Fréttablaðið - 10.01.2020, Síða 1

Fréttablaðið - 10.01.2020, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —8 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 1 0 . J A N Ú A R 2 0 2 0 HEKLA · Laugavegi 170 · www.hekla.is Kíktu við á morgun milli kl. 12 & 16 Fjórar frumsýningar, kynningar og forsölur VIÐSKIPTI Fasteignaþróunarfélagið Íslenskar fasteignir, í samstarfi við hóp fjárfesta, áformar að reisa allt að eitt hundrað herbergja hótel í Nesvík á Kjalarnesi. Áformin voru kynnt á fundi skipulags- og sam- gönguráðs Reykjavíkurborgar fyrr í vikunni en á fundinum var sam- þykkt að kynna lýsingu að nýju deiliskipulagi fyrir landið. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er Eggert Þór Dagbjarts- son, sem fer fyrir bandaríska fjár- festingafélaginu Equity Resource Investments, í hópi þeirra fjárfesta sem koma að verkefninu. Eggert Þór fjárfesti sem kunnugt er í félagi sem stendur að byggingu fimm stjörnu Marriott Edition- hótels sem rís nú við hlið Hörpu í miðbæ Reykjavíkur, auk félags sem reisir lúxusíbúðir í Austurhöfn við hliðina á hótelbyggingunni, en Íslenskar fasteignir hafa umsjón með báðum verkefnunum. Ekki fæst uppgefið hvaða fjárfestar, auk Eggerts, koma að hótelverkefninu á Kjalarnesi. Ekki liggur heldur fyrir hver áætlaður kostnaður við upp- bygginguna sé. „Okkar hugmyndir eru þær að þarna verði reist hótel með lág- stemmdu yfirbragði sem muni falla vel að landinu,“ segir Gunnar Thor- oddsen, stjórnarformaður Íslenskra fasteigna, um áformin. „Hótelið yrði þá byggt og hannað með hliðsjón af náttúru svæðisins sem er alveg einstök. Upplifun gesta yrði þá að þeir væru í ósnortinni náttúru en samt í nágrenni við höfuðborgina,“ bætir hann við. Gunnar tekur þó fram að hug- myndir um verkefnið séu enn á frumstigi. Fyrstu skref felist í gerð nýs deiliskipulags fyrir landið. Fram kemur í tillögu að skipu- lagslýsingu, sem Plúsarkitektar hafa unnið fyrir Íslenskar fasteignir og lögð var fram á fyrrnefndum fundi skipulags- og samgöngu- ráðs, að auk hótels sé áformað að byggja tólf stakstæð hús á landinu sem yrðu þá leigð út sem gisti- rými og þjónustuð af hótelinu. – kij Fjárfestar áforma hótel á Kjalarnesi Áform eru uppi um að byggja allt að eitt hundrað herbergja hótel í Nesvík á Kjalarnesi. Eggert Þór Dagbjartsson, sem fjárfesti í Marr iott-hótelinu við Hörpu, kemur að verkefninu ásamt fleiri fjárfestum. Gert er ráð fyrir að yfirbragð hótelsins verði lágstemmt. Okkar hugmyndir eru þær að þarna verði reist hótel með lág- stemmdu yfirbragði sem muni falla vel að landinu. Gunnar Thoroddsen, stjórnarformaður Íslenskra fasteigna Þótt ekki blési byrlega við Reykjavíkurhöfn í gær og gengi á með dimmum éljum, féll mönnum þó ekki verk úr hendi og að ýmsu var að hyggja eins og oftast. Eitt þeirra verkefna sem leysa þurfti var að hreinsa sjóinntök á togaranum Tasermiut sem lá bundinn við bryggjukantinn. Það gerði kafarinn á myndinni með dyggri aðstoð félaga síns. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.