koma
að fyrstu óskinni. Þannig er að ég
fékk 143.000 krónur í örorkubætur
(en auðvitað skammast maður sín
fyrir að viðurkenna örorku sína,
það eru þriðjaf lokks þegnar og
eiginlega úrkast). Fyrir þann pening
gat ég ekki borgað leiguna mina en
fékk að díla við leigusalann um að
ég reddaði einhvern veginn restinni
í þessum mánuði. Þú veist kannski
hvar ég gæti gert slíkt. Einnig fékk
ég þær fréttir að vegna þess að það
er komið „nýtt tímabil“ þá þarf ég að
greiða að fullu lífsnauðsynleg lyf, en
get það ekki. Þannig að aldraðir for-
eldrar mínir ætla að bjarga mér svo
ég þurfi ekki að sleppa því að ná í
lyfin og drepist. Sem væri leiðinlegt.
Fyrsta óskin er því svona: Ég óska
þess að öryrkjar geti átt mannsæm-
andi líf og geti borgað leiguna og
lyfin sín og kannski fengið eitthvað
að borða, en það er auðvitað frekja,
það hafa allir gott af því að fasta í
nokkra mánuði.
Önnur ósk mín er óhóflega bjart-
sýn eins og óskhyggja er yfirleitt. Að
stjórnmálaflokkar og stjórnmála-
fólk standi við kosningaloforð sín.
Svona eins og þú sem lofaðir því að
setja mál öryrkja og ellilífeyrisþega
í forgang, sem þú hlýtur þá að gera
á næstunni, bara trúi ekki öðru upp
á skynsama manneskju eins og þig.
Þriðja óskin er svo að lokum auð-
vitað fáránleg, að ríkisstjórn Íslend-
inga komi einhvern tímann til
móts við þarfir Íslendinga aðrar en
að geta keypt sér risahús og glæsi-
bíla, heldur að allir eigi til hnífs og
skeiðar, svona fyrst að það er svo
mikið góðæri.
Þetta eru nú að mínu viti voða-
lega hógværar óskir og vísast hefur
þú lengi haft í huga að búa svo um
hnútana að þær rætist. Svona góð
manneskja og skynsöm.
Að lokum óska ég þér (þessi hlýt-
ur að mega fylgja) gleðilegs nýs árs.
Ég bið að heilsa Bjarna þínum, hann
er alltaf jafn duglegur í eldhúsinu og
við baksturinn, vænti ég eins og á að
vera hjá samrýmdum pólitískum
hjónum.
Innilega og ávallt þinn,
Dr. Sigurður Ingólfsson
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15F Ö S T U D A G U R 1 0 . J A N Ú A R 2 0 2 0