Fréttablaðið - 10.01.2020, Side 20
Það var mikill
léttir þegar ég
kynntist Terranova þar
sem allar vörurnar eru
vegan. Ekki skemmir
fyrir að allt það sem talið
er upp á innihaldslistum
vörunnar er gott og
náttúrulegt, engin auk-
efni eða fylliefni, bara
hrein og góð næring.
Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir
hjordiserna@frettabladid.is
Það var ekkert mál fyrir mig persónulega að vera græn-metisæta. Það var alltaf nóg
framboð af góðum mat og dýrin
voru ekkert annað en vinir mínir,“
segir Hildur.
„Það sem var kannski helst erfitt
en um leið lærdómsríkt var að ég
var oftast eina grænmetisætan,
þetta þótti sérstakt og því þurfti
ég snemma að læra að svara fyrir
lífsstíl minn. Fyrir rúmlega sjö
árum flutti ég til Svíþjóðar og þar
var veganismi orðinn mjög „main
stream“ og ósjálfrátt vorum við
farin að sniðganga mjólkurvörur
og egg.“
Ný tenging eftir brjóstagjöf
Móðurhlutverkið varð til þess
að Hildur fékk hugljómun. „Fyrir
tæplega þremur árum eignaðist
ég barn og í kjölfar brjóstagjafar
varð tengingin við mjólkurvörur
svo skýr að ég gat ekki hugsað mér
fleiri undantekningar.“
Misjafnt sé hversu vel er komið
til móts við börn sem neyta ekki
dýraafurða. „Því miður stendur
það ekki öllum börnum til boða fá
vegan mat í sínu mötuneyti. Einn-
ig finnst mér orðalag í ráðlegg-
ingum frá Landlæknis embættinu
ýta undir óöryggi foreldra sem
vilja ala upp börn sín á vegan
mataræði.“
Mikilvægt að vera meðvituð
Hildur segir áríðandi að fólk leiði
hugann að komandi kynslóðum og
endurskoði þannig neysluvenjur
sínar. „Vegan mataræði styður
ekki aðeins dýravernd heldur er
það einnig mikilvægur þáttur í að
draga úr loftslagsáhrifum. Lofts-
lagsmál snerta okkur öll og afkom-
endur okkar svo það er mikilvægt
að fólk sé meðvitað og taki ábyrgð
á kjötneyslu sinni.“
Veganúar sé fremur vitundar-
vakning en átak. „Ég myndi ekki
kalla Veganúar átak. Þetta er
kannski frekar áskorun með það
markmið að vekja athygli á mál-
staðnum og vonandi hafa áhrif á
viðhorf fólks gagnvart veganisma.
En vegan málstaðurinn kemur inn
á svo margt, sem dæmi má nefna
dýravernd, umhverfisvernd og
einnig heilsu.“
„Ég mæli með að horfa á heim-
ildarmyndir og fylgjast með
vegönum á samfélagsmiðlum til að
fá innblástur. Ég er dugleg að gefa
matarhugmyndir og önnur vegan
tips á instagram, @hilduromarsd.
Svo mun ég opna síðuna graen-
framtid.is von bráðar.“
Búddah skál með tófú
og tahinisósu
Fyrir fjóra
1,5 bollar quinoa
1,5 bollar vatn
1 grænmetiskraftur
1 pakki tófú
3 msk. tamarísósa
1 stór haus spergilkál
1 kúluhvítlaukur
3 forsoðnar rauðrófur
1-2 msk. edik (hvítvíns/balsamik/
epla)
Olía til steikingar og salt eftir
smekk
Sjóðið quinoa með grænmetis-
teningi. Reiknið með jafn miklu
rúmmáli af vatni og quinoa.
Skerið tófú í litla kubba og
steikið í 2-3 msk. olíu (um botn-
fylli í pönnu) þar til þeir fá verða
gylltir. Bætið svo tamarísósunni
út á pönnuna og veltið á pönn-
unni þar til tófúið hefur drukkið í
sig alla sósuna.
Næst eru forsoðnu rauð-
rófurnar skornar í bita, steiktar í
smá olíu og ediki og leyft að malla
í nokkrar mínútur.
Þá er spergilkálið skorið í grófa
bita og léttsteikt í olíu og hvít-
lauk. Smá vatni hellt á pönnuna,
lok sett yfir og brokkólíinu leyft
að mýkjast.
Tahinisósan:
125 gr ljóst tahini
1,5 dl vatn
1½ msk. safi úr sítrónu
⅛ tsk. Herbamare salt
1 hvítlauksrif
Hráefni blandað saman í blandara
eða með töfrasprota. Mæli með að
setja vatnið smátt og smátt út í svo
hún verði ekki of þunn.
Súrkál og tamarí-ristuð
sólblóma fræ myndu líka passa
vel með.
Verði ykkur að góðu.
Hef aldrei litið á dýr sem mat
Hildur Ómarsdóttir er verkfræðingur sem heldur úti vinsælli Instagram-síðu þar sem hún deilir
gómsætum veganuppskriftum. Hún ólst upp sem grænmetisæta og segist afar þakklát fyrir það.
Hildur Ómarsdóttir ásamt syni sínum, Róberti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Það kom Sunnu hins vegar mikið á óvart hversu mörg vítamín á markaðnum voru
ekki vegan þegar hún skoðaði
merkingar á þeim. „Algengt er að
hylki utan um vítamínperlur séu úr
gelatíni en ýmsar aðrar dýraafurðir
eru einnig tíðir gestir á innihalds-
listum. Þess vegna var svolítil
kúnst að læra að lesa miðana og
finna út hvað var vegan og hvað
ekki. Það var mikill léttir þegar ég
kynntist Terranova þar sem allar
vörurnar eru vegan. Ekki skemmir
fyrir að allt það sem talið er upp á
innihaldslistum vörunnar er gott
og náttúrulegt, engin aukefni eða
fylliefni, bara hrein og góð næring,“
segir Sunna.
„Ég hef notað Terranova vörur
daglega síðan ég prófaði þær fyrst
og er alltaf jafnánægð. Að staðaldri
tek ég Full spectrum multivitamin
og D3 á hverjum morgni, Easy Iron
og Calcium Magnesium complex
á hverju kvöldi og B12 um það bil
annan hvern morgun en ég er með
góða B12 upptöku og þarf ekki
meira. Ég hvet þó fólk til þess að
fylgjast með B12 búskap sínum
með blóðprufum en sjálf fer ég
árlega,“ upplýsir hún.
„Þegar ég var ófrísk notaði ég
Prenatal vítamínið daglega og
drakk magnesíum drykkinn fyrir
meltinguna og var mjög ánægð
með hvort tveggja.
Þegar ég finn fyrir sleni eða finnst
eins og ég sé að byrja að veikjast
finnst mér gott að fá mér Life
drykkinn, hann er hlaðinn góðum
vítamínum. Life drykkurinn er
líka góður út í græna drykki. Ég
hef prófað að skipta honum út
fyrir Intense berries drykkinn og
Fann loksins vegan vítamín
Sunna Ben gerðist vegan fyrir nokkrum árum eftir að hafa verið grænmetisæta í rúman áratug.
Fljótlega varð henni ljóst að vanda þyrfti vítamín- og steinefnainntöku og velja vegan vörur.
Sunna Ben mælir heilshugar með
því að grænkerar og aðrir áhuga-
samir kynni sér vörurnar frá Terra-
nova, þær eru allra hreinustu og
flottustu sem hún hefur séð.
Íþróttablanda frá Terranova sem hentar þeim sem vilja ná betri árangri. Um er að ræða úthugsaða samsetningu
jurta sem auka orku, úthald og styrk og koma kyrrsetufólki svo sannarlega af stað og upp úr sófanum. Blandan
inniheldur: frostþurrkaðan rauðrófusafa, sveppablöndu (cordiceps og reishi), hveitigras, engifer og cayenne pipar.
verið mjög hrifin, en Life er alltaf
uppáhalds,“ segir Sunna og bendir
á að Terranova bjóði upp á ýmsar
sérhæfðar lausnir fyrir hár, húð,
liðamót og fleira.
„Ég hef notað Glucosamine og
Astaxanthin frá Terranova og fann
strax mun á liðverkjum. Það er
sérstaklega ein vara sem á sannar-
lega hrós skilið en það er rauðrófu-
duftið (Beetroot Juice blanda) sem
inniheldur líka sveppablöndu af
cordyceps og reishi sem eiga að
auka úthald. Þegar ég kynntist
þessari súper blöndu drakk ég enn
orkudrykki en fann samt vel fyrir
áhrifunum. Í dag drekk ég nær
enga orkudrykki og finnst betra að
fá mér drykk með rauðrófublönd-
unni frá Terranova fyrir krefjandi
æfingar, það gefur jafna og góða
orku, ekkert stress eða sykurfall.
Eins og sjá má mæli ég heils-
hugar með því að grænkerar og
aðrir áhugasamir um hreina og
góða næringu kynni sér vörurnar
frá Terranova, af því að þær eru
einhverjar þær allra hreinustu
og flottustu sem ég hef séð,“ segir
Sunna.
Terranova fæst í f lestum
apótekum, heilsuvöruverslunum
og heilsuhillum matvöruverslana.
4 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RVEGANÚAR